Tíminn - 17.03.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
NíelsÁrni Lund
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306,
íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild
Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild)
og 686306 (ritstjórn).
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Tíminn 70 ára
Þegar Tíminn var stofnaður fyrir 70 árum voru aldahvörf í
íslenskri þjóðmálabaráttu. Deilum við Dani um landsréttindi
var að ljúka og fullveldið blasti við. Eldri stjórnmálasamtök
voru að leysast upp vegna skorts á ágreiningi og voru reyndar
útbrunnin eftir langvarandi þras við herraþjóðina í baráttunni
sem leiddi til þess að ísland varð fullvalda ríki.
Innlend endurreisn blasti við og stjórnmálaflokkar voru
stofnaðir, og er enn búið við það flokkakerfi, sem varð til upp
úr umróti sjálfstæðisbaráttunnar.
Tíminn hefur frá upphafi verið málgagn Framsóknarflokks-
ins og baráttutæki til eflingar félagshyggju og samvinnu.
En dagblað hefur mörgum öðrum skyldum að gegna en að
túlka stefnu og störf stjórnmálamanna. Tíminn leitast við að
vera áreiðanlegur fréttamiðill og koma á framfæri skoðunum
af ýmsum toga og að taka þátt í þeirri umræðu sem hæst ber
hverju sinni.
Langur vegur er frá því að frumherjarnir höfðu ritstjórnar-
aðstöðu á borðkríli við hliðina á setjaravélinni hjá Jóni
Þórðarsyni, og sömdu þar og sendu skeyti sín í óvægilegri
stjórnmálabaráttu þeirra ára. Tíminn hefur vaxið með öðrum
umsvifum í þjóðfélaginu, tækni fleygt fram og aðrar kröfur
gerðar til blaða og blaðamennsku en á þeim tíma þegar þjóðin
var að fóta sig fyrstu sporin á braut sjálfstæðisins.
En enn er í fullu gildi sú stefna sem mörkuð var í
forystugrein fyrsta tölublaðs Tímans 17. mars 1917. „Þetta
blað mun eftir föngum beitast fyrir heilbrigðri framfarastefnu
í landsmálunum. Þar þarf að gæta samræmis, hvorki að
hlynna um of að einum atvinnuveginum á kostnað annars, né
hefja einn bæ eða eitt hérað á kostnað annarra landshluta,
því að takmarkið er framför alls landsins og allrar þjóðarinn-
ar.“
ísland er annað og betra land en það var fyrir 70 árum.
Framfarir miklar á flestum sviðum, menntun almenn og
örbirgð hefur verið útrýmt. Stéttaskipting er hverfandi og það
velferðarríki sem brautryðjendurnir sáu í hillingum er orðið
að veruleika. En sjálfstæðisbaráttan er viðvarandi og sama er
að segja um togstreituna um skiptingu auðsins.
Félagshyggja og samvinna eru hugtök sem enn eru í fullu
gildi og eins sú stefna að gæta samræmis á milli atvinnuvega
og landshluta. Þótt margt hafi breyst á Tíminn enn hlutverki
að gegna, að vera í fararbroddi þeirra afla sem beita sér fyrir
félagslegu réttlæti, einstaklingsfrelsi og jöfnuði milli atvinn-
uvega og landshluta. Á þessum sviðum verður endanlegu
takmarki aldrei náð og verða þeir sem aðhyllast samvinnu og
félagshyggju sífellt að halda vöku sinni.
Tíminn hefur fylgt þróun þjóðfélagsins og ávallt reynt að
hafa áhrif á hana til hins betra. Blaðið er sífellt barn síns tíma
og nú á 70 ára ferli þess stendur yfir mikið breytingaskeið.
Tölvutæknin hefur verið tekin í notkun í prentsmiðju og á
ritstjórn. Blaðið er auðunnara en áður og betur prentað.
Brátt verður ný prentsmiðja tekin í notkun og verið er að
reisa hús yfir hana og einnig alla starfsemi Tímans.
Með betri tækni og aðstöðu allri er stefnt að því að gefa út
enn betra blað, fjölbreyttara og læsilegra. Hraðfara fjölmiðla-
bylting nær einnig til dagblaðanna og reynslan sýnir að þau
standa af sér allan gauragang rafeindaútsendinga. Þau
styrkjast fremur en hitt við samkeppnina. Tíminn mun því
hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til margháttaðrar
þj óðmálaumræðu.
Dagblað væri lítils virði án lesenda. Tíminn hefur átt því
láni að fagna að eiga dyggan lesendahóp og mun kappkosta
að veita honum þá þjónustu sem hann á kröfu á. Nú þegar
áttundi áratugurinn er að hefjast í lífshlaupi blaðsins, eru öll
skilyrði fyrir hendi að efla það og bæta, og að því er stefnt.
Tíminn mun hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum
til að gera gott land enn betra.
Þriðjudagur 17. mars 1987
GARRI
Jón Baldvín vill reka Jóhannas.
Jóharmcsar
Mikið tilstand var í Alþýðu-
flokknum, þegar Jón Sigurðssoo,
þjóðhagsstjóri, gaf kost á sér til
þingframboðs fyrir flokkinn.
Flokksformaðurinn Jón Baldvin
kynnti nafna sinn sem eins konar
erfðaprins, er væri réttborinn til
forustunnar. Lét formaðurian
reyndar að því liggja, að hann væri
reiðubúinn að víkja fyrir prinsin-
um, þegar hinum síðarnefnda
þóknaðist að taka við.
Einn Jón
vill reka Jóhannes
Hér er þess að geta, að Jón
Baldvin hafði skorið upp herör
gegn dr. Jóhannesi Nordal, seðla-
bankastjóra. Hafði Jón lýst því
yfir, að liann myndi reka Jóhannes,
ef hann öðlaðist völd til þess. Hefir
Aiþýðuflokkurinn síðan verið í upp-
sveiflu, enda eru peningamálin í
ólestri og óvinsældir Jóhannesar
verulegar.
llllllllllllllllllllllll VÍTT OG
Jón Sigurðsson vW ekki reka
Jóhannes.
Annar Jón
viH ekki reka Jéhannee
Eftir að Jón Sigurðsson kom til
skjalanna, kveður við annan tón.
Jón ætlar ekki að „reka“ Jóhaan-
es, svo sem hann greinir frá í
Helgarpóstinum 11. des. sl.. í
Morgunblaðinu 25/11 sór Jón Sig-
urðsson af sér greiu, sem birst
hafði í Alþýðublaðinu 18/11 og
fjallaði um tilgangsleysi Seðla-
bankans eftir samþykkt laga um
vaxtafrelsi. Nokkru síðar gekk
sjálfur ritstjóri Alþýðublaðsins,
Arni Gunnarsson, frarn fyrir
skjöldu í Morgunblaðinu og hvít-
þvoði Jón Sigurðsson af annarri
grein í Alþýðublaðinn, sem Stak-
steinahöfundur hafði kennt Jóni.
Llm svipað leyti var í Alþýðubtað-
inu dregið í land með stóryrði Jóns
Buldvins um brottrekstur Jóhann-
esar.
Hvers vegna?
Hvernig verður þetta skýrt? Jón
Sigurðsson er skjólstæðingur Jó-
hannesar Nordals. Hann starfaði
með Jóhannesi innan vébanda
Jóhannes ræ&ur þvf sem hann
viH, þar á me&al yfir báðum
Jónunum.
Efnahagsstofnunarinnar sálugu.
Við slit hennar var Nordal Jóni
innan handar við að koma á fót
hagrannsóknadeild og síðan Þjóð-
hagsstofnun 1974 með sum verk-
efni frá Efnahagsstofnun og önnur
frá Hagstofu. Þjóðhagsstofnun var
í þeim skiiningi atvinnubótafyrir-
tæki handa Jóni Sigurðssyni. Einn
varnagli var þó sleginn: Stofnunin
var fjármögnuð að hálfu ieyti af
Seðlabankanum, þannig að Jó-
hannes Nordal hefir þar bæði tögl
og hagldir. Jón Sigurðsson hefir
nánast verið útibússtjóri Jóhannes-
ar.
Svo sem áður segir, fer lítið orð
af stjóm Jóhannesar á pcningamál-
um landsins, en þeim mun meira af
valdastreitu hans. Honum hefir
oftast tekist að ráða vali viðskipta-
ráðherra, sem fer með bankamál-
in, þar með vali tveggja Matthíasa.
Nýjasta herbragð Nordals er að
senda Jón Sigurðsson inn«forustu-
lið Alþýðuflokksins. Með þeim
hætti hefir hann skotið Jóni Bald-
vm ref fyrir rass. Hreystiyrði Jóns
Baldvins um að reka seðlabanka-
stjórann eru orðin að engu. Garri
Tíminn í sjötíu ár
Tíminn hefur nú komið út í 70
ár. Allt frá upphafi hefur hann lagt
áherslu á vönduð fréttaskrif en auk
þess verið opinn fyrir hvers konar
umræðu sem í gangi er hverju
sinni.
Tíminn er og hefur verið gefinn
út af Framsóknarflokknum og þar
af leiðandi haldið á lofti stefnu.
hans og barist fyrir málstað Fram-
sóknarflokksins.
Er þörf fyrir pólitískt
málgagn?
Þeirri spurningu hefur oft verið
velt upp hvort pólitísk málgögn
eigi rétt á sér og hvort þau hafi þau
áhrif sem til er ætlast. Þessu er að
sjálfsögðu erfitt að svara og ekki
hægt að nefna nein ákveðin dæmi
sem sanna slíkt. Hins vegar má
spyrja á móti hvort t.d. staða
Framsóknarflokksins væri sú sama
ef hann hefði ekki málgagn og það
sama á við um Sjálfstæðisflokkinn
og Morgunblaðið og Alþýð-
ubandalagið og Þjóðviljann.
Nú er það svo að einhverjum
finnst það ekki við hæfi að dagblöð
gefi sig upp sem stuðningsafl við
ákveðinn stjórnmálaflokk. Þannig
forðast Dagblaðið að kenna sig við
Sjálfstæðisflokkinn og heldur því
mjög á lofti að það sé frjálst og
óháð. Undir það skal tekið að
D.V. er eflaust frjálst en óháð
getur það ekki talist. Þeir sem
fylgjast með skrifum þess sjá aug-
ljóslega tengsl þess við hægri öflin
í landinu og þar með Sjálfstæðis-
flokkinn. Þetta er ekkert undarlegt
þar sem að blaðinu standa ýmsir af
hörðustu stuðningsmönum þess
flokks.
Fyrir ári síðan eða svo taldi Jón
Baldvin Hannibalsson formaður
Alþýðuflokksins að það væri úrelt
að flokkar gæfu út dagblöð og ef
mig minnir rétt nefndi hann því til
sönnunar uppsveiflu Alþýðu-
flokksins sem varla var hægt að
þakka útbreiðslu eða áróðursgildi
Alþýðublaðsins. Þetta var ekki svo
vitlaust ályktað en þess bar þó að
gæta að þá voru ekki kosningar á
næsta leiti og dagblöðin ekki í
neinum kosningaklæðnaði. Þar af
leiðandi fékk Jón Baldvin og hans
lið heilmikla umfjöllun á síðum
blaðanna enda uppákomur hans
og hans manna margar og nokkuð
skondnar.
Nú á formaðurinn hins vegar
erfiðar með að fá sinn áróður
birtan í blöðum andstæðinga Al-
þýðuflokksins og má sjá að við-
brögðin eru þau að reynt hefur
verið að blása nokkru lífi í Alþýð-
ublaðið og því dreift meðal fólks
hvort sem það biður um eða ekki.
Vera má að hann hafi fundið
þörfina á því að koma málstað
sínum til skila.
Framtíð Tímans og ann-
arra dagblaða
Á síðustu árum og þá einkum
allra síðustu mánuðum hafa orðið
miklar breytingar í fjölmiðlun.
Nýjar útvarpsstsöðvar eru komnar
af stað, sem eru með fréttatíma á
klukkustundarfresti allan sólar-
hringinn, önnur sjórnvarpsstöð er
komin til viðbótar ríkissjónvarpinu
og mikil samkeppni þeirra á milli
og aragrúi er af hvers kyns tímarit-
um sem berjast um hylli lesenda.
Þetta er þó ekki nema byrjunin á
því sem koma skal ef dæma má
spádóma og fréttir þar að lútandi.
Það er því ekki nema von að menn
velti því fyrir sér hvort dagblöðin,
sem í flestum tilvikum eru dæmd
til að vera á eftir með fréttir, eigi
framtíð fyrir sér.
Mín skoðun er sú að svo sé.
Dagblöðin þurfa vissulega að taka
breytingum f takt við tímann
hverju sinni en þau hafa sína
sérstöðu meðal annarra fjölmiðla
og sú sérstaða verður ekki frá þeim
tekin.
Hvað Tímann áhrærir hefur
hann átt sín blómaskeið og öldu-
dali. Þrátt fyrir áföll stendur hann
traustum fótum og mun hér eftir
sem hingað til leggja metnað sinn
í að þjóna lesendum sínum sem
best. nál.