Tíminn - 17.03.1987, Síða 8
8 Tíminn,
Þriðjudagur 17. mars 1987 Þriðjudagur 17. mars 1987
„Flóttinn“
F angelsis vörðurinn
er raunverulegur, en
landslagiö sem sést eins
og út um brotna
múrana er bara plat, -
það er málað á
vegginn!
Listaverkið er kallað
„Flóttinn“ og er málað
af 6 föngum í Reading-
fangelsi í Englandi.
Kvikmynda-
stjörnurnar fara
að huga að
barneignum
þegar fertugs-
aldurinn
nálgast
U
RSULA Andress
-frægasta Bondstúlka allra
tíma - var orðin 44 ára
þegar hún eignaðist sitt
fyrsta barn, soninn Dimitri,
sem verður 7 ára á þessu ári.
Hún segir um elskhuga,
eiginmenn og börn: „Ástin
getur kólnað og eiginmenn
horfið á braut, en börnin
svíkja mann ekki. Dimitri
litli er stóra ástin í lífi mínu
í dag.“
Og það voru fleiri sem fetuðu í
fótspor Ursulu, því að upp á síð-
kastið hefur verið eins og það væri
tískufyrirbrigði hjá leikkonum um
og yfir fertugt að eignast barn.
Sumar höfðu kannski eignast eitt
eða fleiri börn á unga aldri, en svo
hafði ckki gefist tími til að standa
í barneignum, og allt í einu áttuðu
þær sig á að tíminn var að hlaupa
frá þeim.
Sumar barnlausar leikkonur
sögðu í viðtölum, að það væri sín
heitasta ósk að eignast barn, t.d.
Linda Evans (í Dynasty), það er
ekki sjaldan sem slíkum ummælum
hennar í viðtölum fylgdi mynd af
hinni fögru ljóshærðu stjörnu með
angurvært bros og sorg í augum.
En svo eru sumar af þessum
óbyrjum,semsegjahreinlega: „Ég
hef ekki áhuga á að eignast börn á
þessum aldri“, og má þar nefna
Victoriu Principal (Pamela í
Dallas).
Goldie Hawn eignaðist litla dótt-
ur þegar hún var um fertugt. Hún
hafði í fyrra hjónabandi sínu eign-
ast 2 börn, en segir, að það séu
margir kostir við það að vera
„gömu!“ mamma, það finni hún
greinilega, og hún segist njóta þess
nú að gefa sér tíma með barninu,
-en það hafi oft skort á tíma og ró-
legheit hjá sér áður.
Ursula Andress með Dimitri son sinn ársgamlan, en nú er hann
orðinn 7 ára og mamman 51 og eignast því líklega ekki fleiri
börn.
Olivia Newton-John og maður hennar Matt
Lattanzi og litla dóttirin Cloe Rose. Olivia var
orðin 37 ára þegar hún giftist Matt, sem er 11
árum yngri. Barnið fæddist á fyrsta
hjónabandsárinu og foreldrarnir voru í
sjöunda himni. Olivia sagði nýlega, að nú
þyrfti Cloe Rose endilega að eignast systkini,
- og það vseri næst á dagskrá.
Goldie Hawn var 41 árs þegar hún eignaðist
dótturina Katie, og þó þessi sprellfjöruga
gamanleikkona hafi lagt sig fram um að koma
fólki til að hlæja í gegnum árin, þá hefur hún
líklega aldrei skemmt sér sjálf jafnvel og þegar
hún leikur við Katie.
Tyne Daly, dökkhærða
löggukonan í
sjónvarpsþáttunum
„Cagney and Lacey “ er
nýlega orðin fertug.
Hún á tvær dætur á
unglingsárum, en nú
nýlega eignaðist hún
nýjadóttur, Alexandra
Betris. Tyne segir, að
Alex, eins og litla
stelpan er kölluð, hafi
ekki komið í heiminn eftir pöntun. Hún hafði
samið um að leika í ákveðnum fjölda
sjónvarpsþátta, og það var tekið til bragðs að
„skrifa óléttuna inn í þáttinn". Hún sést hér
ásamt manni sínum, blökkumanninum Georg
Stanford Brown, í skrautlegum óléttukjól.
ÍÞRÓTTIR lllilllllllllllillllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllillill!! ÍÞRÓTTIR
Valsmenn sigruðu FH og þarmeð getur ekkert lið náð Víkingum að stigum í 1. deildinni. Hér er
það Júlíus Jónasson sem gerir sig líklegan til að skora í leik Vals og FH. límamynd pjeiur
íslandsmótið í handknattleik, 1. deild:
Islandsmeistarar!
Hæðargarðsliðið tryggði sér titilinn um helgina
þótt enn séu þrjár umferðir eftir af mótinu
Víkingar eru íslandsmeistarar í handknatt-
leik árið 1987. Pað varð ljóst á sunnudagskvöld-
ið í Laugardalshöllinni. Víkingar sigruðu þá
Hauka 25-21 og FH-ingar lágu fyrir Valsmönn-
um. Þó enn séu þrjár umferðir eftir af tslands-
mótinu hefur hið stórgóða Víkingslið þegar
varið titil sinn frá því í fyrra.
Að vísu var lítill íslandsmeistarabragur á leik
Víkinga gegn Haukum, þeir framkvæmdu þó
það sem nauðsynlegt var gegn Haukum sem
með tapinu „unnu“ sér nánast þann vafasama
rétt að leika í 2. deild að ári.
Fyrri hálfleikurinn var jafn, Haukarnir þó
óheppnir að þeirra mesta skytta, Sigurjón
Sigurðsson, meiddist snemma á hné og haltraði
eftir það en Gunnar Einarsson hélt Haukunum
við efnið með góðri markvörslu. Staðan 10-8
fyrir Víkinga í hléi.
í síðari hálfleik héldu Víkingar forystunni og
sá þá Bjarki Sigurðsson aðallega um að skora
úr hominu, frábær leikmaður í sókn en þarf
aðeins að bæta varnarleikinn. Aðrir leikmenn
íslandsmeistaranna höfðu frekar hægt um sig,
sem oft vill verða þegar langþráðu takmarki er
meira og minna náð.
Það er full ástæða til að hrósa Árna Indriða-
syni þjálfara Víkings og leikmönnum hans fyrir
góða frammistöðu í vetur. Liðið er góð blanda
ungra og efnilegra leikmanna svo og þeirra sem
eldri og reyndari eru.
Mörkin: Víkingur: Bjarki Sigurðsson 10,
Siggeir Magnússon 5, Karl Þráinsson 3, Guð-
mundur Guðmundsson 2, Árni Friðleifsson 2,
Hilmar Sigurgíslason 2 og Sigurður Ragnarsson
1. Haukar: Sigurjón Sigurðsson 7, Pétur
Guðnason 5, Þórir Gíslason 2, Jón Hauksson
2, Ólafur Jóhannesson 2, Ingimar Haraldsson
1, Jón Örn Stefánsson 1 og Helgi Harðarson 1.
íslandsmótið í borðtennis:
Tómas og Ragnhildur unnu
Tómas Guðjónsson KR varði íslandsmeistar-
atitil sinn í meistaraflokki karla um helgina en
Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB varð Islands-
meistari í meistaraflokki kvenna.
Tómas sigraði nafna sinn Sölvason KR í
úrslitum og tryggði sér þar með sinn 9.
íslandsmeistaratitil. Ragnhildur lagði Ástu Ur-
bancic Erninum að velli í úrslitaleik f kvenna-
flokki.
í 1. flokki karla sigraði Bjarni Kristjánsson
UMFK, Elín Eva Grímsdóttir KR sigraði í 1.
flokki kvenna og Elías Elíasson Stjörnunni í 2.
flokki karla. 1 tvíliðaleik karla urðu þeir
Tómasar Guðjónsson og Sölvason úr KR
hlutskarpastir, unnu Jóhannes Hauksson og
Örn Fransson úr sama félagi í úrslitaleik.
Ragnhildur Sigurðardóttir og Kristín Njálsdótt-
ir úr UMSB unnu Ástu Urbancic Erninum og
Elísabetu Ólafsdóttur KR í tvíliðaleik kvenna
og þau Ásta Urbancic Erninum og Tómas
Guðjónsson KR unnu Ragnhildi Sigurðardótt-
ur UMSB og Hilmar Konráðsson Víkingi í
úrslitaleik í tvenndarleik.
í úrslitum í einliðaleik öldunga sigraði Ragn-
ar Ragnarsson Emil Pálsson og Þórður Þorvarð-
arson og Jóhann Örn Sigurjónsson sigruðu Ólaf
H. Ólafsson og Birki Þ. Gunnarsson í tvíliða-
leik. Þeir eru allir í Erninum..
Handknattleikur, 1. deild:
Öflugir Valsmenn
unnu ötula FH-inga
Valsmenn fengu sjaldan tíma til
að taka lífinu létt er þeir mættu
FH-ingum í 1. deildarkeppninni í
handknattleik í Laugardalshöll á
sunnudagskvöldið. Valur hafði fjög-
ur mörk yfir í hálfleik, 14-10, en
FH-ingar söxuðu jafnt og þétt á
forskotið í síðari háfleik, tókst að
jafna en urðu að lúta í lægra haldi
fyrir Völsurum sem unnu með 29
mörkum gegn 27.
Valsarar eru í firnagóðu formi,
léku hratt og vel gegn Hafnfirðing-
unum, sem með sigri hefðu enn átt
möguleika á Islandsmeistaratitlin-
um, og náðu fljótlega yfirhöndinni.
Lítið gekk hinsvegar upp hjá FH,
fjögur víti í súginn í fyrri hálfleik og
annað eftir því.
FH-ingar eiga stórefnilega leik-
menn og mikið af þeim í þokkabót.
Strákar á borð við Hálfdán Þórðar-
son og Einar Hjaltason fengu að
spreyta sig og stóðu sig vel og
reyndar FH-ingar sem heild. Þrjú
mörk frá Stefáni Halldórssyni í lok
leiksins tryggðu þó Völsurum sigur-
inn í lokin.
Jakob Sigurðsson var bestur
Valsmanna, skoraði 8 mörk og gerði
aðra góða hluti. Stefán Halldórsson
skoraði 7 mörk og Valdimar Gríms-
son 5, nokkur þeirra með sérlega
fallegum innstökkum úr horninu.
Júlíus Jónasson, 4 mörk, Geir
Sveinsson og Theódór Guðfinnsson,
2 mörk hvor, og Þorbjörn Guð-
mundsson, 1 mark, skoruðu einnig
fyrir Val. Bergur Þorgeirsson stóð
sig með ágætum í markinu.
FH-ingarnir ungu börðust vel þótt
margt gengi þeim á móti. Héðinn
Gilsson var í góðri vörslu Þorbjörns
Guðmundssonar í fyrri hálfleik en
færðist allur í aukana í síðari hálfleik
og var þá geysihættulegur. Annars
var það heildarsvipur liðsins sem var
hvað mest áberandi, sá svipur gæti
átt eftir að færa liðinu nokkra titla á
komandi árum. Mörk FH: Héðinn
Gilsson 6, Óskar Helgason 6(5),
Einar Hjaltason 4, Gunnar Bein-
teinsson 4, Guðjón Árnason 2, Stef-
án Kristjánsson 2, Óskar Ármanns-
son 1, Pétur Petersen 1 og Hálfdán
Þórðarson 1.
Staðan:
Úrslit í 1. deild karla á íslands-
mótinu í handknattleik urðu þessi
115. umferð:
KA-Breiðablik............... 26-23
Fram-Stjarnan .............. 23-29
KR-Ármann................... 26-17
Víkingur-Haukar............. 25-21
Valur-FH.................... 29-27
Staðan er þá þannig þegar 3
umferðir eru eftir:
Vikingur ... .. 15 13 1 367-310 27
Valur .. 15 9 2 4388-343 20
Breiðablik . . . 15 9 2 4 352-343 20
FH . 15 9 1 5 383-346 19
Stjarnan . — . 15 7 2 6 380-354 16
KA . 15 7 2 6 347-344 16
KR . 15 6 1 8 311-335 13
Fram . 14 5 0 9 333-337 10
Haukar . 15 2 2 11 312-370 6
Árxnann . . . . . 14 0 1 13 263-350 1
Körfuknattleikur - 2. deild:
Ljóst hvaða lið
leika í úrslitum
Nú er orðið Ijóst hvaða lið það eru
sem berjast um sæti í 1, deild í
körfuknattleiknum. Það eru UÍA,
Léttir, Skallagrímur og HSK sem
urðu efst og leika um 1. deildarsætið.
Liðin keppa öll gegn öllum og sigur-
vegararnirfara í 1. deild næsta vetur.
Bikarkeppnin í blaki, undanúrslit:
Þróttur úr leik!
- tapaði 2-3 fyrir KA á Akureyri
Frá Gylfa Kristjunssyni á Akureyri:
KA-menn verða andstæðingar
ÍS í úrslitum í bikarkeppni karla í
blaki. KA vann fslands- og bikar-
meistara Þróttar í hörkuleik á Ak-
ureyri um helgina. Söguleg úrslit
fyrir KA sem hcfur verið í stöðugri
sókn í allan vetur. Úrslitin í leikn-
um 3-2.
KA vann fyrstu hrinuna 15-8
eftir að hafa komist í 11-6. Þróttar-
ar voru ekki af baki dottnir og
unnu næstu tvær hrinur 15-13 og
15-10 en KA náði að jafna leikinn
2-2 með 15-4 sigri í 4. hrinunni. í
úrslitahrinunni var jafnt lengst af,
KA komst síðan yfir 13-10 og vann
síðan 15- 12. Glæsilegur árangur
hjá KA enda var vel fagnað í
leikslok.
Þess má geta að í lið Þróttar
vantaði uppspilarann og fyrirlið-
ann Leif Harðarson sem á við
hnémeiðs! að stríða.
Önnur úrslit í undanúrslitum
urðu þau að í karlaflokki vann ÍS
Fram 3-2 (10-15, 15-7, 15-10, 13-
15, 15-11) og í kvennaflokki eru
það ÍS og Breiðablik sem leika til
úrslita, IS vann Þrótt 3-2 (15-8,
6-15, 15-12, 11-15, 15-7) og UBK
vann KA 3-1 (15-1, 15-10, 3-15,
15-2).
Úrslitaleikirnir verða laugardag-
inn 4. apríl í Digranesi.
Tíminn 9
Enska bikarkeppnin:
Tottenham-Leeds?
Dregið var í undanúrslit ensku
bikarkeppninnar í knattspymu í
gær. Liðin drógust þannig saman:
Watford-Tottenham
(Leika á Villa Park í Birminghant)
Coventry-Leeds
(Lcika á Hillsborough í Sheffield)
Leikirnir verða laugardaginn 11.
apríl á hlutlausum völlum.
Tottenham þykir vera sigur-
stranglegasta liðið en Watford
kemur til með að veita því harða
keppni. Watford tapaði úrslifaleik
gegn Everton 1984 en Tottenham
vann bikarinn árin 1981 og 82 en
síðan hcfur liðið ckki komist í
úrslit.
Leeds er að leika í undanúrslit-
unt í 8. skipti en Coventry í fyrsta.
f
H ðVAHI
Danniörk 1982
Gullverðlaun
fsland 1982
Gullverölaun
Danmörk 1985
Gullverðlaun
ísland 1985
9 *
Gullverðlaún
Bandaríkin 1986
98 stig af 100