Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Þriðjudagur 17. mars 1987 llllHHmilllllllHII ÍÞRÓTTIR :'!I; .:i;i Úrvalsdeildin í körfuknattleik: KR kemst í úrslitin - eftir öruggan sigur á Val á sunnudagskvöldið Ástþór Ingason á fleygiferð í hraðaupphlaupi, kominn framhjá 1 Tómasi Holton og Sturlu Örlygssyni. Hann lenti mjög illa eftir að , hann skoraði og tognaði á ökla. Þá var ekki um annað að gera en að veita félögunum andlegan stuðning og hlusta auk þess á lýsingu á leik Hauka og ÍBK í útvarpinu. KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslita- keppni úrvalsdeildarinnar með því að leggja Valsmenn að velli 83-62 í leik liðanna á sunndagskvöldið. Þeir hefðu reyndar komist áfram þrátt fyrir tap því ÍBK vann Hauka en strax í upphafi leiks var ljóst að KR-ingar ætluðu ekki að láta ÍBK koma sér í úrslitin. Leikurinn var strax mjög hraður en KR-ingar virtust hafa undirtökin. Þar munaði mest um að fráköstin voru oftar þeirra. Munurinn jókst jafnt og þétt fram að hálfleik og var orðinn 19 stig, 49-30 þegar hlé var gert. Enn bættu KR-ingar við og komust í 30 stiga mun, 74-44 skömmu eftir miðjan síðari hálfleik. Þá settu bæði lið varamenn sína inná og annars mjög skemmtilegur og vel leikinn leikur datt niður á lægra plan. Síðustu 8 mínúturnar skoruðu KR-ingar 9 stig en Valsmenn 15 og lokatölur urðu sem fyrr sagði 83-62. Bestu menn KR voru Guðni Guðnason, Ólafur Guðmundsson og Garðar Jóhannsson en hjá Val bar Sturla Örlygsson af. Stig KR-inga gerðu: Garðar 21, Guðni 20, Ólafur 17, Ástþór 9, Skúli 6, Guðmundur og Matthías 3 hvor, Þorsteinn 2. Stig Vals: Sturla 16, Tómas 11, Torfi 10, Einar og Páll 8 hvor, Bárður 5, Björn og Svali 2 hvor. Dómarar voru Sigurður Valur Halldórsson og Jóhann Dagur Björnsson og dæmdu þeir alveg þokkalega. Tímamynd Pjetur. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Haukar úr leik Síðasta mínútan í viðureign Hauka og Keflvíkinga í úrvalsdeild- inni í körfu í Hafnarfirði um helgina var æsispennandi. Jón Kr. Gíslason skoraði úr einu vítaskoti, staðan þá 70-68 fyrir gestina af Suðurnesjun- um. Reynir Kristjánsson komst í hraðaupphlaup en Gylfi Þorkelsson sýndi frábæra vörn og sló boltann út af. Fjórar sekúndur eftir og enn komast Haukar í færi, fvar Ásgríms- son undir körfunni en tókst ekki að skora og Haukar urðu þar með að viðurkenna ósigur sinn og sætta sig við að komast ekki í úrslitakeppnina um íslandsmeistaratitilinn þetta árið. Haukarnir höfðu yfirleitt á bratt- ann að sækja gegn sterkum Keflvík- ingum, leiddu þó í hléi 31-28 en misstu fljótt niður það forskot í sfðari hálfleik. Þegar upp var staðið kom svo í ljós að úrslit leiksins höfðu enga þýðingu fyrir Hauka því KR- ingar höfðu á sama tíma lagt Val að velli og tryggt sér réttinn til að leika gegn Njarðvíkingum í úrslitakeppn- inni á kostnað Haukanna. Guðjón Skúlason skoraði mest fyrir Keflavík, 21 stig alls. Sigurður Ingimundarson skoraði 14 stig, Gylfi Þorkelsson, 12 stig og Jón Kr. 11 stig. Gylfi og bróðir hans Hreinn sýndu að vanda snjallan leik í vörn sem sókn. Ingólfur Haraldsson og Hreinn skoruðu 6 stig hvor. Pálmar Sigurðsson var að venju stigahæstur Hauka með 23 stig. ívar Ásgrímsson átti mjög góðan leik og skoraði 22 stig. Ólafur Rafnsson, 9 stig, Ingimar Jónsson, 8 stig, Reynir Kristjánsson, 4 stig og Bogi Hjálm- týsson, 2 stig, skoruðu einnig fyrir Hauka. Njarðvíkingar unnu Frá Margréti Sanders á Suðumcsjum: Njarðvíkingar sigrðu Fram með 90 stigum gegn 75 í Ieik liðanna á sunnudagskvöld eftir að staðan í hálfleik var 45-35. Framarar voru yfir í byrjun en eftir miðjan fyrri hálfleik komust Njarðvíkingar yfir og eftir það var ekki spurning um hvort liðið bæri sigur úr býtum. Leikurinn var lítt spennandi enda skipti hann engu máli. Teitur Örlygsson átti stórleik í fyrri hálfleik en aðrir Njarðvíkingar voru fremur slakir. Hjá Fram voru Símon Ólafsson og Auðunn Elísson bestir. fsak Tómasson fyrirliði UMFN tók við deildarbikarnum, sigurlaun- um Njarðvíkinga sem eru deildar- meistarar. Stig Njarðvíkinga: Teitur Örlygs- son 31 (þar af 25 í fyrri hálfleik), Hreiðar Hreiðarsson 15, Árni Lárus- son 11, Helgi Rafnsson 9, ísak Tómasson 7, Valur Ingimundarson 6, Kristinn Einarsson 5, Ellert Magnússon 4, Hafsteinn Hilmarsson 3. Stig Fram: Símon Ólafsson 17, Auðunn Elísson 15, Þorvaldur Geirsson 10, Jóhann Bjarnason 9, Jón Júlíusson 8, Ómar Þráinsson 7, Guðbrandur Lárusson 4, Helgi Sig- urgeirsson 2, Örn Hauksson 2, Þor- steinn Guðmundsson 1. Dómarar Sigurður Valgeirsson og Ómar Scheving. Handknattleikur: Þórí 1 .deild? Frá Gylfa Krístjánssyni á Akureyri: „Ég er bjartsýnn á að við náum að klára þetta dæmi og komast upp í 1. deild. Við eigum þrjá leiki eftir og þurfum þrjú stig úr þeim til að vera öruggir" sagði Erlendur Hermannsson þjálfari Þórs í handbolta en liðið vann tvo fyrirhafnarlitla sigra gegn ÍA á Akureyri um helgina. Einn af leikjunum sem Þór á eftir er heimaleikur gegn ÍBV og nægir Þór sigur í þeim leik til að komast upp. Einnig gætu Þórsarar tryggt sér 1. deildarsæti um næstu helgi ef þeir ná þremur stigum úr útileikjum sínum gegn lR og iBK. Þótt forföll væru í Þórsliðinu í leikjunum gegn Akranesi var aldrei nein spuming um hvora megin sigramir myndu lenda. Þór vann fyrri leikinn 29-19 eftir að hafa haft yfir 12-10 í hálfleik. Markahæstir Þórsara vora Gunnar Gunnarsson með 7 og Ingólfur Samúelsson með 4 en hjá ÍA Engilbert Þórðarson með 5 og Pétur Bjömsson með 4. Yfirburðir Þórs vora enn meiri í síðari leiknum sem liðið vann 33-19 eftir 16-8 í hálfleik. Sigurpáll Aðalsteinsson skoraði 12 mörk fyrir Þór en Lárus Heiðarsson 7 fyrir Akranes. Sjúkrahús Skagfirðinga óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: 1. Hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga, einnig í föst störf áfram. 2. Ljósmóður til sumarafleysinga og í fast starf. 3. Meinatækni til sumarafleysinga. 4. Sjúkraliða til sumarafleysinga og í störf áfram. 5. Sjúkraþjálfa til sumarafleysinga. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleys- inga á Heilsugæslustöðina á Sauðárkróki og Hofsósi. Upplýsingar um laun og fleira veita fyrir sjúkrahús Birgittas. 5270, fyrirheilsugæslu Elísabets. 5270. Hjúkrunarforstjórar DATSUN 280 C diesel árg. 1980 tn söiu. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 93-3958 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Gatnamála- stjórans í Reykjavík óskar eftir tilboðum í viðgerðir á steyptum gangstéttum víðs vegar í Reykjavík, áætlað magn u.þ.b. 10.000 m2. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. mars 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Frílcirkjuvagi 3 — Sími 25800 Framhaldsnám við Fósturskóla íslands Innritun stendur yfir í eins árs framhaldsdeild fyrir fóstrur með nokkra starfsreynslu sem hyggja á forstöðustörf og störf er varða ráðgjöf og umsjón dagvistarheimila. Námið hefst í byrjun september 1987 og því lýkur í maí 1988. Umsóknarfrestur er til 1. apríl n.k. Skólastjóri TÓNUSMRSKÓU KÓPNOGS Aifhól&veg 11 Pósthólf 149 Slmi 410 66 Frá Tónlistarskóla Kópavogs Fyrstu vortónleikarnir verða haldnir í sal skólans Hamraborg 11 3. hæð miðvikudaginn 18. mars kl. 20.30. Skólastjóri ÍSLENSKA ÓPERAN __imi Fyrir mistök var auglýstur aðalfundur hjá Styrktar- félagi íslensku óperunnar, sem ekki verður haldinn. Auglýsing um aðalfund birtist innan tíðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.