Tíminn - 04.04.1987, Síða 7

Tíminn - 04.04.1987, Síða 7
Tíminn 7 Laugardagur 4. aprí! 1987 llllllllllllllllllllllllllll' MYNDLIST lllllllllillilllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllilllllll Þrjár sýningar á Kjarvalsstöðum - Steinunn Þórarinsdóttir, Sóley Eiríksdóttir og Bragi Ásgeirsson Sóley Eiríksdóttir við skúlptúra sína. Borgararíma Það er upphaf þessa máls þrauta og raunasaga þjakað hefur Þorstein Páls þessa síðustu daga Sumum þótti hann seinn til máls, seinn í orðsins boðum, líkt og þyrfti í sálu sjálfs svipast eftir skoðun. Eftir sveiflur, ólgu og tos innri kvarnir mala, þá varð skjálfti, þá varð gos, Þorsteinn fór að tala. Nauðsyn væri að færa fórn flokksins sóma vegna að Albert sæti ætti í stjórn engu taldi hann gegna. Sagði hann spurt um siðgæðið, sóma, fremd og æru, var það sama viðkvæðið vinanna allra kæru. Nú var framkvæmd næsta bráð, nú var margt að erfa, líknin ein var lausn í náð, láta Albert hverfa. Albert hlýðir, Albert fer, Albert Þorstein kveður, en allmörg hafði hann út með sér íhaldshöfuðleður. Framtalsgerða feril hans fleiri ganga vildu og við raunir ráðherrans rennur blóð til skyldu. Alberts framtals undanskot ei skal kenna heimsku. Hitt má reyna að hafa not hentugrar stundargleymsku. Hafskip fékk við flutning víns fé úr ríkissjóði af því leitaði umboðs síns örsmár stundargróði. Þeir munu bráðum fara flatt fallnir mjög í verði er sýnist ljótt að svíkja skatt svo sem Albert gerði. Fylgið hlýtur flokkur nýr, flokkur borgaranna, mannlegur og hjartahlýr, hjálpin brotamanna. Þjóðinni Albert segir sann, sýnir gæfuveginn, leiðir sérhvern lítinn mann í ljósið hinum megin. Albert þiggur allra hrós. Albert var í stuði. Albert mun vort æðsta ljós. Albert þakkar guði. Skattborgari. Þrír listamenn munu opna sýning- ar á Kjarvalsstöðum í dag laugardag. Þeir eru: Steinunn Þórarinsdóttir, Sóley Eiríksdóttir og Bragi Ásgeirs- son. Steinunn mun sýna 26 verk úr ýmsum efnum svo sem járni, blýi, gleri og leir, og eru þetta bæði frístandandi höggmyndir og vegg- myndir. Hér er á ferðinni 5. einka- sýning Steinunnar og sú stærsta hing- að til. Sóley Eiríksdóttir sýnir skúlptúr unnin úr leir. Hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis en þetta er fyrsta einkasýning hennar. Bragi Ásgeirsson sýnir 88 olíumál- verk og nefnir hann sýningu sýna „HughriP'. Þetta er 9. stóra einka- sýning Braga sem hélt sína fyrstu einkasýninu í Listmunahúsinu árið 1955. Allar eru sýningarnar opnar frá 14:00-22:00 daglega til 14 apríl. -BG Myndbönd: Stiklur alla daga - 20 þættir á 10 spólum w Nú hafa eigendur myndbands- tækja möguleika á að horfa á Stiklu þætti Ómars Ragnarssonar á hverjum degi, því Innkaupa- og markaðsdeild Sjónvarpsins hefur hafið útgáfu þessa vinsæla efnis á myndsnældur. Þáttaröðin Stiklur hóf göngu sína í Sjónvarpinu í október 1981 og byrjaði Ómar yfirferð sína um landið á Austurlandi. Nú eru þætti- rnir orðnir rúmlega 20 og leiðin legið um allt land og yfir. í þáttun- um blandast saman mannfræði, landafræði, sagnfræði og náttúru- fræði og þegar saman kemur verða flestir þessara þátta ómetan- legur leiðarvísir þeirra, er um ís- land vilja ferðast og fræðast. Spólurnar verða alls 10, og á þeim 21 þáttur. 5 fyrstu spólurnar eru komnar út og hinar 5 verða tiltækar næstu daga. Námsgagna- stofnun hefur þegar fest kaup á efni þessu fyrir skólana, og fjöl- mörg bókasöfn hyggjast gera hið sama og lána út. Innkaupa- og markaðsdeild mun auk þess selja Stiklur á myndsnæld- um beint til viðskiptavina í húsa- kynnum sínum í Skipholti 33,auk þess sem tekið er á móti pöntunum utan af landi í síma. Hver spóla kostar 2000 krónur með söluskatti. -SÓL Hinrík Bjarnason, dagskrárstjóri afhendir Omari Ragnarssyni fyrstu eintökin af Stiklum. Steinunn Þórarinsdóttir við eitt verka sinna. (Tímamyndir: Pjetur) LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Tæknifræðingur - verkfræðingur Tæknifræöingur, verkfræðingur óskast til að starfa hjá byggingafulltrúanum í Reykjavík við bygging- areftirlit, steypueftirlit og önnur störf á skrifstofu byggingarfulltrúa. Nánari upplýsingar um starfið gefur byggingarfull- trúi, Borgartúni 3. Laun skv. launakerfi Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Skólaskrifstofa Reykjavíkur óskar eftir að ráða bókasafnsfræðing í fullt starf, sem fyrst. Upplýsingar gefur skólasafnafulltrúi í síma 28544 e.h. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. 11 Utankjörfundar- f atkvæðagreiðsla í Reykjavík vegna alþingiskosninga 1987 hefst í Ármúlaskóla laugardaginn 4. apríl kl. 14 til 18. Síðan verður kjörstaðurinn opinn alla virka daga kl. 10-12,14-18 og 20-22, en sunnudaga og helgidaga kl. 14-18. Lokað verður föstudaginn langa og páskadag. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Séra Benjamín Kristjánsson er látinn. Þóra Björk Kristinsdóttir Björn Ingvarsson t Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Sigurbjargar Gunnarsdóttur Melagötu 15, Neskaupstað Jón Finnsson börn og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts mannsins míns og föður okkar, Sigurðar Sveinssonar frá Sleggjulæk Halldóra Gísladóttir Kristín Mántyla Arndís Sigurðardóttir Gisli Sigurðsson t Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við fráfall Þóris Bergssonar Björg Hermannsdóttir Hjalti Þórisson Guðrún Björk Tómasdóttir Hermann Þórisson Rannveig Sigurðardóttir Lilja Þórisdóttir Torfi Magnússon Bergur Þórisson Laufey Kristinsdóttir Sigríður Bergsdóttir Jón Bergsson Þórdís Pálsdóttir Vilhelmína Jónsdóttir Beck og barnabörn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.