Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 7. apríl 1987.
Útboö opnuð:
Breiðfirðing-
ar fá senn
nýja bílaferju
- Lægsta tilboðið er frá Þorgeir og Ellert hf. Akranesi,
en smíðin var eingöngu boðin út innanlands
Útboð í nýja ferju á Breiðafjörð
voru opnuð í gær. Lægsta tilboðið
var frá Skipasmíðastöðinni Þorgeir
og Ellert hf. Akrancsi og hljóðar
það upp á rúmlega 156,7 milíjónir
króna. Alls buðu 5 skipasmíðastöðv-
ar í verkið og næstir í röðinni voru
Skipasmíðastöð Njarðvíkur 160,1
m.kr., Stálsmiðjan hf. Reykjavík og
Stál hf. Seyðisfirði 164,3 m.kr, Slipp-
stöðin hf. Akurcyri mcð 170 m. kr.
og hæsta tilboðið kom frá Stálvík hf.
Garðabæ upp á tæplega 190 m.kr.
Byggingartími ferjunnar er á bil-
inu 9-14 mánuðir og geta fyrirtækin
öll hafið byggingu nú í sumar. Nýja
ferjan, sem hönnuð er af Skipatækni
hf. mun geta flutt 24 fólksbíla eða 3
vöruflutninga- og langferðabifreiðar
og 16 fólksbíla. Flutningsgetuna má
auka um 10 bíla með litlum tilkostn-
aði. Gcrt er ráð fyrir að bílunum sé
ekið að og frá borði. Mestur getur
farþegafjöldi orðið 182.
Það er Bygginganefnd Breiða-
fjarðarferju sem hcfur umsjón mcð
verkinu, en hún hóf störf 1983.
Ferjan mun leysa gamla flóabát-
inn Baldur af hólmi, en það skip er
orðið löngu ófullnægjandi, byggt
1966. Það skip tckur 12 litla bíla.
Var nefnt sem dæmi að nýlega var
systurskip Baldurs, Þrymur frá Patr-
eksfirði úrelt. Baldur hefur á undan-
förnum fimm árum flutt að meðaltali
6000 farþcga og rúmlega 1100 bíla á
ári.
Ferjan, sem mun sigla sömu leið
og Baldurgerir nú, frá Stykkishólmi
til Brjánslækjar á Barðaströnd með
einhvcrri viðkomu í Flatey. Siglinga-
tími mun styttast töluvert eða úr 3
1/2-4 klst. í 2 1/2.
Heimild er í lánsfjárlögum til
handa Baldri hf. að taka 35 milljón
króna crlent lán til smíðinnar. Vænt-
anlega verður þessu snúið við þannig
að nefndin eða byggingaraðili mun
taka þetta lán. Auk þcss er eðlilegt
að heimilt verði að taka erlent lán
vegna efniskaupa.
Þá er Ijóst að kostnaður verður
vegna hafnaraðstöðu á viðkomu-
stöðunum. Á fjárlögum í ár eru
ætlaðar 5 m.kr. til framkvæmda á
Brjánslæk og ósamþykkt hafnaáætl-
un fyrir árin 1987-1990 gerir ráð fyrir
umtalsverðum framkvæmdum bæði
í Stykkishólmi og á Brjánslæk í
þessu skyni.
ÞÆÓ
Skrifvélavæöing á íslandi:
Skrifstofubúnaður
álíka verðmætur og
Álverið
- 163% aukning skrifstofuvéla á þremur árum
Sá hluti þjóðarauðsins sem
geymdur er í skrifstofuvélum óx úr
560 millj. króna árið 1982 í 3.128
millj. árið 1985. Að raunvirði er
þarna um 163% aukningu að ræða,
á þrem árum. Til samanburðar má
nefna 0,5% aukningu í fiskiskipum,
um 22% í iðnaði, um 8% í sam-
göngumannvirkjúm, enga í flutn-
ingatækjum, 9% í íbúðarhúsnæði og
2,8% í einkabílum á sama tíma.
Að mati Þjóðhagsstofnunar var
þjóðarauðurinn um 366 milljarðar
króna árið 1985 (um 1,5 millj. á
mann). Verðmæti skrifstofuvélanna
Mjólkursamsalan:
Nýtt kerfi
veldur uppsögnum
Starfsmenn í afgreiðslu Mjólkur-
samsölunnar hafa ákveðið að segja
upp störfum allir sem einn. Er um
að ræða tólf manns, þar af átta með
þriggja mánaða uppsagnarfrest.
Ástæða uppsagnanna cr nýtt
vinnslukerfi sem tekið hefur verið í
notkun og breytir störfum þessa
hóps. Meðal breytinga sem hópurinn
setur einna mest fyrir sig er meiri
yfirtíð.
Pétur Sigurðsson tæknilegur fram-
kvæmdastjóri hjá MS sagði í samtali
við Tímann í gær að uppsagnirnar
hefði hann ekki séð en sennilega
myndi hann fá þær von bráðar.
Staðfesti hann að nýtt kerfi, sem
breytti vinnutilhögun hópsins hefði
verið í prufukeyrslu í fjóra daga.
Sagði hann að hann gæti ekki séð að
sú ástæða cin að störfin yrðu fá-
breyttari gæti útskýrt þessi viðbrögð.
„Áður en uppsagnarfrestur þessa
hóps verður liðinn, get ég ekki
ímyndað mér annað en við verðum
búnir að finna nýtt fólk. Að sjálf-
sögðu sjáum við eftir góðu fólki. En
við getum ekki komið til móts við
fólkið þegar það segir annaðhvort
gamla kerfið inn eða við út," sagði
Pétur
- ES
Grunnskólanemar:
Kennsla um
framleiðni
- á vegum Iðntæknistofnunar
Kynning á mikilvægi framleiðni
fyrir atvinnulífið fer fram í öllum 9.
bekkjardeildum grunnskóla landsins
nú á vormánuðum á vegum Iðn-
tæknistofnunar. Tilgangurinn er að
vekja unglinga til vitundar um gildi
vinnunnar og fræða um uppbyggingu
atvinnulífs á íslandi. Kynningin er
skipulögð í tengslum við starfs-
fræðslu skólanna.
Þetta er í annað sinn sem fram-
leiðni er kynnt í skólum á þennan
hátt, en skólaverkefnið er hluti af
„Framleiðniátaki í iðnaði“, sem
stendur um tveggja ára skeið og
lýkur á þessu ári.
Það voru 9. bekkingar í fyrra sem
tóku þátt í verkefninu af miklu
kappi og áhuga. Kennslan fer þannig
fram, að fyrst er rakin á skyggnum
þróun atvinnulífs á íslandi og út-
skýrð atvinnustarfsemi, en síðan
spreyta nemendur sig á framleiðslu,
reikna út frá henni kostnað og
arðsemi og hugleiða markað og
vöruþróun, laun og aðbúnað starfs-
fólks og ýmis önnur atriði er snerta
atvinnurekstur. Kynningin tekur
þrjár kennslustundir í hverjum bekk
og eru leiðbeinendur starfsmenn
Iðntæknistofnunar, iðnráðgjafar og
starfsmenn iðnþróunarfélaga.
Stjórnandi skólakynningar nú er
Karl Friðriksson, hagfræðingur.
- SÓL
Skinnasaumastofa
lönaðardeildar SÍS:
Öllum sagt
upp
Öllum starfsmönnum skinna-
saumastofu Iðnaðardeildar Sam-
bandsins hefur verið sagt upp
störfum frá og með mánaðamót-
unt. Um er að ræða tæplega
þrjátíu manns.
Ástæðan er sögð vera
verkefnaskortur vegna þess að
markaðir fyrir skinnaflíkur hafa
reynst erfiðir. Saumastofan mun
loka tímabundið til að byrja með
en allt er óvíst um áframhald
rekstursins. Starfsfólkinu hafa
verið boðin önnur störf innan
Iðnaðardeildarinnar.
Örn Gústafsson forstöðumað-
ur skinnaiðnaðardeildar sagðist
ekki geta tjáð sig að neinu leyti
um uppsagnirnar né nánar um
ástæður lokunar saumastofunnar
er Tíminn hafði samband við
liann í gær. Ekki náðist í Jón
Sigurðarson framkvæmdastjóra
iðnaðardeildar Sambandsins á
Akureyri. ABS
var þá orðið nær eins mikið og
verðmæti Álverksmiðjunnar, sam-
anborið við rúman þriðjung 1982
og aðeins um fimmtung árið 1976.
Skrifstofuvélaeignin taldist þá orðin
um 57% samanborið við allar eignir
Ríkisútvarpsins og Pósts og síma
samanlagðar, bæði byggingar og
tækjabúnað, en var um fjórðungur
1982 og aðeins 6. hluti 10 árum áður.
Þá má nefna að verðmæti skrifstofu-
vélanna er orðið nær þriðjungur af
fiskiðnaðinum í landinu og álíka
hlutfall miðað við verðmæti allra
hitaveitna landsins.
Hver er svo hagnaðurinn af allri
þessari skrifstofuvélavæðingu, sem
fyrst og fremst mun felast í tölvuvæð-
ingu síðustu ára?
Hefur tölvuvæðingin skilað þeirri
auknu framleiðni við skrifstofustörf
sem búist var við?, er spurt og reynt
að svara í grein í Frjálsri verslun.
Þar er m.a. vitnað til umfangsmikill-
ar könnunar sem gerð var á vegum
bandarísku alríkisstjórnarinnar.
Þrátt fyrir gífurlega tölvuvæðingu á
þarlendum skrifstofum hefur starfs-
fólki þeirra fjölgað meira en vinn-
andi fólki í landinu. Skrifstofufólk
þurfi því ekki að óttast um atvinnu-
öryggi sitt vegna tölvuvæðingarinn-
ar, eins og áður var gjarnan talið.
Um gagnsemi tölvuvæðingarinnar
er ekki sagður ágreiningur meðal
stjórnenda fyrirtækja. Hins vegar
greinir menn á um ástæður þess hve
litlum árangri hún hafi skilað. Efa-
semdir eru sagðar uppi um að nægi-
lega vel hafi verið að tölvuvæðing-
unni staðið í fjölda fyrirtækja. M.a.
er bent á að óarðbær störf á skrifstof-
um hafi gjarnan aukist jafnhliða
tölvuvæðingunni, lélega nýtingu
tölvanna sjálfra og stórra tölvudiska.
Ritvinnsla sé ofnotuð, þ.e. að hún
kosti oft meira en efverkefnin hefðu
verið vélrituð. Það sama gildi um
svokallaðan tölvupóst, sem skapi
heilmikið af gagnslausum og óþörf-
um skilaboðum.
Eftir sérfræðingum er haft að
margt bendi til að ekki sé vænlegt að
hefja tölvuvæðingu fyrirtækja án
endurskoðunar allra starfsaðferða
innan þeirra. Það hafi yfirleitt verið
gert hjá þeim fyrirtækjum sem góð-
um árangri hafi náð og sumir haldi
jafnvel fram að sjálf skipulagsbreyt-
ingin eigi mun stærri hlut í auknum
árangri en tölvuvæðingin.
Möguleikar tölvutækninnar eru
taldir að miklu leyti ókunnir enn, og
vafalaust þurfi nýja kynslóð stjórn-
enda til að uppgötva þá. Reynslan
sýni að núverandi stjórendur hati
ekki náð tökum á tækninni og sam-
bandsleysi milli þeirra og tölvusér-
fræðinganna eigi töluverðan þátt í
vandanum.
Greinarhöfundur telur ekki
ástæðu til að halda að tölvuvæðingin
hafi tekist betur hér á landi en í
Bandaríkjunum og vitnar m.a. í
Stefán Ingólfsson um að menntun
tölvumanna sé almennt lélegri hér
en vestra.
Auknar upplýsingar sem fengist
hafi með tölvuvæðingunni, og
óhugsandi væru án hennar, eru sagð-
ar mikilvægt atriði við mat á gagn-
seminni. Þótt tölvuvæðing fyrirtækis
hafi ekki skilað aukinni framleiðni
eða hlutfallslega auknum hagnaði
hafi fyrirliggjandi upplýsingar aukist
verulega. Nýting þeirra geti á hinn
bóginn verið á tvennan hátt: Séu þær
ónotaðar eða aðeins nýttar til gagns-
lausra „nótusendinga“ milli starfs-
manna sé verr farið en heima setið.
Hafi aukið upplýsingaflæði á hinn
bóginn bætt samkeppnisstöðu við
önnur fyrirtæki sé ekki vafi á gagn-
seminni. -HEI
Flugleiðir:
Tilfærslur og
breytingar
- á mönnum og markaði
Þó nokkrar breytingar munu eiga
sér stað þann 1. júlí hjá Flugleiðum.
Jóhann Sigurðsson, sem verið hefur
yfirmaður skrifstofu íélagsins í
London, lætur af störfum hjá fyrir-
tækinu eftir 34 ára starf. Jóhann
mun þó ekki hætta öllum afskiptum
af íslenskum ferðamálum, þar sem
hann mun starfa sjálfstætt sem kynn-
ingar- og markaðsráðgjafi fyrir ís-
landsferðir. Steinn Lárusson, sem
verið hefur yfirmaður skrifstofu
Flugleiða í Osló frá árinu 1985,
verður svæðisstjóri fyrir Stóra-Bret-
landi og írland, með aðsetur í
London.
Sú breyting er s.s. væntanleg að
gerð verður skipting á markaðssvæði
Flugleiða, þannið að Stóra-Bretland
og Irland, verður sérstakt markaðs-
svæði sem heyrir beint undir fram-
kvæmdastjóra markaðssviðs. Mark-
aðssvæði Flugleiða verða þá fimm í
stað fjögurra, það er vestursvæði,
austursvæði, Norðurlönd, norðvest-
ursvæði og Stóra-Bretland.
Þá mun Slmon Pálsson, sem verið:
hcfur yfirmaður söluskrifstofu Flug-
lciða í Washington, taka við sem
yfirmaður skrifstofu Flugleiða í
Osló. _ SÓL