Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 7. apríl 1987.
SPEGILL
11' ■
gv;
m§sm*
y ■"
§§§pié
mmmatm.
.
í'0Í'B-':r':
WUC»WIU.1»
interRent
1BLÖÐ OG TÍMARIT
Ásviðinulosnaði
A Shovvcase of
iœlanclie National
Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk.
Pósthólf 10180
Ný bók um þjóðararfleifðina
Vegleg, myndskreytt, sýnisbók um ís-
lenskar þjóðminjar, eftir Þór Magnússon
þjóðminjavörð, er komin út á tveim
erlendum tungumálum hjá Iceland Revi-
ew. Jafnt heima og erlendis hefur fólk
áhuga á íslenskri sögu og þjóðminjum og
mun án efa fagna útkomu hennar. Til að
bókin verði aðgengileg stærstum hópi
ferðamanna sem til landsins koma eru
útgáfurnar tvær. Enska útgáfan ber heitið
, A Showcase of Icelandic National Treas-
ures og sú þýska titilinn Islándische
Kulturschátze Aus archáologischer Sicht.
f nýrri bók um muni og minjar í vörslu
Þjóðminjasafns fslands hefur þjóðminja-
vörður, Þór Magnússon, valið saman 96
muni og byggingar sem endurspegla í
fjölbreytni sinni menningu þjóðar í 1100
ár. f inngangskafla dregur Þór saman
höfuðdrætti fslandssögunnar á 22 síðum,
allt frá því er líklegt er talið að írskir
munkar hafi komið að landinu.
Bókin er öll litprentuð og inngangs-
kaflanum fylgja skýringamyndir og Ijós-
myndir af ýmsum fornminjum. Megin-
hluti bókarinnar, sem er 96 síður að
lengd, er litmyndir eftir Pál Stefánsson
Ijósmyndara, af minjum'hvaðanæva að af
I landinu með ýtarlegum skýringum
] þjóðminjavarðar. Meðal þess sem orðið
hefur fyrir valinu við gerð þessarar sýnis-
bókar íslenskra þjóðminja eru hversdags-
legir brúkshlutir eins og tóbakspontur og
askar, sjaldgæfari minjar eins og heiðin
gröf, sérkennilegir kirkjugripir og heil
hús og kirkjur sem vernduð eru með
lögum.
Sumir gripanna í bókinni eru mjög
gamlir eða taldir vera frá fyrstu áratugum
búsetu í landinu, en þeir yngstu frá fyrri
hluta 20. aldar. Þeir segja sögu sína um
húsagerð, greftrunarsiði, kristnitökuna,
siðaskiptin, hallærin sem gengu yfir þjóð-
ina á 17. og 18. öld og loks efnahagslega
viðreisn í upphafi þessarar aldar. í bókar-
lok er svo stutt yfirlit um varðveislu
fornminja á fslandi.
Bókin kostar 993,75 kr. í Jtókabúðum.
Slíkar myndir af Bruce Willis líma
píurnar í Anieríku upp á vegg hjá
sér til að horfa á áður en þær fara
að sofa.
Stjörnurnar í „Moonlighting“, þau
Bruce og Cybili. Nú er Cybill ekki
eins grönn og á þessari mynd, því
að hún gengur með tvíbura.
'lr
við stamið
Bruce er orðinn 32 ára og frægur
leikari eins og hann dreymdi um, -
en nú er annar draumur hans að
rætast: hann hefur sungið inn á
plötu sem hefur gengið vel upp
vinsældalistann.
Það er varla hægt að opna
svo leikarablað um þessar
mundir svo að þar blasi ekki
við myndir af leikaranum
Bruce Willis. Það var í
hlutverki hins kalda og
kjaftfora lögreglumanns
David Addison í
sjónvarpsþáttunum
„Moonlighting“ sem hann
hlaut frægðina. Þar leikur
hann á rnóti
stjörnuleikkonunni Cybill
Shepherd og þau hafa
fengið verðlaun í Ameríku
fyrir leik sinn í þessum
þáttum.
Bruce var ekki alltaf eins tungu-
lipur og sem David Addison í
„Moonlighting“, því sem unglingur
stamaði hann heilmikið og það
háði honum í skóla.
Þá var það að Bruce var látinn
leika í skólaleikriti, að hann upp-
götvaði það, að þegar hann fór að
leika uppi á sviði, þá stamaði hann
ekki vitund! „Þegar Bruno (gælu-
nafn vina hans á Bruce) uppgötvaði
þetta vildi hann ekkert gera annað
en leika," sagði vinur hans frá
skóladögunum.
Bruce Willis var músíkalskur og
söng vel, og þegar hann fór úr
skóla sagðist hann helst vilja vera
músíkant eða lcikari. Hann fór þó
að vinna sem næturvörður, bar-
þjónn og síðan vélaviðgerðarmað-
ur, - þangað til hann fékk tækifæri
að vinna við kvikmyndir.
En reyndar hefur liann sungið
inn á plötu hjá Motown fyrirtækinu
„The Return of Bruno“ sem æðir
upp vinsældalistann í Ameríku.
Það virðist sem sagt að hann geti
ýmislegt hann Bruce Willis.
Það er sagt al Bruce á skóladög-
um hans, þegar hann vildi allt til
vinna að láta dást að hvað hann
væri kaldur karl, að hann veðjaði
við vin sinn um að hann þyrði að
hlaupa nakinn um aðalgötu heima-
bæjar síns. Vinurinn trúði honum
ekki, en Bruce dreif sig úr fötunum
og tók strikið út á aðalgötuna og
náði því að hlaupa cftir strætinu
fram hjá tveimur þvergötum áður
en löggan náði honum. Hann lagði
á flótta inn í búsáhaldabúð, en þar
tóku lögregluþjónarnir peyjann og
tróðu honum ofan í tunnu og veltu
honum heim! - eða svo segir sagan.
Þeim Cybill Shepherd og Bruce
hefur komið mjög vel saman, - í
rauninni urðum við svolítið skotin
fyrst, en bremsuðum það í tíma,
því að það hefði skemmt samleik ,
okkar í „Moonlighting“ segir hann,
og hún hefur gefið svipaðar yfirlýs-
ingar í viðtölum. Nú er Cybill gift,
- og eiginmaðurinn heitir líka
Bruce.
Sheri Rivera hefur verið „besta
vinkona“ Bruce í tvö ár. Hann
hefur ekki haft áhuga á hjónabandi
hingað til, en er sagður hið mcsta
kvennagull.
BILALEIGA
Útibú í krinqum landið
REYKJAVIK:. 91-31815/686915
AKUREYRI:... 96-21715/23515
BORGARNES: ........ 93-7618
BLÖNDUÓS:..... 95-4350/4568
SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489
HUSAVÍK: . 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ...... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121
FASKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: .. 97-8303