Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. apríl 1987. Tíminn 15 llllllllllllllillllllllllll MINNING Valgerour Þórðardóttir Fædd 4. desember 1904 Dáin 20. mars 1987 Föðursystir mín, Valgerður Þórð- ardóttir, andaðist þann 20. mars síðastliðinn. 83 ára að aldri. Hún Valla frænka var mér afar kær og því er mér Ijúft að minnast hennar fáeinum orðum. Öll mín æsku og uppvaxtarár heima í Hlíð í Þorskafirði naut ég samvista við þessa frænku nn'na. En að Hlíð flutti hún með foreldrum sínum, er hófu þar búskap ásamt foreldrum mi'num árið 1932. Og þarátti hún heimili sitt í næstum 30 ár. Eftir að Þórður, afi minn, féll frá, hélt Ingibjörg, amma, áfram að búa í Hlíð ásamt börnum sínum, sem flest hurfu þó að heiman, ung að árum. ncma Valla. sem ávallt fylgdi ömmu minni, á meðan hún lifði. En hún iést í Reykjavík árið 1966. Árið 1958 fluttu þær mæðgur til Reykjavíkur. Og þangað fluttu for- eldrar mínir ári sfðar, er þau brugðu búi. Þær amma og Valla bjuggu í svonefndu Baðstofulofti í Hlíðar- bænunt öll mín uppvaxtarár, og þar fengum við, cg og systkini mín, að vera eins og við vildum. Þar áttum við góðar og glaðar stundir. Valla giftist aldrei, en helgaði líf sitt þjónustu og ræktarsemi við for- eldra og systkini og fjölskyídur þeirra. Með tímanum hefur sá frændgarð- ur orðið stór, sem hún lét sig varða og bar óþrjótandi umhyggju fyrir allt til hinstu stundar. Valla frænka var mikill dýravinur og náttúruunnandi. Öll útivera og sveitastörf voru henni því mjög að skapi. Margar á ég minningar um göngufcrðir með frænku, minningar um berjamó, skcljaleit, steinaöflun og blómaskoðun. Áreiðanlega átti hún ríkan þátt í að opna augu okkar systkinabarna sinna fyrir undrum og dásemdum náttúrunnar. Og enn man ég sumar vísurnar og barnagæl- urnar, sem hún raulaði og kenndi mér, auk svo margs annars. Góð áhrif hennar á okkur systkinabörnin verða aldrei rakin eða mctin að fullu. En þakklæti á hún skilið fyrir alla samveruna og tryggðina við okkur. Eins og fyrr getur fluttust þær amma og Valla til Reykjavíkur árið 1958 og bjuggu þar síðan hjá Ara Þórðarsyni. bróður Völlu. Þau ár, sem fóru í hönd, starfaði Valla hjá kexverksmiðjunni Frón, eða frant til ársins 1966, er hún fékk fótarmein, sent olli því að taka varð af hcnni fótinn, og varð hún öryrki eftir það. Af þcint sökum þurfti hún að dvelja á Vífilsstöðum til ársins 1970, cr hún fluttist aftur til Ara bróður síns. að Grettisgötu 39 og bjó þar, uns hún vistaðist að Droplaugarstöðum við Snorrabraut, þar sem hún dvaldi síðustu æviárin. Veikindi sín bar Valla frænka af undraverðu þolgæði og dugnaði, og þá kom skýrt í ljós sá kjarkur og sjálfsbjargarvilji, sem henni var í blóð borinn. í starfi mínu sem hjúkr- unarfræðingur hef ég lengst af fylgst með hcnnar löngu og ströngu veik- indabaráttu og veit því öðrum lrem- ur um hetjuskap hennar og æðruleysi í því stríði.' Ég vil geta þess, að Valta frænka naut hinnar bcstu hjúkrunar á Droplaugarstöðum, og bað hún mig ítrekað að skila þakklæti til allra, sem hjúkruðu henni þar, og er það hér með gert. Að leiðarlokum þakka ég svo frænku minni vináttu og elskulega samfylgd. Guð blessi minningu hennar. Þóra Ásdís Arnlínnsdótlir Elísa Jónsdóttir Dráttarvélin -F sem þig vantar Massey-Ferguson MÖGNUÐ Ný] M-F3000LÍNA; Góður - Betri - Bestur ! Fædd 29. mars 1939 Dáin 19. nóvember 1986 Lísa, eins og hún var oftast nefnd, var fædd að Geitabergi í Svínadal 29. mars árið 1939. Hún varyngst af níu börnum hjónanna Steinunnar Bjarnadóttur og Jóns Péturssonar, sem lengi bjuggu á Geitabergi, og eru nú þrjú af börnum þeirra látin. Nú að leiðarlokum þegar Lísa er kvödd, minnist ég þess, þegar ég sá hana fyrst, er hún kom sem ungt barn í skólann til mín hérna í sveitinni, en ég stundaði þá kennslu barna og unglinga í þessu byggðar- lagi. Hjá mér, í þessum gamla skóla, lauk hún sínu barnaskólanámi. í þeim aldursflokki, sem Lísa var í, voru fimm nemendur, og eru nú þrír af þeim látnir, langt um aldur fram. Síðar urðu kynni okkar Lfsu miklu meiri, þar sem ég kvæntist Ernu systuohennar. Lísa stundaði seinna nám á Húsmæðraskólanum á Blönduósi og vann eftir það nokkra vetur við verslunarstörf, en dvaldist á heimili foreldra sinna á Geitabergi á sumrin og einnig norður í Húna- vatnssýslu, þar sem hún vann við heyvinnu og önnur algeng sveita- störf. Á Akureyri kynntist hún sínum lífsförunauti, Magnúsi Þorsteins- syni, sem þá var vélstjóri á skipinu Súlunni. Þau gengu skömmu síðar í hjónaband og stofnuðu heimili sitt á Akureyri og bjuggu á Hrafnagils- stræti 34 þar í bæ. Börn þeirra urðu alls fjögur. Öll eru þau efnileg og mannvænleg. Tvö þau yngstu eru cnn við nám í Menntaskólanum á Akureyri. Lísa var mikil mannkosta- kona, góð móðir og myndarleg hús- freyja. Á heimili þcirra hjóna var ávallt gott og ánægjulegt að vera gestur. Lísa bar mikla tryggð til æskustöðvanna, Svínadalsins gróðursæla og Hvalfjarðarstrandar- innar. Þau hjónin komu oftast við hér á Geitabergi á hverju sumri þegar þau áttu leið um og voru þau okkur heimilisfólkinu á Geitabergi jafnan kærir gestir. Það var alltaf glatt og kátt þar sem Lísa fór. Því gleymast heimsóknir þeirra seint. Lísa var mjög hög í höndum og heilbrigð í allri hugsun. Nú fáum við ekki lengur að sjá fallega brosið hennar. Ég og kona mín þökkum henni fyrir hjálpina og öll handtökin á okkar heimili og ekki hvað síst fyrir þá miklu umhyggju, sem hún sýndi börnum okkar, þegar þau voru að vaxa úr grasi. Við biðjuni algóðan Guð að styrkja mann hennar og börn í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning þessarar sæmdarkonu. Jóhanncs Jónsson Geitabergi A Frá Tón- V listarskóla -Ui. Kópavogs Þriöju vortónleikar skólans veröa haldnir í salnum, Hamraborg 11, miðvikudaginn 8. apríl kl. 20.30. Skólastjóri t Við viljum þakka þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall litla elskulega sonar okkar, bróður og barnabarns, Einars Birkis Guðbergssonar Anna Grétarsdóttir BirkirSkúlason GuðbergurG. Birkisson Sigriður Guðbergsdottir Aníta Guðbergsdóttir Lára Kristjánsdóttir GrétarGeirsson og fjölskyldur aðstandenda t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa Hjalta Kristjánssonar Gyðufelli 4, áður bóndi Stóru-Brekku, Fljótum. Þorbjörg Pálsdóttir ÓskarHjaltason Anna Gréta Arngrímsdóttir Trausti Hjaltason Lilja Sigurðardóttir Guri Líf Stefánsdóttir Gunnar Vilmundarson Ásta Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabarn. Kjartan Þorbergsson jQ/taiéa/u^c/a/t KAUPFÉLÖGIN OG . BÚNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAViK SlMI 38900 Borgaraflokkurinn Skeifunni 7 SÍMAR: Kosningastjórn 68 98 35 Happdrætti 68 98 28 Skrifstofustjórn - Gjaldkeri 68 98 29 Skráning sjálfboðaiiða 68 98 34 Utankjörstaðakosning - Þjóðskrá 68 98 22 68 99 81 Upplýsingar 68 98 32 68 98 33 Pósthólf 440, 121 Reykjavík Símsvari 28060 Borgaraflokkurinn Laxveiðiá Óskaö er eftir tilboðum í veiðirétt í Víöidalsá í Steingrímsfiröi. Tilboðseyðublöð og nánari upplýs- ingar fást hjá sveitarstjóra Hólmavíkurhrepps í síma 95-3193. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.