Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 7. apríl 1987. meðaljón Alþýðuflokkurinn á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Snúinn er við sá fólksflótti, sem staðiö hefur í nokkurn tíma hjá því fólki sem vildi fá nokkurt jólahald af því nú eru kosningar. Fólkið sem vildi jólaljós og skotelda horfir nú til annarrar áttar á himni en þar sem Alþýðuflokksins er að leita. Það horfir í útnorður, þar sem margvíslegir vonbiðlar frá liðnum árum hafa hreiðrað um sig á pólitískum kuldabólstrum norðurhjar- ans og vænta þess að fá loks umbun biðarinnar í skjóli frægrar fótboltahetju, sem um sinn hefur treyst um of á heimiliskærleikann í Sjálfstæðisflokknum. Alþýðuflokkurinn er því aftur kominn á þann stað þar sem hann hóf pólitíska göngu sína fyrir þessar kosningar. Hann hefur sína tvo Jóna sem fyrr en án atfylgis lausafylgis Sjálfstæðisflokksins, sem nú er snúið til síns heima og hyggur ekki á frekari landkönnunar- leiðangra í bráð. Tveir Jónar Alþýðuflokksins verða því að búa að sínu um sinn eins og þeir þurrabúðarmenn gærdagsins sem urðu að sæta nokkurri bið eftir lífsgæð- unum á útmánuðum. Tveir Jónar Alþýðuflokksins eru auðvitað ekki einn og sami maður. Að vísu eru þeir báðir að vestan en að öðru leyti eru engin líkindi með þeim. Annar er skynugur í fjármálum og hefur stundum verið að spá fyrir ríkisstjórnir. Hinn segir fyrir um óorðna hluti á pólitíska sviðinu, og eru það öllu verri spádómar og valt að treysta þeim. Kostir og gallar þessara Jóna tveggja gera samanlagt einn meðaljón. Ekki er það nú meira. Þennan meðaljón verða kjósendur Alþýðuflokksins að gera sér að góðu. Nú er Ijóst að Alþýðuflokkurinn stóð að mörgum nytjamálum á meðan hann naut handleiðslu Framsókn- arflokksins. Upp úr því varð hann eins konar sósíölsk fyrirmynd Sjálfstæðisflokksins, sem launar fóstrið með því að kalla Alþýðuflokkinn höfuðandstæðing sinn. Um sinn undi meðaljón þessu vel, eða þangað til að framboð Alberts setti helminginn af meðaljóni í hættu. Þá brá forusta Alþýðuflokksins á það ráð að afneita ríkisforsjá til að hann yrði betur í stakk búinn til að starfa með sameinuðum frjálshyggjuflokkum Alberts og Þorsteins. Hefur lítið lagst fyrir flokk sem þeir stjórnuðu Jón Baldvinsson, Héðinn Valdimarsson og Vilmundur Jóns- son þegar ríkisforsjá stendur í teiknum snöru í hengds manns húsi. Þeir boða sem sagt meiri markaðsbúskap. Sú boðun meðaljónsins var fram komin áður en ljóst var að frjálshyggjuflokkarnir voru orðnir tveir, flokkar Þorsteins og Alberts. Nú boðar forystusveit Alþýðuflokksins meiri mark- aðsbúskap og ætlar þannig að mæta til samstarfsins við frjálshyggjuna í viðeigandi sjaldhafnarflíkum. Þannig er lokið hinni björtu glæsiför meðaljóns Alþýðuflokksins um lendur almannahyggjunnar. Auð- hyggjan hefur tekið völdin í flokki Jóns, Héðins og Vilmundar. Það er víst eins gott að þeir þurftu ekki að lifa frjálshyggjutíma Alþýðuflokksins. Næst er þess að vænta að meðaljóninn komist hægra megin við íhaldið. Þá verður kátt í kotinu, enda kominn þrífótur undir frjálshyggjuna, flokkur Þorsteins, guðs eigin flokkur Alberts Guðmundssonar og flokkur meðaljónsins. GARRl ■III! llmillllllll ■II illllllli Alþýðuflokkurinn ekki alþýðuflokkur MuAur nukkur af cldri kvnslód- inni, ;>rcindur vel, víðlesinn og vel heima í púlitíkinni, kom til Garra á dögunum meft nokkrar atliuga- scnidir um Alþýöuflokkinn. Aö því er þessi maftur segir inuna þeir, sem fullorðnir eru, Alþýðuflokk- inn sem sósíaldemúkratískan flokk, nokkru róttækari cn sam- bterilcga flokka annars staftar á Norfturlöndum. Hann hafi áunnift sér hylli með vökulögunum sem afnámu vinnuþrælkun sjómanna. Mesta afrek hans hufi þó verift aft byggja upp og berjast fyrir al- mannafryggingum þeim sem gerftu ísland aft velferðarríki. En 11ii sé öldin önnur ef marka inegi orft Jóns Baldvins llannibuls- sonar. Nó skuli stefnt aft „meiri markaðsbúskap og ininni ríkisfor- sjá“. Kkki þurtl miklu glögg- skyggni til aft gcra sér grein fvrir aft þarnu sé á fcrftinni svo nefnd frjálshyggja, en hún sé öskahyggja íhaldsafla um allan heim. Núna vill þessi viftmælandi Garra skilgrcina stefnu Alþýftu- flokksins þunnig: 1. Kíkisfyrirtæki skuli scld. 2. Dregift verfti úr pólitiskum afskiptum af bönkunum. 3. Opinberar þjónustustofnanir skuli lagftar niftur og gerftar aft cinkastofnunum. 4. Sett verfti lög um hagsmunaár- ekstra - atrifti sem beri keim af vinnudómstólum. 5. Loks sé lögft áhersla á áfram- haldandi þátttöku í varnarsam- starfi. Af framangrcindu, og ruunar ýmsu fleiru, vill þessi glöggi vift- mælandi Garra siftan draga þá ályktun að þaft sé orftift augljóst aft Alþýftuilokkurinn sé nú kominn alllangan spiil til hægri vift Sjálf- stæðisfiokkinn. Þrír hægri flokkar Þetta gerir raunar ekki annaft en aft staftfcsta þaft sem Garri hefur verið aft liamra á undanfarift. Garri hefur margbent á aft nú séu liægri flokkarnir hér hjá okkur orftnir þrír og skipti engu mcginmáli leng- ur hvcrjum þeirra fólk greifti at- kvæfti. Llm þetta sá Garri til dæmis glögg dænii í Morgunblaftinu sínu á laugardaginn. í grein eftir grein er þar humast á Albert, þannig aft Ijóst er að blaftiö telur hunn og flokk hans nii höfuðandstæfting sinn á hægri vængnum. Varaformuftur flokksins lætHr þar taka vift sig opnuvifttal sem allt snýst um Albert. I amiarri grein er bent á aft ríkisstofnun, sem liafi greitt farmgjald fyrir vöru, eigi lagalegan rétt á afslætti af því furmgjaldi, en ekki ráftherra sem er yfirmaftur þeirrar stofnunar og jufnfrumt umboftsmaftur fyrir vöruna. í þriðju greininni er sagt aft Albert hafi fallið á prófinu, því að á undanförnum árum hafi þær kröfur orftift æ háværari að mcnn í opinlierum stöðum taki pólitíska ábyrgft á gjörftum sinuin. í þeirri fjórftu er því haldift fram aft á bak við Borgarallokkinn liggi cnginn djúphugsaður hugsjónagrundvöll- ur heldur spilling, skattsvik, reifti og hefndarþorsti. Hrein íhaldsstjórn Ofan í kaupift á svo Þorstcinn Pálsson aft hai'a lýst því yfir i útvarpi um helgina aft hann vilji ekki útiloka stjórnarsamstarf Sjálf- stæðisfiokks og Borgarafiokks eftir kosningar. Meft öftrum orftum þá er ekki óhugsandi, ef illa fer, aft nú í vor fáuin vift yfir okkur samstjórn þcirru tveggja og máski Alþýftu- flokksins líka. Á slíkt líst Garra ekki. Þar með væri koniin hér á hrein íhaldsstjórn og frjálshyggjiiöflin farin aft vafta uppi í landinu. Garri er félagshyggjumaður og álítur aft þjóðina vanti nú flest annað mcira en aft bcislinu verði alfurift hleypt fram al' frjálshyggj- unni. Þaft licfur vakift athygli lians undanfarift af hve mikilli atorku hefur verift unnift í ráftuncytum framsóknarmanna að framfara- inálum lands og þjóftar, svo sem í sjávarútvegsmálum, landbúnaðar- niálum og húsnæftismálum. Á sama tíma licfur allt logaft i illdeil- um í þeim málaflokkum scm hcyra undir ráðuneyti sjálfstæðismanna. I.ika hefur ríkisstjórn Stcingríms Hcrniannssonar tekift at' festu á efnahagsmálunum og náð ágætum árangri í því aft kveða niftur verft- hólgunu. Þetta er léhigshyggju í frainkvæmd. Á þessu þurfa lands- menn aft halda áfram. Um þetta þurfa allir félagshyggjumenn aft sameinast. Núna ríftur á að kjós- endur noti dómgreindina. Garri. VÍTT OG BREITT Atvinnuvegir og efnahagsmál utanveltu Þær pólitísku uppákomur sem dynja yfir skömmu fyrir kjördag eru öllu líkari hanaati en eiginlegri kosningabaráttu. Klofningur Sjálf- stæðisflokksins hefur orsakað keðjusprengingar púðurkerlinga og skoðanakannanir eru einu stór- málin sem rætt er um. Málefnin sitja á hakanum. Pólitískir ævintýramenn og skemmtikraftar eiga hug og hjörtu fjölmiðlafólks, sem hvergi sparar að viðra hugðarefni sín og þótt mikið sé þvaðrað um stjórnmál er pólitísk stefnumörkun einstakra stjórnmálamanna og flokka víðs fjarri í þeirri uniræðu sem fram fer, enda hefur skemmtanagildið for- gang en störf og stefna flokkanna er látin lönd og leið. Þótt mikið sé fjallað um stjórnm- ál í fjölmiðlum og manna á meðal, eins og von er til í kosningamánuði, virðist nánast aukaatriði hvað raunverulega er tekist á um í kosningabaráttunni. Frjálshyggjan hefur riðið húsum í formi vaxtafrelsis, fjármögnu- narfyrirtækja og alls kyns okur- starfsemi og ríflegri tilhliðrun við einkarekstur og opinberar stofnan- ir settar vísvitandi í fjársvelti til að veikja samkeppnishæfni þeirra. Þegar svo Sjálfstæðisflokkurinn klofnar að endilöngu er það ekki vegna ágreinings um frjálshyggju cða forgang einkaauðmagnsins. Allt það upphlaup er persónugert og sýnist fremur tilfinningamál en stjórnmál. Púðurkerlingar og flugeldasýningar Kosningabaráttan er í þeim far- vegi að varla eru sett fram kosn- ingaloforð og sé gerð tilraun til að koma á framfæri stefnumörkun í tilteknum málaflokkum kafnar það allt í orðagjálfri um svo sem ekki neitt. Lítið hefur farið fyrir umræðu um þann árangur sem náðst hefur í slagnum við verðbólguna á því kjörtímabili sem nú er að renna út. Flestir flokkar hafa heldur ekki haft fyrir að kynna kjósendum hvort eða hvernig þeir ætla að varðveita þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum. Sprenging púðurkerlinga og flugeldasýningar eru ær og kýr þeirra lukkuriddara sem dorga í gruggugu vatni við atkvæðaveiðar. Árangur sem ekki er metinn Smámál eins og stefna í sjávarút- vegi fara fyrir ofan garð og neðan í því ati sem kemur í stað kosn- ingabaráttu. Mótun fiskveiðistefnu hefur hvílt á herðum Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráð- herra, og hefur hart verið að hon- um sótt vegna einarðar afstöðu til að setja á kvóta og viðhalda honum. Takmarkið er að vernda fiskistofna, hamla ofveiði til að viðhalda mikilvægustu auðlind þjóðarinnar. Á tiltölulega stuttum tíma er árangurinn betri en mönnum kom til hugar þegar fiskveiðikvóta var komið á. Tvö metár í aflabrögðum, gæðin stóraukist og verð og eftirspurn íslensks fiskjar meiri en nokkru sinni fyrr. Fleiri atriði koma til en kvótakerfið eitt, en óhætt er að fullyrða að hafi skynsamleg stjórn- un fiskveiða ekki komið til væri fiskislóð rýrari og vörugæðin minni en raun ber vitni. Breyta breytinganna vegna Horfur í sjávarútvegi eru bjartar en í þeim atvinnuvegi getur brugð- ið til beggja vona á skömmum tíma, eins og þeir vita sem til þekkja. Sú stefna sem nú er við lýði hefur gefið góða raun og þótt sjálfsagt sé að endurskoða hana öðru hvoru getur gjörbylting á fiskveiðistefnunni orðið þjóðinni háskaleg. Sarnt geta pólitískir loddarar ekki setið á strák sínum og þykjast ætlað að gjörbylta þeirri fisk- veiðistefnu sem sett er til að vernda stofnana og gefur samt sem áður hvert metaflaárið af öðru. Kratar vilja stórminnka kvóta á byggðarlög sem hafa eitthvað ann- að fyrir sig að leggja en fiskveiðar. Hætt er við lað þröngt yrði í búi á mörgum útgerðarstöðum ef tillög- ur þeirra næðu fram að ganga. Alþýðubandalag og Borgara- flokkur hafa slysast á sömu lausn- ina. Það er að setja heildarkvóta fyrir allt landið og láta svo útgerð- irnar bítast um hann. Frumskógar- lögmálið væri þá í fullu gildi og allur fiskurinn veiddur í hrotum og augljóst er að gæði og vöruvöndun sætu ekki lengur í fyrirrúmi og allir sjá hvernig atvinnuástand yrði í útgerðarbæjunum. Þessar tillögur bera vott um flumbrugang og vanþekkingu og eru einungis fram settar til að breyta breytinganna vegna. Flug- eldaskytturnar geta ekki viður- kennt að fiskveiðistefna Halldórs Ásgrímssonar er leið farsældar og aukinnar verðmætasköpunar. Ef þær á annað borð hafa einhvern skilning eða áhuga á mikilvægi sjávarútvegsins væri nær að styðja við bakið á atvinnugreininni en að brjóta hana niður. Annars er verðbólga og viðgang- ur höfuðatvinnuveganna eða framtíð heilla byggðarlaga ekki á dagskrá í kosningabaráttunni. Niðurstöður kannana á kjörfylgi flokka sýna að það er allt annað en ábyrg og staðföst stefna í mikilvæg- ustu málaflokkunum, sem dregur kjósendur að tilteknum stjórnmá- laöflum. OÓ Tjmirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.