Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1987, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Þriöjudagur 7. apríl 1987. Asger Jepsen og Steen Svava Olscn, fra danska kennarasambandinu ganga frá samningum við Indriða G. Þorsteinsson. Tímamynd Pjctur Útflutningur á bókmenntum: Utlaginn seldur í danska skólakerfið - aöeins byrjunin á stærri sölu? „Það er ákaflega uppörvandi fyrir samið er fyrir danska kennarasam- okkur íslendinga að danskir kennar- bandið, þá fylgja Færeyjar og Græn- F.h. Maans Ekman, Helena Bergström og Lena Nyman Gestaleikur: Svíar syngja Atómstööina - Dramaten síöustu viku í apríl Á 85 ára afmæli nóbeiskáldsins Halldórs Laxness lætur Þjóð- Ieikhúsið sitt ekki eftir liggja, lteldur verður með hátíðarsýn- ingu á söngleiknum En liten ö i havet eftir Hans Alfredson, sem byggður er á skáldsögu Halldórs, Atómstöðinni. Konunglega leikhúsið í Stokkhólmi, Dram- aten, flytur söngleikinn í boði Þjóðleikhússins dagana 23., 24. og 25. apríl og hefst miðasala á mánudaginn. Litlu eyjunni í hafinu hefur verið gríðarlega vel tekið af áhorfendum og hcfur vcrið upp- selt á allar sýningar á leiknunt í þjóðleikhúsi þeirra Svía, Dra- maten, síðan hann var frumsýnd- ur, þann 31. janúar s.l. Sænsku listamcnnirnir tóku mjög vel í boð Þjóðleikhússtjóra um að sýna á íslandi í tilefni af afmæli skáldsins, en helst stóð á að fá flugfar fyrir þennan 46 manna hóp, sem aðcins getur tckið 4 daga frí frá sýningum í Stokk- hólmi, en það tókst að lokum. Margir af þekktustu leikurum Svía taka þátt í þessari sýningu. Má þar ncfna Lenu Nyman, scm leikur Uglu, Sven Lindberg, Har- riet Anderson, John Zacharias og Helena Bergström. - SÓL ar skuli sýna okkur þennan áhuga og það í listgrein sem er nýlega orðin til í landinu. Þetta undirstrikar um leið þá hugarfarsbreytingu, sem hefur komið eins og af sjálfu sér, þess efnis að íslendingasögurnar, sem íslend- ingar hafa skrifað og varðveitt eru sameiginlegar sögur Norðurlanda- búa. Maður óskar bara að sá dagur komi að þær verði notaðar í auknum mæli við móðurmálskennslu í hinum ýmsu löndum," sagði Indriði G. Þorsteinsson, hjá Haust hf. um sölu á Útlaganum til danska kennaras- ambandsins. Samningur þess efnis var undirritaður á Hótel Borg á föstudaginn og markar tímamót í samskiptum norrænna aðila í kennslumálum. Samningurinn felur í sér að tekin verður upp kennsla á Gísla sögu Súrssonar í dönskum skólum og Útlaginn, myndin sem byggir á Gísla sögu sýnd með. Danska kennara- sambandið gerði samning við Haust hf. sem ereigandi myndarinnar, um afnotarétt um óákveðna framtíð. Kennslan fer fram á kasettum, myndböndum og bóklega. Danska kennarásambandið gerði líka samn- ing við Haust hf. um að framselja afnot af Útlaganum eins og samning- ar gerast til allra Norðurlandanna. Það er vert að geta þess að þegar land með. Útbreiðslan er því strax orðin nokkuð mikil. Þetta er í fyrsta skipti sem svona samningur er gerður og forráða- menn Hausts hf. eru ánægðir með að þetta skuli vera í höndum Dana, því eins og alþjóð veit, þá eru þeir með hörðustu sölumönnum sem hægt er að hitta. Það voru þeir Steen Svava Olsen og Asger Jepsen frá danska kenn- arasambandinu sem önnuðust samn- ingsgerðina fyrir hönd Dana. Sigurð- ur Svavarsson, kennari úr M.H. annaðist milligöngu, en Keld Gall Jörgensen, lektor við Háskóla ís- lands mun annast textagerð við Út- lagann. Útlaginn/Gísla saga mun komast í gagnið í danska menntakerfinu um áramótin og þá í öllu menntakerfinu. Bókin mun koma um leið og jafn- framt vinnuhefti. Pakkinn verður kynntur Norðmönnum, Svíum og Finnum í haust og búist er við að þetta fari hratt af stað í þeim löndum og mun því líklegast komast í gagnið þar snemma á næsta ári. Það er ekki vafi á því að brautryðjendasamning- ur Hausts hf. markar stórkostleg tímamót í miðlun íslendingasagn- anna til Norðurlandanna. Þessu verður að fylgja eftir. - SÓL Réttlausir rithöfundar Yfirlýsing frá stjórn Félags íslenskra rithöfunda Kvæði Freysteins Gunnarssonar Á þessu vori kemur væntanlega út endurútgáfa af kvæðum Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra Kennaraskóla íslands. Nemendum Freysteins, sem á lífi eru og til hefur náðst, hefur verið sent bréf um útgáfuna, sem er helguð minningu Freysteins. Nöfn þeirra nemenda hans sem vilja heiðra minningu hans með því að gerast áskrifendur að bókinni, verða birt í skrá framan við kvæðin. Mjög margir hafa þegar svarað bréfinu fyrir áður tilskilinn frest, en hér með er minnt á þetta aftur og skilafresturinn lengdur til 15. apríl n.k. og þess vænst að allir þeir sem vilja eiga aðild að útgáfunni með fyrrnefndum hætti svari fyrir þann tíma í síðasta lagi, svo að nöfn þeirra komist á skrána. Ekki hefur náðst til þeirra sem búa erlendis, en viti einhverjir um skólasystkin þar væri þakkarvert ef þeim væri gert viðvart um þessa útgáfu. Allar upplýsingar veita Andrés Kristjánsson, sími 40982, Gils Gumundsson, sími 15525 og Ragn- ar Þorsteinsson, sími 45067. Nýlega lauk úthlutun úr alræmd- asta sjóði landsmanna: Launasjóði rithöfunda. f stjórn sjóðsins áttu sæti eftirtaidir drottnarar: Brynjólf- ur Bjarnason, Sverrir Tómason, Jóhanna Sveinsdóttir. Þetta fólk hef- ur lokið afskiptum sínum af úthlut- unarmálum rithöfunda, um sinn að minnsta kosti. Og vonandi endan- lega. En hvað tekur við - samskonar einsýni? Stjórn Félags íslenskra rithöfunda telur ástæðu til að óttast fordæm- anna vegna, að sá aðili sem tilnefnir menn í stjórn sjóðsins, rithöfunda- sambandið, muni draga í búr sitt álíka einhliða elskhuga sér til fram- dráttar. Stjórn sambandsins hefur reynst ótrúlega fundvís á þjón- ustubúið og þröngsýnt úthlutunar- fólk - þó aldrei sem nú - fólk með sljóa réttlætiskennd og dapra sið- gæðisvitund. fólk sem gengst undir bókmenntalegt ólæsi, að því er varð- ar fjölbreytni í efni og aðferð í ritlist. í Félagi íslenskra rithöfunda eru u.þ.b. 70 höfundar - súmir hverjir einnig í rithöfundasambandinu - margir þjóðkunnir og með fjölda bóka að baki og vonandi einnig , framundan, þótt þeir séu í úthlutun- um látnir gjalda veru sinnar í félag- inu. Að einum höfundi undanskiln- um, sem er í báðum hagsmunafélög- um rithöfunda og úthlutað var þrem- ur starfsmánuðum, hlýtur enginn styrk til áframhaldandi ritstarfa - ekki einu sinni atvinnurithöfundur, en hlutaguðir rithöfundasambands- ins hafa löngum haldið því fram að atvinnumennska yki rétt til úthlutun- ar úr sjóðnum. Af þessu má hverjum ærlegum manni vera ljóst að þessi harðyrði um úthlutunarskömm stjórnar launa- sjóðs eru síst ofmælt. Það getur engan veginn talist eðlilegt að enginn umsækjandi í Félagi íslenskra rit- höfunda hljóti starfslaun úr sjóði landsmanna til eflingar bókmcnnt- um; um fyrrgreinda undantekningu þarf ekki að ræða. Þetta óréttmæti cr svo augljóst að ekki ætti aö þurfa að fjalla um það - nema til fordæm- ingar. Sá grunur, jafnvel vissa, læðist að mönnum að stjórn launasjóðsins hafi tckið að sér það böðulsverk fyrir rithöfundasambandið, scm citt hags- munafélaga rithöfunda tilnefnir menn í stjórn sjóðsins, að útiloka gjörsamlega þá scm eru í Fclagi íslenskra rithöfunda; rithöfundana sem flúðu úr sambandinu vegna misréttis og ofríkis stjórnar þess - í sameiginlegum málum, ckki síst launamálum. Jafnframt þessari aukagetu, þessu bókmcnntalega böðulsverki, sérstjórn launasjóðsins að venju um stjórn sambandsins; hún má hcita gulltryggð. Stjórnir Félags íslenskra rithöfunda hafa á undanförnum árum reynt eftir mætti að sækja og tryggja rétt þeirra höfunda sem þær höfðu um- boð fyrir. Það ætti að vera auðvclt í lýðræðisríki, þar sem félagafrelsi er talið sjálfsagt, að sjá til þess að réttur ákveðins hóps þcgna þess - jafnvel rithöfunda - sé ekki algjör- lega fyrir borð borinn. Svo hefur þó ekki reynst. í hvaða öðru lýðræðisríki skyldi það þekkjast að til sé félag rithöf- unda sem nýtur engra hagsmunarétt- inda á mcðan annað félag rithöfunda hefur þau öll? Með öðrum orðum - að til séu í landinu réttlausir rithöf- undar. Félag íslenskra rithöfunda nýtur ekki einu sinni viðurkenningar, hvað þá verndar, þeirra opinberu aðila sem réttinda- og launamál heyra undir, menntamálaráðuneytis með ráðherra í broddi. Þeir sem eru í Félagi íslenskra rithöfunda báru lengi þá von í brjósti að Sjálfstæðisflokkurinn, sem kennir sig við lýðræði, svo í lífi sem í list, myndi rétta hlut réttlausra rithöf- unda: viðurkenna í verki rétt félags þcirra til jafns við annað félag; aflétta einræði og einokun annars þcirra á sameiginlegum sjóðunt rit- höfunda, sem það hefur svo berlega og skefjalaust notað til að deila og drottna í þágu nokkurra rithöfunda sem hafa myndað hagsmunaklíku og heita má orðin föst á fóðrum. Þessi bókmenntalega bjartsýni hefur fram til þessa reynst tál. Menn ingarmálanefnd Sjálfstæðisflokksins tók málalcitan hinna réttlausu rit- höfunda vel. Margir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins tóku henni vel, ekki síst Sigurlaug Bjarnadóttir, sem því miður hvarf af þingi. Raunar var mciri hluta þingheims Ijóst, er málið var þar upp borið, að við svo búið mætti ekki standa. Þegar Sjálfstæð- isflokkurinn tók að sér mennta- málaráðuncytið eftir áratuga van- rækslu, virtust réttindamál hinna útskúfuðu rithöfunda sigla hraðbyri í höfn réttlætis. Fyrri menntamálar- áðherra flokksins skipaði nefnd. En því miður - sú nefnd sökk til botns. Og menntamálaráðherra lét reka á reiða óréttlætis, enda þess skammt að bíða að hann næmi nýtt land í stjórnsýslunni. Og núverandi mennta-' málaráðherra Sjálfstæðis- flokksins, sem þykir þrekmaður, hvað gerir hann? Ekki neitt. Hvert eiga réttlausir rithöfundar að leita? Félag íslenskra rithöfunda .krefst leiðréttingar á skipan úthlut- unarmála, leiðréttingar af hálfu þeirra sem standa á sama grunni og það félag, grunni lýðræðislegra mannréttinda - og fara með þau mál. Hafi þeir ekki til þess þor og þrek væri þeim sæmst að leggja sjóði rithöfunda niður, í stað þess að Ijá því eyra að auka þá til þess eins að auka óréttlætið. Stjórn Félags íslenskra rithöfunda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.