Tíminn - 29.04.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 29. apríl 1987
Fatlaðir einstaklingar:
Fjármagn til
bifreiðakaupa
- allt að 600 bifreiðum á ári
Á vegum Heilbrigðis- og trygging-
amálaráðuneytisins hefur verið gefin
út reglugerð um þátttöku almanna-
trygginga í bifreiðakaupum fatlaðra
í samræmi við breytingar sem gerðar
voru á lögum um almannatryggingar
í vor. Er hér um að ræða styrki til
bifreiðakaupa, sem koma í stað
eftirgjafar aðflutningsgjalda sam-
kvæmt tollskrárlögum. Felur þetta í
sér breytingar á fyrirkomulagi og
aukna fyrirgreiðslu til fatlaðra vegna
bifreiðakaupa.
Samkvæmt reglugerðinni eiga þeir
sem njóta bóta almannatrygginga,
foreldrar eða forráðamenn fatlaðra
og þeir sem hreyfihamlaðir eru og
eigi njóta bóta rétt á ofangreindum
styrkjum.
Umsóknir skulu framvegis sendar
Möguleg nýjung:
Sojamjólk á
markaðinn?
Úthlutun Stjórnarnefndar fatlaðra:
lífeyrisdeild Tryggingastofnunar
ríkisins fyrir 1. september ár hvert á
sérstökum eyðublöðum sem þar
liggja frammi. Greiðsludeild Trygg-
ingastofnunar ríkisins mun framveg-
is annast greiðslu þessara styrkja og
nema þeir 80.000 krónum sé um að
ræða fötlun og 250.000 krónum sé
um að ræða mjög hreyfihamlað fólk.
Miðast greiðslur við allt að 650
bifreiðar á ári.
Þeir aðilar sem fengu eftirgjöf
aðflutningsgjalda á tímabilinu 1.
mars til 31. des. 1986 skulu fá
greiddan mismun á fenginni eftirgjöf
og þeim fjárhæðum sem fram koma
hér að framan. Verða þær greiðslur
inntar af liendi til hlutaðeigandi
aðila frá og með 10. júní n.k.
- SÓL
Verður þetta raunin fyrir fatlaða í Reykjavík þegar svæðið mætir afgangi í
úthlutun framkvæmdafjár?
aöilar skoöa máliö
Afall fyrir fatlaða
á höfuðborgarsvæðinu
- fá 36 milljónir en væntu 110 milljóna
Þær sögur hafa gengið fjöllum
hærra að íslenskir aðilar séu að
skoða möguleikann á að vinna
ýmsar mjólkurvörur úr sojabaun-
um, vörur eins og t.d. jógúrt,
mjólk og osta.
Sojabaunir er hægt að fá mjög
ódýrar og verði af þessari fram-
leiðslu er óhætt að segja að hún
eigi eftir að veita íslenskum hefð-
bundnum mjólkurvörum mikla
samkeppni, þar sem gefið er að
hún yrði mun ódýrari.
Davíð Scheving Thorsteinsson
hjá Sól hf. athugaði þennan mögu-
Það hefur löngum þótt góð og
gild skýring á því af hverju kven-
fólk starfar t' láglaunastörfum að
þær axli ekki ábyrgð. Ef spurt er af
hverju þær axli ekki ábyrgð er
svarið að þær séu ófáanlegar til
þess. Deildar mciningar hafa veriö
uppi um ágæti þessarar kenningar
og nýverið lagði Samband ís-
lenskra bankamanna fyrir kven-
kyns félagsmenn sína spurningu
um það hvort þær hefðu áhuga á
ábyrgðarmeira starfi.
í Ijós kom að 55,5% þeirra sem
svöruðu höfðu áhuga á ábyrgðar-
meira starfi og kom í ljós að þeim
mun fleiri deildum sem konurnar
höfðu starfað við, þeim mun meiri
var áhuginn á'aukinni ábyrgð.
En þó sumum virðist að hægt
gangi hefur þó hlutur kvenna í
trúnaðarstörfum í Búnaðarbank-
anum vænkast á síðastliðnum 5
leika fyrir nokkrum árum en sagði
hann ekki hafa reynst heppilegan á
þeim tíma. íslcnskri aðilar hafa
einnig spurst fyrir í Hollandi um
efni til framleiðslu á sojajógúrt.
í Svíþjóð eru þegar komin á
markað tæki til framleiðslu og
pökkunar á sojamjólk með ýtnis
konar bragðefnum. Slík tæki hafa
einkum verið seld til Asíulanda, en
ekki á Norðurlöndum. í Svíþjóð er
einnig fáanlegur ostur úr sojabaun-
um sem kallaður er Tofu. Árs-
neysla Itans í Japan er um 15 kíló
á mann. - SÓL
árum. Árið 1982 voru í bankanum
10 embættismenn, 9 karlar og ein
kona. í ár er hlutfallið 7 karlar og
5 konur. Útibússtjórar innanbæjar
voru 1982 5 karlar og ein kona, en
í ár 4 karlar og tvær konur. Deild-
arstjórar voru 1985 alls 12, þar af 4
karlar og 8 konur, en eru nú 8
karlar og 17 konur. Þá hefur hlut-
fall kvenna í stöðum fulltrúa og
féhirða enn aukist, voru 7 karlar og
14 konur árið 1982, en 7 karlar og
31 kona í ár.
Hinu má þó ekki gleyma að í nær
öllum almennum störfum, sem eru
jafnframt þau lægst launuðu í
bönkum starfa eingöngu konur,
meðan að nær allir karlar sem í
bönkunum starfa hafa einhvern
titil og þar með betri laun. SÍB
hefur nú boðað til verkfalls og er
aðalkrafan uppstokkun launakerf-
isins.
Fundur Svæðisstjórnar málefna
fatlaðra í Reykjavík og fulltrúar 14
stofnana og félagasamtaka sem
sóttu um framlög úr Framkvæmda-
sjóði fatlaðra á árinu 1987 var
haldinn á miðvikudaginn. Tilefni
fundarins var úthlutun stjórnar-
nefndar málefna fatlaðra úr Fram-
kvæmdasjóði fatlaðra fyrir árið og
afgreiðsla Stjórnarnefndar á utn-
sóknum til stofnana fatlaðra hér í
Reykjavík.
Af þessu tilefni hafa hinir ýmsu
aðilar úr Svæðisstjórn málefna fatl-
aðra í Reykjavík, Blindrafélaginu,
Skóla geðdeildar Barnaspítala
Hringsins, Styrktarfélags vangef-
inna í Reykjavík, Sjálfsbjörg og
Þjálfunarskóla ríkisins gefið frá sér
fréttatilkynningu þar sem eftirfar-
andi kemur fram:
„Sl. haust voru Stjórnarnefnd
málefna fatlaðra sendar ítarlegar
og rökstuddar umsóknir að upp-
hæð 110 milljónir króna frá 14
stofnunum og félagasamtökum til
26 viðfangsefna vegna málefna fatl-
aðra hér í Reykjavík. í Rcykjavík
búa næstum 40% landsmanna og
ber að miða við að til stofnana
fatlaðra í Reykjavík komi framlög
a.m.k. í hlutfalli við það. Þar sem
verkefni hér í Reykjavík eru hlut-
fallslega meiri en í öðrum lands-
hlutum hefur Svæðisstjórnin talið
réttmætt að gera ráð fyrir að u.þ.b.
helmingur af framlögum úr sjóðn-
um gangi til verkefna í Reykjavík.
Að þessu sinni komu 155 mill-
jónir til úthlutunar úr Fram-
kvæmdasjóði fatlaðra en á síðasta
ári hafði sjóðurinn 80 milljónir
króna til ráðstöfunar. Að þessu
sinni nema framlög sem veitt eru
til Reykjavíkur aðeins 48 milljón-
um króna eða 31% af ráðstöfunar-
fé sjóðsins og er sú niðurstaða
alvarlegt áfall fyrir alla þá er vinna
að málefnum fatlaðra í Reykjavík.
Tillitsleysi stjórnarnefndar við
fjölda fatlaðra í Reykjavík, útvíkk-
un á hlutverki framkvæmdasjóðs
og breyting á framkvæmdaröð,
sem truflað getur uppbyggingu
hinnar flóknu þjónustukeðju fatl-
aðra árum saman, sýnir, að Stjórn-
arnefndin hefur í störfum sínum
sniðgengið skýr lagaboð.
Með því að samþykkja niður-
stöður Stjórnarnefndar hafa ráð-
herrarnir,(félagsmála, mennta-
mála og heilbrigðismála), ekki gætt
þeirrar skyldu að vinna að því
réttlætismáli að allir fatlaðir sitji
við sama borð um aðgang að
þjónustu án tillits til búsetu. Með
því að láta þetta óréttlæti viðgang-
ast hafa ráðherrarnir brugðist hags-
munum íbúa Reykjavíkur."
- SÓL
Pétur Ásbjarnarson, tjaldbúinn á þaki Laugardalshaliarinnar, tekur við
bókagjöf Svarts á hvítu til Krísuvíkursamtakanna. Sigurður Þorri
Sigurðsson sölustjóri afhenti honum gjöfina.
Svart á hvítu færir
Krísuvíkursamtökun-
um veglega bókagjðf
Á föstudaginn var gengu nokkrir forráðamenn bókaforlagsins Svarts á
hvítu á fund Péturs Ásbjarnarsonar, sem nú gistir á þaki Laugardalshall-
arinnar til að afla Krísuvíkursamtökunum fjár, og færðu samtökunum eitt
eintak af öllum bókum sem forlagið hefur gefið út til þessa. Þeirra á meðal
voru t.d. fslendingasögur I og II í skinnbandi, Hávamál og Völuspá, Nafn
rósarinnar, Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson, unglingabókin
Algjörir byrjendur eftir Rúnar Ármann Arthúrsson og margar fleiri.
Búnaðarbankinn skartar óvenjulega mörgum konum í ábyrgðarstörfum.
Frá vinstri Theodóra Thoroddsen, útibússtjóri, Alda Sigurmarsdóttir,
forstöðukona endurskoðunardei!dar,Anna Inga Grímsdóttir ,forstöðu-
kona afurðalánadcildar, Hanna Pálsdóttir, aðalféhirðir, Halldóra Áskels-
dóttir, starfsmannastjóri, Dóra Ingvarsdóttir, útibússtjóri og Edda
Svavarsdóttir, skipulagsstjóri. Tímamynd. Brein
Konum í ábyrgðar-
störfum fjölgar