Tíminn - 29.04.1987, Page 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 29. apríl 1987
Landssamband kúabænda:
Vilja fá skilvirkari
leiðbeiningaþjónustu
- og aö bændakonur fái fullt fæðingarorlof
Mestur tíminn fór í að ræða
búmarksmál, nýja búvörusamning-
inn, nautakjötsbirgðir og um leið-
beiningaþjónustu landbúnaðarins
sagði Hörður Sigurgrímsson for-
maður landssambands kúabænda,
en aðalfundur sambandsins var
haldinn fyrir stuttu í Osta-og
smjörsölunni. 25 fulltrúar sátu
fundinn frá 9 kúabændafélögum í
landinu, þar af voru þrír fulltrú-
anna konur. Birna Þorsteinsdóttir
í Stóru-Hildisey í Landeyjum var
fundarstjóri.
Við teljum mikilvægt að leið-
beiningaþjónustan verði sem hag-
nýtust fyrir bændur, að leiðbein-
ingaþjónusta búnaðarsamband-
anna þurfi að verða persónulegri
og taki meira mið af vandamálum
líðandi stundar heldur en verið
hefur. Búnaðarfélag fslands hefur
yfirumsjón með þessari fræðslu og
fundurinn skorar á það að beita sér
fyrir nútímalegri og skilvirkari
starfsháttum á þessu sviði þannig
að þeir fjármunir sem varið er til
þessara starfa nýtist bændum sem
best í baráttu þeirra fyrir hagnýtari
rekstri og bættum kjörum.
Okkur líst vel á búvörusamning-
inn en við lögðum áherslu á að
gefin verði út reglugerð um fram-
kvæmd á búvörusamningunum
sem fyrst. Það er mikill munur að
vita hvað er framundan og hvað
menn mega framleiða.
Á fundinum var töluvert rætt um
fæðingarorlof bænda. Einsog stað-
an er í dag fá bændakonur ekki
nema hálft fæðingarorlof vegna
þess að í búreikningum er vinna
þeirra metin til 850 vinnustunda en
þyrfti að vera um 1100 vinnustund-
ir. Bent var á að búreikningastofa
landbúnaðarins viðurkenndi ekki
ýmsa vinnu á búunum, t.d. að elda
og framreiða mat og önnur störf
sem gætu talist til ráðskonustarfa.
Síðan væri auglýstur taxti fyrir
ráðskonur sem ynnu í sveitum og
þær hefðu fullt fæðingarorlof.
Stjórn landsambandsins var
endurkosin. Formaður er Hörður
Sigurgrímsson í Holti en aðrir
stjórnarmenn eru Oddur Gunnars-
son Dagverðareyri, Guðmundur
Þorsteinsson Skálpastöðum og
Halldór Guðmundsson í Holti og
Sturlaugur Eyjólfsson Efri-
Brunná. ABS
Endurnýjun fiskiskipa:
Nýir
skrokkar
- gamlar
vélar
- á 8,2 milljónir
Pólsk skipasmíðastöð hefur nú
tekið upp þá nýjung að bjóða þeim
útgerðarmönnum sem eiga gamla
trébáta sem í eru nýtanlegar vélar og
tæki, skrokka á 8,2 milljónir króna.
Það er Vélasalan hf. sem er um-
boðsaðili pólsku skipasmíðastöðvar-
innar og afhenda þeir fyrsta bátinn í
júlí og síðan koma aðrir á 2 mánaða
fresti eftir það. 4 útgerðarmenn hafa
þegar lagt fram beiðni um endurnýj-
un báta sinna.
Nýju skipin eru 21,70 m löng og 6
m breið. Þau eru afhent fullbúin að
utan, stýris- og skrúfubúnaður kom-
inn í,máluð, brú og lest einangruð og
frágengin og á þá aðeins eftir að
millifæra tækin í brúnni, svo og vél
og spil úr gamla bátnum. -SÓL
Vestmannaeyjar:
Hér fæst aðeins
selbitinn fiskur
- segja fiskimenn og kenna útsel um
„Við erum ákaflega óhressir hér í
Vestmannaeyjum með að ekki skuli
gerður út leiðangur til þess að fækka
útsel í Surtsey. Stofninn vex stöðugt
og nú er svo komið að selurinn er
búinn að eyðileggja eitt besta neta-
svæðið hér um slóðir. Það fæst
ekkert nema selbitinn fiskur, ef
hann fæst á annað borð,“ segir
Guðjón Pálsson, skipstjóri á Gull-
bergi frá Vestmannaeyjum í nýút-
komnum Fiskifréttum.
Guðjón segir Vestmannaeyinga
áhyggjufulla úr af fjölgun útsels í
Surtsey. Ekki mætti blaka við
honum, því Surtsey væri alfriðuð af
Náttúruverndarráði og því yxi út-
selsstofninn svo hratt. Ennfremur
segir Guðjón að selurinn drepi meiri
fisk en allur flotinn til samans. Hann
sagðist ekki vera að mæla með því
að stofninn yrði þurrkaður út, en
það mætti að skaðlausu drepa 99%
af honum.
Að sögn starfsmanns Náttúru-
verndarráðs þá hafa selamál ekki
verið á dagskrá nýlega og þorði hann
því ekki að fara með skoðun ráðsins
á þessu stigi málsins. Hann sagði
Náttúruverndarráð alfarið á móti
fjöldadrápi allra dýra og benti á að
það væri ekki gefið mál að hringormi
myndi fækka, þó selurinn hyrfi.
Hvað afrán sels á fiski varðar, þá
væru þau mál ekki alveg á hreinu
enn. En hann sagði að þetta væri
viðkvæmt mál sem þyrfti að skoða.
Ekki náðist í sérfræðinga Haf-
rannsóknarstofnunar, né dýrafræð-
ing Náttúrufræðistofnunar. -SÓL
Ný stofnun:
w
UPPLYSINGAR
NÁMSMANNA
Skipstjórnarmenn í eðlisfræðiprófi sl. laugardag.
Hólmavík:
Skipstjórnarmenn útskrifast
Á næstu dögum öðlast 10 Hólm-
víkingar skipstjórnarréttindi á 200
tonna báta, en um þessar mundir
er að Ijúka á Hólmavík réttinda-
námskeiði á vegum Stýrimanna-
skólans.
Fyrri hluta vetrar var haldið
námskeið sem gaf réttindi á 80
tonna báta og lauk því í janúar
mcð útskrift um 20 ncmenda. Tíu
þeirra héldu áfram náminu, og
hafa þeir verið í lokaprófum
undanfarna daga. Auk námsgreina
sem varða sjómennskuna beint,
hafa nemendurnir lagt stund á
stærðfræði. íslensku, ensku, eðlis-
fræði og fleiri greinar. Kennsla á
þessum námskeiðum hefur farið
fram í húsakynnum grunnskólans
á Hólmavík, og hafa heimamenn
annast kennsluna að langmestu
leyti.
Skipstjórnarmennirnir sem nú
cru að Ijúka námi, hafa setið á
skólabekk f allan vetur og því lítið
getað sótt sjóinn. Segja má þó að
tíminn til námskeiðshalds hafi ver-
ið vel valinn, því að í vetur brást
rækjuveiði á Húnaflóa og því lítið
um verkefni fyrir suma bátana.
Þessa dagana eru veiðar á úthafs-
rækju hins vegar að hefjast.
Stærsti bátur sem gerður er út
frá Hólmavík, að Hólmadrangi
frátöldum, er 69 tonn, en nú ættu
að opnast möguleikar til útgerðar
stærri þáta. Þar með gæti sjósókn
vetrum orðið öruggari og auðveld-
ari en nú og hægt yrði að sækja
lengra.
Utskrift skipstjórnarmannanna
10 fer fram á næstu dögum, en
nákvæm tímasetning hefur ekki
verið ákveðin.
Stefán Gíslason
Fuglafriðunarnefnd:
SYNIÐ FUGLUM
TILLITSSEMI
Menntamálaráðherra hefur falið
Háskóla íslands að hafa forgöngu
um og annast starfsrækslu Upplýs-
ingastofu námsmanna, er hafi það
markmið að veita upplýsingar um
innlendar og erlendar menntastofn-
anir og möguleika á framhaldsnámi.
Um skipulagningu upplýsingaöflun-
ar og rekstrar stofunnar verði haft
samráð við menntamálaráðuneytið,
Lánasjóð fslenskra námsmanna,
Félagsstofnun stúdenta, Stúdenta-
ráð, Samband íslenskra námsmanna
erlendis og Bandalag íslenskra sér-
skólanema. -SÓL
Menntamálaráðuneytinu hefur
borist ábending frá fuglafriðunar-
nefnd, sem segir m.a. annars:
„Vakin er athygli á því, að dvöl
manna við hreiður sjaldgæfra
fugla, svo og myndataka, er óheim-
il nema með leyfi Menntamálaráð-
uneytisins. Þær tegundir sem hér
eiga í hlut, eru: haförn, fálki,
snæugla og haftyrðill. Sérstök
sjaldgæfum eða ekki
reglugerð gildir til að koma í veg
fyrir truflun af völdum umferðar
manna við hreiður þessara fugla.
Á undanförnum árum hafa
stundum birst myndir af fálkum og
örnum í eða við hreiður, einnig
viðtöl við menn, sem fara að slík-
um hreiðrum án tilskilinna leyfa
frá ráðuneyti. í sumum tilfellum
má ætla, að viðkomandi rekist á
hreiður fyrir tilviljun. Verra er
þegar menn gera sér beinlínis ferð
að hreiðrum án þess að afla sér
heimildar. Ein heimsókn að arnar-
hreiðri á viðkvæmasta tíma, (á
vorin), getur leitt til þess að fugl-
arnir afræki og verpi ekki aftur það
árið.
Óskað er eftir því við alla, að
þeir sýni tillitssemi í umgengni við
fugla,sjaldgæfasemaðra.“ -SÓL
Eldsvoði
i Hátúni
Eldur kom upp í kompu ræstinga-
konu á 4. hæð í Hátúni 10 klukkan
11.30 á mánudag. Slökkviliðinu var
tilkynnt að eldurinn væri á 8. hæð,
en þegar það kom á staðinn kom
annað í ljós.
Eldurinn var ekki mikill en tals-
verður reykur frá plasti, sem fyllti
stigagangana frá eldsupptökum og
upp eftir fjölbýlishúsinu. Ekkert fólk
var í hættu og reykurinn skemmdi
ekki út frá sér, enda var loftað út
strax. Slökkviliðið slökkti eldinn
snarlega og hlaust lítið tjón af
honum. Eldsupptök eru ókunn. þj