Tíminn - 29.04.1987, Side 5

Tíminn - 29.04.1987, Side 5
Miðvikudagur 29. apríl 1987 • Tíminn 5 Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Viljum fá að skoða spilin hjá dömunum - Kvennalistinn á leikinn „Við erum fyrst og fremst að ræða saman um næstu daga og vikur. Ríkisstjórnarmyndun var ekki sér- staklega rædd og við teljum að formaðurinn nú, eins og hingað til hafi þau mál í sinni hendi og eina sem hann fer með af þessum fundi eru þær umræður sem hér fóru fram, eins og hann túlkar þær. Þannig að hann hefur alveg opnar heimildir til allra hluta í þeim efnum,“ sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins þegar Tíminn ræddi við hann í gær, en þá stóð miðstjórnarfundur flokksins yfir. Sagði Friðrik að Þorsteinn hefði ekki farið fram á neina traustsyfirlýs- ingu frá miðstjórnarfundinum til stjórnarmyndunarviðræðna, þess væri ekki álitin þörf. Um tilboð Jóns Baldvins þess efnis að stofnað verði til ríkisstjórnar Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista, sagði Friðrik að engin afstaða hefði verið tekin til þess máls á fundinum. „Við, eins og allir aðrir hljótum að bíða eftir því hvernig Kvennalistinn bregst við og á hvaða málefni hann leggur áherslu," sagði Friðrik. Neitaði hann því að hann hefði tekið þátt í viðræðum við Kvennalistann. Varðandi yfirlýsingar Jóns Bald- vins í fjölmiðlum um ofangreindar ríkisstjórnarviðræður, sagði Friðrik: „Leikurinn er til þess gerður að fá Kvennalistann til að tefla út ein- hverjum raunsæjum málefnum, en ekki bara einhverjum almennum viðhorfum. En við höfum ekki rætt við Kvennalistann í dag. Þær eiga leik- inn. Það næsta sem skeður er eflaust að þær gera opinber eða tilkynna Jóni Baldvin eftir atvikum, hvaða málefni þær vilja leggja aðaláherslu á. Þá höfum við það til samanburðar við stefnu annarra flokka, en Kvennalistinn hefurekki þurft hing- að til að skerpa sín málefni, þannig að það sé um raunsæja hluti að ræða, sem menn ætla að taka fyrir í ríkisstjórnarsamstarfi," sagði Friðrik. Aðspurður um hugsanlegt stjórn- arsamstarf Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks, sagði Friðrik að vegna forsögu málsins væri harla ólíklegt að til þess kæmi. - En hvað mun Sjálfstæðisflokk- urinn gera á morgun, mun hann halda áfram sínum þreifingum ? „Ég held að við munum hinkra eftir því hvort eitthvað komi frá Kvennalistanum. Það er beðið eftir því að hann sýni eitthvað. Það hefur engin ákvörðun verið tekin í Sjálf- stæðisflokknum um tilboð Jóns Baldvins, en við viljum fá að skoða spilin sem dömurnar hafa á hendi. Hins vegar tel ég að stjórnarmynd- unarviðræður komi til með að taka langan tíma og þá á ég við fjórar til fimm vikur," sagði Friðrik Sophus- son. phh Steingrímur biðst lausnar - ríkisstjórnin mun sitja áfram þartil ný ríkisstjórn hefur verið mynduð Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra gekk á fund frú Vig- dísar Finnbogadóttur, forseta ls- lands og baðst lausnar fyrir sig sem forsætisráðherra og ríkisstjórn sína. Fór Vigdís Finnbogadóttir, forseti fram á það við Steingrím Hermanns- son að hann og ríkisstjórn hans sitji áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ekki er ljóst hvenær forseti ís- lands mun veita einhverjum af for- mönnum flokkanna umboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður, en búist er við að það verði ekki fyrr en í byrjun næstu viku. Sáttafundir: Bankamenn og leiðsögumenn - á fundi hjá sáttasemjara. Einnig rafvirkjar og línumenn hjá RARIK Samband bankamanna hefur boð- að verkfal! frá og með 8. maí. Nokkuð stíf fundahöld hafa verið að undanförnu hjá bankamönnum og viðsemjendum þeirra hjá sáttasemj- ara. Þannig stóð sáttafundur fram eftir nóttu aðfaranótt þriðjudagsins eftir að bankamenn höfðu komið með nýtt tilboð til vinnuveitenda sinna. Annar fundur hófst kl. 18:00 í gær. Hafi samningar ekki tekist á laugardag mun sáttasemjari, lögum samkvæmt, bera fram sáttatillögu sem félagsmenn verða að greiða atkvæði um. Sáttasemjari hefur einnig heimild til að fresta verkfalli bankamanna um 15 daga. Meginkrafa bankamanna er breyt- ing á uppbyggingu launakerfisins bönkunum að kostnaðarlausu. Póstmenn hafa samþykkt kjara- samning með 455 atkvæðum gegn 151. Á kjörskrá voru 793 en 614 greiddu atkvæði um samninginn. 74% greiddu atkvæði með honum en 24% greiddu atkvæði gegn honum. Félagsráðgjafar starfandi hjá ríki ■ hafa einnig samþykkt kjarasamning sinn og flestir hafa einnig endurráðið sig. Rafvirkjar og línumenn hjá RAR- IK funduðu hjá sáttasemjara í gær og að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar sáttasemjara miðaði nokkuð í sam- komulagsátt hjá þeim. Félag leiðsögumanna mætti á fund sáttasemjara kl. 17:30 í gær en verkfall þeirra hefur staðið í um mánaðartíma. Einnig er ósamið enn við nokkra hópa háskólamenntaðra starfsmanna hjá ríkinu, svo sem Félag háskólakennara. Þá er einnig ósamið við starfsfólk flugfélaganna. ABS Skáldið skoðar bókina. Með honum á myndinni eru vinstra megin Ragnar Gíslason, útgáfustjóri og Ólafur Ragnarsson, forstjórí Vöku- Helgafells, en hægra megin Snorri Sveinn Friðríksson, listmálari. Bókaútgáfa: Viðhafnarútgáfa á Brauðinu dýra - í tilefni af afmæli skáldsins Sagan af brauðinu dýra eftir nó- belsskáldið Haildór Laxness hefur verið gefin út í viðhafnarútgáfu. Þetta er sérstök útgáfa í stóru broti svipuðu því sem tíðkast hefur við útgáfu listaverkabóka og er bókin skreytt vatnslitamyndum eftir Snorra'Svein Friðriksson listmálara og er öll litprentuð. Sagan birtist fyrst í tveimur köfl- um í Innansveitarkróníku eftir Hall- dór árið 1970 en birtist í nýju bókinni örlítið breytt frá hendi skáldsins sem sjálfstæð saga. Sagan greinir frá Guðrúnu Jóns- dóttur vinnukonu prestsins á Mos- felli í Mosfellsdal. Hún var send til að sækja pottabrauð úr seyðslu í hverasandi fyrir sunnan ána, en villtist á heiðum uppi fjarri manna- byggðum í þrjá sólarhringa. En brauðið snerti hún ekki. „Maður étur nú ekki það sem manni er trúað fyrir barnið gott“ svaraði hún þegar hún var spurð hverju sætti. Það er bókaútgáfan Vaka-Helga- fell sem gefur bókin út. - SÓL Akranes: Byggingargjaldi til Höfða synjað - framlag heimamanna vantar enn Akurnesingar kusu meira en al- þingismenn á laugardaginn, því samhliða alþingiskosningunum var kosið um byggingariðgjald til elli- heimilisins Höfða. Leikar fóru svo að á 14 hundrað manns sögðu já og svipaður fjöldi sagði nei, en þó þannig að 10 fleiri aðilar játtu en neituðu. Fjáröflunar- og fram- kvæmdanefnd Höfða tekur þessu sem vantraust á tillöguna og af þessu verður því ekki. Ætlunin var að hækka útsvars- prósentu bæjarbúa um 0,52% á ári, eða um 217 krónur. Hlutur Akurnesinga í 2. áfanga byggingu Höfða er um 35 milljónir, eða 40%. Akurnesingar hafa ekki sam- þykkt þessa fjáröflunarleið og verður fjáröflunar- og fram- kvæmdanefnd Höfða að finna nýj- ar leiðir, því eins og einn aðili í nefndinni komst að orði: „Við erum í biðstöðu um óákveðinn tíma. Við gerum ekkert nema með öruggan tekjustofn á bak við okkur. Framlag heimamanna vantar.“ - SÓL Mesti bílainnflutn- ingur í sögunni: Nýrbíllá 4. hvert heimili á einu ári - Um 500 „stórir strákar“ keypt sér „leik- fang“ á þrem mánuðum Fleiri bflar hafa verið fluttir til landsins fyrstu 3 mánuði þessa árs en nokkru sinni fyrr á þriggja mánaða tímabiti. Alls voru fluttir inn 5.468 bílar þennan fyrsta fjórðung ársins. Þetta er um 500 bílum fleira en fyrra met, sem var mánuðina apríl-júní í fyrra. Hér er hins vegar um nær fjórfalt fleiri bíla að ræða en fluttir voru inn á sama ársfjórðungi árin 1985, 1983 og 1981 og um tvöfalt fleiri en metárið 1982. Á einu ári, þ.e. frá apríl í fyrra til marsloka nú, hafa verið fluttir inn rúmlega 19.044 bílar. Það þýðir nýjan bíl á nær fjórða hvert heimili (um 86 þús. íbúðir) í landinu á þessu eina ári. Þar sem bílakaup aukast venjulega með vorinu má áætla að innflutningurinn verði jafnvel 22-24 Íiúsund bílar í ár. Er ekki ólíklegt að slendingar nái því á þessu ári að verða mesta bílaþjóð heims, en þann titil hafa Bandaríkjamenn átt frá upphafi. Af þessum 5.468 bílum nú eru um 4.800 fólksbílar, þar af 644 fluttir inn notaðir. Með fólksbílunum eru þó ekki talin um 500 „leikföng" sem “stóru strákarnir“ hafa keypt sér á þessum þrem mánuðum, þ.e. svo- nefnd létt fjórhjóla ökutæki, sem ullu landvörðum vorum hvað mest- um áhyggjum og ama nú um nýliðna páskahelgi. Ladan er nú enn óskoraðri sigur- vegari en nokkru sinni fyrr. Alls 886 nýjar Lödur bættust í flotann þennan 1. ársfjórðung, þ.e. yfir 21% allra nýju fólksbílanna voru af þeirri tegund. Næst söluhæsta tegundin var Toyota með 487 nýja bíla. Af notuðu bílunum voru um 100 Fordar frá V-Þýskalandi, um 80 Bensar og um 40 BMW. Innflutningur atvinnubifreiða hef- ur ekki aukist að sama skapi og fólksbílanna. Sendibílarnir eru nú nær jafn margir og á sama tímabili í fyrra en vorubílarnir nokkru fleiri. - HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.