Tíminn - 29.04.1987, Síða 8

Tíminn - 29.04.1987, Síða 8
8 Tíminn • MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:; 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Þakkir til stuðningsmanna Framsóknarflokksins Framsóknarmenn geta veriö ánægöir með úrsiit kosning- anna. Þrátt fyrir að flokkurinn missi einn þingmann fékk hann meira fylgi nú en í kosningunum 1983, sem hlýtur í senn að vera sigur og traustsyfirlýsing kjósenda við stefnu Framsókn- arflokksins. Þessi árangur hefði þó ekki náðst nema með mikilli vinnu stuðningsmanna flokksins um allt land. Um leið og þeim eru þökkuð vel unnin og óeigingjörn störf í þágu Framsóknarflokksins eru þeir hvattir til að halda baráttunni áfram. Þannig verður tryggð sú farsæla sáttastefna stéttanna sem Framsóknarflokkurinn hefur mótað og barist fyrir og aðrir flokkar eru að tileinka sér í auknum mæli. Eins manns menúett Allt frá því að Jón Baldvin Hannibalsson tók við for- mennsku í Alþýðuflokknum, hefur það legið fyrir að hann vill verða ráðherra. Að sjálfsögðu er þetta göfugt markmið hjá formanninum, en því er þó við að bæta að til þess þarf hann umboð kjósenda og samstarf við önnur stjórnmálaöfl. Hvoru tveggja skortir Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins. Ekki verður því haldið fram með réttu að hann hafi fengið umboð kjósenda að þessu sinni til að mynda ríkisstjórn. Staðreyndin er sú að fylgi Alþýðuflokksins jókst ekki í neinu hlutfalli við það sem formaðurinn og aðrir kratar höfðu vænst ekki síst þegar tillit er tekið til skoðanakannana á síðasta kjörtímabili og samruna fylgismanna Bandalags jafnaðar- manna við Alþýðuflokkinn. Með engu móti verður því haldið fram að Alþýðuflokkurinn sé sigurvegari kosninganna. Engum er þetta betur ljóst en formanni Alþýðuflokksins Jóni Baldvin Hannibalssyni og engum er það betur ljóst en honum að framtíð Alþýðuflokksins veltur á því hvort hann á aðild að næstu ríkisstjórn eða ekki. í ljósi þessara staðreynda ber að skoða stjórnarmyndunar- tilburði hans nú sem í senn eru furðulegar og hlægilegar. Þrátt fyrir ósigur í kosningunum ríður Jón Baldvin af stað, einhesta og nestislaus í stjórnarmyndunarleiðangur áður en núverandi ríkisstjórn hefur beðist lausnar og löngu áður en forseti íslands hefur ákveðið hverjum skuli vera falið umboð til stjórnarmyndunar. En þjóðin þekkir Jón Baldvin og því kemur þessi bægslagangur hans engum að óvart. Hann hefur löngum krýnt sig sjálfur og mun í framtíðinni annast það verk, enda aðrir ófáanlegir til þeirrar athafnar. Að öllum líkindum munu tilburðir hans við Kvennalis- takonur ekki skila árangri og vera má að þessi sviðsetning Jóns Baldvins sé einmitt gerð með það að markmiði að sýna fram á að Kvennalistakonur séu ekki tilbúnar til ríkisstjórnar- þátttöku. Hér skal enginn dómur lagður á það hvort Kvenna- listakonur vilji aðild að ríkisstjórn, um það verður framtíðin að skera. Hins vegar er það ljóst að frumhlaup Jóns Baldvins er enginn prófsteinn á þeirra vilja. Þær munu óefað vilja skoða fleiri kosti og taka sínar ákvarðanir í samræmi við þær niðurstöður sem þá koma í ljós. Miðvikudagur 29. apríl 1987 Offramleiðsla á menntun ganga á áður en hér verður komið það ástand að hægt sé mcð nokk- urri sanngirni að tala um ofTram- leiðslu á menntun. í fyrrakvöld hlustaði Garri á mann sem talaði í útvarpið um daginn og veginn. Hann vék meðal annars að framleiðsluvandanum í íslenskum landbúnaði og söluerfið- leikunum á afurðum hans erlendis. í framhaldi af því gerði maður- inn sér lítið fyrir og hélt því fram að hér á landi væri einnig orðin offramleiðsla í menntun. Að því er skilja mátti erum við farin að reka of marga skóla og gefa of mörgu fólki kost á að auka þekkingu sína með skipulögðu skólanámi. Hér er Garri ósammála. Það eru vissulega ýmis dæmi þess að menn hafi brotist áfram í krafti hæfileika sinna og án skólagöngu. Og líka er vissulega hægt að finna dæmi þess að menn liafi koinið sprenglærðir út úr skólum og reynst svo alls ónýtir til allra verka þegar út í atvinnul/fið kom. l>að verða alltaf til mcnn sem benda á slík dæmi og nota þau til að agnúast út í skólakerfi okkar og menntafólk. En sá hópur er þó langtum stærstur hér á landi sem sainanstcndur af fólki sem hefur aukið hæfni sína, verklega getu og andlega vellíðan með skólagöngu. Eflum skólakerfið Af þeim ástæðum þarf enn að efla skólakerfið hér á landi að því marki sem þjóðin getur frekast séð af fjármunum til þeirra hluta. Það þarf að efla Háskóla íslands og starfsemi hans í Keykjavík. Það þarf að vinna ötullega að uppbygg- ingu liinnar nýju háskólakennslu á Akureyri, og vel má vera að tíma- bært sé að verða að fara að hugsa Konur til ábyrgðar Það vakti athygli Garra að í gær lýstu bæði Þjóðviljinn og Alþýðu- blaðið svipuðum skoðunum og hann um stöðu Kvennalistans. I leiðara Þjóðviljans segir að mcð kosningasigrinum hafi staða Kvennalistans breyst, hann hafi hingað til staðið utan við hinn hefðbundna straum þingstjórnar- málanna cn verði nú að axla ábyrgð. Ekki sé hægt að túlka útkomu Kvennalistans öðru vísi en sem kröfu um að aðstandendur hans takist nú.á herðar það erfiða verkcfni sem felist í þátttöku í landsstjórninni. Til hans hljóti að verða leitað, og það verði næsta erfitt fyrir listann að neita þessari þátttöku. Alþýðublaðið hefur það eflir Jóni Baldvin Hannibalssyni að ein krafa kjóscnda nú sé að hlutdcild kvenna í stjórnmálum aukist. Þess vegna sé það fyrsta spurningin, scm eigi að ganga úr skugga um, hvort Kvennalistinn, sem hclst hafi notið góðs af þeirri kröfu, sé reiðu- búinn að láta af hlutverki gagnrýn- andans og taka að sér hlutverk með ábyrgð og skapandi pólitík til að breyta þjóðfélaginu. Þetta segist Jón Baldvin vilja láta reyna á. Aldrei þessu vant hcldur Garri að hér liafi Jón Bald- vin rétt fyrir sér, þótt hugmyndir hans um stjórnarmynstur séu að öðru leyti hinar varhugaveröustu fyrir velferð þjóðarinnar. Garri. fyrir háskólakennslu á fleiri stöðum. Ekki síður þarf að vinna áfram að því að ella framhaldsskólakcrf- ið, með því til dæmis að fjölga sem mest þeim stöðum þar sem hægt er að stunda fjölbrautanám. Það kemur í veg fyrir að foreldrar þurfi í stórhópum að flytja til þéttbýlisins til þess eins að gefa börnum sínum kost á skólagöngu, og einnig hefur það sýnt sig að öldungadeildir gefa fjölda fullorðins fólki kærkomið færi á að auka menntun sína. Síðast en ekki síst þarf að standa vörð um Eánasjóð íslcnskra námsmanna og verja hann árásum. Hann er aðaltrygging ungs fólks úr öllum stéttum fyrir að fá að njóta þcirra mannréttinda að geta menntað sig eins og hugurinn stendur til. En það þarf mikið að Jón Baldvin Hannibalsson. Ósk- hyggjustjórn snarlega mynduð. Þorsteinn Pálsson. Veit ekki í hvora löppina á að stíga. Guðrún Agnarsdóttir. Getur hvorki játað eða neitað ótímabæru bónorði. r Otímabær stjórnarmyndun Snarráður maður, Jón Baldvin. Varla var búið að telja upp úr kjörkössunum þegar hann hóf stjórnarmyndun. Hann ætlar að taka ómakið af forseta íslands, sem samkvæmt stjórnarskrá og hefð felur tilteknum stjórnmálafor- ingjum að reyna stjórnarmyndun. Ekki er óðlilegt að formenn stjómmálaflokkanna hafi samband sín á milli þegar eftir kosningar og kanni möguleika á stjórnarsam- starfi. Fyrir kosningar liggur sjaldnast fyrir hvaða flokkar muni eiga samstarf að þeim loknum, enda ekki á vísan að róa í þeim efnum eins og dæmin sanna. En opinberar stjórnarmyndun- arviðræður án umboðs forseta ís- lands eru tæpast við hæfi. Formað- ur Alþýðuflokksins hefur ekkert legið á því við fjölmiðla, að hann er á kafi í að mynda nýja ríkis- stjórn, og ræðir aðeins við þá_ flokka sem hann vill hafa með sér. Að vonum eru vöflur á forystuliði Kvennalista og Sjálfstæðisflokks, sem vísa til umboðs forseta, og vilja lítið um málin segja að svo stöddu. Flokksforingjar tali strax við forseta En Jóni hinum bráðláta verður að virða til vorkunnar, að margt er svifaseint í stjórnsýslu í ekki fjöl- mennara þjóðfélagi. Forseti hefur tekið sér frest fram yfir næstu helgi að ákveða hverjum verður falin tilraun til stjórnarmyndunar. Mun forystumönnum flokkanna því gef- ast góður tími til að ræða við samstarfsmenn sína og hver annan. í sumum þingræðisríkjum er til siðs að flokksforingjar sem hafa yfir þingliði að skipa, gangi á fund þjóðhöfðingja þegar daginn eftir kosningar og skýra frá hugmyndum sínum um æskilega samsetningu ríkisstjórnar. Eftir það tekur þjóð- höfðingi sér umþóttunartíma til að ákveða hverjir séu vænlegustu kostir til stjórnarmyndunar. Þegar foringjarnir hafa viðrað hugmyndir sínar við þjóðhöfðingja er tímabært að þeir fari að ráða ráðum sínum sín á milli, ef ekki liggur þegar ljóst fyrir að ákveðinn þingmeirihluti er fyrir hendi. Sex þingflokkar, og einum þing- manni betur, setjast nú á Alþingi. Engir tveir flokkar hafa þingstyrk til stjórnarmyndunar. Meirihluta- stjórn verður því ekki mynduð nema með tilstyrk þriggja flokka eða jafnvel fleiri. Ekkert væri eðlilegra en að for- menn allra flokka, eða fulltrúar þeirra, gengju fyrir forseta og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sín- um áður en til neinna alvarlegra stjórnarmyndunarviðræðna kemur. Senuþjófnaður Forseta íslands er mikill vandi á höndum þegar til hans kasta kemur að fela einhverjum stjórnarmynd- un. Það á ekki síst við nú, þegar þingflokkum hefurfjölgað og veru- leg röskun orðið á hefðbundinni flokkaskipun og línur allar óskýrari í stjórnmálamynstrinu. Frumhlaup Jóns Baldvins virðist helst til þess fallið að stela senunni og ótvírætt er hann að grípa fram fyrir hendurnar á forseta íslands, sem einn hefur umboð til að fela þeim aðila stjórnarmyndun, sem líklegastur þykir til að koma saman starfhæfri ríkisstjórn. Enginn vafi leikur á að stjórn- málaforingjar hafa samband sín á milli þessa dagana og kanna hug hvers annars um hvernig bregðast skuli við breyttum aðstæðum, og hvaða möguleikar kunna að vera á stjórnarsamstarfi. En að formanni Alþýðuflokksins undanskildum hlaupa þeir ekki með hugmyndir sínar um óskastjórn í fjölmiðla, eða láta eins og þeir hafi umboð þjóðar, þings og forseta til að setjast í ráðherrastóla og velja sér samstarfsflokka að vild. Allteins má vera að óskhyggjustjórn Jóns Baldvins verði að veruleika, en tæpast verður hún mynduð í því fjölmiðlaleikhúsi, sem formaður Alþýðuflokksins hefur kosið að troða upp í. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.