Tíminn - 29.04.1987, Page 13
Tíminn 13
Miðvikudagur 29. apríl 1987
ililiilll ÚXLÖND lllllllll
Nakasone kemurtil Bandaríkjanna í dag:
Washington-Reuter
Reagan Bandaríkjaforseti hefur
reynt að gera lítið úr hættu á við-
skiptastríði milli Bandaríkjanna og
Japans, nú rétt áður en viðræður.
hans og Yasuhiro Nakasone
forsætisráðherra Japana hefjast í
Washington.
Nakasone kemur til Bandaríkj-
anna í dag í vikulanga heimsókn og
mun eiga fund með Reagan strax á
fimmtudag. Bandaríkjaforsetinn
sagði í ræðu í gær að lausnin á
aukinni spennu í viðskiptum milli
ríkjanna tveggja fælist ekki í aukn-
um refsiaðgerðum heldur réttlátari
og opnari mörkuðum í báðum
löndunum. „Og því fyrr því betra,“
sagði forsetinn.
Reagan sagðist ekki hafa verið
hlynntur því að koma á 100% tolli á
sumar japanskar rafmagnsvörur fyrr
í þessum mánuði. Hann kvaðst þó
hafa verið neyddur til að setja tollinn
á þar sem Japanar hefðu ekki opnað
markaði sína fyrir bandarískum vör-
um og hefðu ekki haldið samkomu-
lag um að hætta að selja hálfleiðara
Reagan gerir lítið
úr viðskiptastríði
- Taliö aö japanski forsætisráðherrann kynni Bandaríkjaforseta nýjar tillögur
stjórnar sinnar sem miöa aö því aö auka ásókn Japana í erlendar vörur
Aukin samskipti aust-
urs og vesturs:
Breskir
balletar
herja í
austurveg
Lundúnir-Rcuter
Hinn konunglegi breski ballet
mun heimsækja Sovétríkin í júní
og á ferðalag þessa fræga ballet-
hóps að standa yfir í mánuð.
Þetta er fyrsta heimsókn hópsins
til Sovétríkjanna í 26 ár.
Breski ballethópurinn mun
bæði koma til Moskvu og Lenín-
grad og sýna þar á ferðalagi sínu.
Heimsóknin fylgir í kjölfar vel-
heppnaðs ferðalags þess heims-
fræga Bolshoi ballets til Bretlands
á síðasta ári.
Og fleiri breskir ballethópar
eru á leið austur yfir járntjald,
Sadler's Wells konunglegi ballet-
hópurinn hefur tilkynnt að hann
muni heimsækja Tékkóslóvakíu,
Pólland, Austur-Þýskaland og
Búlgaríu í maí og júnímánuði.
Rónald Reagan Bandaríkjaforseti
og Yasuhiro Nakasone
forsætisráðherra Japans: Fundurum
viðskiptadeilur á morgun.
Portúgal:
Kosningar í sumar
- Soares forseti og
ríkisráð hans hafa
rofið þing landsins
Lissabon-Rcutcr
Ríkisráð Portúgals undir forystu
Mario Soares forseta samþykkti f
gær að rjúfa þing landsins og gera
þannig kleift að halda kosningar fyrr
en áætlað var.
„Ríkisráðið samþykkti með meiri-
hluta atkvæða að rjúfa þing lýðveld-
isins", sagði talsmaður forsetaemb-
Pólverjar
þurrir
vegna
páfakomu
Varsjó-Reuter
Pólska ríkisstjórnin mun banna
sölu áfengis í borgum þeim sem
Jóhannes Páll páfi annar heim-
sækir á ferðalagi sínu til landsins
þann 8.-14. júní.
Tilkynnt var um bannið í
dagblaði ríkisstjórnarinnar Rzec-
zpospolita í gær og þar kom fram
að áfengi verður ekki til sölu í
höfuðborginni Varsjá flesta dag-
ana sem heimsókn páfa stendur
yfir.
Áætlað er að páfi haldi þrjár
messur í Varsjá, á fyrsta degi
heimsóknar sinnar og síðustu tvo
dagana. í öðrum borgum sem
páfi kemur til nær bannið einnig
til dagsins fyrir komu hans.
Rzeczpospolita birti einnig hið
árlega bann á sölu áfengis þann
1. maí. Þá er frídagur í Póllandi
í tilefni alþjóðadags verkamanna.
Mario Soares forseti Portúgals:
Hugsaði vel og lengi og ákvað að
lokum að kalla til nýrra kosninga
ættisins í gær eftir að ríkisráðið hafði
verið á níutíu mínútna fundi.
Ljóst var fyrr í þessum mánuði að
minnihlutastjórn miðju- og hægrim-
anna undir forsæti Anibal Cavaco
Silva naut ekki lengur traust þingsins
og fundur Soares með ríkisráði sínu
var í raun aðeins formlegheit til að
kosningar gætu farið fram fyrr en
ella.
Stjórnmálaskýrendur búast við að
kosningar verði haldnar í miðjum
júlímánuði en Soares mun líklega
skýra frá kosningadeginum í sjón-
varpsávarpi í dag. Forsetinn hafði
reyndar um tvo kosti að velja, annar-
svegar að leyfa vinstriflokkunum að
mynda ríkisstjórn innan núverandi
þings og hinsvegar að efna til kosn-
inga tveimur árum áður en áætlað
var. Soares valdi síðari kostinn.
Þrír helstu stjórnarandstöðu-
flokkarnir höfðu reynt að þrýsta á að
fá tækifæri til að mynda stjórn er
tæki við af hinni sautján mánaða
gömlu ríkisstjórn Silva, allt kom þó
fyrir ekki og nú eru stjórnmálaflokk-
arnir allir farnir að búa sig undir
snarpa kosningabaráttu.
undir kostnaðarverði á alþjóðlegum
mörkuðum.
„Ég vona að ekki líði á löngu þar
til við getum aflétt þessum tollum og
litið verði í framtíðinni á þetta
tímabil sem smáóhapp í uppbygg-
ingu samskipta okkar,“ sagði Reag-
an í ræðu sem hann hélt í viðskipta-
ráði Bandaríkjanna.
Búist er við að Nakasone, sem
hefur í gegnum árin átt góð og náin
samskipti við Bandaríkjaforseta,
kynni honum nýja áætlun Japan-
stjórnar sem miðar að því að auka
eftirspurn Japana á erlendum
vörum.
Japanar flytja út gífurlega mikið
magn af vörum en markaðir þeirra
heima fyrir eru oft gerðir óaðgengi-
legir fyrir erlend fyrirtæki. Vöru-
skiptajöfnuður þeirra er því mjög
svo hagstæður, á síðasta ári var t.d.
vöruskiptajöfnuður þeirra við
Bandaríkjamenn hagstæður upp á
58,6 milljarði dollara.
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður
haldinn á morgun, fimmtudaginn 30. apríl 1987að
Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 14.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð
fram tillaga um heimild bankaráðstil útgáfu jöfn-
unarhlutabréfa og tillögur til breytinga á
samþykktum bankans, ef fram koma.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins
verða afhentir í aðalbanka, Bankastræti 7, dagana
27. - 29. apríl svo og á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka íslands hf