Tíminn - 29.04.1987, Page 19
Miðvikudagur 29. apríl 1987
Tíminn 19
Verndun umhverfisins kemur
okkur öllum við
- þýski kennslumálaráðherrann vill láta taka upp kennslu í
umhverfismálum í skólum
Nú er u.þ.b. ár liðið frá kjarn-
orkuslysinu í Tsérnóbýl og hafa
verið talsverðar umræður um af-
leiðingarnar, þær sem í ljós eru
komnar, í tilefni þess síðustu daga.
í Vestur-Þýskalandi urðu við-
brögðin við slysinu þau m.a. að
kennslumálaráðherrann Dorothee
Wilms vill taka inn á námsskrá
skóla umhverfisvandamál til að
gera nemendum grein fyrir því allt
frá unga aldri hver nauðsyn sé að
hlífa náttúrunni og gæta hófs í því
að ganga á auðlindir hennar.
Menntamálaráðherrann hefur gef-
ið út þá fyrirskipun að námsefnið
skuli kennt í öllum skólum Vestur-
Þýskalands, einkum í tengslum við
líffræði og efnafræði.
Mikil umræða var um þetta
framtak ráðherrans á ráðstefnu um
sveitarfélögogumhverfi, sem hald-
in var í Berlín í febrúar s.l. Þar
kom borgarstjóri Vestur-Berlínar,
Eberhard Diepgen fram með yfir-
lýsinguna: „Verndun umhverfisins
kemur öllum við“. Hann sagði það
skyldu þeirra sem fara með stjórn
og skipulagsmál að beita þeim
ráðum sem duga til að halda um-
hverfinu heilsusamlegu. En lög og
reglur sem til þess séu sett gegni
því aðeins hlutverki sínu ef al-
menningur geri sér grein fyrir
nauðsyn þeirra. Hann tók því undir
þá skoðun menntamálaráðherrans
að upplýsa verði almenning betur
um umhverfisvandamál og sagði
það skyldu yfirvalda að annast þá
fræðslu. Það verði að sýna fólki
fram á að það beri sjálft ábyrgð og
geti lagt sitt lóð á vogarskálarnar á
ýmsan hátt.
Félagsskapur sem hefur verndun
umhverfisins og frekari menntun á
því sviði á stefnuskrá sinni hefur
gert lista yfir umhverfisvanda sem
þeir halda fram að þarfnist skjótra
úrbóta staðaryfirvalda. Sér- •
fræðingar á ráðstefnunni báru sam-
an bækur sínar og fram kom að
umhverfisvandamál væru í slíkum
vexti að brýna nauðsyn bæri til að
upp væru teknar markvissar um-
ræður og stöðugt upplýsinga-
streymi sérfræðinganna á milli. Um
40 sérfræðingar um umhverfismál
sveitarfélaga gáfu skýrslu um starf
sitt.
Þátttakendum á ráðstefnunni
var skipt í 10 sérhæfða hópa sem
fjölluðu um mál eins og t.d. orkugj-
afa sem hefðu sem minnst óþægindi
í för með sér, verndun drykkjar-
vatns og kynningu til almennings á
umhverfisvörnum sveitarfélaga.
Fyrirlesari við háskólann í Stutt-
gart talaði um “vistfræðilegar bygg-
ingar í bæjum og borgum". Fulltrúi
frá norðurhluta Rín-Westfalen,
sem er geysiiðnvætt ríki, miðlaði af
reynslu yfirvalda þar af að fást við
Tsérnóbýlslysið varð til þess að kennslumálaráðherra Vestur-Þýskalands
vill taka upp kennslu í umhverfisverndarmálum í skólum.
hávaða- og loftmengun. „Hvernig
spara má vatn" var annað umræðu-
efni, og fulltrúi umhverfisdeildar
Hamborgar ræddi um hvernig
koma mætti fyrir gömlum rusla-
haugum.
Frá umhverfismálaráðuneytinu í
Bonn var sendur áheyrnarfulltrúi,
einnig frá iðnrekendum og ýmsum
þrýstihópum. Umræður sér-
fræðinganna á ráðstefnunni gerðu
það Ijóst að það verður ekkert
áhlaupaverk að hrinda í fram-
kvæmd mörgum þeim ráðstöfunum
sem nauðsynlegar eru til að bæta
verndun umhverfisins.
Það er sem sagt geysistórt verk-
efni sem bíður í umhverfismálum í
Vestur-Þýskalandi, en þar í landi
er áhuginn vel vakandi og er mikill
viðgangur Græningjanna þar til
vitnis um það.
Síðustu kolanámunni
i Essen lokað
Sé Ruhrhéraðið í Þýskalandi
nefnt sjá menn fyrir sér iðnaðar-
borgir á kafi í kolareyk, enda
miklar kolanámur og iðnaður þar
um slóðir. Reyndar eru kolanám-
urnar þar þær næstvíðáttumestu í
heimi. En nú er hún Snorrabúð
stekkur, síðustu kolanámunni í
„kolahöfuðborginni" Essen var
lokað um síðustu áramót. Þá var
lokið 146 ára sögu kolanámu-
vinnslu í borginni, þar sem eitt sinn
var framleidd mest af kolum í
Evrópu um leið og lokað var elstu
námunni sem enn var starfrækt í
Ruhrhéraðinu, svonefndri Zoll-
verein.
Þegar kolanámufyrirtækið Ru-
hrkohle tilkynnti fyrir þrem árum
að það hefði ákveðið að loka
„Zollverein“ reis mikil mótmæ-
laalda fólksins í héraðinu sem
þekkti ekki annað en að hafa sitt
lifibrauð af kolavinnslu. í augum
þess er hnignun og niðurlagning
kolaiðnaðarins afleiðing stefnu
misviturra stjórnvalda, stefnu sem
Ruhrkohle kallar „að dragast sam-
an sér til heilsubótar". Strax 1958
var farið að vinna skv. þessari
stefnu og á árunum 1960-1980 var
40 kolanámum lokað í Essen. Á
sama tíma fækkaði starfsmönnum
í iðnaðinum frá u.þ.b. 53.000 í rétt
rúmlega 1000. Af þeim eru 17%
útlendingar, fyrst og fremst Tyrkir,
og voru þeim fengin önnur störf.
Margar ástæður liggja til þess að
kolanámurnar hafa verið lagðar
niður í Essen. Ódýrari kol hafa
verið flutt inn frá öðrum löndum,
dollarinn stendur lágt og áhuginn
hefur fremur beinst að öðrum
orkugjöfum s.s. olíu og kjarnorku.
Það var einfaldlega orðið fjárhags-
lega óhagkvæmt að reka kolanám-
urnar lengur í Ruhrhéraðinu. Nú
leita kolanámufyrirtækin fyrir sér
norðar í landinu um önnur svæði
þar sem ódýrara er að vinna kolin
og skilja eftir gamaldags námur,
úrgangsvandamál og úrelt vinnu-
skipulag.
Starfsmennirnir 1000 sem síðast
unnu við „Zollverein" vissu svo
sem að hverju dró, en engu að
síður hefur lokun námunnar í för
með sér gjörbreytingu á lifnaðar-
háttum þeirra. Enginn starfsmaður
á á hættu að verða atvinnulaus en
margir þeirra verða nú að fara
langar leiðir daglega á nýja vinnu-
staðinn. 630 þeirra sækja nú vinnu
í námum milli Duisburg og Herne.
Við nýskipunina hefur verið gætt
að því að gamlir nágrannar geti átt
samleið á nýja vinnustaðinn og
kunna starfsmennirnir vel að meta
þá tillitssemi. Þá eiga starfsmenn
sem náð hafa 50 ára aldri rétt á að
fara á eftirlaun, og 300 manns
neyta þess réttar síns.
En borgaryfirvöld í Essen verða
nú að takast á við nýjar og breyttar
aðstæður. í miðborginni hafa að
vísu ýmsar þjónustustofnanir verið
settar á fót, enda Essen orðin
miðpunktur orkuframleiðslu á
svæðinu. En Katernberg, sá borg-
arhluti sem niest átti undir „Zoll-
verein", á nú í þrengingum. Síðan
námunni var lokað hefur fólki
fækkað þar úr 30.000 í 25.000,
unga fólkið hverfur á burt í at-
vinnuleit og þjónusta öll dregst
saman vegna skorts á viðskiptum.
En þeir eru vanafastir íbúarnir í
Katernberg og kæra sig ekki um að
yfirgefa heimaslóðirnar. Þeir óska
eftir því að vinduturnarnir tveir
sem tilheyra „Zollverein" verði
látnir standa sem sögulegt minnis-
merki.
Miðvikudagur
29. apríl
6.45 Veöuríregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin-Jón Baldvin Halldórsson og
Jón Guöni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl.
7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynning-
ar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Antonía og
Morgunstjarna“ eftir Ebbu Henze Steinunn
Bjarman þýddi. Þórunn Hjartardóttir les (8).
9.20 Morguntrimm. Lesið úr forustugreinum dag-
blaðanna. Tónleikar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Úr fórum fyrri tíðar Umsjón: Ragnheiður
Viggósdóttir.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11 05 íslenskt mál Endurtekinn þáttur frá laugar-
degi sem Ásgeir Blöndal Magnússon flytur.
11.20 Morguntónleikar a. Konunglega fílharmon-
íusveitin í Lundúnum leikur þrjú lög eftir Gilbert
og Sullivan. Einsöngvarar og kór syngja meö;
Isedore Godfrey stjórnar. b. Prelúdía í f[s moll
op 23 nr. 1 eftir Sergej Rakhmaninoff.Richard
Gresco leikur á píanó. c. Allegretto þátturinn úr
Sinfóníu í d moll eftir Cesar Franck. Concertge-
bouw-hljómsveitin í Amsterdam leikur; Edo de
Waart stjórnar. d. „Hiröirinn á hamrinum“ eftir
Franz Schubert. Christa Ludwig syngur. Ger-
vase de Peyer og Geoffrey Parsons leika á
klarinettu og píanó.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttlr.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Börn og skóli. Umsjón:
Sverrir Guðjónsson.
14.00 Miðdegissagan: „Fallandi gengi“ eftir Er-
ich Maria Remarque Andrés Kristjánsson
þýddi. Hjörtur Pálsson les (6).
14.30 Norðurlandanótur Svíþjóð.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá Vestfjörðum. Umsjón:
Finnbogi Hermannsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Síðdegistónleikar.
17.40 Torgið - Nútímalífshættir. Umsjón: Stein-
unn Helga Lárusdóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Fjölmiðlarabb Gunnar Karlsson flytur.
Í9.45 Tónleikar í útvarpssal. a. Síðasta blómið,
tónverk fyrir kór og hljómsveit eftir Þorkel
Sigurbjörnsson Barnakór Garðabæjar syngur
með hljómsveit nemendas í Tónmenntaskólan-
um í Reykjavík; Gígja Jóhannsdóttir stjórnar. b.
Blokkflautusveitin í Vínarborg leikur tónverk
eftir Erich Urbanner, Kasimierz Serocki, Thom-
as Crecquillon, Orlando di Lasso, Salomoni
Rossi gi Tylman Susato.
20.40 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur skákþátt.
21.00 Létt tónlist.
21.20 Á fjölunum Þáttur um starf áhugaleikfélaga.
Umsjón: Haukur Ágústsson. (Frá Akureyri).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í
umsjá Bjarna Sigtryggssonar.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
00.10 Næturútvarp Oskar Páll Sveinsson stendur
vaktina.
6.00 í bítið. Rósa Guðný Þórsdóttir léttir mönnum
morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og
samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg-
unsárið.
9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjóns-
sonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Meðal efnis:
Plötupotturinn, gestaplötusnúður og miðviku-
dagsgetraun.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög
við vinnuna og spjallar við hlustendur.
16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og
Margrét Blöndal.
18.00 íþróttarásin. Ingólfur Hannesson lýsir knatt-
spyrnuleik islendinga og Frakka í undankeppni
Evrópumóts landsliða sem háður er í París og
hefst kl. 18.00. Samúel örn Erlingsson tekur við
af Ingólfi þegar leiknum lýkur.
22.05 Perlur. Jónatan Garðarsson kynnir sígilda
dægurtónlist. (Þátturinn verður endurtekinn n.k.
sunnudagsmorgun kl. 9.03).
23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir
býr fólk undir svefninn með tali og tónum.
00.10 Næturútvarp. Hjörtur Svavarsson stendur
vaktina til morguns.
2.00 Nú er iag Gunnar Salvarsson kynnir gömul
og ný úrvalslög. (Endurtekinn þáttur frá gær-
degi).
Fréttir eru sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00,
11.00, 12.20 15.00, 16.00, 17.00,18.00, 19.00
22.00 og 24.00.
Svæðisútvarp virka daga vikunnar
18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og
nágrenni - FM 96,5. Fréttamenn svæðisút-
varpsins fjalla um sveitarstjórnarmál og
önnur stjórnmál. Umsjón: Gísli Sigurgeirs-
son.
Miðvikudagur
29. april
17.55 Evrópukeppni landsliöa I knattspyrnu
Frakkland - Island. Bein úlsending fró París.
19.50 Fréttaágrlp á táknmáll.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva i Evrópu
1987 Lögin í úrslitakeppninni. Kynnir Kolbrún
Halldórsdóttir.
21.00 Spurt úr spjörunum - Þrettándi þáttur.
Spyrlar: Ómar Ragnarsson/Kjartan Bjarg-
mundsson. Dómari: Baldur Hermannsson.
Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir.
21.30 Kane og Abel. Annar þáttur. Bandarískur
(ramhaldsmyndatlokkur i sjö þáltum gerður ettir
skáldsögu Jetfrey Archers. Aðalhlutverk: Peter
Strauss og Sam Neill. pýðandi Jón O. Edwald.
22.20 Nýjasta tækni og visindi Umsjón Sigurður
H. Richter.
22.50 Fréttir i dagskrárlok.
Miðvlkudagur
29. april
17.00 Heldri menn kjósa Ijóskur (Gentlemen
Prefer Blondes). Bandarísk dans- og söngva-
mynd byggð á samnefndum söngleik. Aðalhlut-
verk: Jane Russel, Marilyn Monroe og Charles
Coburn. Myndin gerist að mestu leyti í París,
þar sem tvær ungar konur (Marilyn Monroe,
Jane Russel) vinna fyrir sér á næturklúbbi, en
þar lenda þær í óvæntum vandræðum og
ævintýrum.
18.30 Myndrokk.______________________________
19.05 Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.00 Opin lína. Áhorfendur Stöðvar 2 í beinni línu
í sima 673888.
20.20 Happ í hendi. Orðaleikur í umsjón Bryndísar
Schram.___________________________________
20.50 Sumardraumur (Summer Fantasy). Banda-
rísk kvikmynd frá 1984 með Julianne Phillips og
Ted Shackelford í aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Noel Nosseck. Myndin fjallar um örlagaríkt
sumar i lífi 17 ára stúlku. Hún þarf að taka
mikilvægar ákvarðanir um framtíðina og hún
kynnist ástinni i fyrsta sinn.
22.20 Listræningjarnir (Treasure Hunt). Nýr ít-
alskur spennumyndaflokkur í 6 þáttum. Fræg-
um listaverkum er stolið víðs vegar um Italíu.
23.20 Jacksonville and all that Jazz. Spyro Gyra,
Adam Makowicz, The Swing Reunion og Phil
Wodds flytja kraftmikinn Jass á Mayport hátíð-
inni 1984.
00.10 Dayskrárlok.
29. apríl
7.00- 9.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni.
Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur
yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
Palli leikur öll uppáhaldslögin ykkar, gömul og
ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskrift og
sitthvað fleira.
Fréttir kl. 10.00,11.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi,
Fróttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgj-
unnar fylgjast með því sem helst er í fréttum,
segja frá og spjalla við fólk í bland við létta
tónlist.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd.
Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við
hlustendur og tónlistarmenn.
Fróttir kl. 15.00,16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík
síðdegis. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar
og spjallar við fólkið sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttirá Flóamark-
aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist.
Fréttir kl. 19.00.
21.00-23.00 Ásteir Tómasson á miðvikudags-
kvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum
áttum.
23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt
efni. Dagskrá í umsjá Arnars Páls Haukssonar
fréttamanns.
24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist
og upplýsingar um veður og flugsamgöngur.
Frétir kl. 03.00.