Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. maí 1987 Tíminn 11 Áfengis- og tóbakskaup meðalfjölskyldunnar um 120 þús. kr. í ár: Lítil kauphækkun út á verðhækkun áfengis Miðað við raunverulegar sölutölur ÁTVR ver þjóðin um þriðjungi hærri upphæð til áfengiskaupa en tóbakskaupa, en í vísitölugrundvell- inum eru tóbaksútgjöldin hins vegar yfir tvöfalt meiri en áfengisútgjöldin. Það veldur því að verðhækkun á tóbaki hækkar framfærsluvísitöluna, og þar með launin, miklu meira en þegar áfengið hækkar. Þessi 15% verðhækkun á tóbaki nú gæti því skilað vísitölufjölskyldunni 4.600 kr. kauphækkun, og hækki heildarlaun- in í landinu um 360 millj. kr. á ári. Eftir þessar hækkanir nú má áætla að þjóðin verji hátt í 8 milljörðum króna til áfengis- og tóbakskaupa á árinu, ef áfengiskaup á veitingahús- um eru meðtalin, sem mundi sam- svara um 75 þús. króna útgjöldum á hvern launþega í landinu eða um 110-120 þús. kr. á hverja meðalfjöl- skyldu. Þarna er t.d. um að ræða meira en tvöfaldan þann halla á ríkissjóði sem veldur efnahagsmál- asérfræðingum okkar og póltiíkus- um hvað mestum áhyggjum um þessar mundir. - HEI AUGLÝSIIMG TIL NÁMSMANMA Bráöabirgðaákvæöi um námsmenn tóku gildi 14. apríl 1987. Ákvæðin varða lög um Húsnæðisstofnun ríkisins. Samkvæmt þessum ákvæðum mun Húsnæðisstofnunin fara eftir neðangreindum reglum við meðferð lánsumsókna frá námsmönnum. D Námsvottorð gilda til jafns við iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóðum þegar sótt er um lán, hafi námið verið stundað fyrir 1. september 1986. Eftir 1. september gilda einungis iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóðum. Þótt áfengisverð mælist í fram- færsluvísitölunni og valdi þar með kauphækkunum vegna rauðra strika fá launþegar aðeins bætt um fimmt- ung þess sem áfengisverð hækkar vegna einstakrar bindindissemi „vísitölufjölskyldunnar". Vísitölu- fjölskyldan reykir hins vegar mikið, þannig að hækkað tóbaksverð er að mestu bætt með kauphækkunum, þ.e. fari hækkun vísitölunnar fram yfir rauðu strikin eins og allar líkur þykja benda til. Hækkun á áfengi er því margfalt hagkvæmari tekjuöflu- narleið fyrir ríkið en tóbakshækkun. Þeirri 16% verðhækkun sem nú varð á áfengi er ætlað að gefa ríkissjóði um 380 millj. kr. viðbótar- tekjur það sem eftir er ársins, og ætti því sð geta gefið hátt í 600 millj. á heilu ári miðað við óbreytta sölu í magni. Miðað við að heildarlaun launþega í landinu voru um 50 milljarðar árið 1985 (Þjóðhagsstofn- un) og orðnar og áætlaðar hækkanir síðan gætu þau orðið í kringum 90 milljarðar króna í ár. Hækki kaupið í takt við vísitöluhækkunina sem verðhækkun áfengisins veldur, þýðir það um 120 milljóna heildarhækkun, launa á heilu ári, eða um fimmta part þeirra 600 milljóna kr. sem hækkunin gæti skilað ríkissjóði á sama tíma. Þessi mismunur er sem fyrr segir vegna þess hvað vísitölufjölskyldan er bindindissöm. Áfengiskaup voru aðeins 1,24% af útgjöldum vísitölu- fjölskyldunnar nú fyrir síðustu hækkun, eða um 14.300 kr. af alls 1.151 þús. króna ársútgjöldum. Það mundi þýða aðeins um 950 millj. kr. áfengissöiu á ári, miðað við apríl- verð, ef vísitölufjölskyldan væri dæmigerð fyrir landsmenn almennt. Raunveruleg sala ÁTVR á áfengi á síðasta ári (2.654 millj.) hefði aftur á móti, miðað við verð fyrir hækkun numið í kringum 3.o00 milljónum króna, sem þýðir rúmlega 45 þús. króna áfengiskaup að meðaltali á hverja fjölskyldu í landinu á ári. Þessi 16% verðhækkun hækkar þau útgjöld um rúmlega 7 þús. kr. á ári. Kauphækkunin sem vísitölufjöl- skyldan fengi á 1.151 þús. kr. árslaun væri hins vegar aðeins um 1.500 krónur. 0 Vegna umsókna, sem lagðar voru inn á tímabilinu 1. september 1986 til 13. apríl 1987, þurfa námsvottorð (um nám fyrir 1.9. '86J og/eða lífeyrissjóðsvottorð að spanna 24 sl. mánuði áður en umsóknin var lögð inn. □ Um umsóknir sem lagðar voru inn 14. apríl og síðar, gildir, að námsvottorð (um nám fyrir 1.9. '86J og iðgaldavottorð frá Iífeyrissjóði verða að gilda fyrir 20 af 24 næstliðnum mánuðum, áður en umsóknin er lögð inn. Námsvottorð gildir því aðeins að umsækjandinn stundi eða hafi stundað lánshæft nám, samkvæmt skilgreiningu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leggja verður fram vottorð um námstímann frá hlutaðeigandi skóla. Þeir, sem þegar hafa lagt irin umsóknir, verða að senda Húsnæðisstofnun ríkisins þessi skólavottorð fyrir 1. júní 1987. VOR ’87 EIGUM TIL AFGREIÐSLU STRAX HOWARD mykjudreifarann þekkja allir bændur eftir áratuga notkun hér á landi. Dreifir öllum tegundum búfjáráburðar. Einföld bygging tryggir minna viðhald. UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT Vélabær hf. Andakílshr. s. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. s. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal s. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöð- um, Klofningshr. Dal. s. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi s. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð s. 93-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi s. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvík s. 96-61122 Dragi Akureyri s. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn s. 97-8340 Víkurvagnar, Vik s. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli s. 99- 8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum s. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu s. 99-6840 <(fEsGlobusi! LÁGMÚLA 5 - PÓSTHÓLF 8160 128 REYKJAVÍK - S 91 -68 15 55 ''//V/Æ V Útboð Otradalur 1987 Bíldudalsvegur í Arnarfirði Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint W verk. Lengd vegarkafla 4,1 km, neðra burðarlag f 6.100 m3, fylling 2.500 m3, ölduvörn 1.500 m3. Verki skal lokið 15. júlí 1987. W Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isafiröi og í Reykjavík (aöalgjaldkera) frá og meö VEGAGERÐIN 19. maí nk. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 1. júní 1987. Vegamálastjóri Útboð Vesturlandsvegur í Hvalfirði %'//Æ W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint f verk. Fylling og burðarlag 10.000 m3, klæðing 23.300 m2. Verki skal vera lokið 25. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í VEGAGERÐIN Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 19. maí n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 1. júní 1987. Vegamálastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.