Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 16. maí 1987 Prófmál í Hæstarétti: Þingmannamyndatökur ekki atvinnurekstur MANNÆTU- GATNAMÓT BG naruur areKStur varo mótum Bústaðavegs, og afrennslis Kringlumýrarbrautar á tíunda tímanum í gærmorgun. Ford Fiesta fór yfir á rauðu ljósi og ók í veg fyrir Bens sem var að koma af Kringlumýrarbrautinni, á grænu ljósi. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild en meiðslin reyndust óveruleg. Nokkrir mjög~ harðir árekstrar hafa orðið á þessum gatnamótum. Lögreglan segir: Ekki furða, slík gatnamót þekkjast ekki nema hjá mannætuþjóðum. Þarna hefði átt að setja slaufu, þannig að umferð , af Kringlumýrarbraut skeri ekki umferð um Bústaðaveg. En það er nú einu sinni svo að það er alltaf verið að spara. Sparnaðurinn er samt ekki meiri en það að við flytjum kostnaðinn af borginni og yfir á heilbrigðiskerfið og trygg- ingafélögin, sem við borgum síðan sjálf aftur. Þarna er horft í aurinn um leið og krónunni er kastað. -ES Eins og myndin ber með sér er áreksturinn harður. Hann hefði ekki orðið ef slaufa lægi undir brúna og umferðin af Kringlumýrarbraut þyrfti ekki að skera Bústaðaveginn. Tímamynd Pjetur - Kristján Ingi sýknaöur Kristján Ingi Einarsson hefur ver- ið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um brot á iðnlöggjöfinni með því að hafa verið með atvinnurckstur í ljósmyndun án tilskilinna réttinda. - Kristján var kærður af Landssam- bandi iðnaðarmanna og var dæmdur í undirrétti. Málið snerist fyrst og fremst um það hvort hann hefð gerst brotlegur við iðnlöggjöfina með því að taka andlitsmyndir af alþingis- mönnum í handbók Alþingis árið 1984. Samkvæmt niðurstöðu Hæsta- réttar eru þessar myndatökur Kristj- áns ekki fullnægjandi til að hann teljist hafa stundað ljósmyndun í atvinnuskyni. Samstaða var þó ekki hjá dómendum, Guðmundi Skaftas- yni, Guðrúnu Erlendsdóttur og Þór Vilhjálmssyni, því Þór skilaði sérat- kvæði þar sem hann vildi staðfesta dóm héraðsdóms. Mál þetta hefur vakið nokkra athygli þar sem litið hefur verið á það sem prófmál um hversu langt starfsheiti í ákveðnum iðngreinum ná. Eftir þessa niðurstöðu hafa þær línur skýrst nokkuð, en hvergi nærri að fullu. Kosningahátíð Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldin í Stapa í Njarðvíkum laugardaginn 16. maí Húsið verður opnað kl. 22.00 Sætaferðir verða frá: Mosfellssveit.. kl. 21.15 Seltjarnarnesi .... kl. 21.15 Kópavogi .... kl. 21.30 Garðabæ ..... kl. 21.45 Hafnarfirði.. kl. 21.45 Rúturnar fara frá kosningaskrifstofum viðkomandi staða. Stuðningsmenn B-listans fjölmennum Kjördæmisstjórn Saursýkillinn í Dölum: Hver er skyldugur til skaðabóta? - spyrja Neytendasamtökin Neytendasamtökin hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau álykta að eðíilegt og sanngjarnt sé að Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið beiti sér fyrir því, að settar verði á laggirnar tryggingar til þess að bæta fólki það tjón, sem það hefur orðið fyrir af völdum matar- eitrunar, eða matarsýkingar, sem Luxemboig NÝR „SUPER SUMARPAKKI" til Luxemborgar fyrir aðeins kr. 16.100 Flogið með Flugleiðum og gist í tvær nætur á Holiday Inn. íV Holiday Inn er glæsilegt hótel og vel staðsett í borginni. Það er margt að sjá og gera i Stórhertogadæminu Luxemborg. Fagurt landslag, fornar byggingar, fjölbreytt menningarlíf, verslanir og veitingastaðir. Söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferða- skrifstofur veita þér allar nánari upplýsingar um „SUPER SUMARPAKKANN" FLUGLEIDIR erfitt getur verið að finna hver ber ábyrgð á. - En hver er þá skaðabótaskyld- ur? „Það er yfirvaldsins að kljást við þann sem sekur er. Það er svo erfitt að sanna hver ber ábyrgð. Við höfum átt viðræður við Hollustu- vernd og einnig erum við í samráði við Neytendafélag Dalvíkur. En þetta er alvarlegt mál og við höfum dæmi um sjúkrahúslegur og ýmsar hliðarverkanir. Einnig eru dæmi um beint fjárhagslegt tap, eins og t.d. þegar fólk verður frá vinnu. En við fylgjumst vandlega með öllu. Rann- sókninni er ekki lokið,“ sagði Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Hvort við munum láta heyra í okkur á nýjan leik, fer alveg eftir því hvernig mál þróast. Það eru ekki til sambærileg samtök á Norðurlönd- um. Þetta er t.d. ríkisstofnun í Svíþjóð. En við erum ekki ríkis- stofnun og því um að gera að vera á verði,“ sagði Jóhannes að lokum. - SÓL ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐ JAN dddda h f. ‘SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SIML45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.