Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 16. maí 1987 FRÉTTAYFIRLIT BONN — Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands hafnaöi • tilboði Sovétmanna um bann viö skammdræqum kjarnorku- flaugum og hvátti stórveldin til aö komast aö samkomulagi er næöi yfir allar kjarnorkuflaug- um sem draga upp í þúsund kílómetra. suv/v — Ráðherranefndin á Fijieyjum, sem nýtur stuðnings hersins, hélt sinn fyrsta fund í gær oa hvatti til þess aö erlend ríki viöurkenndu völd hennar, 36 klukkustundum eftir bylting- una gegn ríkisstjórn Timoci Bavadra forsætisráöherra. MOSKVA — Jacques Chir- ac forsætisráöherra Frakk- lands átti fund með æðstu mönnum Sovétstjórnarinnar eftir að hafa fengiö beiðni frá eðlisfræðingnum Andrei Sak- harov sem fór fram á aö hann bæri upp mál samviskufanga í Sovétríkjunum. CHANDIGARH - Um þaö bil 500 menn í Punjabhéraöi, sem lögreglan hefur lýst eftir vegna gruns um aö þeir séu meðlimir í hópum öfgasinn- aðra síkha, hafa gefiö sig fram og eru nú í varðhaldi. JÓHANNESARBORG — Ríkisstjórn P.W. Botha í Suður-Afríku hefur vísaö bandarískum fréttamanni úr landi. Hann er tíundi erlendi fréttaritarinn sem fær reisu- passann síðan neyöará- standslögin voru tekin í gildi fyrir tæpu ári. HARARE — Hægrisinnaðir skæruliðar rændu sex hvítum mönnum frá trúboðsstöð í grennd við bæinn Gondola í miðhluta Mósambik í þessari viku. Þetta var haft eftir sam- starfsfólki í trúboðsstöðinni. LUNDÚNIR - Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands og íhaldsflokkur hennar hafa aukið forskot sitt á stjórnarandstöðuflokkana ef marka má niðurstöður skoð- anakönnunar sem birtust í gær. Þar fékk fhaldsflokkurinn 18% meira fylgi en Verka- mannaflokkur Neil Kinnocks en nú eru aðeins fjórar vikur þangað til þingkosningar fara fram I landinu. ÚTLÖND Austurríki: Stíflan að bresta? - Fortíð Kurt Waldheims ógnar nú verulega framtíð hans í forsetastóli Vínarbor}>-Reuter Háttsettir austurrískir og banda- rískir embættismenn áttu í gær nokkra fundi í Vínarborg til að ræða um stöðu hins umdeilda forseta Austurríkis, Kurt Waldheims. Svo virðist sem staða Waldheims sé að veikjast licima fyrir vegna ásakana um nasistafortíð. Ronald Laudersendiherra Banda- ríkjanna átti bæði fund með Alois Mock utanríkisráðherra Austurríkis og kanslaranum Franz Vranitzky scm fer í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í næstu viku. Á sama tíma afhentu fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins austurrískum embættismönnum sönnunargögn þau sem ráðuneytið taldi nægjanleg til að meina Wald- heim að koma til Bandaríkjanna í opinberum erindagjörðum. Waldheim, fyrrum aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, hefur neitað ásökunum um að hann hafi tengst stríðsglæpum nasista í síðari heims- styrjöldinni. Ásakanir þessar hafa Kurt Waldheim forseti Austurríkis: Framtíðin óljós. aðallega komið frá Alþjóðasam- bandi gyðinga. Austurríska þingið samþykkti í fyrrakvöld stuðning við Waldhcim þar sem ásakanirnar gegn hinuni 68 ára gamla forseta voru sagðar órétt- mætar. Orðalagið var hinsvegar kraftlaust og margir þingmenn gagn- rýndu Waldheim fyrir að koma ekki fram með nægilegar skýringar á herþjónustuferli sínum. Dagblöð í Austurríki voru einnig gagnrýnin í skrifum sínum í gær. Dagblaðið Kurier sagði að svo virtist sem stuðningurinn við Waldheim væri að minnka en bætti þó við að stíflan héldi enn. íhaldsblaðið Die Presse benti á í forsíðugrein að þrátt fyrir yfirlýstan stuðning þingsins hefði það fjarlægst Waldheim. Nýlegar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið hafa leitt í ljós að meirihluti Austurríkismanna telur að Waldheim eigi að segja af sér sem forseti landsins. Hann var kjörinn forseti í fyrra. Fundi varnarmálaráðherra NATO ríkjanna lauk í gær: Allar meðaldrægar kjarnorkuflaugar verði fjarlægðar Stavangur - Rcutcr Varnarmálaráðherrar NATO- ríkjanna kröfðust þess í gær að Sovétmenn fjarlægðu allar meðal- drægar SS-20 kjarnorkuflaugar sínar frá Evrópu og Asíu og yrði það hluti af samkomulagi risaveldanna um meðaldrægar flaugar. Þetta var helsta niðurstaða fundar varnarmál- aráðherra ríkjanna sem lauk í Sta- vangri í Noregi í gær. Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna gat þó ekki sagt hvort bandaríska stjórnin myndi í framhaldi af þessu breyta uppkasti sínu að samkomulagi um meðal- drægar flaugar sem hún hefur lagt fram í afvopnunarviðræðum risa- veldanna í Genf. Þar er gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn geti haft hundr- að kjarnaodda á sínu eigin landsvæði og Sovétmenn sama fjölda á land- svæði sínu í Asíu. Weinberger sagði á blaðamanna- fundi að Moskvustjórnin væri sú eina sem vildi halda í meðaldrægu flaugar sínar í Asíu, allir aðrir vildu þær burt. Yfirlýsing varnarmálaráðherr- anna snerist aðallega um meðal- drægu flaugarnar og NATO ríkin fjórtán sem sæti áttu á fundinum, öll utan Frakklands og íslands, náðu ekki neinu samkomulagi um við- brögð við tillögum Sovétstjórnarinn- ar um að fjarlægja skammdrægar kjarnorkuflaugar frá Evrópu. Sovéska fréttastofan Tass sagði í gær að yfirlýsing varnarmálaráðherr- anna að fjarlægja og eyðileggja allar meðaldrægar kjarnorkuflaugar væri ekki í samræmi við grunnsamkomu- lagið sem Mikhail Gorbatsjov Sovét- leiðtogi og Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti komust að á leiðtoga- fundinum í Reykjavík í október á síðasta ári. Þótt Tass hefði ekki tekið vel í yfirlýsinguna var Weinberger bjart- sýnn á fréttamannafundinum í Stavangri í gær og taldi að hin nýja afstaða NATO ríkjanna ætti að geta flýtt fyrir samningum í afvopnunar- málum, ekki seinkað þeim. í Ijónabúri tilaðsafna fyrir öpum Jóhanncsarborg-Rcutcr Maður einn í Suður-Afríku sem setti sér það takmark að eyða fjörutíu dögum í búri með sjö ljónum náði takmarki sínu í vikunni og ákvað þá að fram- lengja dvöl sína um 24 daga. Mike Osterlaak heitir ofurhug- inn og er hann með vist sinni í ljónabúrinu að reyna að safna peningum fyrir dýragarð einn í grennd við Pretoríu. Forráða- menn dýragarðsins hyggjast nota peningana til að kaupa tvær gór- illur. Ljónin hafa ekki tekið Oster- laak mjög vel og hafa t.d. rifið jakka hans í þrígang og eyðilagt útvarpið sem hann var með. Þrátt fyrir að ljónin séu ekki gestrisin með afbrigðum ætlar kappinn ekki að láta sig og hafast við í búrinu í 24 daga í viðbót. Bandaríkin: Tækni og vísindi: Japanar fyrir fjórhjólabeygju EYÐNIVELDUR NAFNBREYTINGU Des Moincs, lowa-Reuter Aid Corp. heitir tryggingafyrir- tæki eitt í Bandaríkjunum, eða öllu héldur hét því forráðamenn þess hafa nú látið undan þrýstingi viðskiptavina og hlutahafa og breytt nafninu í Allied Group Inc. Óánægjan með Aid nafnið var til komin vegna þess að haldið var að AIDS eða eyðnisjúkdómurinn ill- ræmdi tengdist ímynd fyrirtækisins um of. Talsmaður fyrirtækisins sagði hluthafana hafa samþykkt nafn- breytinguna á aðalfundi þess og tæki hún gildi „þegar í stað“. Talsmaðurinn sagði forráða- menn fyrirtækisins'hafa fengið ráð frá mörgum aðilum, meðal annars frá fólki í auglýsingaiðnaðinum. sem ekki voru sáttir við nafnið eingöngu vegna líkingarinnar við AIDS sjúkdóminn. Hakone, Japan-Reutcr Það hefur tekið starfsmenn Hondu fyrirtækisins tíu ár og nokkur skakkaföll að þróa fjögurra hjóla stýrikerfi sitt. Núhafaverkfræðingar fyrirtækisins hinsvegar ástæðu til að brosa breitt því síðan boðið var upp á bíla með þessu kerfi hefur eftir- spurnin farið fram úr vonum bjart- sýnustu manna. Honda býður upp á þetta stýri- kerfi sem aukakost í Prelude bílum sínum og hafa flestir þeirra Japana sem keypt hafa þessa gerð undanfar- inn mánuð viljað beygja á öllum hjólum. „Það er siður Japana að láta ekki tilfinningar sínar í ljós en við getum ekki annað en brosað," sagði einn hinna þrettán verkfræðinga sem ábyrgir eru fyrir nýja stýrikerfi Hondu bifreiðanna. Mazda og Mitsubishi, tveir aðrir jap- anskir bílaframleiðendur, munu ein- nig hafa í hyggju að koma með fjórhjólastýrikerfi á markaðinn inn- an skamms. Það þarf enga sérstaka þjálfun til að nota stýrikerfið, sé stýrinu beygt lítið eitt t.d. þegar skipt er urn akgrein beygja öll hjólin í sömu átt. Á lítilli ferð í þröngri aðstöðu þar sem mikið þarf að beygja t.d. þegar leggja þarf í stæði fara afturdekkin hinsvegar í öfuga átt við framdekkin. Honda fyrirtækið hyggst selja Prelude gerðir sínar með þessu kerfi í Bandaríkjunum í júlí og til Evrópu koma þær í kringum október.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.