Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 16. maí 1987 Tímlnn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Þorsteinn á næsta leik Forseti íslands fól Steingrími Hermannssyni, forsætis- ráðherra og formanni Framsóknarflokksins fyrstum um- boð til stjórnarmyndunar. Petta var eðlileg ákvörðun forseta. Steingrímur hefur hvað eftir annað lagt áherslu á að skynsamlegasti kosturinn sé myndun þriggja flokka stjórnar. Það verður ekki gert nema með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Eftir að Þorsteinn Pálsson, hafði hafnað frekari viðræðum um það mál, taldi Steingrímur rétt að skila umboðinu til forseta og láta aðra stjórnmála- leiðtoga reyna fyrir sér með stjórnarmyndun. Mörgum kom á óvart hversu Steingrímur skilaði umboðinu fljótt og vera má að það hafi komið formönnum annarra flokka nokkuð í opna skjöldu. Ákvörðun Steingríms byggðist hins vegar á því að ástæðulaust væri að tefja tímann með löngum viðræðum eftir að ljóst var að þriggja flokka stjórn yrði ekki mynduð að svo komnu máli. Vinnubrögð hans voru því rétt og eðlileg. í fyrradag afhenti síðan forseti íslands Þorsteini Pálssyni umboðið og nú er það hans að kalla flokksformennina fyrir sig. Þorsteinn hefur lýst þeirri skoðun Sjálfstæðis- flokksins að þriggja flokka stjórn sé sá kostur sem Sjálfstæðisflokkurinn geti tekið þátt í. Hins vegar hefur ekkert komið fram af hans hálfu með hvaða flokkum Sjálfstæðisflokkurinn sé til með að vinna. Hann hefur einnig sagt að hann taki þann tíma sem hann þurfi til stjórnarmyndunarviðræðna. Að sjálfsögðu er honum það heimilt, en hins vegar er sú krafa gerð til hans að markvisst verði unnið. Skýr stef na í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem fram hafa farið hafa enn engar umræður átt sér stað milli flokkanna um málefni. Pegar til ríkisstjórnarþátttöku kemur munu þeir flokkar sem að henni eiga aðild reyna að ná fram sínum stefnumálum, þótt vitað sé að í samstarfi við aðra flokka verði þeir að slá af ítrustu kröfum sínum. Framsóknarflokkurinn hefur á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í endurskoðun sinnar stefnuskrár og liggur hún nú fyrir. Til að mynda í utanríkis- og öryggismálum. Stefna Framsóknarflokksins í þeim mála- flokki byggist á eftirfarandi grundvallaratriðum: Að sjálfstæði og öryggi íslands sé tryggt. Að mannréttindi séu í heiðri höfð. Að íslendingar eigi góð samskipti við aðrar þjóðir á grundvelli jafnréttis og virðingar fyrir sjálfsákvörðunar- rétti þjóða. Að íslendingar styðji hvers kyns viðleitni til að koma á varanlegum heimsfriði, og hvetji í því sambandi til þess að þjóðir heims afvopnist. Áð íslendingar taki þátt í alþjóðasamtökum og alþjóða- samvinnu sem stuðli að friðsamlegri sambúð þjóða, svo og menningarlegum og efnahagslegum framförum í heiminum. Að frelsi ríki í samskiptum þjóða á sviði frétta- og hvers kyns upplýsingamiðlunar. Að þróunarlöndin séu aðstoðuð til sjálfsbjargar. Að utanríkisstefnan sé ávallt reist á sjálfstæðu mati íslendinga á því hvað henti best hagsmunum þjóðarinnar, um leið og fullt tillit sé tekið til þeirrar samábyrgðar sem allar þjóðir þurfa að taka á sig í samfélagi þjóðanna. ▼ IÐRÆÐUR Steingríms Her- mannssonar við liðsodda stjórn- málaflokkanna í landinu hafa ekki borið árangur, enda munu fæstir hafa búist við því og allra síst forsætisráðherra sjálfur. Virðist stjórnarmyndun enn vera langt undan, þótt frá fyrstu dögum eftir kosningar hafi verið að berast flugu- fregnir um að flokkar væru að hlaupa saman í ríkisstjórn. Enginn fótur hefur reynst fyrir þeim fregnum. Tvennt hcfur einkum ráðið þessum sögusögnum: Hin mikla hraðferð Jóns Baldvins Hannibalssonar fram á völl viðræðna um stjórnarmyndun og þráhyggja Morgunblaðsins um nýsköpunarstjórn. Vangaveltur Jóns Baldvins og Morgunblaðsins virðast sprottnar af sömu rót - eða runnar úr sama hugmyndabanka - svo líkar eru þær að allri gerð og svo skyld er óskhyggja beggja aðila. Þær miða að því að útiloka Borgaraflokk Alberts Guðmundssonar frá þátttöku í ríkis- stjórn, Samtök um kvennalista og Framsóknarflokk. Sérkennilegt er að ganga þannig fram fyrir skjöldu í byrjun stjórnarmyndunar og flokka aðila í svarta og hvíta, og freista með þeim hætti að neyða þriðja flokk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Varadekkið Þegar Svavar Gestsson, sem enn er formaður Alþýðubandalagsins, kom af fundi Steingríms Hermanns- sonar, barði hann sig allan utan og kvaðst ekki kjósa flokki sínum það hlutskipti að verða varadekk Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks. Hann svaraði hins vegar minnu til, þegar talið barst að óskahugmynd Morg- unblaðsins um nýsköpunarstjórn, en lét þess getið að sér þættu tíðindi ef Alþýðuflokkur vildi nú sameiningu við Alþýðubandalagið, því sá flokk- ur hefði ekki verið svo hress á liðnum vetri að taka undir tillögur Svavars um slíka sameiningu. Var á honum að heyra að hann tæki blíð- mælum krata með fyrirvara og léki nú hlutverk hinnar heiðvirðu jóm- frúr í pólitíkinni. En það fór ekki fram hjá neinum, sem hlusta á svona tal, að hlutverk varadekksins var ekki nefnt á nafn. Ekki verður um það sagt hvort það ber vott um vilja til stjórnarsamstarfs eða ekki. Fund- ur Alþýðubandalagsins, sem stendur í Borgarfirði í dag ræður væntanlega einhverju þar um, og verður þá forvitnilegt að sjá hvort Svavar skell- ir varadekkinu undir viðreisn Jóns Baldvins, eða hvort hann tekur þetta margnefnda dekk og hleypir úr því loftinu, svo það verði engum að gagni, heldur ekki Alþýðubandalag- inu. Þannig velkjast þessi mál á meðan þjóðin bíður eftir nýrri ríkis- stjórn. Sá kosturinn sem liðsoddun- um finnst einna minnst fýsilegur, myndun fjögurra flokka stjórnar, á eftir að koma upp á borðið og verða ræddur í alvöru ef önnur ráð þrjóta. En áður en það verður munu Jón Baldvin og Morgunblaðið gera enn ýtarlegri tilraunir til að sanna fyrir grunlausum kjósendum Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, að engin önnur leið sé fær en nýsköpunarstjórn. Og að mati Morgunblaðsins mun ástæð- an aðeins vera sú að með þeim hætti er líklegast að Þorsteinn Pálsson geti orðið forsætisráðherra samkeppnis- laust. Fylkingin gegn Framsókn í Reykjavíkurbréfi s.l. sunnudag er rætt um samstarf Sjálfstæðisflokks og annarra flokka og vikið nokkuð að Framsóknarflokknum. Seilst er um hurð til lokunar til að koma því inn hjá aimennum lesendum, að samstarf við Framsóknarflokkinn sé sísti kosturinn, sem Sjálfstæðisflokk- urinn geti við unað, og er það merkileg yfirlýsing eftir fjögurra ára samstarf í ríkisstjórn, sem tókst með þeim ágætum, að langmestur hluti kjósenda beggja flokkanna sá ekki betri kost að kosningum loknum en áframhaldandi samvinnu stjórnar- flokkanna. Vegna úrslitanna liggur sá kostur ekki á lausu að svo komnu og væri alltaf heldur erfiður í framkvæmd. En úrslitin urðu til þess að höfundur Reykjavíkurbréfs hefur allt í einu himin höndum tekið og telur nú alla kosti betri en þann að vinna með Framsóknarflokknum í ríkisstjórn. Þetta væru hvarvetna talin skrítin sinnaskipti. Höfundur Reykjavíkurbréfs upplýsir að innan Sjálfstæðisflokksins hafi löngum ver- ið hörð andstaða við samstarf við Framsóknarflokkinn, „og margir af forystumönnum Sjálfstæðisflokks hafa á undanförnum áratugum viljað nánast allt til vinna til þess að komast hjá samstarfi við Framsókn- arflokkinn". Þetta eru nú engin ný tíðindi sem sérstök ástæða er til að árétta vorið 1987, og varla þýðir þetta að Sjálfstæðisflokkur og Iiðs- oddar hans séu orðnir fangvinir og kossabræður annarra flokka. Þessi fyrsta röksemd gegn Framsókn er því rökleysa og varla til mikils gagns höfundi Reykjavíkurbréfs. Tapið þó ekki Framsókn að kenna Bréfritari Morgunblaðsins virðist leggja á það áherslu, að þrátt fyrir best heppnuðu ríkisstjórn „frá lok- um viðreisnartímabils“ sé talsverð andstaða við frekara samstarf innan Sjálfstæðisflokksins. Ennfremur segir að þrátt fyrir hinn illa bifur, sem sjálfstæðismenn hafi á Fram- sókn sé orsakanna fyrir tapi Sjálf- stæðisflokksins annars staðar að leita en í samstarfinu við framsóknar- menn. Verður þá ekki séð hvert ómeti er í dúsunni barnsins. Það er bókstaflcga ekkert Framsókn að kenna. Stjórnin jafnast á við viðreisn og tap flokksins kemur frá Albert og flokksforustunni sjálfri. Helst er á bréfritara að heyra að andstaða gegn frekara stjórnarsamstarfi sé komin frá formanni þingflokks Framsókn- arflokksins, Páli Péturssyni, „sem er náttúrlega einn helsti forystumaður Framsóknarflokksins". Bréfritari sleppir að geta hverjir það eru í Sjálfstæðisflokknum sem séu helstu andstæðingar stjórnarsamstarfs. Til að hressa upp á minni bréfritara er vert að hafa hér eftir orð Vilhjálms Egilssonar, sem tapaði stórt fyrir Páli í Norðurlandskjördæmi vestra. Hann sagði nýverið í Morgunblað- inu: „Allt er betra en Framsókn! Ég vil ekki að Sjálfstæðisflokkurinn starfi með Framsóknarflokknum áfram vegna þess að hann nær ekki sínum málum fram í þvt' samstarfi." Þess ber að geta að Vilhjálmur Egilsson er náttúrlega einn af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins, þótt hann sitji ekki á þingi, og heyrir til frjálshyggjudeildinni. Hinir skelfilegu sérhagsmunir Hreinskilni bréfritara Morgun- blaðsins er mikil þegar hann segir, að ekki sé ólíklegt, að „mörgum Sjálfstæðismönnum svíði sú sterka staða, sem Steingrímur Hermanns- son hefur skapað sér í embætti forsætisráðherra". Jafnvel giftusam- legt forsæti Steingríms fyrir ríkis- stjórn er talið til vondra mála Fram- sóknar og innan ríkisstjórnarinnar. Svo mikið liggur við að sannfæra sjálfa sig og aðra um, að það atriði sem þjóðin er einkum þakklát fyrir er ekki talið nógu hagstætt Sjálf- stæðisflokknum. En þótt bréfritara falli ekki við vinsældir Steingríms telur hann ástæðuna fyrir andstöð- unni gegn frekara samstarfi flokk- anna einkum vera þá, að ekki sé hægt að koma fram nauðsynlegum umbótum vegna þess að Framsókn- arflokkurinn sé málsvari „svo þröngra sérhagsmuna". Þetta er auðvitað eins og það sé skrifað með penna frjálshyggjunnar. Framsókn- arflokkurinn vill byggja efnahagslíf þjóðarinnar á blönduðu hagkerfi einkarekstrar, samvinnurekstrar og opinberrar þjónustu og stendur við þau sjónarmið alveg kinnroðalaust. Hvar finna má hina skelfilegu og þröngu sérhagsmuni innan svona stefnumiða er ofar skilningi flestra venjulegra manna. í rauninni talar árangur ríkisstjórnarinnar gleggstu máli gegn því að þar hafi verið innan dyra aðilar, sem fyrst og fremst hafi eytt tíma sínum í sérhagsmunapot. Ef það eru sérhagsmunir að skapa þær aðstæður í landinu öllu, að það megi vera byggilegt, breyta óðaverð- bólgu í viðráðanlegt efnahagsdæmi, beita sér fyrir stofnun Þróunarfélags íslands, veita hálfum milljarði króna til nýsköpunar atvinnuvega og gera tillögur um breytta skipan stjórnar- ráðs, þá er orðið vandlifað bæði fyrir stjórnmálamenn og aðra. Sann- leikurinn er sá að málatilbúnaður bréfritara Morgunblaðsins gegn Framsóknarflokknum og ráðherrum flokksins sérstaklega stenst ekki, heldur er hann sprottinn af hvötum, sem koma við persónulegum vanda- málum í forystu Sjálfstæðisflokks- ins. Vinstri svipurinn Þegar bréfritari Morgunblaðsins víkur að hugsanlegu stjórnarmynstri nefnir hann að forsætisráðherra myndi þurfa að leita til þriðja aðila ætli hann að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokki, og leita þá væntan- lega til Kvennalista. í því sambandi segir bréfritari: „Slík ríkisstjórn myndi vafalaust að mati Sjálfstæðis- manna hafa á sér of mikinn vinstri svip.“ Nokkru seinna víkur bréfritari að nýsköpunarstjórn, en þar er hug- myndin að mynda stjórn með tveim- ur yfirlýstum vinstri flokkum, Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi að því tilskildu að Svavar Gestsson lifi sem formaður af miðsjótnarfund Alþýðubandalagsins í Borgarfirði í dag. Ekki er ljóst hverskonar vinstri svipur bréfritari heldur að sé á A- flokkunum tveimur, sem eru svo fýsiiegir til samstarfs að hans mati, en það hlýtur að vera einhvern

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.