Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. maí 1987 Tíminn 7 Þórður Ægir Óskarsson skrifar: Kosningaúrslit og stjórnarmyndunarviðræður: Skilaboðin skýru og hrun flokkakerfisins Fréttaþyrstir fréttahaukar sauma að forsætisráðherra um stjórnarmyndun. (Tímamynd Pjetur) Fjölmiðlar keppast nú við að túlka þær stjórnarmyndunarvið- ræður sem rétt eru hafnar. Að vísu hafði þeim ekki tekist að krýna hinn óumdeilanlega sigurvegara kosninganna, enda af mörgu af taka. Eitthvað erfiðara kann þeim að reynast að spá í stjórnarmyndun um þessar mundir og jafnframt að þykjast gáfulegur í skýringunum, því engar tölur nema þá frá liðinni tíð vísa þar leiðina. Allir leiðtogarnir segja að mál- efnin ráði, en enginn vill láta uppi, ekki einu sinni almennt talað, hvaða tilteknu málefni það eru ellegar hvaða skilyrði. Dæmi: Jón Baldvin vill ekki stjórna með Framsókn og finnur þeim flokki, sem hefur fimmtung atkvæða á bak við sig, allt til foráttu, en samt lokar hann ekki fyrir þann mögu- leika. Á sama tíma tala menn um hrunið flokkakerfi og fleira í þeim dúr og það þrátt fyrir að erfitt sé að koma auga á þær nýju átakalín- ur sem ætla skyldi að þyrfti til að stokka upp flokkakerfið. Nýrkaflií stjórnmálasögunni? Jafnréttisbarátta á grundvelli beinnar kynhyggju virðist eini nýi átakaflöturinn.sem myndast hefur í íslenskri pólitík um langt skeið. í ljósi þess að Kvennalistinn hefur styrkt stöðu sína enn frekar, þá er fullvíst að eldri flokkarnir munu bregðast mun markvissar við kyn- pólitfkinni en þeir hafa gert hingað til. Aðrir meginátakafletirnir í stjórnmálum dagsins í dag eins og valddreifing, byggðastefna, ný- sköpun í atvinnulífi og velferðar- málin eru baráttuhugtök, sem hafa verið meira og minna á oddinum síðan núverandi flokkakerfi myndaðist um og upp úr 1920. Sú meginþróun sem hefur átt sér stað í gegnum árin er að flokkarnir til hægri og vinstri hafa tekið upp miðjustefnu í mjög vaxandi mæli og þar með þrengt mjög að Fram- sóknarflokknum, sem lengst fram- an af sem hinn eini upprunalegi miðjuflokkur var einn um þann málefnagrund völl. Það er í raun ekkert sem útilokar samstarf svokallaðra jaðarflokka til hægri og vinstri, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags, nema sá þáttur utanríkismála sem snýr að öryggismálum. Að öðru leyti má finna málamiðlun um alla hluti og allra helst núna þegar bakbeinið í Sjálfstæðisflokknum, Vinnuveit- endasamband {slands, er farið að boða sömu miðstýringuna í samn- ingamálum og verið hefur hjá Al- þýðubandalaginu. Hjalið um verk- föll og mannréttindi er meira á yfirhotðfmi hvað þetta mál varðar en í gntndveWinum. Stjómmálaforingjarnir, sem nú eru að bretta upp ermarnar til að takast á um stjórnarmyndun, þykj- ast allir standa með skýr skilaboð frá kjósendum. Þrátt fyrir að ring- ulreiðin hafi aldrei verið meiri í íslenskum stjórnmálum eftir að ríkjandi flokkaskipun komst á þá hafa flestir leiðtogarnir að eigin sögn skýr fyrirmæli frá kjósendum um hvað þeir eigi að gera. Tapflokkarnir, Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur rjúka upp til handa og fóta, valdastofnanir þeirra funda og niðurstaðan er: taka þarf til athugunar innra starf flokkanna og hverning áróðrinum er komið á framfæri. Engum af höfuðvitum þessara útvarða ís- lenska flokkakerfisins til hægri og vinstri virðist láta sér detta í hug að ef til vill sé stefnan röng og hana þurfi að endurskoða. Nei það er einfaldlega vitlaust gefið og nóg er að stokka upp apparatið. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að koma sér upp fimm manna neyðarnefnd sem sennilega á að finna upp pottþétta aðferð til að hamla gegn pólitískum klofningi. Stjómarstefnan stódst prófið Það finnast þó einstaklingar í heimi stjórnmálanna sem skilja tölurnar eins og réttast er að gera. Hjörleifur Guttormsson viður- kennir hreinar staðreyndir. Það sem eftir stendur er að stefna stjórnarflokkanna hélt í reynd velli. Alls greiddu 46% kjósenda stjórnarflokkunum. atkvæði, þrátt fyrir liðhlaupið úr Sjálfstæðis- flokknum yfir í Borgaraflokk og úr Framsóknarflokki yfir til Samtaka um jafnrétti og félagshyggju á Norðurlandi eystra. Alþýftuftokksmönnum og skrfb- cntum þeirra virðist hins vegar fyrirmunað að skilja þetta því bæði Jón BakJvin og leiðarahöfundur flokksmálgagnsins hafa komist að þeirri frumlegu niðurstöðu að þjóðin hafi beðið um nýja ríkis- stjórn eða eins og það er orðað „óskað eftir nýrri róttækri umbót- astefnu með ákveðnu litrófi sem stefnumál Alþýðuflokks og Kvennalista búa yfir“. Að vísu er ekkert nefnt fyrir hvaða liti í litrófinu flokkarnir eða stefnumál þeirra standa, þá er heldur ekkert um það getið hverjir ljá þriðja og jafnvel fjórða litinn í litrófið. Hvort er það Alþýðu- bandalagið, sem hefur verið hafn- að sem verkalýðsflokki eða Sjálf- stæðisflokkur, aðalfulltrúi sérhyg- gjunnar, sem kemur til með að fullnægja þörf Jóns Baldvins fyrir ráðherrastól. Hann er reyndar hættur að nefna Kvennalistann sem valkost í stjórnarmynstri sínu og nú er það flokkurinn sem glataði trausti verkalýðsins. Snar í hugsun hann Jón Baldvin! Eða voru skila- boð kjósenda ef til vill ekki nógu skýr. í grein sinni bendir Hjörleifur einnig á eins og fleiri að viðbót Alþýðuflokksins, þrátt fyrir inn- göngu þeirra sem máli skiptu í Bandalagi jafnaðarmanna í flokkinn, er mjög rýr eða aðeins 3,5%. Þetta er innan við helmingur af gamla fylgi Bandalagsins. Þá kemur einnig fram hjá þing- manninum athyglisverð staðreynd að samanlagt fylgi Alþýðubanda- lags og Kvennalista sé aðeins 0,6% meira en í síðustu kosningum. Það er hins vegar jákvætt að Hjörleifur viðurkennir að Alþýðu- bandalagið verði að draga fram skýra stefnu. Hvort það verður gert á Varmalandi um helgina veit enginn, en allavega þarf meira en innanmein til að skýra skipbrot flokksins í kosningum. En ljóst er að eitthvað þarf að stokka upp þegar t.d. Þjóðviljinn túlkar niður- stöðurnar á Vesturlandi og Aust- fjörðum sem vantraust á þing- mennina. Albert Guðmundsson í forystu fyrir klofningsbroti vill allt og ekkert, vera utan ríkisstjórnarfyrst um sinn eða fjögurra flokka stjórn því það sé erfiðara að plotta þar en í stjórn þriggja flokka. Ef til vill verður þar fleira um litla bita sem henta til þeirrar fyrirgreiðslu- pólitíkur sem hann boðar, því málamiðlanirnar verða þar eflaust margfalt fleiri. Annars verður at- hyglisvert að sjá hvernig flokkur, sem Albert sjálfur skilgreinir á þversagnarkenndan hátt sem „þverpólitískan flokk sem aðhyllist sjálfstæðistefnuna" kemur út úr stjórnarmy ndunarviðræðum*m. Kynpélittklii í vnki Kvennalistinn segist nú reiðu- búinn til að axla ábyrgð eftir að hafa tvöfaldað þingstyrk sinn. Reynsla flokksins sýnir að borgar- ahreyfing sem byggir pólitík sína algerlega á einu tilteknu gundvall- armálefni, jafnréttisbaráttu kvenna, getur náð árangri. Að vísu hefur flokkurinn stöðugt unnið að því að víkka málefna- grundvöll sinn, nú síðast með að bæta hagsmunum barna við sem sérstöku áhersluatriði, þó ekki sé þar ljóst hvort litið er á hagsmuni barna og kvenna sem eina heild eður ei. Kvennalistinn er sem sagt smám saman að þróast í að vera hefðbundinn stjórnmálaflokkur, sem býður kjósendum upp á stefnu í öllum meginmálum þjóðfélags- ins. Kynhyggja er þó enn sem fyrr tilvistarforsenda flokksins. Kon- urnar juku fylgi sitt um 4,6% á landsvísu. Á það má benda að nú bauð Kvennalistinn fram í öllum kjördæmum í stað þriggja áður og má rekja helming af fylgisaukning- ufini til framboða í nýjum kjör- dæmum. Segjast þær enga útiloka í stjórnarsamstarfi sem reiðubúnir eru að teygja sig yfir til þeirra, en hvcrsu langt þær hyggjast teygja sig til annarra veit enginn enn. ----»- MMa SlJOm Hvað með allar vísbendingarnar og sigrana? Eitt er víst að enginn vísbending kemur frá kjósendum um hvernig stjórn þeir vilja. Annar stjórnarflokkurinn stórtapar og sama gerir annar hinna sjálfskip- uðu verkalýðsflokka á vinstri vængnum. Jón Baldvin Hannibals- son, sem allra hæst talar um að þjóðin hafi beðið um nýja ríkis- stjórn, virðist sjálfur ekki hafa hugmynd una hvers konar ríkis- stjórn frá degi til dags. Skilaboðin sem Jón fékk frá kjósendum er að þeir vilja tylla undir hatin sem uppbótarþingmann næsta kjör- tímabil og gefa honum í raun einn þingmann í viðurkenningaskyni fyrir fundina eitt hundrað. Já , það er stórt orð Hákot. Sigrarnir stórkostlegu eru sama marki brenndir. Þeir eru hrein og klár túlkunaratriði og oftar en ekki aðeins til innanhússnotkunar, eins og það heitir. Það sem kosningaúrslitin sýna einna helst er að áhugi íslenskra kjósenda á póiitík fer greinilega vaxandi ef marka má kjörsókn að sama skapi virðist íslenska ný- jungagirnin hafa gripið um sig á sviði stjórnmálanna líka. Einstök mál get.a nú ráðið kosningaúrslitum og er það í samræmi við það sem gerist víða annars staðar á Vestur- löndum. Þó leiðir það í fæstum tilfellum til þess, a.m.k. enn sem komið er, að flokkakerfi hrynji. Það er vert að minnast þess að í neysluþjóðfélaginu fær fólk fljótt leið á hlutunum og leitar þá á ný mið eða til hins gamla og góða. Hver kvartar ekki yfir vélakaffinu og tregar kaffið, sem hellt var upp á með gamla laginu? Kjósum um það næst. Aðeins einni könnunarlotu er nú lokið í stjórnarmyndunarvið- ræðum og fréttaskýrendur standa á 0»Khnni, þrátt fyrir aé htil sem engin vitneskja liggi fyrir um mál- efnagrundvöll einstakra flokka. Það er því ljóst að spilin eiga eftir að stokkast verulega áður en st jórn verður mynduð. Einu sinni söng lítill patti svohljóðandi laglínu: „Þú vilt fara í vestur, ég vil fara í austur og svo mætumst við á miðri leið“. Þetta er í raun allt sem hægt er að segja um stjórnarmyndunar- viðræðurnar í dag. Það skyldi þó aldrei verða að Jón Baldvin yrði þriðja hjólið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki? ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.