Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.05.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 16. maí 1987 Tíminn 19 ílimilllllll SAMVINNUMÁL . :;i!;:iillll||||||||||||||||||||||||||||||||||l!lllllllll!'!l!l!|'!:'lli|i[|li!Í!llll||lílllllil|||||||||||||!l!l|!liilii|jiiiiliiill|||||||||l||||j!;!|ll|||í'íiliiliilililllllllllHllllllilllllllililillililli Vöruhús KÁ á Selfossi. (Tímamynd: GE.) Hagnaður hjá Kaup- félagi Árnesinga Vöruhús KÁ með góða afkomu á síðasta ári Það kom fram á aðalfundi Kaup- félags Árnesinga á Selfossi að hagn- aður félagsins á liðnu ári var 27,7 miljónir króna, samanborið við 13 miljón króna tap árið á undan. Hjá félaginu var fjármagnsmyndun frá rekstri 22,3 miljónir á árinu. Heild- arvelta með söluskatti nam rúmum einum miljarði króna, og þar af var salan mest í Vöruhúsi KÁ eða 482 miljónir. Hagnaður Vöruhússins fyr- ir sameiginlegan kostnað og vexti var 17,9 miljónir. Frá þessu var skýrt á nýafstöðnum aðalfundi félagsins, sem sóttur var af 120 fulltrúum víðs vegar að úr Árnessýslu, en félags- menn eru nú rúmlega tvö þúsund talsins. Afskriftir félagsins námu 24 milj- ónum, og fjárfestingar á árinu voru 37 miljónir, þar af um 75% fjár- magnað með langtímalánum. Var stærsta fjárfestingin kaup félagsins á verslun í Þorlákshöfn. Sú verslun var innréttuð að nýju og opnuð í byrjun apríl á yfirstandandi ári. Hún hefur það fram yfir eldri verslun félagsins í Þorlákshöín að hún er nokkru stærri og staðsett miðsvæðis í þorpinu. Heildarlaunagreiðslur félagsins námu 125,6 miljónum króna á árinu. Eigið fé á efnahagsreikningi var rúmar 200 miljónir í árslok, og innistæður félagsmanna í innláns- deild 55,8 miljónir, samanborið við 44,2 miljónir í ársbyrjun. Rekstur einstakra starfseininga félagsins gekk nokkuð misjafnlega á árinu. Þannig varð hagnaður af rekstri Vöruhússins, en halli á bens- ínafgreiðslu og veitingastofu. Hins vegar varð hagnaður af ferðamann- averslun og varahlutaverslun á Sel- fossi. Af útibúunum varð hagnaður af verslununum í Hveragerði, Stokks- eyri og Þorlákshöfn, en halli á Eyrar- bakka og Laugarvatni. Þá varð halli á bifreiðasmiðju á Selfossi og af rekstri vörubifreiða, en hagnaður af trésmiðju, kjötvinnslu, brauðgerð, lyfjabúð og þvottahúsi. Félagsmálafulltrúi Á aðalfundinum var samþykkt tillaga um breytta tilhögun deilda- funda og ráðningu félagsmálafull- trúa fyrir kaupfélögin á Suðurlandi. Lagði fundurinn til að tækist ekki samstaða um slíkt við hin kaupfélög- in þá réði Kaupfélag Árnesinga sjálft félagsmálafulltrúa í hálft starf. Á aðalfundinum áttu Helgi Jó- hannsson og Björn Erlendsson að ganga úr stjórn, en báðir báðust undan endurkjöri. f þeirra stað voru kosin Arndís Erlingsdóttir á Galta- stöðum og Þorleifur Björgvinsson í Þorlákshöfn. Áfram sátu í stjórn þeir Þórarinn Sigurjónsson á Laug- ardælum, formaður, Gísli Hjörleifs- son í Unnarholtskoti, varaformaður, og Gunnar Kristmundsson, Hvera- gerði. Varamaður í stjórn var kosin Ágústa Ólafsdóttir í Uthlíð. Starfsmannafulltrúi Þá höfðu starfsmenn áður kosið sem starfsmannafulltrúa í stjórn Hákon Halldórsson, Selfossi, og til vara Jón Ó. Vilhjálmsson. Eru þeir fyrstu starfsmannafulltrúarnir í stjórn Kf. Árnesinga og kjörnir samkvæmt nýjum samþykktum fé- lagsins sem gildi tóku á aðalfundi þess árið 1986. Á fundinum kom fram að ýmis mikilvæg verkefni bíða þess að kom- ast á framkvæmdastig hjá félaginu. Þar á meðal er að flytja skrifstofur kaupfélagsins í Vöruhúsið og að byggja nýtt verslunarhús á Stokks- eyri. f því sambandi hefur verið talið að selja þyrfti eldra verslunarhús félagsins á Selfossi og verslunarhús í Þorlákshöfn. Aðalfundurinn í ár samþykkti þó tillögu sem gekk í þá átt að kannað yrði hvort kaupfélagið þyrfti ekki fljótlega á eldra verslun- arhúsinu á Selfossi að halda undir starfsemi sína. Fjörugar umræður urðu um þetta og fleira á fundinum, sem haldinn var í hinum nýju og vistlegu salarkynnum á Ársölum á Selfossi. -esig VARAHLUTIR í Perkins - Motora Á GÓÐU VERÐI MúwysmHF Járnhálsi 2. Sími 673225 110 Rvk. Pósthólf 10180 Famrheillf\ AS E A Cylinda þvottavélar*sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3S&. iFOniX tJ-TUN! 6A 3' M i S- SVÆÐISSTJÓRN SUÐURL'sNDS —um málefni fatlaðra Viltu breyta til? Okkur vantar forstöðumann, þroskaþjálfa eða sérfóstru, að nýju meðferðarheimili í Vestmanna- eyjum. Um er að ræða dagvistun og skammtíma- vistun fyrir fötluð börn og unglinga. í Vestmannaeyjum er starfandi leikfangasafn, sem verður á sama stað og meðferðarheimilið. í Vestmannaeyjum starfar félagsráðgjafi og sál- fræðingur. Sérdeild er við grunnskólana. 3 dagvist- arheimili eru starfandi. Fötluð börn dvelja þar. Aðstoðað verður við útvegun á húsnæði. Laun skv. samningum B.S.R.B. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Svæðisstjórnar Suðurlands, Eyravegi 37, Selfossi. Sími 99-1839. Útboð Hafnarsjóður Sandgerðishafnar auglýsir: Óskað er eftir tilboðum í að leggja vatnslagnir, ídráttarpípur fyrir raflagnir og steypa þekju, alls 1300 m2 á stálþilsbakka í Sandgerðishöfn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Miðnes- hrepps frá og með 21. maí. Tilboðum óskast skilað á sama stað fyrir kl. 14.00 29. maí og verða þau opnuð þar að þeim bjóðendum viðstöddum sem þess óska. Sveitarstjóri Miðneshrepps Happdrætti kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Reykjaneskjördæmi Dregið var þann 25. apríl 1987 hjá bæjarfógetan- um í Kópavogi í happdrætti kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Reykjaneskjördæmi. Vinningur sem er Chevrolet Monza SL/E fólks- bireið kom á miðanum á skrifstofu Framsóknar- flokksins í Nóatúni 21, Reykjavík. Framsóknarfélögin í Reykjaneskjördæmi Tækniteiknari Hafnarfjarðarbær óskar að ráða tækni- teiknara á skrifstofu bæjarverkfræðings. Upplýsingar veitir undirritaður og bæjarritari, Strandgötu 6, sími 53444. Umsóknir berist eigi síðar en miðviku- dag 27. maí n.k. Bæjarverkfræðingur Sumarlokun Á tímabilinu 15. maí til 31. ágúst verður heildversl- unin Edda hf. opin frá kl. 8.00 til 16.00, alla virka daga. Vinsamlegast athugið breyttan tíma. Heildverslunm Edda hf. Sundaberg 42

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.