Tíminn - 10.06.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 10.06.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 10. júní 1987 Fjórhjólaeigendur áminntir: Lögreglan skakki leik í náttúrunni utan vega Dómsmálaráðuneyti minnir á bann gegn óþarfa akstri utan merktra vega og vegarslóða I tilefni af gagnrýni sem fram hefur komið á reglur um skráningu torfærutækja, svokallaðra fjórhjóla, sem eru nokkurs konar dvergjepp- ar, og vegna frétta af akstri þessara ökutækja utan vega og spjöllum á gróðri af þeirra völdum hefur dómsmálaráðuneytið sent frá sér harða áminningu til ökumanna þessara tækja. Þar segir að reglur þær sem ráðu- neytið setti voru settar á grundvelli gildandi umferðarlaga með tilliti til umferðar og öryggis og með hlið- sjón af ákvæðum í nýjum umferð- arlögum sem samþykkt voru á síð- asta Alþingi. Takmörkun á notkun þessara tækja á vegi er því ein- göngu gerð vegna umferðaröryggis. Reglurnar fjalla hins vegar ekki um akstur út frá öðrum sjónarmiðum, svo sem gert er í náttúruverndar- lögum. Að því leyti gilda um akstur fjórhjóla sömu reglur og gilda um önnur ökutæki. Ráðuneytið leggur á það áherslu að öll umferð utan vega er háð ákvæðum náttúruverndarlaga og reglugerðar, en samkvæmt þessum ákvæðum skal öllum „skylt að sýna varúð svo að náttúru landsins sé ekki spillt að þarflausu" og „bann- aður er allur óþarfa akstur utan vega eða merktra vegarslóða, þar sem hætt er við að spjöll hljótist á náttúru landsins". Heitir ráðuneyt- ið á ökumenn fjórhjóla sem og ökumenn annarra ökutækja að virða þær reglur. Hins vegar er bent á að lög banna ekki alla um- ferð ökutækja utan vega eða veg- arslóða, svo sem t.d. akstur bónda á jörð sinni. í bréfi til allra lögreglustjóra hef- ur ráðuneytið lagt áherslu á að lög- reglu verði beitt til að koma í veg fyrir alla misnotkun ökutækja að þessu leyti. Það telur að beita beri fyllsta aðhaldi og einbeitni við eftir- lit á þessu sviði. í lok tilkynningarinnar segir: „Ráðuneytið hvetur notendur tor- færutækja til að temja sér nærgætni við gróður og náttúru landsins þannig að eigi þurfi að koma til af- skipta lögreglu.“ þj 17% hækkun hitaveitunnar rædd í borgarstjórn: Nesjavallafram- kvæmdir hækka hitaveitutaxta Húseigendur borga 100 milljónir á þessu ári til framkvæmda Hitaveituframkvæmdirnar við Nesjavelli eru farnar að segja til sín í stórhækkun á taxta hitaveitunnar, eins og fulltrúar stjórnarandstöð- unnar höfðu spáð í umræðum um Nesjavallaframkvæmdirsl. haust, en borgarstjórn staðfesti ákvörðun borgarráðs um 17% hækkun á heitu vatni, á fundi sínum á fimmtudag. I máli Páls Gíslasonar, borgarfull- trúa sjálfstæðismanna og formanns stjórnar veitustofnana, kom fram að þessi 17% hækkun hitaveitunnar er til að greiða þær 100 milljónir sem hitaveituna vantar vegna fram- kvæmda sinna við Nesjavelli. Páll greindi frá því að hitaveitan stæði mjög vel og upplýsti að þriðjungur tekna hitaveitunnar færi í rekstur, þriðjungur í afskriftir og þriðjungur færi til framkvæmda. Bjarni P. Magnússon borgarfull- trúi Alþýðuflokksins greiddi atkvæði með hækkun. Hann sagði að varast bæri lántökur hjá hitaveitunni og að endar skyldu ná saman hverju sinni. Sigurjón Pétursson ítrekaði bók- un sína úr borgarráði þar sem hann benti á að í kjarasamningum ASÍ og VSÍ á liðnum vetri hefði verið gengið út frá ákveðnum verðlagsforsend- um. Hluti þeirra verðlagsforsenda væri að þjónustufyrirtæki Reykja- víkurborgar gættu hófs í verðhækk- unum. Sigurjón benti á að þessir samningar væru enn í gildi og því væri hitaveitan að bregðást forsend- um samninganna. Sigurjón sagðist ekki sjá neitt að því, þegar um mannvirki sem standa eiga um mannsaldra er að ræða, þá sé kostnaði dreift á lengri tíma en framkvæmdatímann. f>ví væri ekk- ert á móti því að taka lán sem borgað yrði á áratug eða tveim. Slíkt myndi ekki leggja afkomu stöndugs fyrir- tækis sem hitaveitunnar í hættu. Sigrún Magnúsdóttir lýsti stuðn- ingi við bókun Sigurjóns. Hún sagði fólk hjá ASÍ nú þurfa að halda vel í við sig til að eiga fyrir framfærslu sinni. Þannig hefði það lagt sitt af mörkum í baráttunni við verðbólg- una. Því væri það skylda hitaveit- unnar á sama tíma að gæta aðhalds og minnti á fyrri orð sín í borgar- stjórn um að fara hægar í sakirnar. -HM Diplómatían: NÝSKIPAÐIR SENDIHERRAR Fyrir nokkru afhenti Hörður Helgason sendiherra Francesco Cossiga, forseta Ítalíu, trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands á Ítalíu. En sendiherrann hefur að- setur í Kaupmannahöfn. Þá afhentu þrír nýskipaðir sendi- herrar forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttir, trúnaðarbréf sín að utanríkisráðherra viðstöddum. Hinir nýskipuðu sendiherrar eru: sendiherra Spánar hr. Ramón Fernandez de Soignie; sendiherra ísraels, hr. Yehiel Yativ, og sendi- herra Chile, hr. Luis Alberto Re- yes. Allir hafa þessir sendiherrar. aðsetur í Osló. ÞÆÓ Hluti undirbúningshóps sýningarinnar Graphica Graphica Atlantica: 99 grafíklistamenn frá 25 þjóðlöndum Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum listunnendum gefst kostur á að skoða verk 99 myndlistarmanna frá 25 þjóðlöndum á einni sýningu á íslandi. En nú á laugardag mun Reykjavíkurborg og félagið Islensk Grafík einmitt opna slíka sýningu á Kjarvalsstöðum. Sýningin ber nafnið Graphica Atl- antica og er ætlað að vera gott þversnið af straumum og stefnum í grafíklist beggja vegna Atlantsála. Til að fá sem best yfirlit yfir vestræna grafíklist var útvöldum listamönnum boðið að senda þrjú til fimm verk á sýninguna og bárust alls um 400 verk. í tengslum við sýninguna verður haldin ráðstefna um vestræna graf- íklist og listamönnum þannig gefinn kostur á auknum umræðum og skoð- anaskiptum um stöðu grafíklistar- innar. Mikill áhugi hefur verið hjá er- lendum grafíklistamönnum á Grap- hica Atlantica og er von á a.m.k. 60 erlendum gestum á ráðstefnuna sem haldin verður í Reykjavík og á Kirkj ubæj arklaustri. Þar munu þekktir fyrirlesarar halda fyrirlestra og voru þeir einnig valdir með það í huga að þeir gætu nálgast sýna á Kjarvalsstöðum umræðuefni Graphica Atlantica frá sem víðustum grundvelli. Þess má geta að sýningarskrá með mynd frá hverjum listamanni verður gefin út og verðlaun verða veitt af alþjóðlegri dómnefnd að upphæð kr. 200.000. Sýningin verður opin til 28. júní. -HM \ Ungverjaland: Ahugi á samstarfi umnýtingujarðhita Undanfarna daga hefur staðið yfir heimsókn aðstoðarutanríkis- ráðherra Ungverjalands, Imre Dunai, hér á landi. Áhugi er á að efla viðskipti milli landanna, en þau hafa verið hverfandi lítil undanfarin ár. Það sem íslendingar hafa helst keypt frá Ungverjalandi eru vínföng, ávextir, vefnaðarvara, rafmagnstæki og fatnaður. Helstu útflutningsvörur íslands til Ung- verjalands hafa verið þorskalýsi, lagmeti og kísilgúr. Ungverski ráðherrann hefur lýst sérstökum áhuga þeirra á að skipt- ast á upplýsingum við íslendinga um nýtingu jarðhita og þá á sam- starfi á því sviði. Á meðan á dvöl ráðherrans hér á landi stendur mun hann m.a. eiga viðræður við Matthías Bjamason viðskiptaráðherra, iðnaðarráðu- neytið, Orkustofnun og Virki hf., Verslunarráð íslands, Útflutn- ingsráð íslands, svo og einstaka viðskiptaaðila. Heimsókn ráðherr- ans lýkur í dag. ÞÆÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.