Tíminn - 10.06.1987, Page 5

Tíminn - 10.06.1987, Page 5
Miðvikudagur 10. júní 1987 Tíminn 5 Neðanjarðarstarfsemi með miklum blóma - segir Guðmundur Hilmarsson, form. Félags bifvélavirkja 70 60 50 F J 40 ð 1 * 30 20 1.0 0 Ðí1afJb viðgerð neí ldi á hvern| ðarnann að I >altali 1 nn iliiil :|I|Í| IHiii ílijli |i|j|| i'iii.- iiilil :i:l!i jiiiii iiiiii iiiiii jiiill i|ÍÍÍ| rrrrrrr iilíli! Ijiliii iiiiiii ilili 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 „Það er ljóst að þetta skúrafyr- irkomulag í bílaviðgerðum - þessi neðanjarðarstarfsemi blómstrar mjög um þessar mundir. Þessi skúraverkstæði koma til vegna hinna vitlausu skattareglna gagn- vart einstaklingunum og ekki síður vegna þess að eftirlitið með sölu- skattinum er slakt,“ sagði Guð- mundur Hilmarsson, form. Félags bifvélavirkja. En Tíminn spurði hann um ástæður og afleiðingar þess að stærri bílaverkstæði eiga í erfiðleikum með að fá bifvélavirkja til starfa. Hann sagði þetta svo aftur leiða til langs vinnutíma á verkstæðunum og langs biðtíma hjá bíleigendum eftir verkstæð- isplássi. Og ekki spáir það góðu upp á framtíðina að Guðmundur sagði nema í bifvélavirkjun um þrisvar sinnum færri á undanförnum árum en á árunum upp úr 1970. Aukinn vandi blasi því við í greininni ef þróuninni verði ekki snúið við með einhverjum aðgerðum. Faraískúrtil að losna við skattana Ástæður þessarar þróunar sagði hann raunar margþættar; t.d. launakjör og aðbúnað á vinnustöð- um, en ekki síður hinar vitlausu skattareglur og og slakt eftirlit með bæði beinum sköttum einstaklinga og söluskatti. Þokkalega búin verk- stæði séu að missa mannskap út í svona skúrastarfsemi vegna þessa. Einstaklingar hafi hætt og stofnað sín eigin verkstæði í skúrum þar sem þeir vinni einir, með lítil sem engin tæki, og þar með komið skattinum sínum niður í núll. Löng bið á verkstæðunum vegna manneklunnar - sem geti orðið allt upp í mánuð - neyði svo marga til að leita annað, og þetta „annað“ séu einmitt svona staðir. „En það er alveg ljóst að bíleigendur tapa á þessu þegar upp er staðið, hvort sem það er út frá faglegu sjónar- miði, öryggissjónarmiði út af bílnum, samfélagslegu vegna tekjutaps ríkisins eða því að í reynd fer mun meiri tími í viðgerð- ina en á stærri verkstæðunum. En það er ekki þar með sagt að menn setji málin í þetta samhengi," sagði Guðmundur. Nótulausu viðskiptin geta í reynd orðið dýrari í skúrunum sagði hann bíl- eigendum gjarnan boðið upp á viðskipti með eða án nótu, sem þýðir 25% söluskatt eða ekki sölu- skatt. Slík tilboð freisti eðlilega margra, en að taka þeim geti hins vegar verið mjög tvíeggjað. Því komi í ljós að viðgerð sé ekki í lagi hafi menn enga sönnun um nokk- urn skapaðan hlut í höndunum og tryggingin fyrir því að þeir fái þá vinnu framkvæmda aftur sé engin. Og þótt menn haldi að þeir séu að spara með því að sleppa við söluskattinn geti viðgerðin þegar upp er staðið orðið dýrari en ella. Tækjaskorturinn í skúrunum geti gert viðgerðina bæði lakari og seinlegri og þar með dýrari, auk þess sem viðgerðarmaðurinn sé meira og minna á þeytingi út um allan bæ að ná í varahluti. Á stærri verkstæðunum, að ekki sé nú talað um á umboðsverkstæðunum, sé þetta allt við hendina. Þetta geti því orðið svipað og sagt er að menn hirði aurinn en kasti krónunni. Þótt bílum i landinu hafi fjölgaö úr um 52.500 upp í 108.300 frá árinu 1971-1983 varfjöldi viðgerðarmanna nær óbreytur allt tímabilið, eða um 1.600 til 1.650 manns. Með bílavið- gerðum er átt við bifvélavirkjun, bíla- smíði og bílamálun. I árslok 1985 var bílafjöldinn kominn í rúmlega 117.000 og væntanlega upp fyrir 125.000 um síðustu áramót, en bif- véiavirkjum hefur heldur fækkað en hitt. Eins og sjá má á neðra linuritinu hafa verkstæðin farið stöðugt minnk- andi. Af um 520 verkstæðumm árið 1983 voru um 320 með aðeins einn eða tvo menn, en um 1970 var aöeins helmingur verkstæðanna svo litil. Verkstæðin dregist aftur úr vegna verðlagshaftanna - En af hverju hafa bifvélavirkj- ar dregist aftur úr í launum í gegn um tíðina ef þeir eru svo eftirsóttir? Guðmundur sagði verðlagshöft- in sem gilt hafi allt þar til á síðasta hausti hafi m.a. orðið til þess að bílaverkstæðunum hafi ekki verið kleift að keppa við aðrar skyldar greinar varðandi tækjavæðingu, húsakost og aðbúnað og í launa- málum. Þau hafi því dregist aftur úr. Bifvélavirkjar væru margir mjög vel gjaldgengir í ýmsa aðra vinnu. Sem dæmi um launamuninn á markaðnum nefndi Guðmundur nýlegt samtal sitt við verkstæðiseig- anda sem fengið hafði rafeinda- virkja til að gera við tölvuprentar- ann hjá sér og þurfti að borga honum 2.000 kr. átímann. Útseld- an tíma á sínu 140 fermetra ágæt- lega tækjabúna bílaverkstæði sagði hann 823 kr. en verkstæði rafeinda- virkjans hefði verið í einni skjala- tösku. Um 60 þús. á mánuði í haust Því má skjóta hér inn í að Fréttabréf Kjararannsóknarnefnd- ar telur bifvélavirkja í Reykjavík hafa haft að meðaltali rúmlega 250 kr. hreint tímakaup í dagvinnu á síðasta ársfjórðungi 1986 og að meðaltali um 60 þús. kr. heildar- mánaðarlaun fyrir tæplega 48 tíma vinnu á viku. Heildarlaun málm- smiða, rafvirkja, kjötiðnaðar- og netagerðarmanna voru mun hærri en það var að töluverðum hluta vegna mun lengri vinnutíma, eða allt upp í 53 tíma á viku. 77 78 79 80 81 82 83 hr „Hlýtur að vera eitthvað bogið við hlutina" Vegna orða Guðmundar um skattsvikin var hann spurður hvort hann teldi svo auðvelt fyrir skattyf- irvöld að sanna þau í slíkum nótu- lausum viðskiptum milli tveggja einstaklinga. „Varðandi söluskattinn hlýtur skatturinn að geta borið saman stóru verkstæðin og svo litlu komp- urnar per mann. Ef 100 þús. kr. koma inn á starfsmann að meðal- tali yfir eitthvert ákveðið tímabil á stóru verkstæðunum en svo hins vegar kannski ekki nema 25 þús. kr. á mann á litlu verkstæðunum hlýtur að vera eitthvað bogið við hlutina - það ætti ekki að þurfa sérfræðing til að sjá að þar væri eithvað athugavert á ferðinni." Varðandi beinu skattana sagði hann það sömuleiðis að ætti gefa augaleið að menn labbi ekki út af vel búnu verkstæði þar sem þeir hafa einhverjar X tekjur til að vinna árið eftir í illa búnum skúr fyrir kannski ekki nema brot af þeim tekjum sem þeir höfðu áður - þó svo að skattskýrslan þeirra segði það. Bifvélavirkjum ekki fjölgað meðan bílaeignin tvöfaldast Athyglisvert var að á ársfundi Bílgreinasambandsins í fyrra kom fram að þótt bílaeign landsmanna hafi meira tvöfaldast frá 1971 hefur bifvélavirkjum ekkert fjölgað? Að hluta sagði Guðmundur þetta skýrast af ákveðinni tækni- þróun sem minnkað hafi bilana- tíðni bíla. Hins vegar hafi ekki orðið eðlileg fjölgun bifvélavirkja miðað við bílafjöldann. Hann benti einnig á að fjöldi ársverka hafi í skýrslunni verið talinn út frá slysatryggðum vinnuvikum, þ.e. frá þeim verkstæðum sem greiða tilskilin gjöld af starfseminni. Skúrakarlarnir komi þar margir hverjir lítið við sögu. Stórvandi blasir við nema... Fækkun nema í bifvélavirkjun sagði hann mjög mikla á undan- förnum árum þannig að m.a. sé búið að segja upp kennurum í greininni í Iðnskólanum. Og ljóst sé að menn muni standa frammi fyrir verulegum vanda innan tíðar ef ekki verði hið bráðasta gert eitthvað til að laða fleiri í þetta starf, bæði bifvélavirkjum sem far- ið hafi í önnur störf og fleiri nema í skólann. Stutt sé í að bílaeign verði hér álíka og í Bandaríkjunum og það kalli á miklu meiri þjónustu þessara manna. -HEI Eg i Isstaðaskákmótiö: Finninn Pyhálá efstur - Síðasta umferð hefst klukkan 13 í dag Sjöundu umferð opna skákmóts- ins í hótel Valaskjálf á Egilsstöðum lauk ekki fyrr en undir morgun í gær. Áttunda umferð hófst í gær- kvöld strax og voru niðurstöður ekki kunnar þegar Tíminn fór í prentun. Níunda umferð og um leið sú síðasta á þessu móti verður tefld í dag og hefst klukkan 13.00. í a-riðli skákmanna sem hafa fleiri en 2000 ELO-stig er efstur finninn Antti Pyhálá með 5 1/2 vinnig eftir sjö umferðir. Anna, gift Boris Gulko, stórmeistara, en kallar sig Aksharumova, er í öðru til þriðja sæti ásamt Þresti Árna- syni með 5 vinninga. Fjórða sætinu skipta þeir Sævar Bjarnason og Róbert Harðarson með 4 1/2 vinning. Næstu þrír eru með 4 vinninga og allmargir með 3 1/2 vinnig en alls tefla 22 í þessum riðli. Hannesi Hlífari Stefánssyni hefur ekki tekist að taka þátt í- baráttunni um efstu sætin að þessu sinni. Hann er í 15. til 18. sæti. í b-riðli skákmanna með færri stig en 2000 er efstur Júgóslavinn Branko Lovric með 6 og 1/2 vinning. Þráinn Vigfússon með 6 vinninga er í 2. sæti. f 3.-5. sæti eru Rade Lovric, en þeir landar ku ekki vera bræður, Páll Á. Jónsson og Andelko Dragojlovic með 5 1/2 vinning. f b- riðli eru 32 skákmenn og alls 54 sem tefla á mótinu. þj

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.