Tíminn - 10.06.1987, Qupperneq 7

Tíminn - 10.06.1987, Qupperneq 7
Tíminn 7 Miðvikudagur 10. júní 1987 Fimm efstu stúlkurnar. F.v. Magn- ea Magnúsdóttir, annað sæti, Fjóla Grétarsdóttir, fjórða sæti, Anna Margrét Jónsdóttir, fyrsta sæti, Hildur Guðmundsdóttir, fimmta sæti og Sigríður Guðlaugsdóttir, þriðja sæti. Fegurðar- samkeppnin í myndum: Kvenleg fegurð Ungfrú Reykjavík og ungfrú ís- land var krýnd við hátíðlega athöfn í Broadway og í sjónvarpstækjum okkar sem horfa enn á Ríkissjón- varpið. Anna Margrét Jónsdóttir heitir sú heppna og er 21 árs Reykjavík- urmær og flugfreyja hjá Flugleið- um. Hún mátti varla mæ!a er nafn hennar var tilkynnt en sagði eftir á: „Þessu átti ég ekki von á“ og láir enginn stúlkunni. Tveggja mánaða þrotlausar æfingar, föstur, líkamsrækt og göngukennsla að baki og sigur Önnu Margrétar í höfn. Silfurverðlaunahafi var Magnea Magnúsdóttir, 19 ára og einnig Reykjavíkurmær og bókari og í þriðja sæti var svo Sigríður Guð- laugsdóttir, tvftugur nýstúdent úr Verzlunarskólanum. Sigríðurer úr Hafnarfirðinum. í fjórða sæti lenti svo Fjóla Grétarsdóttir og í því fimmta Hild- ur Guðmundsdóttir. Krýningarkvöldið var um margt sögulegt, því þetta er í fyrsta skipti sem sama stúlkan hlýtur bæði titil- inn ungfrú Reykjavík og ungfrú ísland. En þetta eru ekki einu titlar Önnu Margrétar, því hún hefur áður orðið Ungfrú Útsýn, Sólar- stúlka Úrvals og Ungfrú Holly- wood. Verðlaunin voru ekki af verri endanum í fyrrakvöld. Pels frá Eggerti feldskera, skartgripir að verðmæti hálft annað hundrað þús- unda, gullfallegur kjóll og fjöl- margar aðrar gjafir. Gígja Birgisdóttir, ungfrú ísland 1986 svipti af sér kórónunni og festi á höfuð Önnu Margrétar og var ekki annað að sjá en áhorfend- ur væru sammála dómnefndinni í vali fegurðardrottningar íslands. En Bjarni ljósmyndari Tímans var að sjálfsögðu í Broadway og mynd- irnar tala sínu máli. Magnea Magnúsdóttir, lenti í öðru sæti. Magnea er nítján ára gömul Reykjavíkurmær og er bókari. Sigríður Guðlaugsdóttir er tvítug og nýútskrifuð úr Verzlunarskóla íslands og er á leiðinni til Frakk- lands til að læra frönsku ■ París. Sigríður er úr Hafnarfirði. Þessi tvö módel sýndu hluta af verðlaunum ungfrú íslands, kjól, pels og skartgripi. Gígja Birgisdóttir rekur Önnu Margréti rembingskoss eftir að hafa látið kórónuna forlátu af hendi á höfuð Önnu. Gígja stóð sig með sóma sem ungfrú Island 1986 og við erum fullviss um að Anna Margrét gerir jafnvel. Hér eru þær allar samankomnar keppendurnir um titilinn fegurðardrottning íslands. Lengst til vinstri er ungfrú Gunnar Larsen setti upp sérhannaða tískusýningu á Broadway í tilefni af ísland og Reykjavík, Anna Margrét Jónsdóttir. Fjórðafrá hægri er bronshafinn, Sigríður Guðlaugsdóttir og lengst fegurðarsamkeppninni. Hér sést Gunnar ásamt módeli og sænskum til hægri Magnea Magnúsdóttir, en hún lenti í næst besta sætinu í keppninni. aðstoðarmanni sínum þegar hann var hylltur undir lokin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.