Tíminn - 10.06.1987, Page 19

Tíminn - 10.06.1987, Page 19
Miðvikudagur 10. júní 1987 Tíminn 19 llllllllllllllllllll spegill llllll- ^'!IIIIHÍ? .Illlilliliiii". ■;!Nj;ii!in^ ................................................................................................ -"lillllllillil!::; .......................................... -...............Illl........... .......Illll......... .................. ............................................ Þrjósk og óhlýðin prinsessa ó heimilisfrið Karl Gústaf Svíakonungur og Silvia drottning hans hafa sýnt Madeleine og kenjum hennar mikla þolinmæði. En er þolinmæðin nú á þrotum? íslenskt dansfólk vin Nú líður senn að því að sænsku konungshjónin komi í opinbera heimsókn til íslands og ef að vanda lætur verður í nógu að snúast fyrir þau þann skamma tíma sem sú heimsókn varir. Þó gæti vel verið að þeim veitti ekki af örlitlu fríi frá daglegu amstri, bústelli og barnauppeldi. Það er nefnilega haft fyrir satt að yngsta barn þeirra hjóna, Made- leine sem á fimm ára afmæli nú í júní, reyni mjög á þolrif foreldr- anna þessa dagana! Karl Gústaf Svíakonungur og Silvia drottning hans hafa verið gift í 11 ár og eiga þrjú börn. Uppeldi eldri barnanna, Victoriu og Carls Philippe hefur gengið frásagnarlitið fyrir sig. Þau hafa átt sín eðlilegu þrjóskuskeið og ekki þótt frásagnarvert. En Madeleine gengur svo fram af foreldrum sínum — og hirðfólkinu öllu, að húsfriðnum er ógnað. Því er m.a.s. haldið fram að hjónaband foreldra hennar sé í hættu vegna óþekktarinnar og óhlýðninnar sem hún sýnir dag- inn út og daginn inn. Konungurinn er sagður vera orðinn svo þreyttur á uppátækj- um þessarar ómeðfærilegu dótt- Þessa mynd af Jóni Þór Antonssyni og Ester Ingu Söring birti Evening Gazette með viðtalinu við þjálfara þeirra. sælir gestir í Blackpool Alþjóðleg danskeppni í sam- kvæmisdönsum fór fram í Black- pool nýlega og tóku nú íslend- ingar þátt í henni í fyrsta sinn en þessi keppni á 62ja ára sögu að baki. Þau Jón Þór Antonsson og Ester Inga Söring kepptu þar í suðuramerískum dönsum í áhugamannariðli en þar tóku þátt 290 pör, úrval dansara víðs vegar úr heiminum. Þau Jón Þór og Ester Inga fóru að vísu ekki með sigur af hólmi en vöktu heilmikla athygli og þótti blað- inu Evening Gazette ástæða til að birta mynd af þeim og ræða við þjálfara þeirra, Níels Einars- son og Rakel Guðmundsdóttur í Nýja dansskólanum. Þar kemur fram að þó að ís- lendingar hafi ekki tekið þátt í keppninni fyrr hafa þeir á undan- förnum árum ekki látið hana framhjá sér fara. Undanfarin þrjú sumur hefur Níels komið til Blackpool, ásamt nemendahópi frá Nýja dansskólanum og hefur hópurinn farið sístækkandi ár frá ári. í þetta skipti voru það 26 manns sem nutu lífsins í Black- pool, en á næsta ári áætlar Níels að 100 manns verði í hópnum. íslendingarnir eru vinsælir gestir í Blackpool og lýsa hótel- stjórar þar ánægju sinni yfir komu þeirra. Þeir bæta þvi reyndar við að þessar heimsókn- ir íslenska dansfólksins virðist vera ágætis auglýsing fyrir þennan enska baðstrandabæ, því að alltaf komi fleiri og fleiri íslenskir ferðamenn þangað, sem komist að raun um hvað ódýrt sé að dveljast þar þegar tekið er með í reikninginn hvað sé dýrt að búa á íslandi. ur sinnar að hann vilji grípa til róttækra ráðstafana til að koma smáaga yfir hana. Drottningin aftur á móti er sögð halda vernd- arhendi yfir óþekktaranganum sínum, eins og mæðra er siður, og mun þessi ágreiningur eiga sök á því að konungshjónin eiga fátt vantalað sín á milli, stundum dögum saman. En óþekk börn hafa þekkst í öllum fjölskyldum og sem betur fer gengur það ástand oftast fljótt yfir. M.a.s. þykir sumum það boða góða framtíð ef börn sýna sjálfstæðan vilja sinn og láta ekki alltof vel að stjórn. „Oft verður gæðingur úr göldum fola“ segir íslenskt máltæki og er það gjarna yfirfært á mannfólkið. Það er þess vegna ekki öll nótt úti enn um að hún Madeleine litla Svíaprinsessa eigi eftir að verða hin mesta myndarkona og hvers manns hugljúfi. „Sittu fallega stelpa" er pabb- inn líklega að segja. En Made- leine lætur sér ekki segjast. Miðvikudagur 10. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Hjördís Finnbogadóttir og Óöinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síðan lesiö úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku kl.8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sögur af Munda“ eftir Bryndísi Víglundsdóttur Höf- undur lýkur lestrinum (11). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin Umsjón: Helga Þ. Stephen- sen. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Edward J. Fredrik6en. (Þátturínn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti). 11.55 Útvarpið í dag 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Barnamenning. Umsjón: Sigrún Proppé. (Þátturinn verður endurtekinn nk. sunnudagsmorgun kl. 8.35). 14.00 „Davíð“, smásaga eftir Le Clécio. Þórhild- ur Ólafsdóttir þýddi og flytur formálsorð. Silja Aðalsteinsdóttir les fyrri hluta. 14.30 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Al- fonsson. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Hvernig má bægja kjarnorkuvánni frá dyrum. Þorsteinn Helgason leitar svars hjá Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi, séra Gunnari Kristjánssyni og Norðmanninum Erik Alfsen. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Siðdegistónleikar. a. Concerto grösso op. 6 eftir Arcangleo Cofelli. Kammersveit Slóvakíu leikur; Bohdan Wa/chal stjórnar. b. Konsert í A-dúr fyrir tvær fiðlur og hljómsveit eftir Antonio Vivaldi. Susanne Lautenbacher og Ernesto Mampaey leika með Kammersveit Emils Seíler; Wolfgang Hofmann stjórnar. 17.40 Torgið Umsjón: Einar Kristjánsson og Sverr- ir Gauti Diego. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald . Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Staldrað við. Haraldur Ólafsson spjallar um mannleg fræði og ný rit og viðhorf í þeim efnum. 20.00 Ungir norrænir einleikarar 1986. Akan Rosengren leikur með Filharmoníusveitinni í Helsinki; Osmo Vánská stjórnar. Klarinettu- konsert op. 57 eftir Carl Nielsen. 20.30 Sumar í sveit. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri) (Þátturinn verður endurtekinn næsta dag kl. 15.20). 21.20 Orgelvikan í Nurnberg 1986. a. Hans og Martin Haselböck leika orgelverk fyrir tvö orgel eftir Gaétano Piazza, Johann Christian Bach og Ludwig van Beethoven. b. Marie Bernadette Dufourcet-Hakim leikur hugleiðingu sína um „uppgefið stef“ í Pachelbel-keppninni. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Frá útlöndum. Þáttur um erlend málefni í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. . 00.10 Samhljómur Umsjón: Edward J. Frederik- sen. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. & 00.10 Næturvakt útvarpsins. Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 í bítið. Snorri Már Skúlason léttir mönnum morgunverkin, og kynnir notalega tónlist í morgunsárið. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson, Guðrun Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón; Broddi-Broddason og Erla B. Skúlasdóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. Ingólfur Hannesson, Samúel örn Erlingsson og Georg Magnússon 22.05 Á miðvikudagskvöldi Umsjón: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 30.10 Næturútvarp. Magnús Einarsson stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00 22.00 og 24.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5. Fréttamenn svæðisút- varpsins fjalla um sveitarstjórnarmál og önnur stjómmál. Miðvikudagur 10. júní 18.00 Úr myndabókinni - Endursýndur þáttur frá 7. júní. Umsjón: Agnes Johansen. 19.30 Hver á að ráða. (Who's the Boss?) 12. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur um einstæðan föður sem vinnur eldhússtörfin fyrir önnum kafna móður. Aðalhlutverk: Tony Danza, Judith Light og Katherine Helmond. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Spurt úr spjörunum-Átjándi þáttur Spyrlar: Ómar Ragnarsson/Kjartan Bjargmundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjórn upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 21.15 Garðastræti 79. (79 Park Avenue) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Bandarískur framhalds- myndaflokkur í sex þáttum gerður eftir skáld- sögu Harold Robbins um léttúðardrós í New York. Aðalhlutverk: Lesley Ann Warren, David Dukes, Michael Constantine og Raymond Burr. Sagan segirfrá Maríönnu Morgan sem á heldur dapurlega æsku og byriar snemma að vinna fyrir sér í danshúsi einu. Á betrunarstofnun lærir hún nektardans, karlmenn elta hana á röndum og samskiptin við þá verða helsta tekjulind Maríönnu. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.05 Sjötta skilningarvitið - Endursýning. 4. Endurholdgun. Myndaflokkur um dulræn efni frá 1975. í þessum þætti er rætt við Kristján frá Djúpalæk, Erlend Haraldsson og Sören Sörens- en. Umsjón Jökull Jakobsson. 23.00 Dagskrárlok. 0 r)s rSTOÐ2 Miðvikudagur 10. júní 16.45 Shadey (Shadey) Bresk gamanmynd frá árinu 1985 með Anthony Sher, Billie Whitelaw, Lesley Ash o.fl. í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Philip Saville. Oliver Shadey hefur þann eigin- leika til að bera að geta framkallað hugsanir á auða filmu. Hann vill helst nota þennan eigin- leika til góðs en leiðist út í vafasamt athæfi þegar hann þarf á peningum að halda til þess að gangast undir kynskiptaaðgerð. 18.20. Bestu lögin. Gunnar Jóhannsson leikur bestu l^in í dag. 19.00 Benji (Benji). Nýr leikinn myndaflokkur fyrir yngri kynslóðina. Hundurinn Benji vingast við ungan prins frá annarri plánetu og kemur honum til hjálpar á örlagastundu. 19.30 Fréttir. 19.55 Viðskipti. í þessum viðskipta- og efnahags- þætti er víða komið við í athafnal ífi landsmanna. Stjórnandi er Sighvatur Blöndahl. 20.15 Happ i hendi. Að þessu sinni snýr starfsfólk Heklu hf. lukkuhjólinu. Umsjónarmaður er Bryndis Schram. _____________________________ 20.55 Annika (Annika). Ástarsaga tveggja ung- menna frá ólíkum þjóðfélögum. Fyrsti hluti af þremur. Með aðalhlutverk fara Christina Rigner, Jesse Birdsall, Vas Blackwood, Ann-Charlotte Stalhammar, Birger österberg og Anders Bong- enhielm. Leikstjóri er Colin Nutley. Annika er ein hundruða Svía sem koma í sumarskóla til Englands. hún hittir þar breskan strák, Pete, og gegn ætlan Pete verða þau ástfangin. Þegar Annika snýr aftur til Svíþjóðar eftir þriggja vikna dvöl, brestur hjarta Pete og fer hann á eftir henni. Hann kann ekki sænsku og þykir Svíar heldur framandlegir í háttum. Annar hluti mynd- arinnar verður á dagskrá 12. júni og þriðji hluti sunnudaginn 14. júní. 21.50 Endurhæfingin (Comeback Kid). Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1980 með John Ritter, Susan Dey, Doug McKeon, Jeremy Licht og James Gregory í aðalhlutverkum. Leikstjóh er Peter Levin. Mynd þessi fjallar um fyrrverandi hafnarboltaleikmann sem tekur að sér að þjálfa nokkra götukrakka sem treysta engum og engu. Þar fyrir utan þarf hann að tjónka við unga konu sem stjómar leikvallasvæðum borgarinnar og eru krakkarnir óspör á ráðin í því sambandi. 23.25 „Blue Note.“ Síðari hluti tónlistarhátíðar blús-tónlistamanna í New York. Tónleikarnir fóru fram 22. febrúar 1985 og meðal annarra komu fram Bobby Hutcherson, Herbie Hancock, Stanley Jordan, BobbyTimons, Bennie Wallace og Washington-Harline. 00.25 Dagskráriok. Miðvikudagur 10. júní 7.00- 9.00Pétur Steinn og Morgunbylgjan. Pétur kemur okkur róttu megin framúr með tilheyrandi tónlistog lítur yfir blöðin. Bylgjumenn verða á ferðinni um bæinn og kanna umferð og mannlíf. Fréttlr kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nótum. Sumarpoppið allsráðandi, afmælis- kveðjur og spjall til hádegis. Verður litið inn til fjölskyldunnar á Brávallagötunni? Fréttirkl. 10.00,11.00. 12.00-12.10 Fréttlr. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Þorsteinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og síðdegis- poppið. Gömlu uppáhaldslögin og vinsælda- listapopp í réttum hlutföllum. Fréttirkl. 14.00,15.00,16.00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík síðdegis. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fróttirnar og spjallar við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.10 Fréttir. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttirá Flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 21.00-24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni. 24.00-07.00 Næturdagskrá Byigjunnar. Ólafur Már Bjömsson. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur. Fréttir kl. 03.00.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.