Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 2. júlí 1987
Hong Kong-Reutcr
Kínversk stjórnvöld seldu vopn
fyrir um sjö milljónir dollara til
Contra skæruliðanna í Nicaragua og
salan var skipulögð af Oliver North
fyrrum starfsmanni þjóðaröryggis-
ráðs Bandaríkjanna, manninum sem
mest er í sviðsljósinu vestur í Was-
hington vegna hneykslismálsins í
sambandi við vopnasöluna til írans.
Pað var tímaritið Far Eastern Econ-
omic Review sem hélt þessu fram í
nýjasta tölublaði sínu sem kom út í
gær.
Tímaritið hafði eftir ónafngreind-
um heimildum innan Reaganstjórn-
arinnar að Kínverjar hefðu komið
vopnunum til Contra skæruliðanna í
gegnum kanadískan vopnasölumiðl-
ara og tengiliði í Portúgal.
Vikuritið sagði einnig að peningar
fyrir vopnunum hefðu verið teknir
út af svissneskum bankareikningi
sem North stofnaði en inn á hann
komu fjárhæðir frá stjórnum Suður-
Kóreu, Saudi Arabíu og erkióvinum
kínversku stjórnarinnar, sjálfri
stjórninni á Formósu.
Kínverska utanríkisráðuneytið
neitaði fréttum samskonar efnis í
maímánuði og sagði þær tilbúning
einan. Þá skýrði stórblaðið banda-
ríska New York Times frá því að
kínverski herinn, jafnvel án sam-
þykkis stjórnvalda, hefði selt Contra
skæruliðunum vopn í gegnum Reag-
anstjórnina.
Eldflaugar, AK-47 rifflar, skot-
færi og sprengjuvörpur voru meðal
þeirra vopna sem The Far Eastern
Economic Review sagði Kínverja
hafa selt til skæruliðanna í Nicaragua
sem berjast gegn hinni vinstrisinn-
uðu stjórn landsins.
Að taka
veðmál
alvarlega
Kaupmannahörn - Rcuter
Pylsusali einn í Danmörku lagði
af stað í gær í langa gönguferð með
pylsuvagn sinn. Hinn 52 ára gamli
Freddy Risom þarf nefnilega að
ganga frá Kaupmannahöfn alla leið
til Parísar, allt út af veðmáli sem var
handsalað í hita augnabliksins.
Tildrög veðmálsins voru hvorki
rökrétt né skynsamleg heldur þau að
pylsusalinn var viðstaddur knatt-
spyrnuleik sem danska landsliðið
lck í Frakklandi. Allt var í himnalagi
hjá liðinu og þá datt Freddy í hug að
veðja við vin sinn 35 dönskum
aurum að hann gæti gengið þessa tvö
þúsund kílómetra leið.
Freddy vonast eftir að vera kom-
inn til Parísar þann 30. september
eftir að hafa farið um Vestur-Þýska-
land, Holland og Belgíu.
Tími þeirra
Nýju Jórvíkurbúa:
Gorbatsjov
hefur skipt
á byltingum
New York - Reuler
Áætlanir Mikhail Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga um að draga úr mið-
stýringu sovésks efnahagslífs má
líkja við að skipt hafi verið á bylting-
unni árið 1917 fyrir byltinguna árið
1987. Það var bandaríska stórblaðið
The New York Times sem hélt þessu
fram í leiðara sínum í gær.
Blaðið sagði að vestrænir leiðtog-
ar ættu að fagna þeim breytingum
sem áætlanir Gorbatsjovs myndu
hafa í för með sér þ.e. minnkandi
miðstýringu.
Hið virta blað sagði ennfremur að
vestrænir fjölmiðlar og stjórnmála-
menn ættu ekki að fara að lýsa yfir
hvort áætlunin stæðist eða ekki og
hvort hún væri í samræmi við vest-
ræn gildi eður ei: „Það sem mun
gerast mun setja mark sitt á rúss-
neska sögu og sovéskt þjóðfélag.
Herra Gorbatsjov hefur tekist á við
ægilegt verkefni".
FRÉTTAYFIRLIT
Contra skæruliðarnir í Nicaragua taka á móti vopnum: Far Eastern Economic Review heldur því fram í nýjasta
tölublaði sínu að Kínverjar hafi selt Contra skæruliðum vopn
Kínversk vopn til
Contra skærulida?
Chile:
SEOUL — Chun Doo Hwan
forseti Suður-Kóreu tilkynnti að
hann myndi leyfa beinar kosn-
ingar er arftaki hans yrði
kjörinn. Chun viðurkenndi í
sjónvarpsávarpi að al-
menningur virtist vilja undan-
tekningarlaust að forsetinn yrði
valinn í frjálsum kosningum.
BRÚSSEL — Landbúnaðar-
ráðherrar Evrópubandalags-
ríkjanna komust að samkomu-
< lagi um verðlagningu á land-
búnaðarafurðum og lýstu
margir þessari samþykkt sem
stóru skrefi í þá átt að minnka
kostnaðinn á hinni fjárfreku
landbúnaðarstefnu banda-
lagsins.
OSLÓ — Hugsanlegar refsi-
aðgerðir Bandaríkjastjórnar
gegn norska ríkisvopnafyrir-
tækinu Kongsberg Vapenfa-
brikk, sem seldi Sovétmönnum
viðkvæmar tæknilegar upplýs-
ingar, gætu orðið til þess að
fyrirtækið færi endanlega á
hausinn. Þetta var haft eftir
heimildum innan norsku ríkis-
stjórnarinnar.
BAGHDAD — Stjómvöld í
Irak tilkynntu um enn eina árás
á skip í Persaflóanum og
sögðu stríðsflugvélar sínar
hafa skotið á og hitt „stórt
siglingaskotmark" undan
ströndum írans.
BEIRÚT — Stjórn Sýrlands
sagðist ekki ætla að hefja aftur
viðræður við líbanska forset-
ann Amin Gemayel fyrr en
morðingjar forsætisráðherrans
Rashid Karami hefðu verið
sóttir til saka.
AMMAN — Beate Klarsfeld,
franska nasistaveiðaranum,
tókst ekki að hitta Hussein
Jórdaníukonung í gær til að
afhenda honum gögn um
stríðsferil Kurt Waldheims
forseta Austurríkis. Waldheim
kom til Jórdaníu í gær og var
þetta önnur opinbera heim-
sókn hans á erlenda grund.
Áður hafði austurríski forset-
inn, sem gyðingar saka um að
hafa átt þátt í stríðsglæpum
nasista, hitt páfann í Róm að
máli.
TOKYO — Formaður og
forseti japönsku rafmagns-
tækjasamsteypunnar Toshiba
sögðust hafa sagt af sér eftir
að upp komst um ólöglega
sölu eins fyrirtækja samsteyp-
unnar á hernaðarlegum tækni-
upplýsingum til Sovétríkjanna.
Tilkynning þeirra fylgdi í kjöl-
farið á ákvörðun bandarísku
öldungadeildarinnar aö banna
innflutning á vörum fráToshiba
til Bandaríkjanna í tvö ár vegna
þessa máls.
Santiago-Reuter
Öryggissveitir í Chile untkringdu
nokkur fátækrahverfi í höfuðborg-
inni Santiago í gær og brutust inn í
hús til að leita að vopnum og skæru-
liðum.
Lögreglan í höfuðborginni vildi
ekki veita neinar upplýsingar um
þessa aðgerð og ekki var vitað hvort
um handtökur hefði verið að ræða
eða ekki.
Samkvæmt heimildum Reuters
fréttastofunnar var leitin í gær þó
ekki eins viðamikil og fyrir tveimur
árum þegar öryggissveitir hers og
lögreglu fóru hús úr húsi og söfnuðu
öllum karlmönnum saman á íþrótta-
völlum svæðanna til að kanna skil-
ríki þeirra.
Aðgerðirnar í gær fylgja í kjölfar
aukinna ofbeldisverka í landinu sem
herforingjastjórn Augusto Pinoc-
hets forseta segir vinstrisinnaða
skæruliða standa fyrir.
Tólf skæruliðar úr vinstrisinnaðri
þjóðernishreyfingu, sem kennd er
við Manuel Rodriguez, létu lífið í
nokkrum skotbardögum við öryggis-
sveitir í Santiago fyrir tveimur
vikum. Síðan þá hefur verið tilkynnt
um bæði sprengjutilræði og skotárás-
ir.
Augusto Pinochet forseti Chile:
Menn hans leituðu að skæruliðum
og vopnum í fátækrahverfum Sant-
iagoborgar í gær.
Bretland:
Hægt hefði verið að afstýra
stærsta þyrluslysi sögunnar
Lundúnir - Rcutcr
Hægt hefði verið að afstýra
stærsta þyrluslysi sögunnar í fyrra,
þar sem 45 manns létu lífið, ef
tölvukerfi sem fylgist með vélar-
starfsemi hefði vcrið í þyrlunni.
Þetta kom fram í skýrslu sent bresk
stjórnvöld létu gera fyrir sig.
í skýrslunni var sagt að tölvuvætt
stjórnkerfi hefði getað gefið áhöfn
þyrlunnar að minnsta kosti þrjátíu
mínúta frest áður en algjör vélar-
bilun varð.
Skýrsluhöfundar sögðu að slíkt
kerfi væri engin nýjung en að vísu
dýrt. Þyrlan, hrapaði eftir að gír-
kassinn hafði bilað.
Alls létust fjörtíu og þrír starfs-
menn frá olíuborpöllum og tveir
áhafnarmeðlimir Boeing-Vertol
Chinook þyrlunnar í nóvember á
síðasta ári þegar hún hrapaði í
Norðursjóinn, skammt frá Sumb-
urgh flugvellinum á Hjaltlandi.
Tveir menn, þar á meðal flugmað-
urinn, komust lífs af.
Hollywood
til Kína
Sydney-Reutcr
Klassískar myndir frá Holly-
wood á borð við „The Sound of
Music“ eða Tónaflóð verða bráð-
lega sýndar reglulega í kínversku
sjónvarpi.
Kvikmyndirnar verða sýndar
samkvæmt samningi milli kín-
verska sjónvarpsins og Twentieth
Century Fox fyrirtækisins og eru
alls 52 talsins. Þær verða sýndar
klukkan fjögur einu sinni f viku
og fyrsta myndin fer á skjáinn
þann 25. október.
Auk Tónaflóðs fær fjölmenn-
asta þjóð heims að berja augum
myndir eins og Patton hershöfð-
inga, Þrúgur reiðinnar, Dagurinn
sem jörðin stóð kyrr og hinar
frábæru Shirley Temple myndir
sem allir muna eftir.
Umsjón:
Heimir Bergsson.
Skæruliðaleit