Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 2. júlí 1987 Sumarferð SUF Dagskrá fyrir sumarferð Sambands ungra framsóknarmanna i Húsafell 3.-5. júlí. Föstudagur 3. júlí Kl. 20.00 Lagt af stað frá Nóatúni 21 í Reykjavík. Kl. 23.00 Tjaldað og komið sér fyrir í Húsafelli. Gengið snemma til náða! Laugardagur 4. júlí Kl. 10.00 Morgunleikfimisæfingar, umsjónarmaður Jón Kr. Kristjánsson. Kl. 11.00 Gönguferð um nágrenni Húsafells. Kl. 15.00 íþróttakeppni. Keppnisgreinar: Knattspyrna, stígvéla- kast, pokaboðhlaup, reiptog og brennibolti. Kl. 18.00 Afslöppun og sund. Kl. 20.00 Grillveisla og kvöldvaka. Sunnudagur 5. júlí Kl. 13.30 Brottför frá Húsafelli. Kl. 17.30 Heimkoma til Reykjavíkur (fyrir þá sem þaðan koma). Áríðandi fundur Áríðandi fundur hjá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna á Akranesi verður haldinn mánudaginn 6. júlí n.k. kl. 20.30 í framsóknarhúsinu. Fundarefni: bæjarmálefni. Fulltrúaráðið. Lokafrágangur á fokheldu húsi að Litla-Hrauni. Tilboð óskast í lokafrágang á viðbyggingu við verkstæðishús Vinnuhælisins á Litla-Hrauni. Viðbyggingin er fokheld og er um 70 m2. Innifalið er múrhúðun, málun og píþulagnir úti og inni. Ennfremur allt annað er þarf til að skila byggingunni fullgerðri (veggir, dúkalögn, raflagnir o.s.frv.) Verkinu skal vera lokið 1. febr. 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 21. júlí 1987 kl. 11.30. + Faðir okkar Þórhatlur Guðmundsson frá Laufási, til heimilis að Droplaugarstöðum, áður Furugerði 1 lést í Borgarspítalanum 30. júní. Guðmunda Sigurður Kristbjörg Hólmfríður Ragnar Guðrún og Margrét + Látin er í St. Paul, Minnesota í Bandaríkjunum Pálína Lúlú Guðmundson fædd Stefánsson, hjúkrunarkona frá Gimli Minningarathöfn verður 11. júlí 1987 í St. Paul. Marino Ingvar Guðmundson Brian Guðmundson Bruce Guðmundson + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Sigurðar Más Péturssonar Borgarholtsbraut 78 Guð blessi ykkur öll. Steingerður Sigurðardóttir Gréta Sigurðardóttir Eggert Sigurðsson Þorvarður M. Sigurðsson Birna E. Sigurðardóttir Pétur Sigurðsson Linda Sif Sigurðardóttir Sigurður Hreiðarsson Helga Sigurjónsdóttir Jóhanna Guðmundsdóttir Elfar Gunnlaugsson Elín Guðmundsdóttir Svana H. Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Illlllllllllllllllllll DAGBOK IBI!I!II:!' ...........................................................................Illllllllllllllllllllll....... ................ lllllll|i!'ll!:'!"E' ................... Bjarmi Útgefendur Bjarma eru: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband ísl. kristniboðsfél- aga. Ritstjóri er Gunnar J. Gunnarsson. Þetta maf/júní blað Bjarma er helgað BÆNINNI. Fremst er ritstjóraspjall GJG og nefnist „Að Ijúka upp“ Þá er hugleið- ing eftir sr. Frank M. Halldórsson. Bene- dikt Jasonarson skrifar „Bænin má aldrei bresta þig“ Guðmundur Guðmundsson, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar tók saman grein- ina: Samræður við Lúther um bænina. í litla loftherberginu nefnist frásögn Ingi- leifar Jóhannesdóttur á Akureyri. Sigurð- ur Pálsson, forstöðumaður námsefnis- sviðs hjá Námsgagnastofnun skrifar: Börn og bænir. Halldóra L. Ásgeirsdóttir segir frá sinni bænareynslu. Skóla... hvað? heitir spjall við Hrund og Gunnar. Þá eru bréf frá útlöndum, bæði frá kristniboðum og öðrum, grein um Söngglaða unglinga og félagsstarfið, sög- ur og smáfréttir. Vikan í ritstjóraspjalli sínu í þessu 26. tbl. Vikunnar þetta árið er Þórunn Gestsdótt- ir ritstjóri með hugleiðingu um nýliðna Jónsmessu og hve sumarbirtan er íslend- ingum kærkomin. Nafn vikunnar er Ólaf- ur Eiríksson, sem er Islandsmeistari fatl- aðra í badminton. Hann er einnig mikill sundkappi. Hafdís Árnadóttir í Kramhús- inu er á forsíðu þess blaðs, og í því er viðtal við Hafdísi um margvísleg mál, en þó cinkum um heilsurækt. Ólga á útskeri heitir smásaga eftir Sigríði Gunnlaugsdóttur, en „Líf og lyst“ er helguð ungum og hressum sumarstrák- um, sem hafa breytt um stíl í tilefni sumarkomunnar og góða veðursins. SAGNIR Tímarit um söguleg efni Þetta er 8. árgangur ritsins SAGNIR, sem gefið er út af sagnfræðinemum við Háskóla íslands, en ritstjóri er Sigrún Ásta Jónsdóttir. Ritið er um 100 bls. og í því eru nærri 20 greinar um sagnfræðileg efni og með mörgum myndum. Má nefna greinarnar Móðuharðindin, Sú bitra bólusótt, Stökk- ið mikla framávið, Breiðfirskarsjókonur, svo eitthvað sé nefnt. Ritinu verða gerð gleggri skil í grein í Tímanum. Forsíðumynd er eftir Guðvarð Hall- dórsson, sem gerði hana sérstaklega fyrir SAGNIR. HLUTVERK VKÍ ÍXlK MAUVVliN ÚFMH 1 '&xkm i kmfa ffoifaiit* <uuU HLUTVERK Málgagu UFMH (Ungt fólk með hlutverk). Ritstjóraskipti hafa orðið á blaðinu. Friðrik Ó. Schram vara ritstjóri frá upp- hafi, en hann lætur nú af störfum og við tekur Eirný Ásgeirsdóttir í samvinnu við Agnesi Eiríksdóttur. Eirný skrifar rit- stjórapistil, sem nefnist Hvatning! Þá er grein eftir Ólöfu 1. Davíðsdóttur: Boðun í krafti Heilags anda, og segir hún m.a. frá námskeiði í Englandi. Friðrik Ó. Schram skrifar greinina Mig langar að segja þér... Þá er grein eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur: Föðurkærleiki Guðs. Hjarta mitt - heimili Krists heitir þýdd grein eftir Robert Boyd Munger. Margar fréttir eru í blaðinu af starfi UFMH. Útgefandi blaðsins er Sjálfseignarsam- tökin Ungt fólk með hlutverk. SF «<’* Svipmyndir úr sögunni Flugleiðafréttir Vegna 50 ára afmælis farþegaflugs á Islandi var gefin út afmælisútgáfa af Flugleiðafréttum. Þar er rakin saga flugs- ins á íslandi og þeir sem lengst hafa starfað við flugmál hér á landi segja frá og bregða upp svipmyndum úr sögunni. Þeir sem segja frá eru m.a.: Jóhannes Markússon Jóhannes R. Snorrason, Sveinn Sæmundsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Kristín Snæhólm, E. Krist- inn Olsen, Magnús Guðmundsson, Jón Óttarr Ólafsson, Einar Aakrann o.fl. Blaðið Flugleiðafréttir er gefið út af Kynningardeild Flugleiða. Ritstjóri er Sæmundur Guðvinsson. Jakob Magnússon, eigandi Hornsins og Tino Nardini, listakokkur. Matarkvöld íslensk/ítalska félagsins Italía, tslensk ítalska félagið gengst fyrir matarkvöldi nk sunnudagskvöld, 5. júlí í Djúpi veitingarstaðarins Hornið, Hafnar- stræti 15 kl. 19.30. Þar verður á boðstól- um úrval ítalskra rétta, matreidda af listakokkunum Tino og Luciano. Verð aðgöngumiða er kr. 1000 og miðapantanir eru teknar niður hjá ferðaskrifstofunni Faranda á Vesturgötu 3, sími 17445. Matarkvöld Italía hafa lukkast mjög vel og verið fjölsótt enda kappkostað að velja saman nýja og skemmtilega rétti hverju sinni, að minnsta kosti þríréttað. Matarkvöldin eru að jafnaði haldin fyrsta sunnudag hvers mánaðar, en dagskrá þeirra fram til hausts verður sem hér segir: 5. júlí, 9. ágúst, 6. september og 4. október. Dagsferðir Ferðafélags Islands Laugardagur 4. júlí: 1) Kl. 09:00 - Bláfell (1160 m) Gengið frá Bláfcllshálsi. 2) Kl. 09:00 - Gengið með Hvítá að Ábóta. 3) Kl. 09:00 - Hvítárnes. Ekið að sæluhúsi F.í. í Hvítárnesi. (Verð í allar ferðirnar er kr. 1.200) Sunnudagur 5. júlí: 1) Kl. 08:00 - Þórsmörk - dagsferð (1000 kr.) Dvalargestir ættu að huga að þessari ferð. 2) Kl. 10:00 Bláfjöll - Heiðin há - Hlíðarvatn. - Gengið frá Þjónustumið- stöðinni í Bláfjöllum um Heiðina há að Hlíðarvatni. (600 kr.) 3) Kl. 13:00 Herdfsarvík - Hlíðarvatn.- Gengið um í fjörunni við Herdísarvík og að Hlíðarvatni. (600 kr.) Brottför í allar ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar viðbíl. Fríttfyrirbörn ífylgdfullorðinna. Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári) 21. júní 1987 (Ein ‘ merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** vísa á banka og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum) I. Vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóöum Lands- Útvegs- Bunaðar- - Iðnaðar- Verslunar- Samvinnu- Alþyðu- Spari- Vegin banki banki banki banki banki banki banki sjoðir meftaltöl Dagsetning siðustubreytingar 21/6 21/6 21/6 21/6 21/6 21/6 21/5 11/6 Innlánsvextir: Hlaupareikningar 6.00 6.00 4.00 6.00 4.00 4.00 5.00 4.00* 5.10 Ávisanareikningar 6.00 6.00 4.00 6.00 4.00 7.00 10.00 4.00* 5.40 Alm.sparisj.bækur 13.00’ 12.00 12.00 12.00 12.00’ 10.00 10.00 11.00” 12.00’ Annað óbundiðsparifé" 7-22.00 12-23.90 7-20.00 10-19.00 11-22.50 1 1-16.00 350 >-22.00 Uppsagnarr ,3mán. 14.00’ 15.00 12.00 13.50 15.00 14.00 12.00 13.60’ Uppsagnarr.,6mán. 17.00 13.00 20.00 19.00 17.00 17.00 13.00 15.40 Uppsagnarr.,12mán. 15.00’ 19.00 19.00 25.50'® 18.30’ Uppsagnarr., 18mán. 24.50 " 22.00 24.00"31 23.80 Verðtr.reikn3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 1.50 1.90 Verðtr.reikn6mán. 3.50 4.00 3.50 2.50 3.50 3.00 400 3.50 3.40 Ýmsirreikn." 9.00 5-6.50* Sérstakarverðbætur 13.0 12.00 12.00 12.00 12.00 10.00 12.00 11.04246” 15.20 Innl.gjaldeyrisreikn.: Bandarikjadollar 6.00 650 6.00 6.25’ 6.50’ 6.00’ 5.75 6.00 6.10’ Steriingspund 7.50 8.00 8.00 7.50’ 9.00’ 8.00’ 9.00 8.00 7.90’ V-þýskmörk 2.50 3.00 2.75’ 2.75 3.50 3.00’ 3.50 3.00 2.80’ Danskarkrónur 8.50 9.50 8.50’ 8.50’ 10 00’ 9.00’ 9.50 9.50 9.10’ Útlánsvextir: Víxlar (forvexttr) 23.50’ 23.50 23.00" 24.50 24.50’ 24.00"' 24.00 24.00" 23.70’ Hlaupareikningar 25.00' 24.50 24.00 26.00 26.00’ 25.00’ 25.00 25.00 24.90’ þ.a. grunnvextr 12.00’ 12.00’ 10.00 11.00 12.00 12.00 12.00 12.00 11.60’ Alm.skuldabróf51 24.50’ 24/24.5 " 24.00 25.50 25.50’ 25.00’ 25.00 24/25.0" 24.60’ þ.a.grunnvextir 10.00 12.00 10.00 11.00 12.00’ 12.00 12.00 12.00 10.90’ Vefðtr.skbf.að2.5áísl 7.00’ 675/70" 7.00 8.00 8.00’ 7.00 7.50 7.07.3" 7.20’ Vefðtf.skbf>2.5ár" 7.50' 6.757.0" 7.00 8.00 8.00’ 7.00 7.50 7.073" 7.30’ Afurðalán i krónum 23.00’ 21.00’ 21.00 23.00’ 23.00’ 18.50 24.00 22.40’ AfurðalániSDR 7.75 7.75 7.75 7.75 8.00 8.25 7.90 Afurðalán i USD 8.75’ 9.00’ 8.75’ 8.75’ 9.25 8.75 8.80’ Afurðalán i GBD 10.00’ 10.50’ 10.00* 10.00’ 10.75 11.50 10.40’ Afurðalán i DEM 5.25 5.25’ 5.25 5.25 5.50 5.50 5.30’ II. Vanskilavextir, ákveðnir af Seðlabanka: Frá 1. mars 1987 2.5% (2.21%) og frá 1. júni 1987 2.8% (33.6% á ári). III. Meðalvextir 21.5.87 (geta gilt i júni 87): Alm. skbr. 22.9% (102+12.7), vtr. lán að 2.5 árum 6.8% og minnst 2.5 ár 7%. Meðalvextir 21.6.87 (geta git i júli 87): Alm. skbr. 24.6% (10.8+13.8), vtr. lán að 2.5 ámm 7.2% og rminst 2.5 ár 7.3%. 1) Sjá meðfytgjandi lýsingu. 2) Aðeins hjá Sp. Vélstj 3) Aðetns hjá SPRON, Sp. Kóp.. Hafnarfj., Mýras., Akureyrar, ólafsfj, Svarfd., Stglufj , Norðfj.. Arskógsstr. & Eyrar í Keflavik. 4) Viðsk.vixlar keyptir m.v. 24.0% vexti hjá Bún.banka 24.0% hjá Samv.banka og 26.0% hjá nokkrum sparisj. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári. Verzl.b. beitir þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp. Bol., Reykdæla og Akureyrar. 7) Lægn vextimir giida ef um fasteignaveð er að ræða. 8) Lægn talan er vegna innlána. 9) Undant. er Sp. i Keflavík: Tékkareikn. 3%, alm. sparibók og sérst verðbætur 10% og Sp. V-Hún: Tékkareikn. 7%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.