Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. júlí 1987 Tíminn 7 íþróttafélag fatlaðra með fjáröflun: Sigla á Hvítá í slöngubátum Nýi Ferðaklúbburinn hefur boðið íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni til siglingar í gúmmíbjörg- unarbátum niður Hvítá. Í.F.R. hef- ur hafið byggingu á íþróttahúsi við Hátún 12 og stendur því í fjáröflun vegna þess og er þetta liður í þeirri viðleitni félagsins að fá fólk til að styðja við bakið á þeim. Siglingin verður á laugardag og sunnudag og verður farið á þremur bátum þegar mest verður og geta átta manns verið í hverjum báti. Lagt verður upp til móts við Bláfell á Kjalvegi á níunda tímanum á laugardagsmorgun og siglt niður eftir ánni, um 100 km leið. Á þeirri leið er Gullfoss, en hyggjast leið- angursmenn sneiða framhjá honum og selflytja þátttakendur. Leiðin fyrri hluta laugardagsins er fremur erfið og talsverðar flúðir í ánni á þeim áfanga. En síðari hluta báða dagana er siglt á tiltölulega lygnu vatni. Bátunum verður stjórn- að af þaulvönum mönnum frá Nýja Ferðaklúbbnum. Fjáröflunin verður með þeim hætti að eitthvað af auglýsingum verður selt á bátana og tekið verður á móti áheitum í símum 27112 og 23212, nánari upplýsingar verða ein- nig veittar í farsímanum 985-24191. Ólympíuleikar fatlaðra eru fra- mundan og stefnir Í.F.R. á að senda þátttakendur þangað. Þú gætir hjálpað til. -SÓL Frá afhendingu verðlauna á síðustu hátíð á Vigdísarvöllum. Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ: Hátíð haldin á Vigdísarvöllum Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ efnir til fjölskylduhátíðar á Vigdísarvöllum helgina 3.-5. júlí n.k. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði, farið verður í leiki, margskon- ar keppnir, t.d. knattspyrnu og naglaboðhlaup. Sameiginleg grill- veisla verður á laugardagskvöldinu þar sem allir fá nægju sína. Mikill varðeldur og kvöldvaka verður ein- nig á laugardagskvöld og kvöldið endað með því að stiginn verður dans. Á síðustu Vigdísarvallahátíð mættu rúmlega 130 manns og að sögn kiwanismanna skemmtu sér allir hið besta þá. Kiwanismenn hvetja því alla að mæta um helgina og halda aðra ógleymanlega Vig- dísavallahátíð. ABS Þeir eru að fara í sumarfrí. EFTIRUTID REKUR A EFTIR ÖKUMÖNNUM Bifreiðaeftirlitið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem rekið er á eftir ökumönnum sem ekki hafa enn látið skoða bifreiðir sínar að koma með þær til aðalskoðunar hjá Bif- reiðaeftirlitinu í Reykjavík, Flafnar- firði, eða Keflavík í síðasta lagi 3.júlí en að öðrum kosti ekki fyrr en eftir 7. ágúst þar sem Bifreiðaeftirlit ríkisins á þessum stöðum annast ekki aðalskoðun bifreiða frá 6. júlí til föstudagsins 7. ágúst vegna sumarleyfa. Nú þegar á aðalskoðun að vera lokið á öllum bifreiðum með skráningarnúmerin G, Y og Ö sem og bifreiðum undir R 50000.1 Þrátt fyrir sumarleyfi mun Bif- reiðaeftirlit ríkisins hins vegar ann- ast með venjulegum hætti umskrán- ingar og nýskráningar bifreiða ásamt prófum fyrir ökumenn. IDS SUMAR ’87 Vélabær hf. Andakilshr. S. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bilav. Dalvíkur, Dalvík S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840 Hafið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur verð og greiðslukjör Globus? Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 okkar heimur snýst um gæði UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT FELLA Margra ára reynsla sýnir að Fella sláttuþyrl- ur eru einhverjar vönduðustu sláttuþyrlur sem völ er á. Fella sláttuþyrlur eru fáanlegar í stærðunum 166 cm og 192 cm. Báðar stærðirnar eru fáanlegar með og án grasknosara, sem mjög auðvelt og fljótlegt er að taka af og setja við. Fella er sláttuþyrla sem endist og endist. Kynnið ykkur prófun Bútæknideildar sumarið 1982 á Fella Km 165 sláttuþyrlunni með grasknosara. FELLA stjörnumúgavélar henta stórum og litlum búum. Hægt er að fá vélar sem raka hvort sem er til hægri eða vinstri, einnig vélar til tengingar framaná dráttarvélar. FELLA heyþyrlur eru sterkai og afkastamiklar. Þær er hægt að fá bæði lyftutengdar og dragtengdar. Allar vélarnar eru með skástillibúnaði, þannig að þær geti kastað frá skurðum og girðingum. y—y LATTU limaim F.KKl FUÚGA FRÁ ÞÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.