Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. júlí 1987
Tíminn 11
—d—i
ÍÞRÓTTIR
■
tmm.
Patrik Sjöberg
stefnir hátt
Hefur átt sér þann draum frá 15 ára aldri að stökkva yfir knattspyrnumark
Patrik Sjöberg setti heimsmet í
hástökki í fyrrakvöld á frjálsíþrótta-
móti í Stokkhólmi eins og sagt var
frá á íþróttasíðu Tímans í gær.
Sjöberg stökk 2,42 m og bætti met
Sovétmannsins Igor Paklin um einn
cm.
Sjöberg er 22 ára og kynntist
hástökki fyrst 10 ára. Þegar hann var
15 ára gamall stökk hann 2,07 m og
16 ára snéri hann sér alfarið að
hástökkinu. Nítján ára gamall vann
hann til silfurverðlauna á Ólympíu-
leikunum í Los Angeles, árið 1985
var ráin komin í 2,38 m og í febrúar
í ár setti hann heimsmet innanhúss,
2,41 m. Heimsmetið utanhúss féll í
fyrrakvöld og Sjöberg stefnir enn
hærra. Hann hefur átt sér þann
draum frá 15 ára aldri að stökkva
yfir knattspyrnumark. Það er 2,44 m
á hæð. „Ég er smeykur um að Patrik
geti stokkið hærra en þetta" sagði
Carlo Thránhardt, besti vinur hans
og hástökkvari í heimsklassa eftir
heimsmetið í fyrrakvöld. „Hann get-
ur örugglega stokkið 2,45 m í surnar"
sagði Thránhardt.
Sjöberg og Thránhardt, sem er
V-Þjóðverji og hefur stokkið 2,40
m, æfa saman og eru mestu mátar.
Þeir eru reyndar svo líkir að mörgum
dettur í hug við fyrstu sýn að þar fari
bræður, báðir 1,99 m á hæð og
ljóshærðir.
Æska Sjöbergs var ekki beinlínis
dans á rósum og gæti reyndar verið
fyrirmynd að dæmigerðri bíómynd
frá Hollywood, unglingurinn sem
vinnur sig upp úr eymd og volæði til
frægðar og frama. Foreldrar hans
skildu þegar hann var þriggja ára
gamall, hann byrjaði að reykja sex
ára og á unglingsárunum stundaði
hann búðahnupl. Þegarhann kynnt-
ist hástökkinu tók það hug hans
allan, hann lét af fyrri ósiðum og
segir sjálfur að hástökkið hafi bjarg-
að lífi sínu frá því að falla í ntjög
slæman jarðveg. „Ég ætla að tryggja
mér fjárhagslegt öryggi það sem
eftir er æfinnar“ segir Sjöberg í dag
„ég hef enga menntun og enga
starfsþjálfun en ég hef tækifærið til
að öðlast örugga framtíð gegnum
hástökkið“. Sjöberg ætti ekki að
verða skotaskuld úr því, hann er
einn af hærra launuðum frjáls-
íþróttamönnum og fær vel borgað
fyrir að keppa á mótum víða um
heim. -HÁ
Tveir komma núll sjö 15 ára, silfur á Ólympíuleikunum 19 ára, 2,38 m 20 ára,
heimsmet innan- og utanhúss 22 ára og enn eru líkur á að ráin færist upp.
HOU-H
BAIIWERK
Á að steypa sér í byggingar ?
Við bjóðum húsbyggjendu.m að reyna ALPALAND mótaborðin
við uppsláttinn. Gulu ALPALAND mótaborðin spara bæði fé og
fyrirhöfn og því meira sem stærra er byggt.
Kostir ALPALAND eru meðal annars:
★ Uppslátturinn er fljótlegri. Niðurrif gengur hraðar.
★ Eftirvinnsla er nær óþörf þar eð steypan fær slétta og fallega
áferð.
★ Það er fljótlegt og einfalt að hrúnsa ALPALAND mótaborðin
og sömu borðin má nota aftur og aftur og aftur . . .
"k ALPALAND borðin eru til í ýmsum stærðum.
Líttu inn til okkar að Krókhálsi. Það gæti borgað sig.
SAMBANDIÐ.
BYGGINGAVORUR
KRÓKHÁLSI 7 SÍMI 672888