Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. júlí 1987
Tíminn 3
Veltuaukning í verslun og þjónustu um 19% umfram verðlagshækkanir:
Reykjavík með 66%
íslandsverslunar
- Mánaðarverslunin 85 þús. kr. hjá meðalfjölskyldunni
Aukin auraráð íslendinga hafa að
stórum hluta farið til kaupa á bílum
og því sem þeim tilheyrir að því er
ráða má af upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar um veltuaukningu í versl-
un þjónustu og iðnaði milli fyrsta
ársfjórðungs 1986 og sama tímabils
í ár. Velta hjá „bílakóngum" er
2.552 milljónir króna fyrstu 3 mán-
uði þessa árs, sem er 90% aukning
milli ára, þrátt fyrir að fremur sé um
verðlækkun en hækkun að ræða ef
marka má liðinn „Eigin bifreið" í
framfærsluvísitölunni.
En fleiri kaupmenn hafa ástæðu
til að kætast. Heildar veltuaukning í
verslun hefur verið um 37,6% milli
þessara tímabila. Um 42% aukning
i -L =1 1 T r a' n§
c K - 1 I U 11 □ a p: c ""' J
** "! a , _ LJ
d* '' 1 £3 1 ss 1: m [ sgk jg m • t, mmm* BIE
f t r ! I : ... , , i
jÍK»-í-* eurnbsja
Bæjaryfirvöld í Hafnarflrði hafa látið loka sorphaugunum, en bjóða þess í
stað bæjarbúum að losna við sorp á hreinlegan hátt í gáma við Flatahraun.
Lokaö endanlega í gær:
Sorphaugar Haf nar-
fjarðar ummyndast
í gróðurreit
Svo sem sagt hefur verið frá í
Tímanum var sorphaugum Hafnar-
fjarðarbæjar við Krísuvíkurveg lok-
að frá og með gærdeginum. Frá
sama tíma verður öllu sorpi og
öðrum úrgangi ekið á sorphauga
Reykjavíkurborgar í Gufunesi.
Sorphaugar þar eru opnir frá
klukkan 8:00 til 21:00 alla virka daga
og sunnudaga frá 10:00 til 18:00.
Til að auðvelda fólki að losna við
rusl af lóðum sínum og úr híbýlum
hafa bæjaryfirvöld látið setja gáma
við Flatahraun. Bæjarbúar eiga þess
kost að losa sig við slíkt rusl í þessa
gáma allan sólarhringinn.
Meiriháttar rusl frá fyrirtækjum
og framkvæmdum hvers konar ber
að flytja í sorphaugana í Gufunesi.
Þeim sem losna þurfa við jarðveg
eða annað uppfyllingarefni er bent á
að snúa sér til áhaldahúss Hafnar-
fjarðar og mun þar verða bent á
losunarstað.
I fréttatilkynningu frá bæjarstjóra
Hafnarfjarðar er greint frá helstu
ástæðum þess að sorphaugunum sé
lokað: „Þeir hafa um langt árabil
verið bæjarbúum þyrnir í augum,
enda rekstri þcirra jafnan fylgt fjúk-
andi rusl, óþefur og vandamál af
ýmsum toga, enda þótt reynt hafi
verið að urða sorpið jafnóðum ...
Strax við lokun sorphauganna verð-
ur hafist handa við hreinsun svæðis-
ins og gróðursetningu og.fegrun. En
það er mikilvægt að allir bæjarbúar
leggist á eitt um að virða strax lokun
sorphauganna og hendi ekki drasli í
nágrenni gömlu hauganna eða ann-
ars staðar í bæjarlandinu, heldur
noti gámaþjónustuna á Flatahrauni
ella komi því á sorphaugana í Gufu-
nesi.“ þj
Hassolíusmygliö:
Rannsókn
á lokastigi
Arnar Jensson varðstjóri í á-
vana og fíkniefnadeild lögregl-
unnar er nýkominn heim til Is-
lands frá Manchester í Bretlandi,
þar sem íslendingur,- sem tengist
mesta smygli á hassolíu til
fslands, er í haldi. Ferðalag Arn-
ars er liður í rannsókn lögregl-
unnar á smyglmálinu, en rann-
sókn lýkur senn.
Arnar vildi ekki tjá sig náið um
málið að sinni og sagði best að
bíða þar til rannsókn lyki sem
yrði innan tíðar. Fjórmenning-
arnir, sem lögreglan í Bretlandi
og hér á landi hnepptu í varðhald
vegna þessa máls, sitja enn inni
og gæsluvarðhaldsúrskurðurinn
rennur ekki út fyrr en 8. júlí nk.
Ekki er enn útséð livort hann
verði framlengdur. þj
er í þjónustugreinum og 32% í
vöruiðnaði. Verðhækkanir eins og
þær eru mældar í framfærsluvísitöl-
unni eru 16% á sama tíma. Af því
má ráða að umsvif í verslun og
þjónustu hafi aukist mjög mikið að
raungildi á fyrstu mánuðum þessa
árs miðað við sama tíma í fyrra,
segir í frétt frá Þjóðhagsstofnun,
sem telur þetta gefa vísbendingu um
mikla þenslu í efnahagslífinu, sér-
staklega á suðvesturhorni landsins.
Velta í almennri heildverslun
(6.436 milljónir á þrem mánuðum)
jókst um 40%, er svarar til um 20%
aukningar að raungildi. Minni veltu-
aukning hjá smásöluversluninni, tæp
27%, skýrist af því að mun minni
söluaukning hefur orðið í matvör-
um, sem ekki fer um hendur heild-
sala. Þá hefur byggingavöruverslun-
in tekið kipp, með 44% aukningu
milli ára. En þótt íslendingar séu
miklir byggingamenn hafa þeir varið
77% hærri upphæð í bíla en bygg-
ingavörur frantan af árinu.
Ef við deilum 9.908 milljóna
króna veltu smásöluverslunarinnar
niður á landsmenn kemur rúmlega
40 þús. kr. verslun á hvern þessa 3
mánuði - en það samsvarar um 50
þús. krónum á hverja meðalfjöl-
skyldu á mánuði, sem við höfum eytt
úti í búð. Til viðbótar hefur meðal-
fjölskyldan varið 13 þús. á mánuði í
bílakostnað, um 7 þús. til kaupa á
byggingarvörum og um 15 þúsund-
um til kaupa á ýmisskonar þjónustu.
Samtals gera þessir liðir því um 85
þús. króna fjölskylduútgjöld að
meðaltali á mánuði, eða um 47 þús.
krónur úr buddu hvers íslendings á
vinnumarkaðinum.
Nær 66% af allri verslun fer fram
í Reykjavík þó þar búi innan við
38% þjóðarinnar. -HEI
Kísilmálmverksmiðja
á Reyöarfiröi:
Byggingar-
áform lögð
til hliðar
Aðalfundur Kísilmálmvinnsl-
unnar hf. staðfesti á aðalfundi
sínum þær niðurstöður hag-
kvæmnisathugana að ekki sé
grundvöllur til að hefja byggingu
og rekstur kísilmálmverksmiðju
að sinni á Reyðarfirði.
Samingaumleitanir hafa átt sér
stað á milli viðræðunefndar iðn-
aðarráðuneytisins undir forystu
Birgis ísleifs Gunnarssonar al-
þingismanns og fulltrúa breska
fyrirtækisins Rio Tinto Zink Met-
als um byggingu og rekstur slíkrar
verksmiðju á Reyðarfirði frá því í
árslok 1985.
Niðurstaða viðræðunefndanna
var sú, að arðsemi kísilmálm-
verksmiðju sé við núverandi að-
stæður innan viðunandi arðsemis-
marka.
Að vísu telja aðilar rétt að
endurskoða forsendur slíkrar
verksmiðju í desember n.k. með
tilliti til þróun markaðsverðs,
gengis og rekstrarkostnaðar. En á
þessu stigi sé ekki ástæða til að
leggja frekari vinnu í þetta verk-
efni. Þá hefur formaður íslensku
nefndarinnar, Birgir ísleifur
Gunnarsson, að þetta merki alls
ekki að kísilmálmverksmiðja sé
úr sögunni, en bíða þurfi betri
skilyrða. ÞÆÓ
SUMAR ’87
ACS BAGGAFÆRIBÖND
Eigum fyrirliggjandi baggafæribönd og allt
tilheyrandi - Mjög hagstætt verð.
UMBOÐSMENN OKKAR -
YKKAR MENN UM LAND AT.T.T
Vélabær hf. Andakilshr. S. 93-5252
Ólafur Guðmundsson,
Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622
Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191
Guðbjartur Björgvinsson,
Sveinsstödum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475
Vélsm. Húnv. Blonduósi S. 95-8145
J.R.J. Varmahlið S. 95-6119
Bílav. Pardus, Hofsösi S. 95-6380
Bilav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122
Dragi Akureyri S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97 8340
Vikurvagnar, Vik S. 99-7134
Ágúst Ólafsson,
Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313
Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840
Hafið samband við sölumenn okkar
og kynnið ykkur verð og greiðslukjör
Globusp Lágmúla 5 Reykjavtk Sími 681555
- okkar heimur snýst um gædi