Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 2. júlí 1987 Tíminn 19 llllllllllll UM STRÆTI OG TORG ............................ ........ ........ ^............... 7:': .............. ..... ....... ... .............. -..................... ........... Krist.nn Snæland: ..................... Philippe Junot enn á biðilsbuxunum Hjónabandiö stóö stutt hjá Junot og Karólínu prinsessu. Hún var ung og ástfangin og vildi ólm giftast honum, þrátt fyrir mótspyrnu foreldranna Þarna kom samt strik í reikning- inn. því Sophie er strangkaþólsk og hún vildi gifta sig í kirkju - annað kom ekki til greina. Samband þeirra varaði samt í cin þrjú ár. þó ekkert yrði úr giftingu. Þau fóru í ferðir sarnan og skemmtu sér ásamt „þotufólkinu" á viðcigandi stöðum og tímurn: Skíðaleyfi í Sviss, veiðar í Engl- andi, vordvöl á Rivíerunni o.s.frv. — og biðu cftir úrskurði kirkjunnar. Háttsettir ættingjar Sophie von Habsburg fóru á fund páfa, en ekkert gekk. Sophic fór að vinna sem innanhússarkitekt í Madrid og upp á síðkastið hefur hún unnið fyrir tfmaritið Hola! m.a. tók hún í maí s.l. langt og ítarlegt viðtal við ameríska leikarann Richard Gcre. En ekki hefur farið sögum af vinnunni hans Junot, þó cr sagt að hann sé „bisncssmaður". Nýjasta kærastan - 24 ára sænskættuð fegurðardis Nýjustu fréttir af kvennagullinu Philippe Junot cru þær, að hann sé nú trúlofaður einu sinni enn. Kær- astan heitir Nina Wendelboe Lar- sen og cr hálfsænsk. Fjölskyldan er vellauðug og á eignir víðs vegar um hciminn. Hún er 24 ára, Ijóshærð, há og grönn, gullfalleg og vel menntuð. Hún hefur verið í há- skólanámi í háskólanum í Gcorge- town í Washington í Bandaríkjun- um og stundar nú framhaldsnám í París, - þegar tími gcfst til frá trúlofunarönnum. Þau eru óspör á að sitja fyrir hjá Ijósmynduruin og tala við blaða- menn, og í sameiginlegu viðtali við þau bæði kom fram, að þau ætla að gifta sig mjög bráðlega. Það verða engin vandkvæði á fyrir þau að ganga í hjónaband, því að Nina cr lútherstrúar og þau ætla að ganga í borgaralcgt hjónaband. Junot segist vera yfir sig ástfanginn. Hann baúð Ninu í heimsókn til forcldra sinna í París um pásk- ana... - og þá játaði hann mér ást sina, segir hin tilvonandi brúður hrifin. Hið stutta og misheppnaða hjónaband Karólínu Mónakó- prinsessu og franska glaumgosans Philippe Junot varð heldur enda- sleppt, - en þó má segja að enn sjái ekki fyrir endann á því. Philippe Junot vildi ekki eignast barn með Karólínu. og það er grundvöllurinn fyrir beiðni um óg- ildingu hjónabandsins, en páfinn og hin kirkjulegu yfirvöld hafa ekki enn orðið við beiðni þeirra. Þau skildu samt að lögum og síðan gekk Karólína borgaralega í hjónaband með Stefano sínum, og gengur nú mcð þriðja barn þeirra hjóna. Habsborgarprinsessa í spilið Fljótlega eftir að Junot og Karól- ína skildu komu upp sögusagnir um að nú væri hann trúlofaður Sophie von Habsburg, þýskri prinsessu, -því auðvitað lítur herr- ann ekki við öðrum en prinsessum og hefðarmeyjum. Sophie von Habsburg og Philippe Junot þegar þau voru trúlofuð, en þau segja að ástarsamband þeirra hafi breyst ■ trausta vináttu A RUNTINUM Lin löggæsla Ef ég man rétt, þá var rúnturinn ekinn á ’35 til ’55 árgerðunum, svona nokkurn veginn hindrunar- laust. Röðin rann áfram á þægileg- um hraða og lagt í kantinn ef spjalla þurfti við kunningjana. Lögreglan átti það líka til að loka rúntinum ef rúntaksturinn var far- inn að valda almennum vegfarend- um töfum og óþægindum. Með öðrum orðum, lögreglan leið eng- um að hindra eðlilega umferð og ól þannig hina ungu ökumenn rúnts- ins upp við þá lágmarks tillitssemi að hindra ekki umferð annarra vegfarenda. Þá var aðallögreglu- stöð borgarinnar reyndar í Póst- hússtræti. Með því að ryðja hlaðið hjá sér og aðkomuieiðir var lög- reglan því að huga að eigin hags- munum og öryggi borgaranna. Kennsluna í tillitssemi fengu ungu ökumennirnir í þá daga, sem eins- konar uppbót við rúntaksturinn. Nú er öldin önnur, aðallögreglu- stöðin komin inn að Hlemmi og ’75 til ’87 árgerðimar sem unga fólkið ekur nú um rúntinn. hvort sem eru V8 tækin, Tvin Cam, 16 ventla eða TURBO tíkurnar virðast svo bil- anagjarnar að fáir komast heilan rúnt án þess að bíllinn stöðvist nokkrum sinnum svo og svo lengi á miðri akbrautinni og haldi þar með öllum rúntinum föstum. Nú er þetta því miður ekki rétt, bílarnir eru býsna góðir og eiga létt með að taka sprett. Vandinn er eins og fyrr sagði, lögreglustöðin er komin inn á Hlemm og við bætist að ungu ökumennirnir eru bilaðir, það vantar í þá tillitssemina. Við höfðum líka Sigga palestínu, Sigurð Ág- ústsson lögregluþjón sem oft var á mótorhjóli, hann gaf trössum, glönnum og gáleysingjum engin grið, Siggi var allstaðar og þótt hann væri ákveðinn og stjórnsamur held ég að sektabókin hans hafi ekki verið stór. Sigurður Ágústs- son var heilshugar í því að reyna aðbyggja uppumferðarmenningu. Núna er eins og lögreglan hafi ekki tíma til þess að sinna minni málum og smánuddi. Bílar aka eineygðir, á þá vantar aurhlífar og glitaugu. Ekið er með háum ljósum um miðjan dag og ekki má koma dropi úr lofti, þá er fjöldi bíla kominn með neyðarþokuljósin að aftan kveikt, þótt ekki megi nota þau innanbæjar. Bílum og þar eru G-merktir bílar mjög áberandi, er ekið númerslausum að aftan eða framan. Slíka bíla á vitanlega að taka úr umferð þegar í stað og til geymslu inn á Hlemmstöð. Þaðan fari þeir svo strax og úr hefur verið bætt. Krakkar eða unglingar aka fjórhjólatækjum og skellinöðrum um gangstíga, sáningar og gras- bletti t.d. í Seljahverfi og öllum þessum smámálum sinnir lögreglan Iítt eða ekki. Öll þessi smámál eru ekki þess eðlis að ástæða sé til sekta, nema ítrekuð séu og óvenju gróf. Hitt er brýnt og afar þýðing- armikið að lögreglan sé afskipta- söm varðandi þessi smámál, það er áríðandi uppeldisatriði. Það er til dæmis nöturlegt að vita fjóra lögregluþjóna gangandi í miðbænum og tvo þrjá lögreglubíla á sveimi um svæðið og enginn þeirra gerir neitt til þess að reka þá ökumenn áfram sem halda umferð- inni um rúntinn fastri. Þótt svo að ungmennin séu ekki að flýta sér, þá getur lögreglu og sjúkraliði legið á og farþegum leigubíla finnst lítið varið í að sitja fastir í röð og horfa á gjaldmælinn tifa. Ef lög- reglan treystir sér ekki til þess að halda umferðinni um rúntinn gang- andi, þá ber henni að loka honum fyrir annarri umferð en þeirri sem á erindi um svæðið. Annað dæmi um tillitsleysi ungu ökumannanna er framkoma þeirra við skemmtistaði borgarinnar. Við flesta skemmtistaði borgarinnar eru tvær akreinar ætlaðar í ákveðn- um tilgangi. Önnur sú sem nær er húsinu er ætluð leigubílum sem bíða farþega. Hin erætluð leigubíl- um, og/eða bílum sem eru að losa farþega. Við aðra skemmtistaði er það gatan sjálfs sem er nýtt fyrir þessar tvær raðir. Öllu jöfnu geng- ur þessi skipulagning vel, nema við þá skemmtistaði sem yngra fólkið og þar með ungu ökumennirnir sækja, þar ræður ruglið og tillits- leysið ríkjum. Ástandið er verst við Sigtún og Evrópu. Þó tekur steininn úr þegar mennta eða fjöl- brautarskólarnir eru með dans- leiki. Þá er alveg sama hvaða hús er eða hversu vel aðkeyrsla bíla er afmörkuð. Þegar svona stendur á ríkir einfaldlega öngþveiti við hús- in. Það versta er þó enn ósagt. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til lögreglu um að koma og beina umferðinni á rétta braut, þá er því ekki sinnt. Tækifærið sem lögregl- an fær þarna til þess að ala öku- mennina ungu upp í tillitssemi er látið ónotað. Það er reyndar um- hugsunarefni, að þetta unga fólk sem hér er skrifað um er flest með ný, eins eða tveggja ára ökupróf. Tillitssemi verður vitanlega ekki kennd á 10 eða 20 klukkutímum, en ökukennarar mættu gera betur. Mild en ákveðin löggæsla við tæki- færi eins og á rúntinum eða við danshúsin gæti bætt umferðar- menningu okkar svo um munar. Sigurður Ágústsson er hættur og það fyrir nokkuð löngu í almennri löggæslu, þar er nú skarð fyrir skildi. Af mjóum þvengjum læra hund- arnir að stela. Af smábrotum í umferðinni sem lögreglan sinnir ekki er hætt við að ökumenn gerist kærulausir um hin stærri brotin. Það má vera að lögreglan sé of fámenn, en þá er ekki von að vel fari og illt er í efni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.