Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.07.1987, Blaðsíða 18
Platoon: Hreint út sagt FRÁBÆR!! Stjörnugjöf frá einni til fimm= ★★★★ Háskólabíó: PLATOON/HERDEILD- IN Aöalhlutverk: Charlie Sheen, Tom Berenger, Willem Dafoe. Leikstjóri: Oliver Stone Handrit: Oliver Stone Chris Taylor (Charlie Sheen) er ungur og óreyndur, en jafnframt úr ríkri fjölskyldu, býður sig fram til herþjónustu í Víetnam 1967, vegna þess að honum finnst það ekki réttlátt að minnihlutahópar og hinir fátæku vinni skítverkin fyrir föðurlandið. Hann fær kulda- legar móttökur, vegna þess að hann er nýliði og kann ekki að berjast. Enginn leiðbeinir honum, nema Elias liðþjálfi (Willem Daf- oe). Yfirmaður deildarinnar er Barnes liðþjálfi (Tom Berenger), og er hann hið mesta hörkutól og á enga vini. Elias og Barnes hata hvor annan. Uppgjör er óumflýj- anlegt... . Látum þetta nægja um söguþráð Platoon. Þetta er góð mynd. Mynd sem sópaði að séróskarsverðlauna- útnefningum og verðlaunum, Golden Globe verðlaunum, viður- kenningum og aðdáun. Mynd sem gerði það að verkum að tökum á Rambo III var frestað um hálft ár og Stallone hugsaði um hvernig í fjandanum hann gæti látið Rambo líta út eins og alvöru hermann, en ekki skrípakall. Mynd sem sýnir Víetnam eins og Vietnam var. Ekki eins og Rambo, Chuck Norris, Sho Koshugi og Schwartsenegger sýndu það. Ég var óöruggur þegar ég fór á Platoon. Ég hafði hugsað með sjálfum mér: „Oh, enn ein Vietn- amvandamálastríðsmyndin.“ Og hún byrjaði þannig. Én þegar leið á myndina, fór maður að sjá, á hvaða hátt hún er öðruvísi en Vietnamvandamálastríðsmyndirn- ar. Hún fjallar nefnilega líka um tilfinningar. Hún fjallar lfka um vandamál einstaklingsins, hræðsl- una, mistökin, hassið, hatrið, ást- ina, svikin og traustið. Hún er nefnilega góð. Berenger tekst ótrúlega vel að láta hata sig. Dafoe tekst betur að láta manni þykja vænt um sig og hata Berenger og Sheen tekst best að túlka reiðina sem býr í áhorf- andanum. Svona samspil tekst mjög sjaldan. Myndin er ekki upp- lífgandi. Hún er ekki hlægileg. Áhrifum hennar er líklegast best lýst með enska orðinu „stunning". Maður er lostinn af myndinni. Hún er raunsæ, trúleg og sannfærandi. Hún er góð. En ég er líklegast búin að geta þess áður. En í þessu tilviki er góð vísa ekki of oft kveðin. Það væri bara að skemma mynd- ina að rekja söguþráð hennar ná- kvæmlega, eða að lýsa bestu at- riðunum lið fyrir lið. Það eina sem ég geri er að hvetja fólk til að sjá þessa frábæru mynd. Niðurstaða: Platoon er hreint út sagt FRÁBÆR! Þetta er mynd sem allir ættu að sjá. Hún er peninganna virði. -SÓL 18 Tíminn Fimmtudagur 2. júlí 1987 BÍÓ/LEIKHÚS KVIKMYNDIR STALLONE Frumsýnir nýjustu mynd Stallone: Á toppnum Sumir berjast fyrir peninga, aörir berjst fyrir frægöina, en hann berst fyrir ást sonar sins. Silvester Stallone i nýrri mynd. Aldrei betri en nú. Aöalhlutverk: Silvester Stallone, Robert Loggia, David Mendenhall. DOLBYSTEREO Sýnd kl. 3.05, 5.05,7.05, 9.05 og 11.05 Lína Langsokkur Sýnd kl. 3.05 Búfræðingar athugið Bændaskólinn á Hvanneyri óskar eftir aö ráða mann til starfa í fjósi á skólabú Bændaskólans. Nánari upplýsingar um starfið veitir bústjóri í síma 93-7502 í hádegi og á kvöldin. Þessi mynd hefur slegiö öll aösóknarmet fyrri myndanna, enda tæknibrellur gifurlega áhrifarikar og atbuöarrásin eldsnögg. Komdu ef þú þorir. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 16 ára. Salur C Hrun ameríska heimsveldisins Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 16 ára. íslenskur texti. Herbergi með útsýni „Myndin hlaut þrenn Óskarsverðlaun um daginn... Hún á það skilið og meira til“. „Herbergi með útsýni er hreinasta afbragð". *★* A.I. Mbl. Maggie Smith, Denholm Elliott, Judi Dench, Julian Sands. Leikstjóri: James Ivory. Sýnd kl. 7 Bönnuð innan12ára. Þaö getur veriö slítandi aö vera ástfanginn. Hún var alger draumur. Hann var næg ástæöa til að sofa ekki á nóttunni. Saman voru þau alveg hræöilega sætt par! Stórskemmtileg splunkuný gamanmynd sem sýnd hefur verið viö frábæra aðsókn I Bandarikjunum. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 Bönnuð innan 12 ára Salur B Martröð í Elmstræti 3 Draumátök VjÍBHASXÓUBKl il HlMHififiHtHffl SÍMI 2 21 40 Frumsýnir verðlaunamynd ársins: Herdeildin - Þeirvoru dæmdirtil aðtapa, þótt þeirynnu sigur... Hörku spennumynd, byggð á einni vinsælustu bók hins fræga , stríðsagnahöfundar Sven Hassel, en allar bækur hans hafa komið út á íslensku. - Mögnuð stríðsmynd, um hressa kappa í hrikalegum átökum - Bruce Davison - David Petrick Kelly - Oliver Reed - David Carradine. Leikstjóri: Gordon Hessler. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11.15 Herramenn?? Eldfjörug gamanmynd. Hann þarf aö vera herramaðuref hann á að eiga von á aö fá stúlkuna sem hann elskar. Hann drifur sig í skóla sem kennir herra- og heimsmennsku, og árangurinn kemur í Ijós iREGNBOGANUM. Aöalhlutverk: Michael O. Keefe - Paul Rodricues. Leikstjóri: John Byrum. Sýnd kl. 3.15,5.15,9.15 og 11,15. Hvað skeöi raunverulega í Vietnam? Mynd sem fær fólk til aö hugsa. Mynd fyrir þá sem unna góöum kvikmyndum. Platoon er handhafi Óskarsverðlauna og Golden Globe verölaunanna, sem besta mynd ársins, auk fjölda annarra verðlauna. Leikstjóri og handritshöfundur Oliver Stone. AöalhluNerk: Tom Berenger, Willem Dafoe, Charlie Sheen. Sýnd kl. 7.00,9.05 og 11.15 Bönnuðinnan16ára. DOLBYSTEREO Mynd sem vert er að sjá. ★★★★ S.V. Morgunblaðið DDLBY STEREQ | Mynd sem vert er að sjá. LAUGARAS Salur A Djöfulóður kærasti Dauðinn á skriðbeltum Grínmynd ársins: Þrír vinir Eldhress grin- og aevintýramynd. Þeir eru hetjur á hvita tjaldinu. Þeir geta allt... Kunna allt_Vita allt Væru þeir flokksforingjar myndi stjórnarmyndun ekki vefjast fyrir þeim... Aöalhlutverk: Chevy Chase (Foul Play) Steve Martin (All ol me) Martin Short. Leikstjóri: John Landis (Trading Places) Sýnd kl. 3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10. Gullni drengurinn Grín, spennu- og ævintýramyndin meö Eddie Murphy svíkur engan. Missið ekki af gullna drengnum. Leikstjóri: Michael Ritchie. AöalhluNerk. Eddie Murphy, Charlotte Lewis, Chales Dance. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11.15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.