Tíminn - 24.07.1987, Síða 2

Tíminn - 24.07.1987, Síða 2
2 Tíminn Föstudagur 24. júlí 1987 Ágreiningurinn um hvort mál Jóns hafi fengið réttláta meðferð: Sammála um adgreiningu dóms- og framkvæmdavalds ÁgreiningurEiríksTómassonar, lögmanns Jóns Kristinssonar í máli hans fyrir Mannréttindanefnd Evr- ópuráðsins, og dómsmálaráðu- neytisins stendur um hvort mál Jóns hafi fengið réttláta dómsmcð- ferð eður ei. Báðir aðilar eru sammála um að aðgreining dóms- og framkvæmdavalds sé mjög þörf. Eiríki Tómassyni hefurnú borist bréf frá nefndinni þar sem óskað er eftir því að íslenskir aðilar láti vita um tiltekinn dag fyrir munnlegan málflutning í aðsetri hennar í Strassburg í Þýskalandi. Mannrétt- indanefndin hefur farið fram á að málið verði tekið fyrir í október nk. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst Eiríkur taka talsvert stórt upp í sig þegar hann mótmælir því í Tímanum að Jón Kristinsson hafi fengið réttláta meðferð," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, í gær. Eiríkur telur það máli sínu til stuðnings, að Hæstiréttur hafi sýknað Jón af annarri ákæru af tveimur og því hafi ekki verið staðið rétt að málum í undirrétti. „Það er einmitt það sem ég tel að sýni fram á að Hæstiréttur, sem cr óháður og ekki með tengsl við lögreglu landsins, hafi tryggt að Jón fengi réttláta meðferð. Hæsti- Þorsteinn Geirssun ráðuneytis stjóri dómsmálaráðuncytinu. réttur fjallar bæði um form- og efnishlið málsins," sagði ráðuneyt- isstjóri og lagði áherslu á að hafi verið hallað á umbjóðanda Eiríks Tómassonar í héraði hafi Hæsti- réttur leiðrétt það. Jón Kristinsson var ákærður fyrir hraðakstursbrot annars vegar og dæmdur fyrir það, enda aldrei mótmælt því broti, að sögn ráðuneytisstjórans, og hins vegar ákærður fyrir að virða ekki reglur um stöðvunarskyldu, en því hafi Jón staðfastlega mótmælt. Hann var sýknaöur í Hæstarétti af meintu stöðvunarskyldubroti vegna þess að bæjarfógeti hafði ekki samprófað vitni, svo sem margoft hefur komið fram í frétt- um Tímans. „Hugsanlega hefði það getað orðið til þess að hann hefði verið sýknaður þegar í undirrétti, en hann átti þó málsskotsrétt, eins og allir eiga,“ sagði Þorsteinn. „Þetta mál sem þeir hreyfa, Jón Kristins- son og Eiríkur Tómasson í hans umboði, um aðskilnað lögreglu- stjórnar og dómsvalds er engu að síður mjög þarft mál, en þrátt fyrir það fékk Jón óháðan dómara við dómstól sem enginn efast um að sé óháður, þ.e. Hæstiréttur íslands.“ þj Geita- og kanínurækt í Vorsabæ á Skeiðum Kiðin eru mannelsk nijög og hér hefur eitt þeirra hug á að reka Karenu rembingskóss. í Vorsabæ eru um 20 geitur en nytjar af þeim eru ekki miklar. Þær eru aðallega hafðar til gamans. Geitamjólkina væri hins vegar hægt að nytja til ostagerðar og hefur geitaostur m.a. verið mjög vinsæll í Noregi. Geitaull cr auðvitað hægt að nýta líka og sumir eru hrifnir af geitakjötinu. Talið er að geitur á íslandi séu á milli 250 til 300 en víðast hvar eru þær einungis hafðar til gamans en ckki til nytja eins og í Vorsabæ. Á myndinni eru Emilía Eiríksdóttir sem er í sveit hjá afa sínum og ömmu og Karen, frænka Emilíu einnig, en hún er frá Selfossi. Jón Eiríksson bóndi í Vorsabæ er einn af þeim sem byrjuðu á kanínurækt á íslandi sem búgrein. Hann sagði að fólki líkaði kanínukjötið vel enda væri það fitulítið og ákaflega hollt þar sem kanínur væri hægt að ala á grænfóðri og öðru hormóna- lausu fóðri. Jón elur kanínurnar sínar mest á grasi á sumrín sem hann slær með orfi og Ijá á hverjum degi handa þeiin, en á vetrum gefur hann þeini hey og annað innlent fóður, jafnvel kartöflur. Kanínuungarnir sem Jón heldur á á myndinni cru aðeins dagsgamlir, en kanínur ná fullri stærð nokkurra mánaða og eru klipptar fjórum sinnum á ári. Kanínufiðan er flokkuð í 5 gæðaflokka sem Fínull hf. kaupir og framleiðir m.a. heilsu- fatnað úr. Tímumyndir: Brcin. Hagstofa (slands: Ný lög um vísi- tölu bygging- arkostnaðar Hinn 1. júlí 1987 tóku gildi ný lög um vísitölu byggingarkostnaðar. Hagstofan hefur jafnframt, að undangenginni endurskoðun eldri grundvallar, sett vísitölu byggingar- kostnaðar nýjan grunn. Hinn nýi grunnur er miðaöur við verðlag um miðjan júnímánuð 1987, og hefur þá gildið 100,0. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Hagstofa ís- lands hefur sent frá sér og segir þar jafnframt að vísitalan samkvæmt síðastgildandi grunni (desember 1982=100) mældist við verðlag í júní 1987 320 stig en samsvarandi vísitala miðuð við þann grunn er gilti þar næst á undan (oktober 1975=100) er 4.739 stig. Hagstofan hefur nú reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar miðað við verðlag um miðjan júlímánuð 1987. Reyndist hún vera 100,3 stig eða 0,3% hærri en í júní. Þessi vísitala gildir fyrir ágúst 1987. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 17,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,5% og jafngildir sú hækkun 19,3% verð- bólgu á heilu ári. Af hækkun vísi- tölunnar frá júní til júlí stafa tæplega 0,2% af hækkun gatnagerðargjalda, en rúmlega 0,1% af hækkun ýmissa efnisliða. Samkvæmt hinum nýju lögum mun Hagstofan reikna vísitölu bygg- ingarkostnaðar mánaðarlega og skal hver vísitala gilda í einn mánuð í senn frá 1. næsta mánaðar. Eftir fyrri lögum skyldi vísitalan hins vegar reiknuð á þriggja mánaða fresti og gilda í þrjá mánuði í senn. í ákvæðum til bráðabirgða í hinum nýju lögurn segir þó að ákvæðin um mánaðarlegan útreikning og gildist- íma vísitölu byggingarkostnaðar breyti ckki gildi ákvæða um verðbæt- ur í skuldabréfum, verksamningum o.þ.h. sem sett eru í samræmi við fyrri lög um vísitöluna. Sé ekki um annað samið skulu þær verðbætur sem hér um ræðir því miðast við vísitölur, sem gilda í janúar, apríl, júlí og október, og skal hver vísitala gilda í þrjá mánuði í senn. Sé vikið að launaliðum vísitölunn- ar voru helstu breytingar þær, að nýjar taxtaviðmiðanir tóku gildi. Þetta átti fyrst og fremst við um þá launataxta, sem miðaðir voru við fast tímavinnukaup. Hvað viðvíkur uppmælingatöxtum iðnaðarmanna koma til breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum vegna grunn- eða aðferðabreytinga, sem í flestum tilvikum leiddu til aukins mæliein- ingafjölda í viðkomandi byggingar- iðngrein. Þá var einnig reynt ef unnt var að breyta viðmiðun ýmissa launaliða þannig að upp yrði tekinn mælieiningataxti í stað tímavinnu- kaups. Endurskoðun byggingarvísitöl- unnar nú byggist á sömu gerð íbúð- arhúsnæðis og í fyrra grundvelli. „Vísitöluhúsið" er fjölbýlishús í Reykjavík, nánar tiltekið eitt stigahús af þrent í fjögurra hæða íbúðarblokk. Neðsta hæðin er á mörkum þess að teljast jarðhæð eða kjallari. í stigahúsi þessu eru 10 íbúðir. þrjár 2ja herbergja og fjórar 4ra herbergja íbúðir. Á jarðhæð er ein íbúð, geymslur, þvottahús o.fl. Enginn bílskúr fylgir húsinu. Flat- armál hússins er 240 m2 og rúmmálið 2.844 m’. Það er byggt í samræmi við núgildandi byggingarreglugerð, sem gildir fyrir allt landið, en áður var sérstök byggingarsamþykkt fyrir Reykjavík. Vísitölunni er skipt í kostnaðar- þætti á tvennan hátt, annars vegar eftir gildandi starfsgreiningu í bygg- ingarstarfsemi og eftir byggingará- fanga, hins vegar eftir kostnaðar- kerfi Rannsóknastofnunar bygging- ariðnaðarins. Endurskoðun byggingarvísitöl- unnar var unnin í samráði við Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins, en auk þess var leitað til ýmissa sérfróðra aðila á sviði byggingarmála um upplýsingar og ráðgjöf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.