Tíminn - 24.07.1987, Síða 5

Tíminn - 24.07.1987, Síða 5
Föstudagur 24. júlí 1987 Tíminn 5 Fiskmarkaðir ekki eingöngu til góðs: Helmingshækkun á ýsu frá opnun markaðanna úr fiskbúðinni Sæbjörgu. Tímamynd: Brein. Sama daginn og fiskmarkaðir hófu göngu sína rauk verð á ýsu upp um 40-50% og hefur haldist þannig síðan. Á þessu hafa neyt- endur fengið að kenna, því að verð á ýsuflökum hefur hækkað minnst úr rúml. tvöhundruð krónum í 240 en meira ef litið er á roðflett flök eða nætursöltuð. Verð á slægðri ýsu var á bilinu 42-46 krónur til fiksbúða en er nú 60-85 krónur á kíló. Þetta kom fram er Tíminn ræddi við Óskar Guðmundsson verkstjóra hjá fisk- búðinni Sæbjörgu og sagði hann jafnframt að fiskbúðir sætu nú allar uppi með þetta háa verð. Bátarnir sem áður seldu þeim beint, hverjum um sig, landa nú allir á markaðinn eða taka mið af verðinu þar. Frjálsa fiskverðið er því farið að skila sér til neytenda á áþreifanlegan hátt. Þegar rætt var við Margréti Þorg- eirs hjá Neytendasamtökunum kom fram að neytendur virðast hafa orðið varir við opnun fisk- markaðarins á annan og jafnvel enn óþægilegri hátt. Til samtak- anna hafa borist kvartanir um úld- inn fisk og lélegt hráefni, en þar er um að ræða hakkaðan fisk en ekki flök. Margrét sagði að ekki hefðu borist inn nægilega víðtækar kvart- anir til að hægt væri að rekja þær beint til fikimarkaðarins, en engu að síður væri það skoðun sín að í þessum tilfellum væri um að ræða lélegan og verðlítinn fisk. Hún lét sér detta í hug að þarna væri á ferðinni togarafiskur frá fyrstu tog- dögum en þannig fiskur hefur ekki fyrr verið á boðstólum fyrir neyt- endur hérlendis. Tíminn hafði einnig samband við Óskar Karlsson hjá ísfiski hf. til að kanna þessi áhrif markaðar- ins á verðið. Hann sagðist halda að þetta háa verð á ýsu stafaði fyrst og fremst af því að lítið hefði verið um þá tegund á markaði. Fiskkaup- menn væru að reyna að vernda viðskiptahagsmuni sína og standa við samninga með þessu yfirboði. Auðvitað lækkaði verðið aftur um leið og framboðið ykist. Kaup- menn leyfa sér að borga firnahátt verð fyrir ýsuna og borga jafnvel með sér. Markaðurinn hafi kallað fram gífurlegar verðsveiflur og eigi eftir að gera það áfram. KB Atlantshafsf lug á heima- smíðuðu flugvélarkríli Nýlega lenti all-sérstæð flugvél á Ferðin gekk að óskum hjá flug- myndu leggja í slíka ferð á jafn Reykjavíkurflugvelli og sennilega manninum, þó ekki sé víst að allir smárri flugvél. -ES ein af minnstu flugvélum sem flogið hafa yfir Atlantshafið. Vélin er heimasmíðuð, með hundrað hestafla mótor og í kringum 250 kíló að þyngd, tóm. Vélin er byggð úr plasti. Flugmaðurinn lenti tvisvar í Reykjavík, á leið sinni frá Kaliforníu til Irlands og aftur til baka. Vélin er af gerðinni Long Ez og ætluð til langflugs, þó lítil sé. Flug- vélar frá fyrirtækinu Rutan hafa nokkra sérstöðu, þar sem þær eru byggðar öðruvísi en flestir slíkir farkostir. Mótorinn aftan á, hæðar- stýrið framan á, stélin á vængendun- um og ein af fáum vélum sem tekur bara upp nefhjólið. Flestar flugvélar taka annað hvort öll eða ekkert upp. Sama fyrirtæki hannaði þessa vél og þá sem nýlega flaug umhverfis hnött- inn og var sú vél þróað framhald af þessari útfærslu flugvéla. Vélin á Reykjavíkurflugvelli, eftir þrekraunina. Minni myndin sýnir flugmanninn áræðna. Tímamyndir Eggert.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.