Tíminn - 24.07.1987, Qupperneq 8

Tíminn - 24.07.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn Titninn MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSKYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Bílamnflutningur og fjármögnun hans Bílainnflutningur til landsins virðist ætla að verða meiri á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Eftir því sem næst verður komist hafa verið flutt inn 13 þúsund ökutæki á sex mánuðum þessa árs. Hér eru fyrri innflutningsmet slegin svo að ekki eru dæmi til slíks áður. Á öllu síðasta ári voru flutt inn 15 þúsund ökutæki, að langmestu leyti fólksbílar eins og nú, og jafnvel þótt eitthvað kunni að draga úr innflutningsákafanum á síðara helmingi þessa árs má gera ráð fyrir að heildartala ársins fari langt fram úr því sem var í fyrra. Á síðustu 12-15 árum hefur bílaeign landsmanna farið mjög vaxandi, og ef horft er lengra aftur í tímann eru umskiptin enn meira áberandi. Má til sanns vegar færa að fátt sýni þjóðfélagsbreytingu síðustu 20 ára betur en bflaeignin. Nú er svo komið að íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem eiga flesta bíla miðað við íbúa. Einkum er áberandi að bílaeign er miklu almennari hér á landi en gerist annars staðar á Norðurlöndum. í árslok 1985 voru á íslandi 430 fólksbílar á hverja 1000 íbúa, í Svíþjóð 377, í Noregi 367, í Finnlandi 316 og í Danmörku 293. Ætla má að þessi hlutföll, hvað varðar ísland og nágrannalönd- in, hafi breyst á síðasta ári, þannig að ísland sé nú komið lengra fram úr þessum löndum í bílaeign en tveggja ára tölur sýna. Á árinu 1986 varð stóraukning á innflutningi bíla í kjölfar tollalækkunar í mars það ár, enda mátti ljóst vera að skyndileg lækkun aðflutningsgjalda hlaut að hafa áhrif á innflutninginn. Nú virðist það aftur hafa haft áhrif á bílainnflutning þessa árs að fólk var látið halda að tollar af bílum yrðu hækkaðir að nýju. Verður varla annað sagt en að bílainnflutningur síðustu mánaða fari fram úr öllu því sem skynsamlegt getur talist. Þessi mikli bílainnflutningur vekur þá spurningu hvernig háttað sé fjármögnun þessarar starfsemi. Er það svo að bankakerfið sé við því búið og fúst til þess að taka þátt í skyndilegri aukningu bílakaupa með lánveitingum, eða fjármagna kaup- endur þessi kaup algerlega af sparifé sínu? Vafa- laust eru dæmi hvors tveggja, að kaupendur hafi yfir að ráða nægu reiðufé og að bankakerfið sem slíkt hlaupi að einhverju leyti undir bagga. Hitt er þó ekki síður sennilegt að fjármögnunin eigi sér stað með erlendum einkalántökum sem bankakerfið kemur hvergi nærri. Það frjálsræði sem ríkir um töku erlendra lána, sem einstaklingar og kaupsýslumenn notfæra sér, er vafalaust grund- völlur þess fjármögnunarkerfis sem nú gildir í bílainnflutningi. Þessi miklu bílakaup eru þá fjármögnuð með erlendum lántökum. Föstudagur 24. júlí 1987 Komið aftan að Hún var óneitanlcga heldur ein- kennilega valin tímasctningin á yfírlýsingunni sem hópur líffræð- inga sendi frá sér í fyrradag. Þar lýsti tuttugu og eins manns hópur þeirra yfír andstöðu sinni við vís- indaveiðar íslendinga, á nákvæm- lega sama tíma og íslensk sendi- nefnd var vestur í Bandaríkjunum til viðræðna við þarlend stjórnvöld um málið. Nú getur vitaskuld hvorki Garri nc aðrir veríð að standa í því að skipa þessu fólki fyrir verkum um það hvort það eigi að vera með eða á móti vísindaveiðunum. En eins og margsinnis hefur komið fram hér í opinberri umfjöllun um málið snýst það fyrst og fremst um það hvort við eigum að láta Banda- ríkjamenn segja okkur fyrir verk- um um það hvernig við nýtum náttúruauðlindir okkar. Rökin gegn hvalveiðunum vcrð- ur ekki betur séð en séu eingöngu tilfínningalegs eðlis. Engin rök hafa komið fram fyrir því að hvala- stofnarnir hér við land séu í útrým- ingarhættu. Og það að senda frá sér yfirlýsingu á borð við þessa, undir því yfírskyni að þar séu sérfróðir menn að kveðja sér hljóðs, á nákvæmlega því augna- bliki þegar fulltrúar okkar standa í viðkvæmum samningaviðræðum um málið vestra, getur ekki heitið annað en að verið sé að koma illilega aftan að þessum sömu full- trúum okkar. Slíkt er síður en svo þjóðhollt eða til fyrirmyndar, held- ur þvert á móti. Heiðarlegur atvinnuvegur Kjarni málsins er hins vegar sá að á íslandi eru hvalveiðar hciðar- legur atvinnuvegur sem á sér langa hefð og engum heilvita manni dett- ur í hug að vilja banna. Það kemur því á óvart að öfgaskoðanir er- lendra samtaka, sem kenna sig við umhverfisvernd, skuli fá hljóm- grunn meðal hérlendra manna. Jón Krístjánsson alþingismaður skrifaði raunar skilgóða grein hér í Jón: Sæmra að hafa barist en gefist upp fyrirfram. blaðið í gær þar sem hann dregur saman helstu kjarnaatriði málsins. I niðurlagi greinar sinnar nefnir hann að unihvcrfisvemdarsamtök ■ heiminum hafí ærin verkefni og hafí unnið mikið gagn á mörgum sviðum. Hins vcgar verði störf þeirra að byggjast á þekkingar- grunni en ekki tilfínningum ein- göngu, þó að þær hljóti að vera hvatinn að starfí þeirra og ávallt með í spilinu. Síðan segir Jón: „Það sem við íslendingar erum nú að biðja um er að fá að stunda í samvinnu við nágranna okkar mjög yfirgripsmiklar hvalarann- sóknir næstu árin. Við viljum fá að selja þær afurðir sem til falla. Við viljum síðan fá að byggja framhald- ið á grundvelli þessara rannsókna. Verðum við neyddir til uppgjaf- ar með þvingunum í þessu máli er það alvarleg skerðing á sjálfsák- vörðunarrétti okkar, sem getur haft víðtækarí afleiðingar en okkur órar fyrir. Vissulega getur svo farið, en þá er sæmra að hafa barist, en ekki gefíst upp fyrirfram, eins og margir vilja nú gera.“ Þetta telur Garri að liffræðing- arnir ættu að íhuga vel. Kjaftur á íslenskum kerlingum Hún var nánast óborganleg yfir- lýsingin sem Guðbergur Bergsson Guðbergur: Hefur stolið frá Márquez. ekki birti í Þjóðviljanum í gær og kom með viðtali við hann um nýja þýðingu hans á bók eftir kólumb- íska rithöfundinn Márqucz. Hún hljóðar svona: „Fyrir rúmri viku var ég á gangi hér í Rcykjavík, ásamt viður- kenndum hjónum, þcgar á móti okkur kom manneskja sem var að halda upp á að hún hafði verið þrjátíu og citt ár í hjónabandi. Hún fór strax að faðma eiginmann vin- konu ininnar. Og í samblandi af faðmlagi og fræðum sagði hún þama á götunni, að ég væri geð- lurða sem hafí aldrci gert annað en stela frá García Márquez. Um leið og ég fagna því að enn skuli vera kjaftur á íslenskum kerlingum, hlýt ég að andmæla hókmenntalegri niðurstöðu hennar, á þeim for- sendum að bækur Márquesar voru óþekktar í Evrópu fram að árinu 1968. Og þá hafði ég skrifað all- margar bækur. Þetta er því hauga- lygi í kerlingunni, og ef hún hefur stundað ámóta lygar í hjónaband- inu og í bókmenntafræðum, furðar mig að heilvita karlmaður skuli hafa tekið mark á ást hennar.“ Mitt í öllu moldrokinu út af hvalamálinu er uppörvandi að rek- ast á svo talandi dæmi þess að enn eru uppi á íslandi menn sem kunna að taka hressiiega upp í sig, jafnvel þótt þeir séu að fjalla um sínar eigin pcrsónur. Garri. Elllllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 111111 llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Smjörfjallið Skammt er síðan „sérfræðingar" vöruðu við smjöráti, alla vega fyrir þá sem vildu lifa sæmilega langa æfi. Af smjöráti fengu menn alls konar kvilía og ef undirritaður man rétt var m.a. tilgreint eftirfar- andi: Offita, blóðfita, þrenging æða og dauði. íslendingar trúa að sjálfsögðu sérfræðingum og ekki voru kenningarnar fyrr fram settar en fólk hætti að kaupa smjör. Þar sem kýrnar hættu ekki strax að framleiða efni í þessa afurð hlóðst strax upp fjall eitt gríðarmikið sem fékk nafnið Smjörfjall. Fleiri fjöll á íslandi bera þetta búsældarlega nafn og þótt uppistaðan í þeim sé grjót hafa þau þótt góð fæðulind í gegnum aldirnar fyrir sauðfé og menn. Hið nýja Smjörfjall óx með undrahraða og varla voru svo sagð- ar fréttir að ekki bærust nýjar og hrikalegri tölur um stærð þess. Að síðustu komst það ekki fyrir með góðu móti í neinum frystigeymsl- um og var þá tekið á það ráð að drepa niður framleiðendur þess bæði nautgripi og bændur, enda óhæfa að framleiða bráðdrepandi eitur fyrir landsmenn. Einstaka menn héldu þó áfram að borða smjör þrátt fyrir aðvaranir sér- fræðinga og báru því við að áar þeirra og ömmur hefðu lifað á þessari fæðu gegn um aldirnar og aldrei orðið meint af. Þeir sem vildu lifa lengi fóru hins vegar að borða smjörlíki og jurta- feiti. Vegur smjörlíkisins óx Til að framleiða smjörlíki þurfti hvorki nautgripi né bændur heldur framsýna iðnfrömuði með verk- smiðjur, tól og tæki og fjármagn til að auglýsa vöruna í útvarpi, sjón- varpi, blöðum og tímaritum. Þar að auki gáfu sumir arðinn til þeirra sem höfðu fengið hjartveiki af smjöráti. Var nú ekki borið fram brauð í landinu án þess að smjör- líki væri ekki þar á, brasmeti á pönnu var kokkað í smjörlíki og því var meira að segja smurt á harðfiskinn. (Sumir ku þó hafa blótað á laun og notað smjör á þorrablótum). Nýjar kenningar Segir nú ekki fleira af heilsu- smjörlíki þar til fyrir nokkrum dögum að út kom ritið „Holl efni og heilsurækt, - tímarit um heilsu- farslega valkosti“, sem Heilsu- hringurinn gefur út. Þar gefur að líta athyglisverða grein eftir Ævar Jóhannesson, sem ber heitið „Fróðleikur um fítur og olíur í fæðu“. Greinin er vandlega unnin og víða komið við, enda „... hugsuð sem samantekt á því mikilvægasta sem fólk þarf að vita í sambandi við fituneyslu“. Þar er m.a. fjallað um Transfitur sem þykir vafasöm fæða og getur leitt af sér ýmsa sjúkdóma m.a. kransæðastíflu. Síðan segir: „Meirihluti þeirra transfíta sem neytt er kemur úr hertum eða hálfhertum afurðum úr jurtaolíum eða sjávardýraolíum. í venjulegu smjörlíki er oft 40-45% transfítu- innihald. I mjúku jurtasmjörlíki er transfituinnihald nálægt 20%. Smjör er aftur á móti með í kríng- um 11% transfítur og jafnvel minna eftir sumuni hcimildum". Svo heldur greinarhöfundur áfram: „Að mínu mati eru afurðir úr hertum jurtaolíum vafasöm fæða sem sniðganga ætti eftir bestu getu. Þó held ég að afurðir úr hertu lýsi séu ennþá vafasamari til neyslu, að minnsta kosti þangað til annað hefur verið sannað á fullnægjandi hátt. í þessu felst að hætta ætti neyslu á mestöllu smjörlíki og bökunarfciti, einnig svokallaðri ,Jurtafeiti“. Þó er sennilega óhætt að nota lítilsháttar af mjúku jurta- smjörlíki t.d. „Sólblóma“ og „Akrablóma“. Einhverjir kunna að spyrja hvort smjör sé þá nokkuð betra. Því er til að svara að smjör er náttúruleg afurð sem þjóðin hefur notað í þúsund ár, án þess að alvarlegur skaði hafí hlotist af.“ Þarna gefur að líta athyglisverða kenningu. Það skyldi þó aldrei vera svo að smjörið sé hollara en smjörlíkið!!! -nál.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.