Tíminn - 24.07.1987, Side 13

Tíminn - 24.07.1987, Side 13
Föstudagur 24. júlí 1987 Tíminn 13 I UTLÖND Skólastýran Jean Harris var leidd fyrir rétt í New York fyrir 6 árum og dæmd fyrir morðið á elskhuga sínum. Hún afplánar nú 15 ára fangelsisdóm og þar gengur á ýmsu. Glæpir borga sig ekki: Dæmdur morðingi skrifar bok - en fær ekki aö halda ritlaununum Ertu að byggja upplíkamann? Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Bakkagerði Steinagerði Skálagerði Eskihlíð Mjóuhlíð Hrísateigur Hraunteigur Kirkjuteigur Sundlaugarvegur Akurgerði Grundargerði Búðargerði Sogaveg 2-70 Sogavegur101-212 Borgargerði Rauðagerði Austurgerði Gautland -------------------- Geitland Bræðratungu Giljaland Hrauntungu 2-48 Grundarland Vogatungu Austurberg Gerðuberg Hraunberg Hamraberg Hólaberg Klapparberg Afleysingar: Háteigsvegur Langahlíð Flókagata Viðjugerði Seljugerði Hlyngerði Furugerði Espigerði Hvassaleiti Háaleitisbraut 68 Heiðargerði Hvammsgerði Brekkugerði Stóragerði Stekkir Breiðholt I rímiim DJðÐVILJINN S.686300 S.681866 S.681333 Það vakti ekki svo litla athygli fyrir 6 árum þegar dæmt var í máli skólastýrunnar Jean Harris í Bandaríkjunum, en hcnni hafði orðið það á í afbrýðiskasti að verða elskhuga sínum að bana. Sjálf hélt hún því fram sér til varnar að hún hefði engan annan ætlað að svipta lífi en sjálfa sig en miðað byssunni óvart svona skakkt. Jean Harris stýrði fínum einka- skóla fyrir dætur betri borgara í McLean í Virginia og naut góðs álits. Hún hafði aldrei gifst, en í 14 ár hafði hún staðið í ástarsambandi við vellríkan og velþekktan lækni, HermanTarnower. Frægðina hafði hann fyrst og fremst hlotið fyrir að vera höfundur bókarinnar „Scars- dale Diet", sem mörgum þótti byltingarkennd á sínum tíma. Hvorugt þeirra var neitt unglamb lengur, ungfrúin 63ja ára og læknir- inn 69. Hún þótti með glæsilegri konum, en hann aftur á móti lítill fyrir mann að sjá, nauðasköllóttur, grindhoraður og hrukkóttur. Samt fór það svo að það var læknirinn sem ekki var við eina fjölina felldur í ástarmálum. Hann hafði fengið augastað á aðstoðar- stúlku sinni, fráskilinni konu, Lynne Tryforos að nafni, sem var 20 árum yngri en skólastýran. Pví undi Jean Harris ekki, heimsótti elskhugann svikula í lúxusíbúðina hans í New York og einhvern veginn tókst svo óhönduglega til að úr skammbyssu, sem vildi svo til að hún var með í töskunni, rötuðu fjögur skot í líkama læknisins sem lést samstundis. Fín kona í fangelsi Jean Harris var dæmd í 15 ára fangelsi. Það þótti þó alls ekki við hæfi að hún sæti við sama borð í fangelsinu og konur, sem áttu aðra fortíð að baki. Hún mætti til fanga- vistarinnar með perlufesti um háls- inn og íklædd silkiblússu og minka- pelsi. Hún og aðrir fangar áttu enga samleið. Um skeið átti hún samt vinkonu meðal fanganna, Adelu Holzer, sem hafði hlotið dóm fyrir svindl á Broadway, en hroki Jean kom í veg fyrir að sú vinátta héldist. „Jean er svo hroka- full,“ segir Adela. „Hún er síkvart- andi undan klámfengnu málfari, kynvillu og að útvarpstækin séu of hátt stillt. Hinir fangarnir hafa lúskrað á henni. Ég hef heyrt í henni öskrin. Og upp á síðkastið hefur hún verið með skrámur og kúlur á höfðinu og um skrokkinn." Það var óútreiknanlegt skap Jean sem sleit endanlega vináttu þeirra Adelu, sem reyndar hafði alltaf verið ótraust og á spenntum nótum. Ritvélin var of freistandi Innan veggja fangelsisins búa fáir útvaldir við tiltölulega góð þægindi og frelsi að vissu marki. Þar til snemma á yfirstandandi ári var Jean Harris meðal þeirra sem þessara forréttinda njóta. Hún bjó í snotru húsi, ólíku nöturlegum aðalbyggingum fangelsisins. Sæmi- lega rúmgott herbergi hennar var teppalagt í hólf og gólf og í einu horninu stóð sjónvarpstæki, að vísu með litlum skermi, og ritvél. Læknirínn hafði fengið augastað á annarri konu, Lynne Tryforos, og Jean fvlltist afbrýðisemi. Sennilega hafa þessi þægindi ver- ið upphafið að endanlegu falli hennar úr náð fangelsisyfirvalda. Ritvélin varð henni svo mikil freist- ing að hún tók til við að skrifa sögu sína. Skriftirnar tóku tvö ár og nú er bókin, „Stranger In Two Worlds“, komin út í Bandaríkjun- um og í þann mund að koma í bókaverslanir í Bretlandi. Svipt forréttindunum - og ritlaunum í vasa annarra Þegar bókin kom út í Bandaríkj- unum fyrr á þessu ári var búið að svipta Jean Harris öllum forrétt- indum, hún var aftur komin í örlítinn gluggalausan klefa í aðal- byggingu fangelsisins og hafði þeg- ar fengið hjartaáfall tvisvar. Og allt var þetta bókinni að kenna. Lög New York ríkis kveða svo á að dæmdir morðingjar megi ekki hagnast fjárhagslega, peningarnir eigi að renna til erfingja fórnar- lambsins. Vegna þessara laga fær Jean Harris ekki sjálf að ráðstafa ritlaununum af bókinni sinni. Og hún fær ekki heldur að njóta arfsins sem fórnarlamb hennar ánafnaði henni í erfðaskrá sinni. Hann sam- svarar 9 milljónum ísl. kr. og deilist mcðal erfingja hans. Hagnaðarvon skólastýrunnar varð þar með að engu og það varð henni um megn. Þegar hún fékk fréttirnar missti hún alla stjórn á sér og fór að öskra og æpa. Á endanum varð að róa hana niður og setja hana í einangrunarklefa. Þar varð hún að dveljast í eina viku og var síðan flutt í venjulegan fangaklefa. „Kannski fær hún aftur aðgang að öllum þægindunum sem hún naut áður en nú verður hún að bíða eftir því að röðin komi að henni. Hún hafði sín forréttindi og misnotaði þau. Nú verðum við að sjá til með framhaldið,“ segir yfir- maður í fangelsismálum New York ríkis. Það má þvf segja að Jean Harris hafi kynnst tveim heimurn í lífi sínu og augsýnilega er hún jafnófær um að lifa í báðum. Fórnarlambið, Herman Tarnower læknir, var þekktur maður og auð- ugur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.