Tíminn - 14.08.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn
Föstudagur 14. ágúst 1987
Jón Gíslason stjórnarmaður Sambands eggjaframleiðenda:
„Hver höndin upp á móti
annarri hjá eggjabændum"
„Menn eru á krossgötum í sambandi við félagsmálastörf í þessum
eggjaframleiðslumálum. Það er hver höndin upp á móti annarri meðal
eggjaframleiðenda. Jón á Reykjum orðaði þetta einu sinni vel þegar hann
sagði að mcnn væru sammála um eitt og það væri aö vera ekki sammála
um neitt. Þannig er það í raun“, sagði Jón Gíslason stjórnarmaður og
fyrrverandi formaður Sambands eggjaframleiðenda í samtali við Tímann
um fjárhagslega og félagslega stöðu eggjabænda, verðlagningu eggja og
fleira í þeim dúr.“
En hvað cru margir félagsmenn
í Sambandi eggjaframleiðenda og
hver er munurinn á því og Félagi
alifuglabænda og Félagi kjúklinga-
bænda?
„Samband eggjaframlciðenda
hefur rúmlega 100 félagsmenn en
Félag alifuglabænda hefur um 20
félagsmenn. Félag alifuglabænda
getur ekki fengið opinbera viður-
kenningu sem búgreinafélag gagn-
vart stjórnvöldum vcgna þess að
félagslögin eru þannig að hænu-
fjöldinn ræður atkvæðavæginu en
ekki bóndinn sem á hænurnar.
Félag kjúklingabænda hefur hins
vegar opinbera viðurkenningu og
því eru langflestir sem eru í Félagi
alifuglabænda líka í F’élagi kjúkl-
ingabænda.
Félag alifuglabænda gekk úr
Sambandi eggjaframleiðenda þeg-
ar eggjadreifingastöðin var
stofnuð. Þegar Samband eggja-
framleiðenda stofnaði cggjadreif-
ingastöðina voru samþykktir fé-
lagsins þannig að þetta væri sölu-
félag og öllum gert skylt að selja í
gegnum það sem voru í Sambandi
eggjaframleiðenda. Við það sættu
ekki allir sig, þótt þcir hefðu sjálfir
sett ákvæðið áður.
Því var ákveðið að breyta sam-
þykktum félagsins þannig að það
yrði hagsntunafélag scm aðilar að
mörgunt dreifingarstöðvum gætu
vcrið félagar að, en það sættu ekki
heldur allir sig við þá ráðstöfun og
stofnuðu Félag alifuglabænda.
Aðalfundur Sambands eggja-
framleiðendafélagsins var haldinn
á þriðjudag þar sem menn ræddu
stöðu eggjaframleiðslumála
almennt. Þar var stjórninni einnig
falið að vinna að sameiningu Félags
alifuglabænda við Samband eggja-
framleiðenda."
Boðin berast milli kaupmanna
En hvernig er staðan í dag hjá
eggjahænduin Jón?
„Staðan er hreint afleit, sérstak-
lega vegna þess að verðið er á
bilinu 40 til 80 prósent undir fram-
leiðsluverði og er á bilinu 80 til 120
krónur til bændanna. Hinsvegarer
meðaltalsálagning á eggjum í búð-
um um 50 prósent á vöru sem
kaupmcnn gera nákvæmlega ekki
neitt við nema að leyfa henni að
vera í búðinni þar til hún selst. Við
vitum um að það hafa borist orð-
sendingar innan kaupmannasam-
takanna um að verð á eggjum ætti
að vera þetta og þetta. Verslunar-
menn hafa sagt þetta beint við
bændur", sagði Jón.
Ekki taka cggjabændur þessu
þcgjandi og hljóðalaust eða hvað?
„Nei, en þetta endar bara með
því að þetta springur".
Hvernig?
„Með niðurboðum eins og
venjulcga, menn ná ekki áttum
öðruvísi en að kveljast upp úr
skónum vegna peningaskorts.
Menn stýrast ekkcrt af öðru“.
Kemur að því að farið verður
að gera kröfur til eggja eins
og annarrar matvöru
En hvað ineö að selja egg án
milligöngu kaupmanna?
„Það var rætt á fundinum, en
rnenn sáu ekki tilganginn í því,
vegna þess að það myndi fella
útsöluverð í verslunum á meðan á
því stæði. Þetta yrði ekki heppilegt
til lengdar.
Það kemur hins vegar að því að
menn krefjast þess að farið verði
með egg eins og venjulega mat-
vöru, að egg einsog önnur matvara
fari í gegnunt eftirlitsstöðvar eins
og byrjað var á þegar ísegg starf-
aði. Útungunarstöðvar og ræktun-
armál í greininni eru líka í kalda-
koli og þar verður eitthvað að gera.
Það vilja allir að fram-
leiðslunni sé stjórnað
„Það verður að setja
framleiðslukvóta á þessa fram-
leiðslu. Það verður að stjórna
þessu með valdi því eggjafram-
leiðendur hlýða ekki öðru, hvort
sem þeir vilja viðurkenna það eða
ekki. Það eru heldur ekki nema
tveir aðilar sem eru á móti l'ram-
leiðslustjórnun, þ.e. Vallá og Nes-
búið sem hafa um 30% af lands-
framleiðslunni. Þeir eru einu aðil-
arnir sem eru á móti því að rammi
verði settur á framleiðslukvóta sent
menn geti fengið að una við í friði.
Það er bara staðreynd, að um
leið og eggjadreifingastöðinni var
lokað, þá var boðaður fundur hjá
Félagi alifuglabænda þar sem
stofnuð var óforntleg nefnd sem
átti að vinna að því að koma á
framleiðslustjórn í eggjafram-
leiðslu. í þessari nefnd erbóndinn
á Nesbúinu og bóndinn á Vallá
ásamt Asmundarstaðamönnum,
Sveinbjarnargerði og fleiri. Þetta
gekk svo langt að þeir voru búnir
að skrifa mönnum bréf og leggja
fram spurningar um hvort þeir
myndu fallast á svo og svo mikið
magn af eggjaframleiðslukvóta.
Það er því fyrst og fremst ágrein-
ingur um leiðir til stjórnunar sem
menn greinir á um, en ekki stjórn-
unin í sjálfu sér“.
Tvær leiðir til þess að stjórna
Hvaða leiðir áttu við?
„Það eru ekki til nema tvær
leiðir að mínu mati til stjórnunar á
framleiðslunni, önnur er sú að
stjórna með lögum frá landbúnað-
arráðherra en hin er sú að stjórna
með mjög háu kjarnfóðurgjaldi á
framleiðslu sem framleidd er um-
fram eitthvað ákveðið magn. Það
eru komnar allar forsendur fyrir
þessu,skýrsluskil á eggjafram-
leiðslu hafa verið lengi við lýði og
eins eru til upplýsingar um fóður-
kaup í mörg ár svo það er vitað
hvað hver og einn framleiðir. Það
er því mjög auðvelt að stjórna
þessu".
Dreifingarstöðin blakti
uns hún fauk
Finnst þér sem sagt aö stjórnvöld
sinni eggjaframleiðcndum lítið?
„Nákvæmlega ekki neitt. Það
sem hefur þó verið gert, auluðust
menn ekki til að standa við út í
gegn, samanber það sem var gert
þegar dreifingarstöðin var sett á
laggirnar. Dreifingarstöðin var sett
á laggirnar fyrir tilstilli stjórnvalda
en það vantaði rammann utan um
myndina. Hún blakti bara eins og
strá í vindi uns hún fauk. Ef menn
byrja á aðgerðum þýðir ekki annað
en halda utan um þær. Það reyndist
ekki pólítískur vilji fyrir því“.
Hvernig hefur verð á cggjum
þróast síðustu ár?
„Álagning kaupmanna á eggjum
var ekki nenta 15% fyrir fjórum
árum. En um leið og bændur fóru
að skila vörunni verðmerktri,
pakkaðri og þannig frant eftir
götunum, þá hækkaði álagningin,
svo undarleg er nú þessi verslun.
Áður skilaði maður eggjunum í 30
stykkja umbúðum og fólkið í versl-
uninni vann við að pakka í neyt-
endaumbúðir.
Verð á eggjum til okkar bænda
í dag, að viðbættum þeim 20% sem
kjarnfóðurskatturinn orsakaði,
ætti að vera rétt um 200 krónur
enda samræmist það kjúklinga-
verði, því eggjaverð hefur verið
um einum fjórða lægra en kjúkl-
ingaverð.
Við reiknuðum á síðasta ári út
að ef verðið hefði verið í sömu
krónutölu og það var haustið 1985,
þá hafi menn hent út í hafsauga 120
milljónum króna úrgreininni. Fyr-
ir þá upphæð hefði eitthvað verið
hægt að gera.“
Eggjaframleiðslan með állka
hlutfall og loðdýraræktin
„Ég las það einhvers staðar um
daginn að loðdýraræktin fram-
leiddi fyrir um 400 milljónir á ári
og við vitum nú hvaða athygli og
aðstoð hún fær hjá opinberum
aðilum. Til samanburðar má benda
á að eggjaframleiðslan skilar svip-
uðum brúttóverðmætum á ári með
því að fá ekki nema 100 til 120
krónur fyrir hvert eggjakíló".
Hafa margir eggjafrainleiðendur
orðið gjaldþrota og hætt fram-
leiðslu að undanförnu?
„Einhverjir hafa hætt en ekki í
stórum stíl ennþá. Menn eru með
alveg óskaplega skuldabagga á eftir
sér og ekkert auðvelt að komast út
úr því með gjaldþrotum eða öðru-
vísi. En dænti um eggjabú sem
hafa hætt er Sætúnið".
Hvað framleiða margir bændur
á landinu egg í einhverjum mæli?
„Ætli það séu ekki um 40 til 50
bændur sem framleiða og selja egg
fyrir alvöru. Þar af eru langflestir
stutt frá höfuðborgarsvæðinu og í
Árnes- og Rangárvallasýslum“.
ABS
Dalvík:
ÞING FJORÐUNGSSAM-
BANDS NORDLENDINGA
- þriöja stjórnsýslustigið, aðalmál þingsins
IIIÁ-Akureyri
Dagana 26. og 27. ágúst n.k.
verður þing Fjórðungssambands
Norðlendinga haldið á Dalvík.
Aðalmál þingsins verður „þriðja
stjórnsýslustigið“, en auk þess verða
fjölmiðlamál ofarlega á baugi.
Þingið verður sett fimmtudaginn
26. ágúst kl. 13.30 og að því búnu
hefjast þingstörf. Aðalmál þingsins
verður „þriðja stjórnsýslustigið“,
þ.e. hvort konta eigi á einskonar
fjórðungsstjórnum. eða héraðs-
stjórnum sem séu eins konar millistig
milli ríkis og sveitarstjórna. Fram-
sögumaður verður Sigurður Helga-
son bæjarfógeti á Seyðisfirði. Skipan
héraðsnefnda og byggðasamlaga
verða einnig til umræðu á þinginu,
en um er að ræða nýtt nafn á
verkefnasamstarfi sveitarfélaga og
mun Áskell Einarsson formaður
Fjórðungssambandsins kynna tillögur
þessar. Sigurgeir Sigurðsson bæjar-
stjóri á Seltjarnarnesi er aðalfram-
sögumaður um breytt verkefna- og
fjárhagsskil sveitarfélaga. Bárður
Halldórsson skrifstofustjóri Há-
skólans á Akureyri mun kynna verð-
adi kennslu, og Lárus Jónsson verk-
efnisstjóri hjá Þróunarfélagi íslands
mun kynna hugmyndir um þróun og
fjárfestingarfélög á landsbyggðinni.
Nefndastörf á Fjóðungsþinginu
verða með örlítið öðrum hætti en
verið hefur, þ.c. að framsöguræður
verða haldnar í nefndunum um ein-
stök málefni. Sem dæmi má nefna að
1 Byggða- °g strjálbýlisnefnd mun
Egill Bjarnason ráðunautur og for-
maður Ræktunarsambands Norður-
lands skýra frá athugunum á búskap-
arstöðu, og afleiðingar samdráttar
verða ræddar. Varðandi störf menn-
ingarmálanefndar má geta þess að
ætlunin er að fá fulltrúa ljósvaka-
miðlanna til skrafs og ráðagerða um
hvaða leiðir eru heppilegastar fyrir
Norðlendinga til að öðlast yfirráð yfir
eiginn miðli. Fjöldi annarra mála
eru á dagskrá, og verður nánar skýrt
frá þinginu og niðurstöðum þess
síðar.