Tíminn - 14.08.1987, Side 6
6 Tíminn
Konur sýna myndlist að sumri til í Reykjavík
Föstudagur 14. ágúst 1987
Félag íslenskra myndlistamanna:
BIRNA SÝNIR í
GARDASTRÆTI6
í FÍM- salnum, Garðastræti 6 opnar í dag
klukkan 17:00 myndlistasýning Birnu Kristj-
ánsdóttur. Birna er fædd í Reykjavík þann 11.
nóvember 1956. Eftir að hafa lokið stúdcnts-
prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið
1976 fékk Birna styrk til frönskunáms og
dvaldi í Frakklandi um nokkurra mánaða
skeið. Hún lagði því næst stund á frönsku við
Háskóla íslands en komst, að eigin sögn, að
raun um að hún væri ekki búin að fá nóg af
flakki og hélt því aftur til Frakklands, þar sem
hún dvaldi í eitt ár við nám. Birna kom því
næst og lauk hjúkrunarnámi frá Háskóla
íslands en hélt svo út til Þýskalands þar sem
hún segir að „alvarlegt galleríhopp“ sitt hafi
byrjað. Árið 1982 hélt Birna til Bandaríkjanna
þar sem hún hóf faglegt myndlistarnám sitt.
Hún lauk BFA - gráðu(Bachelor of Fine Arts)
frá listadeild Háskólans í lowa vorið 1986 með
textíllist sem aðalgrein og hefur síðan lagt
stund á framhaldsnám í myndlist í Kaliforníu.
Sýningin í FÍM - salnum er fyrsta einkasýning
Birnu hér á landi, en hún hefur jafnframt tekið
þátt í samsýningum í Bandaríkjunum. Birna
telur myndsköpun sína til textíllistar, þótt hún
sé komin töluvert langt frá þeim greinum eða
því handverki sem lengst af hefur þótt liggja
til grundvallar tcxtíl. Margt er í vcrkunum sem
virðist gcra þau að „málverkum", en blönduð
tækni þcirra vísar þó út fyrir þann ramma. Auk
þess að mála, klippir Birna, litar og límir efni
sem mynda lagskipta fleti. Þannig er leitast
við að skapa litum rúm en jafnframt að láta
það efni sem unnið er á vera meira en flöt sem
hverfur undir litum verksins. Tólf vcrk eru á
sýningunni, öll unnin á síðustu tólf mánuöum.
Þau eru til sölu.
Sýningin er opin frá kl. 14:00 -19:00 alla daga
og aðgangur er ókeypis.
Birna Kristjánsdóttir við eitt verka sinna.
Tímamynd: Pjelur
Ragna í góðra vina hópi í Sundlaugunum með citt verka sinna.
Ásmundarsalur:
0LÍU ■ 0G VATNSUTA-
MYNDIR RÖGNU BJARGAR
í Ásmundarsal stendur yfir sýning Rögnu
Bjargar Sigrúnardóttur, á olíu- og vatnslita-
myndum. Ragna Björg er fædd í Reykjavík
þann 3. júlí 1964. Tíu ára gömul sótti Ragna
sitt fyrsta námskeið í Myndlista- og Handíða-
skólanum. þar sem hún eyddi mörgum stund-
um næstu árin. Eftir að hafa lokið stúdcnts-
prófi í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið
1983 hélt hún til Bandaríkjanna þar sem hún
hóf leiklistarnám við Lee Strasberg skólann í
New York. Þar stundaði hún nám í hálft ár en
innritaðist því næst í New York University þar
sem hún lagði stund á leiklist og myndlist í
hálft annað ár. Síðasta haust flutti Ragna til
Los Angeles og hóf leiklistarnám í Institute of
the Art, hinum virta skóla sem Walt Disney
stofnaði og rak á sínum tíma. Þar hyggst
Ragna dvelja næstu tvö árin, eða þar til hún
hefur lokið námi.
Sýningin í Ásmundarsal er þriðja einkasýn-
ing Rögnu. Fyrsta sýningin var haldin á Vík í
Mýrdal og önnur sýning hennar var í Ásmund-
arsal fyrir tveimur árum. Jafnframt hefur hún
tekið þátt t' einni samsýningu. Á sýningunni í
Ásmundarsal eru 20 myndir, bæði olíu- og
vatnslitamyndir. Að sögn Rögnu er myndefnið
mjög sótt í kvikntyndir og til Los Ageles, þar
sem kvikntyndaiðnaðurinn er svo stór þáttur í
lífi fólks. Myndirnar á sýningunni eru allar til
sölu. Hún er opin virka daga frá klukkan 16:00
- 22:00 og um helgar frá kl. 14:00 - 22:00.
Sýningin stendur til 23. ágúst n.k.
Margrét horfir ásökunaraugum á þann sem steytir hnefana framan í hana. Tímamynd: brf.in
Kjarvalsstaöir:
SÝNING Á LISTA-
VERKUM MARGRÉTAR
ELÍASDÓTTUR
Næstkomandi laugardag hefst á Kjarvals-
stöðum sýning á verkum listakonunnar Mar-
grétar Elíasdóttur. Hún hóf myndlistarnám
sitt við forskóla Myndlista og handíðaskólans
í Reykjavík árin 1967 - 1969, en starfaði svo
eitt ár sem flugfreyja í bið eftir að keramikdeild
skólans yrði sett á laggirnar og útskrifaðist
þaðan árið 1971. Síðan vann hún hjá fyrirtæk-
inu Funi við rennslu einn vetur og fór því næst
í tveggja ára framhaldsnám í Konstfackskolan
í Stokkhólmi við hönnunardeild í keramik og
gleri. Eftir burtfararpróf þaðan tók hún þátt í
nokkrum samsýningum hérlendis, þá með
glermuni og lágmyndir í leir, m.a. í Norræna
húsinu og Gallerí Sólon Islandus. Margrét
hefur haldið eina einkasýningu hér á landi
áður, í Norræna húsinu fyrir 10 árum. Þar
sýndi hún skúlptúr og lágmyndir í steinleir
ásamt textílmyndum. Eftir það dvaldist Mar-
grét erlendis og ferðaðist um heiminn, auk
þess sem hún vann við fatahönnun og innrétt-
ingar í Stokkhólmi þar sem hún er búsett og
kenndi módelteikningu og skúlptúr við lista-
skóla. í Stokkhlómi hefur Margrét haldið eina
einkasýningu og tekið þátt í ýmiskonar sam-
sýningum, nú síðast í fyrrasumar í Kulturhus-
et.
Verkin á sýningunni á Kjarvalsstöðum eru
máluð á tæplega tveggja ára tímabili, er
listakonan helgaði sig eingöngu að því að
mála. Verkin á sýningunni eru blönduð tækni.
Sýningin verður opin alla daga vikunnar frá kl.
14:00 - 22:00 til 30.ágúst n.k.
Gallerí Borg:
JAPÖNSK LISTAKONA
SÝNIR PAPPÍRSVERK
Listakonan Taeko Mori við eitt verka sinna.
f Gallerí Borg við Austurvöll stendur yfir
sýning á pappírsverkum Taeko Mori. Taeko
er fædd þann 12. júní árið 1952 í borginni
Shizuoka í samnefndu héraði í Japan. Hún hóf
listnám í heimaborg sinrii á menntaskólaárun-
um. þá undir handleiðslu fyrsta kennara síns
M.Okamura. eins af fremstu listamönnum
héraðsins. Átján ára gömul fluttist Taekó til
Tokyo og innritaðist í Suibata - Bijutsugakuin
listaskólann þar sem hún stundaði nám næstu
tvö árin. Því næst stundaði hún nám við
Nýlistaskólann í Tokyo en hélt árið 1973 til
Frakklands þar sem hún stundaði nám við
Ecole National Superieur des Beaux Arts í
París næstu fimm árin. Eftir að hafa útskrifast
þaðan vann Taekó mest að vefnaði og naut þá
handleiðslu kennara síns, Gion Silvestri. Árið
1981 snéri hún aftur til heimalands síns þar
sem hún hefur ofið, málað og gert pappírsverk
sín til þessa dags. Taeko er gift Halldóri
Stefánssyni, sem kennir mannfræði við Osaka-
Gakuin háskólann í Osaka.
Sýningin í Gallerí Borg er sjöunda einkasýn-
ing listakonunnar en hún hefur jafnframt tekið
þátt í fjölda samsýninga í Frakklandi og
Japan.Sýningin er opin virka daga frá kl. 10:00
- 18:00 og frá kl. 14:00 - 18:00 um helgar.
Henni lýkur 22. ágúst. IDS
IDS