Tíminn - 14.08.1987, Qupperneq 20
Sjá nánar á um leikina á bls. 12.
Víðismenn brutu blaö í sögu
bikarkeppninnar á íslandi í gærkvöldi
er liðið komst í fyrsta skipti í úrslit
keppninnar. Víðir vann frækinn sigur
á Valsmönnum suður í Garði. Víðir
mætir Fram í úrslitaleiknum. Fram
sigraði Þór á Laugardalsvelli í gær
3-1 og var sigur þeirra sanngjarn.
1987
1/. MAK8
Tíiniim
m
Kópavogur samþykkti hæstu
kunnu gjaldskrá leigubíla
■
■
m
H
■“i
wgmm
Leigubílamál Kópavogsbæjar
eru nú að taka á sig nýja mynd og
ýmislegt bendir til þess að samning-
urinn við Bæjarleiðir sé langt frá
því að vera hagstæður. Þegar
samningurinn er skoðaður og bor-
inn saman við venjulega gjaldskrá
kemur í ljós að hér er um yfirborg-
un að ræða. Hefur Traðarstæði
Bæjarleiða í Kópavogi hlotið fá-
dæma vinsældir bílstjóranna. Það
er nú með „feitustu" stæðum í
bænum og talað er í hálfum hljóð-
um um uppgrip.
Þá hefur það hcyrst að starfs-
menn bæjarins séu margir hverjir
afar óánægðir með breytingar
bæjarstjórnar og kemur sú óánægja
fram í óhagkvæmri notkun leigu-
bílanna.
Rétt er að taka það fram að í
fréttinni í Tímanum í gær olli það
einhverjum misskilningi að tekið
var dæmi af heimilishjálpinni. Til
að forðast þann misskilning hefði
e.t.v. verið réttara að taka dæmi af
heimahjúkrun eða ferðum yfir-
fóstranna, þar sem þar hefur bíla-
notkun, og greiðslur fyrir hana,
verið mun ntciri en í sambandi við
heimilishjálpinu. Raunar eru það
einungis stjórnendur heimilishj álp-
arinnar sem hafa heimild til leigu-
bílanotkunar, en starfsstúlkurnar
fá strætómiða.
Óbreytt stendur sú staðreynd að
bæjarstarfsmenn hafa samið af sér
gagnvart Bæjarleiðum, viljandi
eða óviljandi. Erfitt er að ímynda
sér að nokkur hafi verið svo illa að
sér að hafa getað gert þetta óvilj-
andi, svo klaufalegur er samning-
urinn. Taldi heimildarmaður Tím-
ans að flestir þeir sem nota verða
þessa leið til að komast á milli í
starfi sínu, væru á móti fram-
kvæmdinni.
Þannig er staðið að pöntun leigu-
bíla að bílstjórunum blöskrar sjálf-
um og þykir nóg unt. Mestu upp-
grip eru að morgni til og spara
mætti verulegan pening á því að
panta einn bíl sameiginlega eða
hreinlega að fara eftir ntæli. Hag-
stæðara hefði verið fyrir Kópavog
að gera engan samning við leigu-
bíla.
Sem dæmi um sóun bæjarfélags-
ins þá ber það oft við að einn og
sami bíllinn fari 4-5 túra á klukku-
stund. Það stafar af því að leikur
er gerður að því að biðja bílstjór-
ann að hinkra við í nokkrar mínút-
ur og hefja svo nýjan túr að bragði.
Þar sem samningurinn hljóðar upp
á að greiða beri 200 krónur fyrir
innanbæjarskutl, fást út úr þessu
av0.,, r—.1’ V-óó .................................
-
Samningurinn við Bæjarleiðir og sýnishorn af rcikningi sem leigubílstjórar
framvísa til bæjarins.
tveir innanbæjartúrar, eða samtals
400 krónur. Þetta er strangt til
tekið samkvæmt samningnum. Þar
er kveðið á um að innanbæjarskutl
eigi að kosta 400 kr. ef skutlið er
fram og til baka. í þessu ákvæði
felast tvenn startgjöld. Samkvæmt
mæli hefði túrinn aðeins orðið um
250-300, ef bflfinn hefði verið látinn
bíða og halda áfram án þess að
hefja nýjan túr á heimleiðinni. Þá
er og athyglisvert að ef farið er út
fyrir bæjarntörkin á skutiið að
kosta 300 kr. en 600 kr. ef það er
fram og til baka. Samkvæmt upp-
lýsingum hjá einum heimildar-
manna Tíntans er meðal reikningur
bílstjóra eftir góða viku um og yfir
10.000 kr. og efaðist hann um að
milljónin sparaðist eins og Kristján
Guðmundsson talaði um í gær.
Taldi heimildarmaður Tímans
þvert á móti að „óhætt væri að
bæta einni til tveimur milljónum
við fjárhagsáætlun vegna þessarar
vitleysu. Þetta er þeytingur á allt of
mörgum bílum og óráðsía."
í lokaorðum samningsins er haft
orð á því að mikilvæg’t sé að vel
takist til, þar sem svokallaðir
Greiðabílar geti sinnt akstri þess-
um ef Bæjarleiðir ekki standi sig í
starfi þessu.
KB
ÍHS!
Fulltrúar námsmanna í stjórn LÍN:
Alvöru framfærsla
verði grundvöllur
Fulltrúar námsmanna í stjórn
Lánasjóðs ísl. námsmanna hafa bor-
ið fram tillögu um að á næsta
skólaári verði gerð könnun meðal
íslenskra námsmanna hérlendis og
erlendis á raunverulegum fram-
færslukostnaði. Niðurstöðurnar
verði notaðar ásamt öðrum opinber-
um upplýsingum til að ákveða raun-
verulega fjárþörf námsmanna fyrir
skólaárið 1988-1989.
Ætlast er til að könnunin verði
sambærileg fyrri slíkum könnunum
og samhliða henni verði haldið
áfram að safna og vinna úr þeim
opinberu upplýsingum sem fáanleg-
ar eru um framfærslukostnað
námsmanna í öllum námslöndum.
Einnig er lagt til að sérstök nefnd
verði skipuð af stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna og í henni eigi
sæti einn fulltrúi tilnefndur af náms-
mannahreyfingunum og annar til-
nefndur af fulltrúum ríkisstjórnar-
innar í stjórn LlN til að annast
umsjón með verkefninu.
Sambærileg könnun hefur ekki
verið gerð síðan 1973, þrátt fyrir að
í lögum LÍN sé kveðið á um að eitt
af hluverkum stjórnar sjóðsins sé að
annast gagnasöfnun varðandi þörf
námsmanna á opinberri aðstoð.
ABS
Bjórdrykkjumenn:
Gleymið
ekki
bjórnum!
Það er fátt grátlegra fyrir ís-
lcnska bjórunnendur en að
gleyma bjórnuni sínum á leið inn
í ísland hið bjórlausa. Þó hafa
allra hörðustu bjórþambarar
gengið í gegnum flugstöð Leifs
Eiríkssonar á Kcflavíkurflugvelli
á leið til landsins og skilið eftir
bjórkassann sinn, scm þeir þó
hafa borgað.
Það er því ekki að ástæðulausu
að menn eru áminntir um að
glcyma ekki bjórnum sínum í
algleyminu við að bíða eftir
töskunum slnum. Það cr nefni-
lega svo í dag að bjórinn er
borgaður við kassa í fríhafnar-
vcrsluninni á efri hæð flugstöðv-
urinnar, en aflientur gegn kassa-
kvittun við hlið töskurennibanda
á neöri hæð hússins. Tímam.vnd
Pjelur
Níels Árni Lund
Níels Árni
í land-
búnaðinn
Níels Árni Lund, ritstjóri Tím-
ans er kominn í launalaust leyfi
frá Tímanum fram til næstu ára-
móta. Að ósk Jóns Helgasonar
hefur hann verið ráðinn til land-
búnaðarráðuneytisins til að sinna
þar kynningarstörfum ásamt því
að vera ráðherra til aðstoðar í
ýmsum verkefnum. Tíminn óskar
Níelsi góðs gengis á nýjum vinnu-
stað.