Tíminn - 04.09.1987, Side 2
2 Tíminn
Föstudagur 4. september 1987
Fundur um
samgöngumál
Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, efnir
til funda með sveitarstjórnarmönnum um sam-
göngumál á þeim stöðum sem nánar greinir í
auglýsingu þessari.
Á fundinum flytur ráðherra framsöguerindi um
samgöngur í viðkomandi landshluta, en síðan
verða almennar umröeður.
í för með ráðherra verða fulltrúar stofnana er heyra
undir samgönguráðuneytið og munu þeirtaka þátt
í umræðunum, svara fyrirspurnum og veita upplýs-
ingar eftir þörfum.
Fundirnir, þ.á.m. fundarstaður og tími, verða
nánar kynntir síðar í samráði við forystumenn
landsftlutasamtaka sveitarfélaga.
Vestf jarðakjördæmi:
í Reykjanesi við ísafjarðardjúp í tengslum við
ársfund Fjórðungssambands Vestfirðinga, föstu-
daginn 4. sept., kl. 13.00.
Suðurlandskjördæmi:
Á Selfossi, fimmtudaginn 24. sept., og í Vest-
mannaeyjum, föstudaginn 25. sept.
Norðurlandskjördæmi eystra:
Á Akureyri, þriðjudaginn 29. sept.
Norðurlandskjördæmi vestra:
Á Sauðárkróki, miðvikudaginn 30. sept.
Austurlandskjördæmi:
Á Egilsstöðum, þriðjudaginn 6. okt., og á Horna-
firði, miðvikudaginn 7. okt.
Vesturlandskjördæmi:
í Stykkishólmi, föstudaginn 9. okt.
Reykjaneskjördæmi:
í Keflavík, þriðjudaginn 13. okt., og í Kópavogi,
fimmtudaginn 15. okt.
Reykjaneskjördæmi:
í Keflavík, þriðjudaginn 13. okt., og í Kópavogi,
fimmtudaginn 15. okt.
Reykjavík:
Fundur með borgaryfirvöldum, föstudaginn 16.
okt.
Samgönguráðuneytið.
V
Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri
Læknaritarar
Viljum ráða í tvær 50% stöður læknaritara á
Bæklunardeild og Lyfjadeild. Vinnutími er frá kl.
12.00-16.00. Upplýsingar veita læknafulltrúar við-
komandi deilda.
Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist skrifstofustjóra
F.S.A.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
St. Jósefsspítali
Landakoti
Deildarritara
Óskum eftir að ráða deildarritara í fullt starf nú
þegar á handlækningadeild 3 B og gjörgæslu.
Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarstjórnar
alla virka daga frá kl. 10.00-16.00.
Reykjavík 3. september
Fjölmiðlaheimijrinn:
ÚTVARP RÓT A
LEID í L0FTID
Aö líkum lætur að Útvarp Rót
verði næsta viðbótin í íslenskum
fjölmiðlaheimi. begar hafa 30 ein-
staklingar, sent starfað hafa í ýmsurn
félagasamtökum, stofnað með sér
hlutafélag undir nafninu Útvarpsfé-
lagið Rót hf.
í fréttatilkynningu segir aö til-
gangurinn með stofnun félagsins sé
að koma á fót grasrótarútvarpi, sem
muni útvarpa til Faxaflóasvæðisins.
Markmiðið sé ekki að afla hagnaðar
heldur að skapa vettvang fyrir þjóð-
félagslega og menningarlega unt-
ræðu. Þannig muni útvarpið leggja
sérstaka rækt við umræðu um mann-
réttindamál, þjóðfrelsisntál, velferð-
armál, verkalýðsmál, umhverfismál.
menningarmál, friðarmál, kvenfrels-
ismál og síðast cn ekki síst uppeldis-
og menntamál.
Þá er annað nýnæmi varðandi hið
nýja útvarp það að dagskrárgerðin
verður í höndum þeirra einstaklinga
og samtaka, sem áhuga hafa á að
notfæra sér þá aðstöðu sem hún
hefur upp á að bjóða. Síðan þegar
stöðin vex er ætlunin að hafa dag-
skrárliði í nafni Útvarps Rótar, s.s.
frcttaþjónustu í tengslum við óháðar
erlendar fréttastofur.
Segja aðstandendur útvarpsins aö
lífsnauðsynlegt sé fyrir félagssinnað
fólk og félagasamtök að taka saman
höndum í uppbyggingu og fyrirhug-
aðri starfsemi Rótar.
í því skyni verður boðið til kynn-
ingarfundar um Rót hf. miðvikudag-
inn 9. scptember kl. 20:30 í sam-
komusal Sóknar að Skipholti 50A og
hafa 250 félagasamtökum verið send
fundarboð. A fundinum geta þessir
aðilar skráð sig fyrir hlutabréfum á
minnst 5000 kr. hvern hlut, en þó
með þeim fyrirvara að enginn einn
aðiii getur farið með meira en 4%
atkvæða í félaginu. Ætlunin er að
afla 3,5 - 4,5 m.kr. á þennan hátt.
f>á má fá nánari upplýsingar hjá
starfsmanni Rótar hf. á skrifstofu
félagsins að Mjölnisholti 14, 3.h.,
þar sem opið er frá 15.00 - 17.00
daglega og í síma 91-623610.
Hið nýja húsnæði félags eldri borgara
Tímamynd Pjetur
Vetrarstarf eldri borgara aö hefjast:
Alltaf eitthvað að
gerast í nýju húsi
Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni hefur nú fengið nýtt
húsnæði til afnota fyrir félagsstarfið.
Það er í Sigtúni 3, annarri hæð og
tekur salurinn um 250 manns í sæti
og er fyrirhugað að taka til starfa
laugardaginn 5. september. Þá verð-
ur húsið opið frá klukkan 13 til
klukkan 17 og verður dagskrá frá
klukkan 1.
Um kvöldið verður skemmtun
sem hefst með borðhaldi klukkan
19.30. Þásyngur Friðbjörn G. Jónas-
son við undirleik Sigfúsar Halldórs-
sonar og Karl Guðmundsson leikari
les upp, og síðan verður dansað.
Miðar á skemmtunina verða seldir á
skrifstofu félagsins í Nóatúni 17.
Opna húsið sem var á laugardög-
um í Sigtúni við Suðurlandsbraut
hcfur nú færst yfir á sunnudaga. Á
nýja staðnum verður hins vegar
alltaf eitthvað að gerast á hverju
kvöldi. Á mánudögum eru fyrirhug-
aðar myndasýningar, á þriöjudögum
og fimmtudagskvöldum verður spil-
uð félagsvist, á miðvikudagskvöld-
um og fimmtudögum verður spilað
bridge og á föstudögum veröur upp-
lestur, annað hvort æfiþættir, sögur
eða ljóð.
Mikill áhugi er á að konta upp
ýmsum hópunt og klúbbum innan
félagsins, t.d. bókmenntaklúbbi,
leiklistarklúbbi, hljómplötuklúbbi
og mörgu fleira. - SÓL
Útvegsbankamálið
reifað í gær
Aðilar þeir sem gert hafa tilboð
í hlutabréf ríkisins í Útvegsbank-
ann hf. áttu í gær fund með við-
skiptaráðherra í framhaldi af ósk
ráðherrans um slfkar viðræður. En
eins og fram kont í Tímanum í gær
hyggst ráðherrann leita samkomu-
lags ntilli aðilanna tveggja urn
skiptingu á kaupum á Útvegsbank-
anum.
Jafnframt er á dagskrá þessara
viðræðufunda auk Útvegsbankans
sjálfs sú spurning hvort og hvernig
möguleiki sé á sameiningu og hag-
ræðingu bankakerfisins. Á fundin-
um í gær voru „málin reifuð" eins
og það var orðað en engin niður-
staða fékkst. Samkvæmt heimild-
um Tímans eru fáir fletir á þessu
máli sem leitt gætu til santkomulags
ef nokkur. Viðræðununt verður þó
haldið áfram. en að sögn Jóns
Sigurðssonar verða þessi mál skoð-
uð í ráðuneytinu út þennan mánuð
og á meðan verða bréfin ekki seld
öðrum.