Tíminn - 04.09.1987, Page 3

Tíminn - 04.09.1987, Page 3
Föstudagur 4. september 1987 Tíminn 3 Bergur Jónsson rafmagnseftirlitsstjóri: Oft bregðast fagmenn alveg "Rafmagnseftirlitið verður þess oft áskynja, að fagmenn hafi valið rangt raffangaefni, gengið frá lögn- um og tengingum svo að ekki samræmist reglugerð eða faglegum vinnubrögðum. Stundum bregst allt, hönnun, frágangur og eftirlit. Þá er illa komið. Leitin að þekk- ingu, löngunin til að auka víðsýni og vandvirkni á að vera í fyrirrúmi í daglegu lífi hvers manns, fag- manna sem leikmanna. Einhvers staðar hafa veigamiklir þættir brugðist, ef mikil brögð eru að slíkum raflögnum eða rafork- uvirkjum," segir Bergur Jónsson, rafmagnseftirlitsstjóri, í nýrri og glæsilegri ársskýrslu Rafmagns- eftirlits ríkisins (RER). Skýrsla þessi er að sögn fyrsta sinnar tegundar í svo góðum frágangi og er það gert í tengslum við þátttöku RER í heimilissýningunni Veröld. Ásamt fjölmiklum upplýsingum öðrum er að fynna í skýrslu RER upptalningu á brunum og tjónum af völdum rafmagns og einnig sér- stakur listi yfir slys og tjón á mönnum og dýrum. Tölurnar eru vissulega hrikaleg- ar og umhugsunarverðar. Alls er talið í skýrslunni að 31 bruna og annað tjón á síðasta ári, megi rekja til rafmagns eða rafmagnsbúnaðar. Það greinist þannig að þrjú tilvik má rekja til háspennuvirkja og 28 bruna til lágspennuvirkja. Af þess- um 28 eru 11 taldir frá raflögnunt, 12 frá biluðum raftækjum og 5 brunar frá rangri eða óvarlegri notkun raftækja. Fimrn slys urðu á mönnum á árinu senr rekja má beint til rafbún- aðar. Tvö þeirra voru í rafvirkjun en þrjú í öðrunr starfsgreinum. Þá drápust þrjú hross vegna snertingar við háspennulínu og sex svín dráp- ust af rafstraum frá lágspennu vegna bilunar í neysluveitu. Fjölmargt annað fróðlegt kemur franr í skýrslunni sem dreift verður á sýningunni Veröld á meðan hún stendur. Síðar er fyrirhugað að þessi fyrsti upplýsingabæklingur verði borinn í hvert hús á landinu, ef vera kynni að það mætti hvetja menn til að hugsa almennt um vandaðri frágang og vinnubrögð, leika sem lærða. KB Af hverju „vaknaði" Verðlagsráð ekki fyrr en eftir 9 ára starfstíma? Garðyrkjumenn íhuga áfrýjun til dómstóla Úr því að vcrðlagsyfirvöld hafa getað „þolað“ verðlagningaraðferð Sölufélags garðyrkjumanna (fram- boð/eftirspurn) í 47 ár og aldrei gert athugasemdir, hvers vegna geta þeir þá með engu móti þolað hana í 6 mánuði í viðbót, þ.e. þangað til íyrirhugaður uppboðsmarkaður tek- ur til starfa næsta vor? Þessi spurning kemur fram í fréttatilkynningu sem SFG sendi frá sér vcgna úrskurðar Verðlagsráðs um ólöglegar verð- lagningaraðferðir félagsins. Að verð á blómkáli skuli t.d. lækka úr 210 kr. kílóið í byrjun niður í 50 kr. á háuppskerutíma og verð á gulrófum úr 75 kr. niður í 20 krónur kílóið telur Sölufélag garðyr- kjumanna gott dæmi um það að framboð og eftirspurn sé látið ráða við verðlagningu á garðávöxtum hjá félaginu. Sami háttur hafi verið hafð- ur á verðlagningunni öll 47 starfsár SFG, en Verðlagsráð hafi þó ekki á sínum 9 ára starfstíma séð neinn annmarka á henni fyrr en nú í sumar. SFG telur „ákvörðun" Verðlags- ráðs, sem tilkynnt hafi verið án alls rökstuðnings, byggða á rangri túlkun verðlagslaganna og að hún sé að auki haldin alvarlegum formgöllum. íhugar félagið af þeim sökum að áfrýja „ákvörðuninni" til dómstóla. - HEI Áhöfnin á Venusi HF-519 á skólabekk aftur. Kennslan er hagnýt og tekur ca eina viku. Áhöfn Venusar í Fiskvinnsluskólanum: Lærir um meðferð fisks Nú stendur yfir í Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði námskeið fyrir áhöfn frystitogarans Venusar HF 519 og er námskeiðið haldið að frumkvæði útgcrðar togarans og er fyrsta námskeið þessarar tegundar sem haldið cr fyrir áhafnir frysti- togara. Námskeiðið er að mestu bóklcgt og stendur í eina viku. Námsefni er fjölbreytt og spannar flesta þætti sem snerta vinnslu sjávarafla. Leið- beincndur eru frá Fiskvinnslu- skólanum og víðar að og eru með sérþekkingu hver á sínu sviöi. Þess skal getið að öðrurn áhöfnum frystitogara stendur slíkt námskeið til boða. Nánari upplýsingar fást í síma 53547 hjá Lárusi Björnssyni. Meðal þess sem áhöfn Venusar lærir er hagnýting fiskafla, hráefnis- gæði, gerlagróður, hreinlæti, um- hirða, meðferð og stillingar flöku- narvéla, æti og næringarástand fisks, þrifaðferðir og búnaður og um sníkj- udýr í fiski, svo nokkur dæmi séu tekin úr kennsluskránni. Yfirleitt er kennt frá 8 á morgnana til 17 á daginn. Allir að drífa sig! - SÓL Sprengisandur úr eigu Tomma GGS hf. hefur komist að sam- komulagi við Tómas Andrés Tómas- son, Tomma, um kaup á veitinga- staðnum Sprengisandi við Bústaða- veg í Reykjavík. Breytingar á rekstrinum eru að sögn ekki fyrir- hugaðar enn sem komið er. Fyrir- tækið GGS hf. á og rekur fjóra Tomma hamborgarastaði fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt því að hafa keypt alla þessa staði af Tomma hefur fyrirtækið selt fram- leiðsluleyfi á Tomma hamborgurum til 23 skyndibitastaða um allt land og sér GGS einnig um öll innkaup fyrir þessa staði. Framkvæmdastjóri GGS hf. er Gissur Kristinsson og er skrifstofa hans að Grensásvegi 12 í Reykjavík. KB Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í vinnslu minningargreinar eftir Kristján Guðbjartsson um Áslaugu Guðm- undsdóttur að málsgrein féll niður þar sem fjallað er um næst elstu dóttur Áslaugar. Málsgreinin senr féll niður er svona: „ Soffía. kennari áður í Ólafsvík nú í Hafnarfirði. Gift Þráni Þorvaldssyni, múraram- eistara. Þau eiga fjögur börn og eina fósturdóttur." Jafnframt misritaðist nafn Ragn- heiðar yngstu dóttur Áslaugar á einum stað í greininni. Tíminn biöur hlutaðeigandi velvirðingar á þessunr f pfaff ] í Kringlunni Fyrir þá sem sauma í hinni nýju verslun PFAFF í Kringlunni er lögö sérstök áhersla á þjónustu viö þá sem sauma. Seljum margs konar tvinna og minni hluti tengda saumaskap. Gefið ykkur tíma til aö skoöa PFAFF saumavél- arnar og HORN saumavélaborðin, sem henta fyrir allar helstu saumavélategundir. Framvegis verður sýnikennslaá PFAFF saumavélar alla föstudaga og laugardaga milli kl. 14.00 og18.00 a föstudögum og 14.00-16.00 á laugardögum. PFAFF Kringlan S: 68 91 50 / Borgartún 20 S: 2 67 88

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.