Tíminn - 04.09.1987, Qupperneq 6

Tíminn - 04.09.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur 4. september 1987 Hálendiseftirlit lögreglunnar: Vafasömum ökuferðum fækkaði mjög mikið „Hálendiseftirlit lögreglunnar er gott nýmæli, því stærsti hluti lands- ins er án löggæslu, t.d. hálendið í víðustu merkingu og við verðum að fara að koma á skipulagningu á þessi mál og miða t.d. við þjóð- garða í Bretlandi og Bandaríkjun- um,“ sagði Böðvar Bragason, lög- reglustjóri í Reykjavík á blaða- mannafundi sem lögreglan hélt í gær til kynningar á hálendiseftirliti lögreglunnar, scm stóð yfir í sumar. Til eftirlitsins voru settir tveir lögreglumenn á vel útbúnum bíl og hafa unnið í samvinnu við ýmsa aðila, t.d. Vegagerðina, lögreglu- mcnn, landverði og auk þess hefur verið góð samvinna við þyrluflug- menn Landhelgisgæslunnar. Eftirlitið mæltist mjög vel fyrir og var greinilegt að ýmsir, eins og t.d. ferðamenn og starfsfólk hinna ýmsu staða á hálendinu, telja að með þessu hafi öryggi viðkomandi verið aukið til muna. Þegar eftirlitið var sett af stað á sínum tíma, var málið vel kynnt, og telur lögreglan að það hafi orðið til þess að draga mjög úr umferð um hálendið við vafasamar aðstæð- ur. Prátt fyrir það bar nokkuð á því að lögreglumennirnir þyrftu að hafa afskipti af fólki sem þannig hagaði ferðum sínum að það olli skemmdum á gróðri og spjöllum á landi og var þar um að ræða menn á ýmiskonar farartækjum, t.d. jeppum og fjórhjólum. Einnig komu upp mál, eins og ölvun við akstur, réttindalaus akstur, veiðiþjófnaður, akstur á óskráðum ökutækjum og vega- spjöll svo dæmi séu nefnd. Enn er verið að vinna úr þeim málum sem upp komu, en ljóst er að það hefur skilað árangri. - SÓL Bændur beiti sér fyrir gróður- vernd Aðalfundur Stéttarsambands bænda hefur samþykkt að fela stjórn sambandsins að beita sér fyrir raun- hæfri ogöfgalausri umræðu um gróð- urverndarmál í samvinnu við önnur samtök bænda. Skorað er á alla bændur að sýna skilning og velvilja þeim sjónarmiðum sem vilja stuðla að nýtingu gróðurs og vcrndun nátt- úru. Jafnframt er lýst áhyggjum yfir hörðum deilum sem undanfarið hafa farið fram unr landnýtingu og gróð- urvernd. Þessar deilur geti skaðað hagsmuni landbúnaðarins og spillt ímynd hans meöal þjóðarinnar. Slíkt sé óþarfi þar sem flestir bændur nýti land sitt hóflega, enda cigi bændur allt sitt undir því að gæðum lands þeirra sé ekki spillt. Hins vcgar voru menn sammála um að betur mætti gera og því væri full ástæða til að vinna að þessum málum með opnum huga. - ABS Hugo Þórísson, Linda Adains M.D., dr. Thomas Gordon, Vilhelm Norðfjörð og fulltrúar Almenna bókafélagsins við kynningu bókarinnar um samskipti foreldra og barna. Tímamynd brein Taplausa aðferðin í samskiptum fólks I vikunni sem er að líða voru stödd hér á landi hjónin Thomas Gordon og Linda Adams til kynn- ingar á bók sinni „Samskipti foreldra og barna“ sem var að koma út í fyrsta sinn á íslensku. Ingi Karl Þórisson þýddi bókina. Bókin hefur verið kennd í langan tíma við upp- eldisbrautir og við menntun kennara hér á landi. Hlutverk útgáfunnar Kristinn Sigmundsson heldur um helgina tvenna tónleika, þá fyrri í Skjólbrekku í Mývatnssveit og þá seinni í Húsavíkurkirkju. Undirleikari er að sjálfsögðu Jónas Ingimundarson. Tónleikarnir í Skjólbrekku eru á laugardaginn og hefjast kiukkan 16 og seinni tónleikarnir verða á sunnudeginum og hefjast klukkan 21. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Beethoven og Schumann. núna er að gefa fleira fólki kost á að lesa um málefni þetta og það var á þeim forsendum sem Almenna bókafélagið gaf hana út. Ekki síður er ætlunin að nota hana sem undir- stöðubók í námskeiðum sem haldin hafa verið hér á landi undir sam- hljóma heiti bókarinnar. Sagði Gor- don að það væri reynsla þeirra í þeim 20 löndum þar sem bókinni hefur verið dreift, að fólk vill gjarn- an sækja námskeið eftir að hafa lesið bókina, þó að auðvitað mætti nrargt læra af bókinni einni. Hugo Þórisson og Vilhelm Norð- fjörð hafa veg og vanda af innlendu námskeiðunum sem ætluð eru öllum þeim er bæta vilja samskipti sín við aðra. Þó að yfirskriftin sé fyrst og fremst skírskotun til heilla fjöl- skyldna, er sagan ekki öll sögð. Hver fjölskylda er jú samsett af einstaklingum og það er til þeirra sem námskeiðið nær. Sömu grundvallarreglur eru not- aðar í námskeiðum sem Linda Adams hefur haldið víða um heim fyrir konur og aðra hópa. Grund- völlurinn felst í því að reyna að hjálpa fólki til að ná tökum á samskiptum sínum og að kenna því að tileinka sér hina svokölluðu tap- lausu aðferð. Hún felst í því að enginn aðili að samskiptum tapi eða gefi eftir á eigin kostnað. Námskeið- in gefa fólki tækifæri til að þjálfa með sér nauðsynlegustu hæfileikana með aðstoð leiðbeinenda, áður en farið er út í raunveruleikann. Bókinni og námskeiðinu er ætlað að kenna fólki eins og fólki og persónum, en ekki endilega eins og kennurum, foreldri, maka, forstjóra eða fóstru, að sögn Lindu Adams. Thomas Gordon bætti því við að með starfi sínu væru þau að revna að kenna fólki að finna jafnvægiö á milli þess sem aðrir vilja og þess sem þú vilt. Einnig væri það markmið haft að leiðarljósi að menn eyði ekki of löngunr tíma í að taka ákvörðun eftir þessari aðferð. KB Sproti hf. hefur þegar sent frá sér ICY-Vodka og ICY-Kavíar, en núna kemur líka ICY-Demantsíld fyrir sælkerana. ICY- Demant- síld Stór, þykk og matarmikil síldar- flök eru nú að koma á markaðinn undir vöruheitinu ICY-Demantsíld. Verða flökin næst því sem fólk átti að venjast af Norðurlandssíldinni, sem hvarf af miðunum árið 1967. Hráefnið er fengið með því að Söltunarstöð Verktaka hf. á Reyðar- firði velur úr stærstu og fallegustu síldina sem veiðist að haustinu fyrir Austurlandi. Reyðfirðingarnir salta þessa gæðasíld og sjá um alla meðferð hennar í þá mánuði sem hún þarf að liggja í salti, áður en hún er tilbúin til marineringar. Eftir það er hún marineruð á sama stað eftir gamalli heimilisuppskrift sem naut mikilla vinsælda á síldarárunum á Siglufirði. Fylgir sögunni að þar hafi menn þótt kunna betur en annars staðar að verka síld. Á síldarvertíðinni á haustmánuð- um gengur síldin langt inn á firði fyrir austan og veiðist stundum alveg bókstaflega við bryggjusporðinn á Reyðarfirði. Hún berst því á land eins ný og fersk eins og hægt er að hugsa sér. Hér er því ekki unr venjulega síld að ræða sem velkst hefur oft á tíðunr í löngunr flutning- um. En eins oggefur að skilja verður magnið takmarkað þar sem ekki er mikið af stórri Demantsfld í íslensk- um síldarstofnunr. ICY-Demantsíld er þriðja vöru- tegundin sem Sproti hf. sendir frá sér. Fyrir eru á markaðnum ICY- Vodka og ICY-Kavíar og hefur hvort tveggja hlotið góðar viðtökur hér heima. Stefnt er að sölu á erlendunr vettvangi, bæði austan hafs og vestan á næstunni. Það er Lindá í Reykjavík sem sér um dreifingu á Demantsíldinni. "________________KB Drögum úr hraða - ökum af skynsemi! yUMFEROAR RÁÐ Skákþing íslands 1987: NIU UMFERDIR EFTIR MONRAD Skákþing íslands 1987 verður haldið í félagsheimili T.R. að Grensásvegi 46 dagana 11. - 13. september n.k. Keppni í drengja- og telpna- flokki (14 ára og yngri) verður þessa sömu daga og verða tefldar níu umferðir eftir Monrad kerfi og er umhugsunartími 40 mínútur á skák fyir keppanda. Verði næg þátttaka, verður sér- stakur telpnaflokkur, annars verð- ur haft sama fyrirkomulag og undanfarin ár. Umferðartaflan gerir ráð fyrir að 11. september frá 19.00 - 23.00 verði tefldar fyrsta, önnur og þriðja umferð. Þann 12. september frá 13.00 - 18.00 verði tefldar fjórða, fimmta og sjötta umferð og á sunnudeginum 13. september frá 13.00-18.00 verði tefldarsjöunda, áttunda og níunda umferð. Skákstjóri verður Ólafur H. Ólafsson. - SÓL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.