Tíminn - 04.09.1987, Síða 12

Tíminn - 04.09.1987, Síða 12
12 Tím+nn Föstudagur 4. septemö«f 1^87 FRÉTTAYFIRUT BAHREIN — íranskir bylt- ingarveröir réöust á hraðbátum ; sínum á japanskt vöruflutn- ingaskip og á ítalska freigátu og notuðu vélbyssur og rakett- ur í þessari skyndiárás sinni. Hún kom skömmu áöur en bandarísk herskip sigldu meö nýjum hóp olíuflutningaskipa frá Kúvait upp Persaflóann. Tveir sjómenn létu lífiö á þriðjudag þegar írakskar þotur geröu árás á lítinn birgöabát. Þetta voru fyrstu dauðsföllin frá því á laugardeginum þegar „tankskipastríöiö" braust út aö nýju. TOKYO — Japanskir sjó- menn og skipaeigendur voru sammála um aö fresta öllum skipasiglingum um Persafló- ann þar til á laugardag. MOSKVA — Vestur-Þjóö- verjinn ungi Mathias Rust, sem flaug á lítilli flugvél sinni til Moskvu og er nú fyrir rétti, neitaöi í gær vitnisburöi um aö hann heföi sagt rétt eftir aö hann lenti í grennd viö Rauða torgiö aö hann heföi farið þessa ferö í gamni. ULSAN — Óeirðarlögregla í Suður-Kóreu skaut táragasi aö þúsundum verkamanna sem réöust inn í hótel og búöir á fjöldagöngu sinni sem varin var til aö mótmæla dauða eins starfsfélaga sem lést þegar bíl var ekið inn i hóp verkfallsm- anna. MANILA — Herinn á Filipps- eyjum sagöi aö níutíu og einn maöur heföi látiö lífiö þegar skæruliöar kommúnista not- færöu sér sundrunguna í her landsins í vikunni og réöust á herstöð og böröust viö her- sveitir. COLOMBO — Skæruliöar úr hópi tamíla á Sri Lanka skutu til bana múslimskan embættismann í austurhluta landsins og múslimar kveiktu í húsi tamílahóps i hefndar- skyni. JERÚSALEM - Mörg hundruð starfsmenn flugvéla- verksmiðja í ísrael lentu í átök- um við lögreglu fjórða daginn í röö. Átökin eiga rætur sínar aö rekja til þeirrar ákvöröunar stjórnvalda aö hætta viö fram- leiðslu á Lavi herþotunum. PEKING — Henry Kissinger fyrrum utanríkisráöherra Bandaríkjanna sagöi í Peking í gær aö umbótatilraunir Mikhail Gorbatsjovs Sovétleiö- toga þýddu hættu fyrir önnur lönd hvort sem þær tækjust vel eöa ekki. ÚTLÖND Réttarhöldin yfir Rust: Farið fram á átta ára vinnuþrælkun Moskva - Reutcr Sovéski saksóknarinn í málinu gcgn Mathiasi Rust, vcstur-þýska flugmanninum sem flaug lítilli flug- vcl sinni frá Helsinki til Moskvu, krafðist þcss í gær að hann yröi dæmdur til átta ára vistar í þrælkun- arbúðum. Saksóknarinn Vladimir Andrcycv bað hæstarétt Sovétríkjanna um að dæma hinn nítján ára gamla Rust til átta ára vinnubúðavistar fyrir að brjóta alþjóðleg flugumferðarlög, fjögurra ára fangavistar fyrir spell- virki og tveggja ára vistar fyrir að koma ólöglega inn í landiö. Sam- kvæmt sovéskum lögum myndi Rust afplána þrælkunarvinnuna og fanga- vistina samtímis. „Þrátt fyrir að hann sé ekki orðinn tuttugu ára vissi hann vel að hann var að hætta lífi sínu og lífi ann- arra... cgvill minna á að lög eru lög, í Sovétríkjunum sem og í Vestur- Þýskalandi," sagði Andreyev í loka- ræðu sinni á öðrum degi réttarhald- anna yfir Rust. Krafa Andreyev um svo þungan dóm sýnir hversu sovésk yfirvöld líta alvarlega á mál Rust. Foreldrar Rust og yngri bróðir hans sátu í réttarsalnum þegar sak- sóknarinn bar upp kröfu sína en sýndu ekki nein viðbrögð. Dómurinn yfir Rust veröur að öllum líkindum kveðinn upp í dag. Lúin bcin hvild í hlóðugu stríði: Iranskir unglingar seni teknir haf'a verið til fanga af írökuni. Saddam Hussein forseti írak: írland: Hundur skýtur mann Dyflinni - Reuter Það fór heldur illa fyrir írsku fuglaskyttunni sem var á veiöum með félögum sínum í vikunni. Þegar veiðarnar stóðu sem hæst virtist sem hundur kappans væri orðinn þreyttur á hlaupunum, a.m.k. skaut hann eiganda sinn í fótlegginn og þurfti þyrla að lljúga með hann á sjúkrahús í Dyflinni. Michael Martin heitir maður- inn sem varsvona hundóheppinn. Hann var að skjóta endur ásamt félögum sínum við vatnið Lough Ree sem er í miðju írlandi þegar veiðihundur hans stcig á gikk riffils sem lá á jörðinni. Hundurinn skaut Martin í legg- inn og hann liggur nú á sjúkra- húsi, særður en á góðum bata- vegi. Ekki er vitað hvort hundur- inn hafi heimsótt hann í sjúkra- húsið eða hvort hann flatmagar heima hjá Martin og glottir ógur- lega. KHOMEININOTAR SER FÁFRÆÐIÞJÓDAR SINNAR Ra^lidad • Reuler Saddam Hussein forseti íraks sagði í vikunni að þjóð sín hefði aldrei leitað eftir átökum við írana en hins vegar væri það skylda heimsbyggðar- innar að bjarga írönsku þjóðinni frá stjórn Ayatollah Ruhollah Khom- cini. Hussein sagði Khomeini nota sér fáfræði þjóðar sinnar og bætti við að menntað fólk beröist gegn trúar- leiðtoganum. „Þetta þýðir þó ekki að senda beri heri gegn írönum heldur ber að vinna alvarlega að því að ná friði," sagði Hussein á ráðstcfnu verkalýðs- samtaka í höfuðborg landsins Baghdad. Hussein sagði írana vera að reyna að stofna heimsveldi á kostnað Ar- abaríkja og því hefðu þeir neitað að samþykkja öll friðartilboð sem reynt hefði verið að koma í gegn þau sjö ár sem stríðið hefði staðið. írakar hefðu aftur á móti samþykkt allar friðartillögur. írakar munu gera allt til að binda enda á stríðið en ..... munu aldrei gefa eftir eitt skref af sínu landi", sagði Hussein. Japan: LELEG VINNA, LÍTID KAUP Frá Japan: Landsmenn baða sig í sólinni á meðan erlendu verkamennirnir vinna skítverkin. Tokyo - Rcutcr Fjöldi fátækra verkamanna frá öðrum Asíuríkjum hefur verið flutt- ur inn til Japans til að vinna skítugu og illa launuðu störfin sem Japanar vilja ekki lengur líta við. Margir þeirra koma ólöglega inn í landiö á vegum glæpahópa. Embættismenn ásaka Yakuza eða glæpaklíkur landsins um að standa að auknum straunú erlendra verkamanna til landsins, verka- manna sem oft eru tilbúnir til að vinna fyrir einn tíunda af þeim launum sem japanskir verkamenn myndu gera sig ánægða með. Háttsettur ráðamaður í dóms- málaráðuneyti landsins sagði í vik- unni að 7.782 erlendir verkamenn, sem höfðu komið ólöglega inn í landið, hefðu veriö handteknir á sfðasta ári en þessi fjöldi hefði aðeins verið „toppurinn á ísjakan- um“. Vinnumálaráðuneytið segir fjöld- ann hafa aukist gífurlega á undan- förnum mánuðum og verkamennirn- ir eigi auðvelt með að komast að í iðnaðarfyrirtækjum þar sem bíða þeirra erfið og óhreinleg störf. „Fjöldi verkamanna, sem komið hefur á ólöglegan hátt inn í landið, hefur aukist svo mikið að vinnumála- ráðuneytið hefur nú verulegar áhyggjur af þeim slæmu áhrifum sem þetta getur haft á atvinnuástand í landinu," sagði einn embættis- manna ráðuneytisins nýlega. Atvinnuleysi í Japan var 3,2% í maímánuði og hafði þá ekki verið meira í mörg ár. Hagfræðingar spá áframhaldandi kreppu á þessu sviði. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir erlendir verkamenn hafa komið ólöglega inn í landið. Víst er þó að fjöldinn hefur aukist og t.d. voru 540 erlendir verkamenn hand- teknir í „rassíu" sem gerð var í júnímánuði, um 70% flciri en teknir voru í síðustu aðgerð af slíku tagi í nóvembermánuði á síðasta ári. Samkvæmt japönskum lögum er bannað að flytja inn ófaglært vinnu- afl en þrátt fyrir hættuna og lág laun er Japan engu að síður fyrirheitna landið fyrir mörgum fátækum íbúan- um í öðrum Asíuríkjum. Straumur- inn hefur einnig fengið byr undir báða vængi vegna hækkandi gengis yensins síðustu tvö árin og niinnk- andi atvinnutækifæra í Mið-Austur- löndum vegna minni olíugróða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.