Tíminn - 04.09.1987, Síða 14
14 Tíminn
Föstudagur4. september 1987
AÐ UTAN
■III
lllllllll!
Siðgæðisfrædsla í
sjónvarpsþáttum
- án þess að áhorfendur verði þess varir
Undanfarna mánuði hcfur verið
kippt fótunum undan þcirri sið-
gæðisfræðslu sem Bandaríkjamenn
hafa átt að venjast og stuðst við í
daglegu lífi. Þar er átt við sjón-
varpsútsendingar hinna svokölluðu
„sjónvarpsprcdikara" en eins og
komið hefur fram hcfur sú stétt
reynst síður en svo slíkt fordæmi
um gott siðferði sem látiö hefur
verið í veðri vaka.
En í sjónvarpi fer sífellt fram
önnur fræðsla í góðum siðum þó að
í annarri mynd sé og ekki með
sama bægslagangi í fjáröflunar-
skyni og margnefndir sjónvarps-
predikarar hafa haft í frammi. hað
hefur gleymst í umræðunni að sá
predikari sem áhrifamestur er í
Ameríku um þessar mundir er
ekki Jim Bakker, Jerry Falwell eða
æðsti maður kaþólsku kirkjunnar
þar í landi, John O'Connor kardi-
náli. Hann er enginn annar en
góðvinur okkar Islendinga Bill
Cosby „fyrirmyndarfaðir".
Engir þættir í sögu bandarísks
sjónvarps hafa notið viðlíka vin-
sælda og einmitt þættirnir Fyrir-
myndarfaðir og Fjölskyldubönd,
sem sýndur er á Stöð 2, og þétt á
eftir að vinsældum fylgja aðrir
þættir af svipuðu tagi. Kaþólskur
prestur, prófessor í félagsvísindum
viö háskólann í Arizona og rithö-
fundur, Andrew Greeley, velti
vöngum yfir þeim áhrifum sem
þessir þættir hafa á siðferðisvitund
fólks í New York Times fyrir
nokkrum vikum og verður sú grein
hér endursögð að hluta.
Áhorfendur þekkja
sjálfa sig og eigin
vandamál - en sjá
hvernig má leysa þau
Fólk situr heima í stofum sínum
og hefur gaman af að fylgjast með
ýmsum hversdagslegum uppákom-
um í venjulegum fjölskyldum og
hvernig þær leysa þau vandamál
sem upp á koma. Áhorfendur
hlæja að kunnuglegum deilumálum
og spennu sem myndast innan
fjölskyldunnar þegar allir eru ekki
á sama máli í smærri og stærri
málum, eins og þegar upp á kemur
að námfús ung stúlka vill hlaupa
yfir bekk, trúlofun er opinberuð,
upp rennur fimmtugsafmæli, sím-
rcikningurinn er yfir sig hár, rifrildi
kemur upp milli ungra elskenda,
drengur tekur upp á því að vilja
læra að fljúga, afi og amma eiga
brúðkaupsafmæli, vinahjón skilja,
inflúensa leggst á fjölskylduna. Og
mcðan áhorfendur skemmta sér
sjá þeir hvaða dyggðir þarf til að
leysa slík vandamál sem geta skotið
upp kollinum í hvaða fjölskyldu
scm er. Þar má t.d. nefna góða
eiginleika sem mikið cru lofaðir en
oft er erfitt að halda í heiðri eins
og t.d. þolinmæði, trúnað, tilfinn-
ingu fyrir líðan annarra, heiðar-
leika, örlæti, sveigjanleika og fyrir-
gefningu.
Ekki hamraö á sið-
gæðislögmálunum
I þcssuni sjónvarpsþáttum er
sjaldan komist að einhlítri siðferð-
islegri niðurstöðu. Yfirleitt er ekki
lögð áhersla á að berja siðgæðislög-
málin inn í áhorfendur. Heldur er
gefið í skyn til hvaða hæfilcika og
skapgerðarþátta má grípa til að
viðhalda kærleikanum í fjölskyld-
unni. Hér er sem sagt um að ræða
nútímaútgáfu af siðfræðipredikun-
um miðaldaleikrita sem hefur verið
laumað á sjónvarpsskerminn án
þess að nokkur hafi gert sér grein
fyrir því.
Auðvitað eru til undantekningar
frá þessari „rnjúku" aðferð til að
koma siðferðisboðskapnum á
Fræðsluskrifstofa
Vestfjarðaumdæmis
ísafirði
Eftirtalin störf eru laus til umsóknar:
1 staða skólasálfræðings.
1 staða sérkennslufulltrúa/ kennslufulltrúa.
1/2 staða ritara
Þá vantar talkennara og bókasafnsfræðing til
sérstakra verkefna sem mætti vinna í áföngum
eftir samkomulagi.
1 staða kennsluráðgjafa í Vestfjarðaumdæmi
25-50% með búsetu hvar sem er í umdæminu.
Óskað er eftir kennurum með starfsreynslu og/
eða framhaldsnám.
Fræðsluskrifstofan býðurfram góða vinnuaðstöðu
í húsakynnum sínum á ísafirði, starfsandi er góður
meðal skólamanna á Vestfjörðum auk þess er
boðið uppá góð laun fyrir ofangreind störf. Upplýs-
ingar veitir fræðslustjóri Pétur Bjarnason í síma
94-3855 og 94-4684 og forstöðumaður ráðgjafar
og sálfræðideildar, Ingþór Bjarnason í síma 94-
3855 og 94-4434.
Samband föðurins Cliffs Huxtable
og dóttur hans Rudi er til fyrir-
myndar. En það sama gildir raunar
um tengsl alirar fjölskyldunnar og
geta margir sitthvað lært af því
hvernig leyst er úr ýmsum vanda
sem skýtur upp kollinum á heimili
Huxtable-fjölskyldunnar.
framfæri. í einum þessara fjöl-
skylduþátta er t.d. aðalhetjan, sem
endranær er ekki með neinar slá-
andi fullyrðingar, mjög afdráttar-
laus þegar boðið er upp á kókaín.
„Segið einfaldlega nei,“ segir hann
og beinir máli sínu beint til áhorf-
enda. En í Fyrirmyndarföður er
sjaldan gerð tilraun til að predika
beinum orðum nauðsynina á kær-
leikanum innan fjölskyldunnar.
Þar þykir það ekki nauðsynlegt.
Félagsfræðingur einn heldur því
fram að fjölskyldan sé ekki fyrr
sest fyrir framan sjónvarpsskerm-
inn til að fylgjast með nýjustu
atburðunum í fjölskyldu Cliffs
Huxtable læknis en hún kemst í
slíkt hugarástand þar sem hlýja og
skilningur ríki. „Við vitum vel um
vandamálin. Hjónaskilnuðum
fjölgar, sömuleiðis einstæðum for-
eldrum. Við vitum um fóstureyð-
ingar, sifjaspell, barsmíðar eigin-
manna á konum sínum, barnshaf-
andi unglingsstúlkur o.s.frv. En
þegar Huxtable- fjölskyldan birtist
á skerminum sjúgum við í okkur
andrúmsloftið á heimilinu þar sem
heil og heilbrigð fjölskylda lifir í
gagnkvæmum skilningi og væntum-
þykju og okkur líður vel. Þegar
þátturinn er búinn höfum við bjart-
ari vonir um að fjölskyldan eigi
framtíð fyrir sér og okkar eigin
fjölskylda ekki síst. Þetta er ekki
bara notaleg siðfræðilexía. Þetta
er áskorun um að sýna kærleika."
Er þetta flótti frá raunveru-
leikanum? Sumir halda því sjálf-
sagt fram að það sé líka flótti frá
raunveruleikanum að hlusta á góða
tónlist eða sjá góða leiksýningu.
En í því felst líka endurnæring og
þar er galdur sjónvarpsþáttarins
Fyrirmyndarfaðir einmitt fólginn,
hann endurnærir vonir venjulegs
fólks um fjölskylduna, sína eigin
fjölskyldu.
Hlýr og endurnærandi
kærleikur
- en boöar Fyrirmynd-
arfaðir trú?
Fyrirmyndarfaðir leggur fram
fyrirmyndardæmi um siðgæði og
býður upp á hlýjan og endurnær-
andi kærleika. Merkir það að þátt-
urinn boði trú? Félagsfræðingurinn
sem áður er vitnað til og líka er
leikpredikari er ekki í minnsta vafa
um það. „Fjölskyldukærleikur er
einn þessara örsmáu glugga sem
hinn Algóði, eða Guð ef fólk vill
heldur nota það orð, gægist inn um
á okkur. Við finnum oft merkingu
stóru atburðanna í litlu atriðunum
í lífinu, ekki satt?“ Og hann segir
frá því að hann myndi hiklaust gefa
þeim frí frá kirkjusókn um helgar
sem horfa á einn til tvo slíka
fjölskylduþætti í sjónvarpinu á
viku. „Þessir þættir koma boð-
skapnum miklu betur á framfæri
en við í kirkjunni," segir hann.
í sunnudagaskólanum, þar sem
hann predikar, segist hann ákaf-
lega oft styðjast við atburði úr
þessum þáttum með mjög góðum
árangri. Hann nefnir sem dæmi
þegar krakkarnir sögðu frá atviki í
þáttunum Vaxtarverkir (Growing
Pains), þar sem söguhetjan, 9 ára
strákur, lenti í alvarlegri klípu
vegna þess að hann hafði gripið til
til lyga um símhringingu í klámbúð
sem hækkaði símreikning heimilis-
ins um 65 dollara. „Hvað lærðuð
þið af þessari sögu?“ spurði hann.
„Þú skalt ekki Ijúgá að foreldrum
þínum ef þú átt á hættu að upp um
þig komist," sagði polli á aldur við
söguhetjuna. En hann hugsaði sig
betur um og bætti svo við: „Reynd-
ar skaltu aldrei Ijúga að þeim.“
Sjálfsagt eru það ekki margir
prestar sem leita fanga i predikanir
sínar í fjölskylduþáttum sjónvarps-
ins. „Þeir eru oft niðursokknir í
umræðuna um það sem efst er á
baugi hverju sinni. Og einblína um
of á guðfræðileg og hugsjónaleg
málefni til að sjá trúna þar sem
hana er að finna - í daglegu lífi
venjulegs fólks,“ segir félagsfræð-
ingurinn.
Gagnrýni á fjölskyldu-
þættina
Gagnrýnendur hafa ráðist að
fjölskyldugamanþáttunum að
undanförnu, bæði frá hægri og
vinstri. En slíkt gerist alltaf þegar
eitthvað gengur vel og vekur at-
hygli. Þeir halda því fram að þætt-
irnir risti grunnt og séu ómerkileg-
ir. Þeir sýni ekki þá ógn og þján-
ingu sem margar fjölskyldur búi
við né þá lítillækkun sem margar
svartar fjölskyldur þurfi að þola. í
þeim sé horft framhjá eymdinni og
vansældinni sem í mörgum tilfell-
um stjórni tengslunum milli eigin-
manns og eiginkonu og milli for-
eldra og barna. Þar sé aðeins
fengist við óbrotnar fjölskyldur í
góðum efnum. Þar skorti engan
neitt. En þeir sem krefjast þess að
„Cosby“ sé harðari í horn að taka
gera sér enga grein fyrir hinum
óljósu mörkum sem skilja að tján-
ingarform og þeim skaða sem gerð-
ur er við það að virða ekki þessi
mörk. Ef þátturinn um Fyrirmynd-
arföðurinn væri lagður undir um-
ræður um hugsjónir, færu töfrar
hans forgörðum - og þar með
boðskapurinn.
Kærleikurinn innan
fjölskyldunnar mikil-
vægastur
En það er fleira fólgið í trú en
fjölskyldukærleikur ekki satt?
Hvað um frið og hungur og Þriðja
heiminn?
Áhyggjur vegna félagslegra að-
stæðna hjá einhverjum bróður í
órafjarlægð og afskiptaleysi gagn-
vart nánasta bróður er trúlega
hvorki heilsusamlegt, til langframa
né árangursríkt. Trú sem hefur
gleymt mikilvægi náinna tengsla
milli manna og hvað þeir erfiðleik-
ar sem þar kunna að koma upp á
geta verið afdrifaríkir verður ekki
tekin alvarlega þegar hún belgir sig
út yfir æðri vegsemdum kirkjunnar
manna. Vissulega ætti trúin að
blandast inn í sem flest svið mann-
lífsins. En slík afskipti verða ekki
viðurkennd nema trúin sjái líka til
þess að fullnægjandi fyrirmynd sé
fyrir hendi til að gefa lífinu mein-
ingu og græða sárin sem hlotist
hafa af því að gera tilraun til að
sýna sínum nánustu ást.
Meginatriðið í gagnrýninni á
Cosby og aðra þætti í svipuðum
dúr er það að þeir fjalla um
óbrotnar miðstéttarfjölskyldur,
félagslega stofnun sem margir Am-
eríkanar í menningarúrvalsdeild-
inni (og þar er að finna hreint ekki
svo fáa presta) trúa (eða vilja trúa)
að sé úrelt.
Hvað er athugavert við óbrotna
fjölskyldu?
Sjónvarpsáhorfendur í Amer-
íku, þ.á m. margir sem ekki búa í
heilum fjölskyldum, virðast á öðru
máli en menningarúrvalsflokkur-
inn. Almenningur virðist hafa þá
trú að heil fjölskylda sé yfirleitt
betri en brotin fjölskylda og tekur
þá mið af fjölskylduþáttunum.
Stundum sé ekki um annað að
ræða en að vera einstætt foreldri,
en oftast nær sé það betra að
foreldrar lifi í hjónabandi. Þó að
einstæðum foreldrum og fjölskyld-
um í upplausn fari fjölgandi virðist
alménningur samt hafa þá trú að
heil og kærleiksfull fjölskylda sé
eftirsóknarverðasta mynstrið.
Sömuleiðis að fjölskyldukærleikur,
jafnvel í óhefðbundnum fjölskyld-
um, skipti mestu máli.
Það sem gerir þessa sjónvarps-
þætti svo vinsæla er sú mynd sem
þeir draga upp af kærleika innan
fjölskyldu, hvort sem fjölskyldan
er í heilu lagi eða ekki.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVÍK
Lausar stöður
Á vegum Svæðisstjórnar málefna fatlaðra í
Reykjavík taka bráðlega til starfa vistheimili og
sambýli fyrir fatlaða.
Okkurvantar því fólktil starfa, einkum þroskaþjálfa
eða fólk með sambærilega menntun.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af
meðferðarstarfi með fötluðum og þekki fjölþætt
markmið þess.
Laun skv. kjörum opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist fyrir 15. sept. n.k. til Svæðisstjórnar.
Nánari upplýsingar í síma 621388.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Hátúni 10-105 Reykjavík.