Tíminn - 04.09.1987, Qupperneq 16

Tíminn - 04.09.1987, Qupperneq 16
16 Tíminn Föstudagur 4. september 1987 Jafnrétti í framsókn 3. landsþing LFK haldið að Varmahlíð í Skagafirði 4. -6. sept. 1987. ______ ____________; Asta Ragnheiður Hollustustefna neyslustefna Þórdís Ferðamála- stefna Magdalena Umhverfismál Elísabet Söderström vara- form. miðflokks 'kvenna í Svíþjóð Valgerður alþingismaður Siguröur framkvæmdastj. Framsóknarfl. Steingrímur utanríkisráðherra Þórunn varaform. S.U.F. Þrúður Framboðsmál Guðmundur heilbrigðisráðherra Anne Lise Folsvik formaður kvenna- samt. norska miðflokksins Unnur Starf og stefna LFK Helgarferðir F.í. 4.-6. sept. 1. Þórsmörk - Gist í Skagfjörösskála/ Langadal. Gönguferðir viö allra hæfi um Mörkina, og aðstaða öll í Skagfjörðsskála er mjög góð. 2. Landmannalaugar - Eldgjá Gist verður í sæluhúsi félagsins í Laugum. Upplýsingar og farmiðasala í skrifstofu F.í. Óldugötu 3. Brottför í ferðirnar er kl. 20:00 á föstudagskvöld. Ferðafélag íslands Helgarferðir Útivistar 4.-6. sept. 1. kl. 20:00 Þórsmörk - Goðaland -Góð gisting í Útivistarskálunum, Básum. gönguferðir við allra hæfi. Fararstjóri: Bjarki Harðarson. 2. kl. 20:00 Haustferð á Kjöl. Gist í skála á miðjum Kili. Göngu- og skoðunarferð um Þjófadali, Hveravelli og Kerlingar- fjöll. Slóðir Fjalla-Eyvindar. Farið á grasafjall. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1, símar: 141606 og 23732. Útivist íslands 1976, en var síðan við framhalds- nám í Hollandi til 1979, er hann kom heim til Islands og hefur verið búsettur og starfað í Reykjavík síðan. Hann hefur fengið margs konar viðurkenningar, m.a. menningarverðlaun Dagblaðsins. Helgi hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum, innan lands og utan. Sýning Helga í Gallerí Svart á hvítu er opin alla daga nema mánudaga kl. 14:00- 18:00 og stendur til 20. september, en þá lýkur einnig sýningu hans að Kjarvals- stöðum. Gildran í H-100 á Akureyri Nú er hljómsveitin Gildran stödd á Akureyri, en hljómsveitarmeðlimir hafa verið með tónleika í Reykjavík, þar sem þeir hafa kynnt efni af plötu sinni „Huldu- menn”. Hljómsveitin Gildran mun Ieika í H- 100 föstudags- og laugardagskvöld 4. og 5. september. Hátíðarmessa í Hallgríms- kirkju í Saurbæ Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30 verður sérstök hátíðarmessa í Hall- grímskirkju í Saurbæ. Minnst verður 30 ára afmælis kirkjunnar og tekin í notkun flóðlýsing, sem Sigurjón Hallsteinsson, bóndi í Skorholti, hefur gefið kirkjunni. Við hátíðarmessuna prédikar dr. Sigur- björn Einarsson, biskup. Frú Ragna Kristmundsdóttir syngur einsöng. Einnig verður samleikur á orgel og fiðlu. Flytj- endur eru: Friðrik Stefánsson og Auður Hafsteinsdóttir. Að lokinni messu er öllum kirkjugest- um boðið til kaffiveitinga í Félagsheimil- inu að Hlöðum, er Kvenfélagið Lilja sér um. Þar verður greint frá gjöfum til kirkjunnar, rifjuð upp nokkur atriði úr sögu kirkjunnar o.fl. I tilefni afmælisins hefur verið gerður „ sérstakur platti af kirkjunni. Kristín Guðrún við eitt verka sinna Menor og Alþýðubankinn á Akureyri kynna mynd- listakonuna Kristínu Guðrúnu Menningarsamtök Norðlendinga, MENOR, og Alþýðubankinn á Akureyri, kynna að þessu sinni myndlistakonuna Kristínu Guðrúnu. Kristín Guðrún er fædd 15. apríl 1963 á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá M.A. 1983. Um haustið ’83 innritaðist hún í forn- ámsdeild Myndlistaskólans á Akureyri Úr Svarfaðardal ÆTTARMÓT í SVARFAÐARDAL Afkomendur Sigfúsar Jónssonar, bónda á Grund í Svarfaðardal og konu hans Önnu Sigríðar Björnsdóttur, halda ættarmót á Dalvík laugardaginn 5. sept- ember, en þann 6. scpt. eru liðin 150 ár frá fæðingu Sigfúsar. Hópferð um Svarfaðardal verður farin frá Víkurröst kl. 13:30 á laugardag og stansað á Tjörn. Stansað verður einnig á ■ Grund og skoðaður minningarreitur Eir- íks Hjartarsonar og snætt nesti, ef veður leyfir. Um kvöldið kl. 18:00 verður hóf í Víkurröst og heldur Anna Sigrún Snorra- dóttir hátíðarræðuna og sitt hvað verður sér til gamans gert. Þátttakendur úr Reykjavík fara hóp- ferð norður á morgun, föstud. 4. sept. kl. 15:00. Þeir sem hafa áhuga hringi til Bjarkar Guðjónsdóttur í síma 1-35314. Farið verður til baka á sunnudag. María Snorradóttir á Dalvík (sími 96-61163) selur miða að hófinu í Víkurröst og gefur upplýsingar um ferðina um Svarfaðardal. Undirbúningsnefnd í Reykjavík hefur síma 13042 eða 2622 (Hólmfríður Gísla- dóttir). Ingibjörg Launajöfnuður Jafnréttismál Guðlaug Byggðamál Ólafía Atvinnumál Dagskrá Landsþingsins Föstudagur 4. sept. Kl. 14.00 Rútuferð frá Reykjavík Kl. 21.30 Komið í Varmahlíð Kynning „þjófstart" í umsjón Félags framsóknar- kvenna í Reykjavík. Laugardagur 5. sept. Kl. 07.00 Sund Kl. 08.00 Morgunverður Kl. 09.30 Þingsetning, Unnur Stefánsdóttir form. LFK. Kjör em- bættismanna þingsins. Skýrsla stjórnar. Kl. 10.45 Kaffihlé Kl. 11.00 Ávörp gesta Kl. 11.30 Erlendir fyrirlesarar Kl. 12.30 Matarhlé - Meistarar fjallalambsins kynna nýjungar Kl. 14.30 a) Drög að ályktunum lögð fyrir þingið: Umræður um drögin Kl. 15.30 b) Lagabreytingar - umræða - afgreiðsla Kl. 15.45 Kaffihlé Kl. 16.00 Umræðuhópar starfa Kl. 18.00 Útivist-skokk-sund-gönguferðir-hestaleiga-gufubað Kl. 20.09 Kvöldverður á Sauðárkróki í boði Kaupfélags Skagfirðinga Kvöldvaka í umsjón kvenna í N-Vestra. Sunnudagur 6. sept. Kl. 08.00 Sund Kl. 08.30 Morgunverður Kl. 09.30 Kosningar Kl. 10.00 Umræðuhópar skila áliti - umræður Kl. 12.00 Matarhlé - hádegisverður í boði Framsóknarfélaganna á Siglufirði Kl. 14.00 Umræðum framhaldið og afgreiðsla mála Kl. 15.00 Þingslit. Stjórnin Söngsveitin sem syngur með hljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Söngvararnir eru (f.v.): Eyjólfur Kristj- ánsson, Eiríkur Hauksson, Björgvin Hall- dórsson og Sigríður Beinteinsdóttir Enn er „Allt vitlaust" á Broadway Aukasýningar á rokk- og danssýning-! unni „Allt vitlaust”, sem í vetur gekk i lengi á Broadway, verða nú aftur í. september og er fyrsta sýningin ákveðin laugardaginn 5. sept. Það vcrður sem fyrr stórhljómsveitin Fuglarnir (The Birds) undir stjórn Gunn- ars Þórðarsonar, sem leikur, alls 10 hljóðfæraleikarar, og söngsveitin „The Bees“ syngur ineð, en hún er skipuð Björgvini Halldórssyni, Sigríði Beinteins- dóttur, Eiríki Haukssyni og Eyjólfi Kristjánssyni. Dansflokkurinn „Rokk í vlölögum", sem skipaður er 17 dönsurum sýnir listir sfnar. Stefnt er að því að sýna rokk- og danssýninguna „Állt vitlaust” út septcm- ber, - en síðan mun ný sýning taka við í Broadway. Sú sýning hefur hlotið vinnu- heitið „Gullárin“ og byggist hún mikið til á hinum fræga KK sextett. Þess má gcta, f að þar mun söngkonan Ellý Vilhjálms koma fram - í fyrsta skipti eftir langt hlé. eftir að hafa verið þar á námskeiðum frá barnsaldri. Haustið ’84 fór hún í málar- adeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og útskrifaðist þaðan vorið 1987 (eða síðastliðið vor). Kristín ætlar að taka sér a.m.k. ársfrí frá skólum en hyggur síðan á frekara framhaldsnám í listaskólum erlendis. Á listkynningunni eru 7 verk, 4 unnin með olíu á striga og 3 mónógrafík verk. Listkynningin er í útibúi Alþýðubankans á Akureyri, Skipa- götu 14 og lýkur henni 16. október. Guðrún J. flokksmál Ragnheiður Stjórnmálaályktun Samkomulagið, olía á striga, 1987 Helgi Þorgils Friðjónsson með tvær myndlistar- sýningar samtímis I dag, föstud. 4. september opnar Helgi Þorgils Friðjónsson sýningu í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Á þeirri sýmngu eru grafík- og vatnslitamyndir. Á morgun, laugard. 5. sept. kl. 14:00 opnar Helgi svo sýningu á Kjarvalsstöð- um, og þar sýnir hann olíumálverk. Helgi er fæddur í Búðardal 1953. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Hleðslunámskeið í Vatnsmýrinni Um helgina verður haldið námskeið í torfhleðsluaðferðum í Vatnsmýrinni. Þar verður kennt að stinga og rista klömbru og streng og að hlaða úr veggi og hús með þeim hætti og gert var áður fyrri. Hleðslu- vinnan hefur ekkert breyst um aldaraðir. Námskeiðið hefst kl. 10:00 á laugardag og stendur til kl. 18:00 með matarhléi á milli kl. 13:00 og 14:00 og sama tímasetn- ing er á sunnudag. Þeim sem hafa áhuga er bent á að mæta kl. 10:00 í Vatnsmýrinni á milli Norræna hússins og gamla Tívolíportsins og er ekið frá Umferðarmiðstöðinni Vatnsmýr- arveg niður í mýrina þar sem torfhúsin standa. Leiðbeinandi er Tryggvi Gunnar Hansen. Nánari upplýsingar í síma 75428 á kvöldin. Námskeið í morsi og radíótækni Vilt þú ná langt ?? Radíóamatörar ná daglega um allan • heim. Námskeið í morsi og radíótækni til nýliðaprófs radíóamatöra byrjar 9. sept- ember n.k. Nú geta allir lært mors, ný og skemmti- leg aðferð notuð. Ertu þreytt(ur) á poppstöðvunum... ? Nýtt námskeið í stuttbylgjuhlustun byrjar einnig í dag, fimmtud. 3. september . Skráning í síma 31850 næstu dag kl. 17:00-19:00 Kvenfélag Neskirkju Hársnyrting og fótsnyrting fyrir aldraða hefst aftur eftir sumarfrí miðvikudaginn 9. september nk. í Safnaðarheimili Nes- kirkju. Ásgrímssafn Frá 1. september verður opnunartími Ásgrímssafns á sunnudögum, þriðjudög- um og fimmtudögum kl. 13.30-16.00.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.