Tíminn - 04.09.1987, Síða 20

Tíminn - 04.09.1987, Síða 20
PARNIR HRESSA KÆTA TERRY Fenwick leikur nú sem „sweeper" í vörninni hjá Q.P.R. og enski landsliðsmaðurinn hefur átt stærstan þátt í velgengni liðs- ins það sem af er ensku 1. deildarkeppninni. Q.P.R. trónir nú á toppi 1. deildarinnar og þótt hæpið verði að telja að liðið hafi burði til að vera þar í allan vetur er byrjunin góð hjá liði sem var í sextánda sætinu á síðasta tíma- bili. Sjá nánar ábl. 11 1917 1987 . . 17. MARS Tíminn Hvítingur VE-21,7 tonna bátur frá Vestmunnaeyjum sent saknað hefur verið frá því seint á miðviku- dagskvöld, er enn ófundinn. Tveir menn voru um borð í Hvítingi, sem er 26 ára gamall trébátur, þegar farið var uð óttast um hann, cn það var þegar hann tilkynnti sig ekki til tilkynningaskyldunnar á skyldutímanum milli. 20 og 22 á miðvikudagskvöld. Hann hafði til- kynnt sig í fyrri tímann, sem er milli 10 og 13.30, en báturinn fór frá Eyjum rétt eftir 9 á miðviku- dagsmorgun. Kunnugir menn í Eyjum, segja að mennirnir hafi verið með línu skammt frá Bjarnarey, sem er lítil eyja austan við Vestmannueyjar, og þar hafi þeir verið að fiska beitu. Lóð áttu þeir síðan 12-14 sjómílur suður af Bjarnarey. TF-SÝn, flugvél Landhelgis- gæslunnar hefur verið að leita úr lofti, og var aðstoðuð af vél frá varnarliðinu um miðjan gærdag- inn. Fjögur skip voru einnig að leita, þar af tvö frá Eyjum. Aftakaveður hefur verið á svæð- inu sunnan og austan Vestmanna- eyja og við Surtsey, þar sent leitin að Hvítingi fer fram. Stormur, hvöss austnorðaustanátt og rigning, 8-9 vindstig og hiti þetta 7-10 stig. Sjávarhiti á staðnum er aðeins um 10 - 11 stig. Líkur eru taldar á að veðrið gangi niður snemnta í dag og geta þá fleiri bátar tekið þátt í leitinni. Leit stóð fram yfir kl. 20 í gærkvöldi, af hálfu TF-SÝN, flug- vélar Landhelgisgæslunnar, en þau skip sem höfðu verið að leita, þurftu að lcita skjóls nokkuð fyrr vegna veðurs. Leit hófst aftur í birtingu í morgun og er búist við ntun betra skyggni en var í gær, en þá var það um 3 mílur milli regnskúranna. - SÓL Vandamál fóstra breytast lítið: Borgarstjóri segir laun ekki vandamál Leiðinlegur húmor? Frá gámakartöflusölunni í Mjóddinni í gær. Er það þetta sem bændur og neytendur vilja? Páll Guðbrandsson, form. Landssambands kartöflubænda: Engin samstaða og leiðinlegur húmor Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gær var dagvistun og vanda- mál dagvistunarheimila mikið til um- ræðu. Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfúíl- trúi Alþýðubandalagsins sagði aðe- ins 29,5% starfsfólks dagvistunar- heimila verða fóstrur eða fólk með sambærilega menntun. Hins vegar væru 70,5% starfsfólksins ófaglærð. Einnig væri athyglisvert að skoða að Forseti ísiands í Færeyjum: Fyrsti þjóð- höfðinginn í opinberri heimsókn Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, fór í gær til Færeyja í opinbera heimsókn, en Vigdís mun vera fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að koma í opinbera heimsókn til Færeyja. Móttökunefnd, skipuð m.a. Atla Dam, lögmanni, sendi- herra íslendinga í Kaupmannahöfn, sendiherra Dana í Reykjavík og íslenska konsúlnum í Þórshöfn, tók á móti forsetanum í Vogum. Þaðan fór hún m.a. í heimsókn í Lögþingið, skoðaði nýtt móttökuhús Færeyinga, sá atriði úr nýju leikriti leikfélagsins í Þórshöfn og snæddi kvöidverð í boði Lögþingsins. Sérstakur fylgdarmaður forsetans ytra er Julianna Klett, skipuð af landstjórninni, en hún hefur oft áður séð um sendiherra, ræðismenn og ráðherra sem hafa komið til Færeyja. Forsetinn mun heimsækja ýmsa fallega og merka staði í Færeyjum, t.d. Stóra Dímon, sækja guðsþjón- ustu í Sandskirkju og fleiri staði. Heimsókn Vigdísar lýkur á mánu- dag. - SÓL undanfarið hefur 11 dagvistunar- deildum verið lokað og dvalartíma barna á þeim sem cnn væru opnar væri styttur. Börn scm sækja um pláss i fyrsta sinn, fá ekki pláss. Mikill flótti væri úr þessari atvinnu og nefndi Kristín að á fyrstu sex mánuðum ársins hefðu 174einstakl- ingar hætt störfum. Og í þokkabót hefur seinni hluti ársins ávallt verið talinn erfiðari cn sá fyrri. Ástæðuna fyrir þessu taldi hún vera launin. Grunnlaun fóstru væru 27.866, en þau hæstu 34.788. „Launin eru kjarni vandantálsins," sagði Kristín. Minnihlutinn í borgarstjórn lagði því fram tillögu, í hverri segir að. vegna mikilla erfiðleika við að manna stöður við dagvistunarstofn- anir, þá lýsi borgarstjórn því yfir að launakjör stéttarinnar verði tekin til sérstakrar skoðunar. Um tillöguna verður greitt atkvæði síðar. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, tók undir orð Kristínar og benti einnig á, að sumir kæmu með þær tillögur að fjölga börnum á hverja fóstru og borga þeim betur. Það væri samt ekki raunveruleg lausn, því kröfur til dagvistunarstofnana væru mun meiri en kröfur til dagmæðra. Einnig væri stjórn Dagvistunar'barna að vinna að tillögum til úrbóta, og hún treysti þeim best til að koma með tillögur til lausnar þessum vandamál- um. Davíð Oddsson, borgarstjóri sagði „kjarnann ekki vera launam- ál“. Davíð sagði að það væri ekki rétt að dagvistunarkerfið væri í rúst, það væri bara hluti sem væri illa staddur. Einnig var hann duglegur við að minna minnihlutann á að Palli væri ekki einn í heiminum. „Vand- inn er fyrir hendi, og launin bjarga engu þar um“ sagði borgarstjóri, en fóstrur og börn sem höfðu komið sér fyrir á áhorfendapöllunum, voru ekki alls kostar sammála mati hans. Á fundinum átti einnig að taka til afgreiðslu tillögu þess efnis að rýmka opnunartíma verslana. Afgreiðsl- unni var frestað, þar sem lögð var fram breytingartillaga við opnunar- tíma á sunnudögum. - SÓL “Þetta er leiðinda ræktun í dag þessi kartöflurækt, þegar mikið sp- rettur og ekki fæst nokkur samstaða um nokkurn hlut. Allir eru upp á móti öllum. Það er voðalega leiðin- legur húmor í mörgum bændum.“ Þetta sagði Páll Guðbrandsson, kar- töflubóndi í Hávarðarkoti og for- maður Landssambands kartöflu- framleiðenda, í viðtali við Tímann vegna uppskerumála. „Það versta er að það fer enginn eftir neinu í öllum þessum félögum. Þó að við séum að samþykkja einhverjar reglur í lands- sambandinu og eitthvað til að fara, eftir, þá er það þverbrotið þegar við komum út af fundum." Þetta þykir mönnum víða innan stéttarinnar vera til mikilla vand- ræða því að engar reglur séu til og ekkert vald liggi hjá félögunum. Þannig sé ekki hægt að samþykkja nein tilmæli til að samræma nokkurn hlut, hvorki í sambandi við skipulag eða hagræðingu. „Það er hægt að segja að öllum sé frjálst að rækta kartöflur hvar sem er á landinu og selja þær hverjum sem er og á hvaða verði sem er. Það getur hver maður reynt að ímynda sér hvernig það lítur út gagnvart mönnum sem hafa af þessu lífsviður- væri. Þetta er eins mikill frumskógur og hægt er að hugsa sér,“ sagði Páll. Einnig kannaðist hann við að mjög lélegar heimtur væru á gjöldum bænda til viðeigandi sjóða. Það væru yfirleitt afurðasölusamtökin sem tækju þessi gjöld af bændum en skiluðu þeim ekki áfram. „Það eru heildsölufyrirtækin sem halda gjöld- unum, en bændurnir eru búnir að borga þau. Það er vegna þess að dregið er af okkur við útborgunina, en því er ekki skilað til réttra aðila,“ sagði Páll Guðbrandsson að lokum. - KB

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.