Tíminn - 05.09.1987, Qupperneq 2

Tíminn - 05.09.1987, Qupperneq 2
2 Tíminn' Laugardagur 5. september 1987 Kort af leitarsvæðinu seni Landhelgisgæslan hefur notast við. Á þessu gríðarstóra svæði, hefur hvorki lundist tangur né tetur af 10 metra löngum Vestmannaeyjahát. Leit aö Hvítingi VE-21 úr lofti hætt: . LEITIN ENN ARANGURSLAUS HSVK3ANK _____ ClR LOFTI 5. SEPTCNIKCR _____ BATAR A 5EPTEMBER I i i ÚR LOFTt Á. SEPTEMBER. Færeyjaheimsókn forsetans: íslendingaboð í Norræna húsinu Á öðrum degi heimsóknar forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadótt- ur, til Færeyja, var mikið um að vera. Vigdís bauð m.a. til veislu seinni partinn í gær og var sú veisla fyrir íslendinga búsetta í Færeyjum, svo og þá sem voru þar að störfum. íslendingarnir eru á sjöunda tug, þar af rúmlega tuttugu starfsmenn Istaks. Veislan var haldin í Norræna hús- inu og stóð í rúma klukkustund. Var forsetinn rómaður af veislugestum fyrir aðlaðandi framkomu. Veðrið í Færeyjum í gær var snöggtum betra en það sem var á fyrsta degi heimsóknarinnar. Þá hellirigndi á gesti og gangandi. í gær var hins vegar að mestu þurrt. Forsetinn hefur fengið gjafir á ferð sinni um eyjarnar, m.a. glæsi- legt málverk frá íbúum Þórshafnar. - SÓL Esperantistar þinga Islenska esperantosambandið heldur sitt áttunda landsþing í A-sal á ráðstefnuhæð Hótels Sögu í dag kl. 14:00. Breski málfræðingurinn, dr. John C. Wells. kennari í hljóðfræði við University College í Lundúnum verður gestur þingsins. Að lokinni þingsetningu ntun hann flytja hátíð- arræðu í tilefni hundrað ára afntælis alþjóðamálsins. Síðan mun Árni ídag Böðvarsson flytja stutt erindi um tungumálamisrétti. Bæði erindin verða flutt á esper- anto og er öllum áhugamönnum velkomið að hlýða þar á. Dr. John C. Wells flytur síðan fyrirlestur fyrir almenning á ensku í Háskóla íslands og ber sá fyrirlestur yfirskriftina „What's vvrong with English?". Leit að Hvítingi VE-21 hófst í birtingu í gærmorgun. Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, og Orion og Hercules vélar varnarliðsins fóru í loftið milli kl. 6 og 7 í gærmorgun og hófu leit úr lofti, auk þess sem um 10 bátar leituðu á hafinu. Meginþungi leitarinnar hefur farið fram við Surtseyjarsvæðið, en skip fóru í gær allt að 75 sjómílur suður af Grindavík. Hvorki finnst tangur né tctur af þessu 7 tonna, 10 mctra langa tréfiskiskipi. Leitarmenn hafa þó fínkembt risastórt svæði og tekið tillit til hámarks vinda og strauma á svæðunum sunnan og austan eyjanna. TF-SÝN og TF-SIF hættu leit upp úr tvö leytinu í gærdag, en vélar varnarliðsins voru í loftinu til fjögur. Skipin leituðu fram í myrkur. Reköld af ýmsu tagi hafa fundist víða, en ekkert sem hægt er að tengja með vissu við Hvíting. SIF hefur skoðað útsker og eyjar, því erfitt er að ganga fjörur á þessum hamraskerjum. Landhelgisgæslan hefur nú hætt leit úr lofti, en verður áfram með í skipulagningu og stjórn leitarinn- ar. Veðrið á leitarsvæðinu scm gerði ieitarmönnum erfitt fyrir í fyrra- dag, gekk að miklu leyti niður í gær, en þó voru enn rúmlega 10 vindstig við Bjarnarey. Tveir menn voru á Hvítingi, báðir einhleypir og búsettir í Vest- mannaeyjum. - SÓL Frá leitariluginu úr TF-SÝN í fyrrakvöld. Áhafnarmeðlimirnir Jón Ebbi Kjörnsson (nær) og Öniar Karlssou (fjær). Myndin sýnir hvernig lcitin ór lofti fer fram, en 3 menn leita sitt hvoru megin í vélinni. Ilinamynd Pjctur LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA —próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna. einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstjóri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 - 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 - 15.00

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.