Tíminn - 05.09.1987, Page 3

Tíminn - 05.09.1987, Page 3
Laugardagur 5. september 1987 Tíminn 3 Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur: Hægt að hindra 90% heimaslysa Um leið og bent er á að Evrópu- bandalagið hefur ákveðið að gera árið 1988 að ári um barnaöryggi, er vakin athygli á því að talið er að hægt sé að koma í veg fyrir 90% heimaslysa liarna. Á þessa leið er niðurlagið að skýrslu þeirri sem Eiríka A. Friðriksdóttir. hag- fræðingur, leggur fyrir 3ja lands- fund um slysavarnir, sent haldinn var í gær. Hún hefur auk þess unnið að rannsókn á heimaslysum í samvinnu við Ólaf Ólafsson land- lækni, og var 130 blaðsíðna skýrsl- an gefin út í tilefni landsfundarins. Það sem er hvað hættulegast, er eitrað gas, sem myndast við bruna í húsum og húsgögnum. Oft er um bruna af völdum vindlinga að ræða. Einnig er fall og Itras afar algeng- ur slysavaldur á heimilum og nefnir Eiríka sérstaklega hringstiga í því sambandi. Oft er um óhentug og jafnvel hættuleg húsgögn að ræða. Á það sérstaklega við gamalt fólk. Eitranir af völdum vítissóta og dufts til notkunar í sjálfvirkum þvottavélum er ofarlega á listan- um. Bendir Eiríka á að samkvæmt byggingarreglugerð eigi að vera tveir læsanlegir skápar í öllum íbúðum. Oft taka börn inn lyf sem geymd eru í kæliskápum, þó að aðeins þurfi að geyma örfá lyf í kælingu. Ýmsar snyrtivörur eigi einnig að geyma í læstum lyfjaskápum. Varar Eiríka við því að algengt sé að börn gleypi sígarettustubba og hljóti eitrun af, ekki síður en af áti á blöðum heimilisplantna. Var- aði hún við eitruðum blómum eins og Neríum, Diffenbachia og Ven- usvagna sem víða væru innan seil- ingar kornabarna. Köfnun er ekki óalgengur dauðaslysavaldur cf matarbiti fest- ist í húlsi. Gerist það helst hjá öldruðu fólki og vangefnum og er nauðsynlcgt að miða fæöuna við það. Brunasár eru allt of algeng á heimilum og nefndi hún sem dæmi að hægt væri að setja öryggisnet við bakarofna á meðan þcir væru heitir. Einnig kemur það margoft fyrir að börn brenndust þegar heitir drykkir heltust yfir þau á meðan þau sætu í kjöltu foreldrunna. KB Óskar Jónsson, læknir á Sauöárkróki: Slys við hestamennsku fleiri en umferðarslys Slys á mönnum við hesta- mennsku eru mun fleiri og oftar alvarlegri, en umferðarslys. Þetta kom fram í ræðu Óskars Jónssonar læknis á Sauðárkróki, á 3.lands- fundi um slysavarnir sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gær. Kom það fram að 123 leituðu til heilsugæslustöðvarinnar vegna slysa er urðu við meðferð hesta, en 78 vegna umferðarslysa á árunum 1984-86. Samtals er þetta 201 ein- staklingur og eru því slysin við hestamennsku 61,2% af þessum hluta slasaðra, en hinir eru 38,8%. Miðað er við að umferðarslys séu þau sem tengist vélknúnum öku- tækjum af öllum tegundum. Orsök hestaslysanna eru ekki rakin til ölvunar eins og ýmsa gæti grunað að óyfirveguðu máli. Hins vegar má að sögn Óskars rekja einstök hestaslys til ölvunar, en það er undantekning. Helstu or- sakir slysanna eru fall af hestbaki, 48%, spörk frá hestum, 15,5%, byltur hestsins, 6,5%, og ýmsar orsakir aðrar, 30%. 33 einstakling- anna hlutu beinbrot eða liðhlaup (26,8%), 30 þeirra opin sár (24,4%) og 60 þeirra hlutu mar eða minniháttar áverka (48,8%). Dauðsfall vegna hestaslysa var eitt og fjórir voru lagðir inn á sjúkra- hús. í umferðarslysum hlutu 18 ein- staklingar beinbrot eða liðhlaup (23,1 %), 14 hlutu opin sár (17,9%) og 46 hlutu mar, rispur eða minn- iháttar áverka (59%). Dauðsföll í umferðarslysunt urðu tvö og inn- lagnir á sjúkrahús voru 15. Þá er einnig marktækur munur á því hvernig aldursskiptingu er varið. Ef tekinn er aldurinn 11-30 ára kemur í Ijós að 75,6% þeirra scm slasast í umferðarslysunt til- heyra þeini hópi. Hins vegar til- heyra 55% einstaklinga í hestaslys- um þessum aldurshópi. Af þessu má sjá að fleiri slasast í Skagafirði við meðferð hesta en í umferðarslysum. Einnig er hægt að segja að meira sé um alvarlegri slys, s.s. beinbrot eða liðhlaup, í hestamennskunni en í umferðinni og minna af minniháttar slysum. Einnig er hægt að segja að oftar slasist fólk á aldrinum 11-30 ára í sambandi við umferð vélknúinna ökutækja en við hestamennsku. KB slasast á þriðja þúsund manns í umferðinni hér á landi. Enda þótt ntikið hafi áunnist í slysavörnum á síðustu árum, er þörf á að leggja aukna áhcrslu á þennan þátt forvarna og hafa í huga að það er ckki síst fólk á besta Tím&mynd Pjetur aldri scm Icndir í slysum,“ voru lokaorð Ólafs. Sagði hann að landsfundurinn hafi tekist vel og þakkaði fundarmönnunt góð störf. KB ..Þróunin sýnir að slysum hefur fjölgað en dauðsföllunt fækkað, sem gefur til kynna að heilbrigðis- þjónustunni takist að bjarga sífellt fleirum frá því að deyja úrslysum," sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir, í lokaorðum Landsfundar unt slysavarnir, sem haldinn var á Hó- tel Loftleiðum í gær. „Þetta hefur í för með sér að sífellt fleiri verði öryrkjar af völdum slysa." Sagði hann jafnframt að af þeint 60-70 þúsund manns sem ætla má að slasist á ári hverju á íslandi. bætist að jafnaði 1000 nýir öryrkjar í hópinn. Öryrkjum fjölgar það hratt að innan fárra ára má búast við því að verulegur hluti, ef ekki helmingur, öryrkja verði öryrkjar úr slysum. Þetta kemur m.a. til af því að mikið af öryrkjum af völdum slysa er ungt fólk sem hægt er að Italda á lífi í marga áratugi. Hér er því um nýtt og alvarlcgt vandamál að ræða og taldi Ólafur, í samtali viö Tímann, að ntikil þörf væri á að vara fólk almennt við þessari hrika- legu þróun. Ekki væri þó síður þörf á að vara stjórnvöld við þess- um niðurstööum þar sem það kem- ur í hlut ríkisins að borga út örorkubæturnar. Nú eru peningarnir í sjálfu sér léttvægt reiknisdæmi í samanburði við þjáningu þessa fólks, en slysa- varnir eru oft frekar kostnaðarsam- ar. Þess vegna er mikil þörf á að menn átti sig almennt á því að peningum er betur varið í slysa- varnastarf en örorkubætur, sem eru margfalt dýrari. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en í næstu viku, en þá er búist við að Frá Landsfundi um slvsavarnir sem haldinn var á Loflleiðum í gær. unnið hafi verið úr öllum niður- stöðum ráðstefnunnar. „Tölur slysadeildarinnar benda til að slysum hafi fjölgað ár frá ári. Meðal þeirra slysa, sem hefur fjölgað, eru íþróttaslys, en til dæm- is hefur eitrunum fækkað," sagði Ólafur einnig í lokaræðu sinni. „Dregið hefur úr sjóslysum og drukknunum unt meira en helming síðasta aldarfjórðunginn. Bana- slysum í umfcrðinni hefur fækkað um fjórðung síðasta áratuginn. Þó verður að hafa í huga að ár hvcrt Ólafur Ólafsson landlæknir á landsfundi um slysavarnir: Færri deyja í slysum en öryrkjum fjölgar á móti

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.