Tíminn - 05.09.1987, Síða 7
Tíminn 7
Laugardagur 5. september 1987
Laun fiskvinnslufólks hækkuöu minna en hjá öðru verkafólki í fyrra:
Kauphækkanir ekki
vegið upp lækkun
á bónusnum
Fiskvinnslufólk virðist á 1. fjórð-
ungi ársins 1987 hafa borið nokkru
minni launahækkanir úr býtum en
annað verkafólk að meðaltali hvort
sem borið er saman við hækkun frá
4. ársfjórðungi 1986 - þar sem nýju
lágmarkslaunin koma inn í-eða við
1. ársfjórðung 1986. Sérstaklega á
þetta þó við um karla í fiskvinnslu á
höfuðborgarsvæðinu.
Bónusinn óbreyttur í
krónutölu í heiit ár
Skýringin virðist geta falist í því
að bónusinn hefur staðið í stað í
krónutölu frá ársbyrjun 1986 til
sama tíma 1987, og þannig lækkað
sem hlutfall af launum. Hækkun
tímakaupsins hjá fiskvinnslufólki
virðist síðan ekki hafa dugað til þess
að fólkið næði sömu hækkun
greiddra dagvinnulauna og annað
verkafólk.
Hafnarkarlarnir kræfir
Svo dæmi sé tekið hækkuðu dag-
vinnulaun hafnarverkamanna á
höfuðborgarsvæðinu um 40% á því
ári sem hér um ræðir á meðan
hækkun til fiskverkunarkarla á sama
svæði var að meðaltali um 23% og
allra verkamanna um 29%. Meðal-
launahækkun fiskverkunarkarla á
landsbyggðinni var um 34% en allra
verkamanna um 42% að meðaltali.
Daglaunahækkun fiskverkunar-
kvenna á höfuðborgarsvæðinu var
um 27% á því ári sem hér um ræðir
en allra verkakvenna að meðaltali
um 33%. Fiskverkunarkonur á
landsbyggðinni náðu um 32% hækk-
un daglauna sinna en meðalhækkun
verkakvenna þar var um 35%. Mun-
urinn er m.a. minni vegna þess að
fiskverkunarkonur eru um helming-
ur verkakvenna úti á landi og draga
því niður meðaltaliö.
Launaskriðið út
á landsbyggðina
Meiri hlutfallsleg launahækkun á
landsbyggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu hefur orðið til þess að jafna
launin milli þessara svæða, en iaunin
Bændur - jarðeigendur
Vil kaupa jörð á Suöurlandi. Allt kemur til greina,
kvóti - kvótalaust, hýst - húsalaust. Skipti á
fasteign gæti komiö upp í greiðslu ef vill. Fariö
verður meö allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Tilboð sendist fyrir 15. sept. á Auglýsingadeild
Tímans, merks Jörð - 505
voru áður hærri á höfuðborgarsvæð-
inu. Það sama virðist hafa gerst hjá
flestum öðrum stéttum í kringum
síðustu áramót, þ.e. að launamunur
milli landssvæða hafi minnkað veru-
lega eða horfið.
Ef litið er til 2ja ára tímabils, þ.e.
frá 1. ársfjórðungi 1985 hefur fisk-
verkunarfólk náð svipuðum hækk-
unum og annað verkafólk og sömu-
leiðis álíka miklum og iðnaðarmenn
og konur í verslunar og skrifstofu-
störfum. Þetta þýðir að það scm
fiskvinnslufólk náði umfram aðra á
árinu 1985 missti það aftur og gott
betur á árinu 1986.
Þeir lægstu enn aftastir
á merinni
Einnig er frovitnilegt að líta á
Eigendur fjórhjóla og annarra
tækja sem ekið er á utan vega
Öll umferð slíkra tækja utan vega er með öllu bönnuð í
Hafnahreppi (Hafnir) Gullbringusýslu. Þeir sem brjóta
bann þetta verða umsvifalaust stöðvaðir og kærðir ef
nauðsyn krefur. Landsvæði það sem um ræðir er frá
mörkum Njarðvíkur og Hafnar allt suður fyrir Reykja-
nesvita.
Hreppsnefnd Hafnahrepps
og landeigendur.
þróunina milli 2ja ársfjórðunga í
kring um síðustu áramót, þegar
lágmarkslaun voru sem kunugt cr
stórhækkuð. Greidd laun hækkuðu
þá að meðaltali um 14-15% hjá
flestum nema körlum í verslunarm-
annafélögum. Þarna ntá hins vegar
hafa í huga að ýmsar stéttir iðnað-
armanna gerðu að margra mati
„góða" samninga í vctur sem ekki ná
inn í þennan samanburð. Þar sem
þeir hafa haldið sínum hlut vel
hvaða viðmiðun scm tekin er síðan
1980 má ætla að kjarasamningar
þeirra í vetur og margumrætt launa-
skrið í byggingariðnaöinum síðan í
vor hafi fleytt þeim vel fram úr
öðrum stéttum á almenna vinnu-
markaðnum hvað varðar launasam-
anburð.
Dregið úr launaskriðinu í
verslunargreinum syðra
Þar kemur og til að verulega
virðist hafa hægt á því launaskriði
sem áður var meðal karla í skrif-
stofustörfum þegar leið á árið 1986.
T.d. náðu þeir ásamt afgreiðslukörl-
um aðeins um þriðjungi þeirrar
u.þ.b. 15% hækkunar sem varð hjá
öðrum stéttum í kringum síðustu
áramót sem fyrr segir. Þetta hefur
m.a. orðið til þess að launamunur
karla og kvenna innan verslunar- og
skrifstofugreinanna hafði minnkað
verulega í upphafi þessa árs.
Þau laun sem hér hefur verið
rniðað við eru greidd dagvinnulaun
ásamt bónus, sem fyrr segir og
tölurnar eru fengnar upp úr Frétta-
bréfi Kjararannsóknarnefndar.
Vísitalan 49%,
launin 68*88%
Frá því í febrúar 1985 til sama
tíma 1987 hækkaði framfærsluvísi-
talan um 48,5%. Á sama 2ja ára bili
(1. ársfj. 1985-1987) hækkuðugreidd
daglaun verkafólks, kvenna í versl-
unar- og skrifstoofustörfum og iðn-
aðarmanna á bilinu 84-88%, karla í
skrifstofustörfum um 73% og karla í
afgreiðslustörfum lang minnst eða
68%. Afgreiðslufólk var í byrjun
þessa árs eina stéttin sem ekki hafði
náð upp sama kaupmætti fyrir greidd
dagvinnulaun og að meðaltali árið
1980, en iðnaðarmenn voru hins
vegar komnir þar 10% umfram.
- HEI
Póst- og símaskólinn
Rafeindavirkjanám
Póst- og símamálastofnunin tekur nú í haust upp
að nýju nám í rafeindavirkjun og óskar hér með
eftir nemum á 7. önn.
Umsækjendur skulu hafa lokið bóklegu námi á 6.
önn í rafeindavirkjun.
Námstími er 13 mánuðir, bóklegt nám og starfs-
þjálfun hjá stofnuninni og lýkur með sveinsprófi.
Laun eru greidd á námstímanum.
Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti
af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, berist
Póst- og símaskólanum fyrir 15. september n.k.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og síma-
skólanum, hjá dyravörðum Landssímahússins við
Austurvöll og Múlastöðvar við Suðurlandsbraut og
ennfremur á póst- og símstöðvum.
Nánari upplýsingar eru veittar í Póst- og síma-
skólanum í síma 91-26000/336/385/386.
Reykjavík, 2. september 1987.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Ifl REYKJÞMIKURBORG
Umsjónarfóstra
Umsjónarfóstra með daggæslu á einkaheimilum
óskast til starfa strax.
Um er að ræða 9 mánaða afleysingu vegna
námsleyfis. Upplýsingar veitir Fanny Jónsdóttir,
deildarstióri í síma 27277.
I* I REYKJMJÍKURBORG |||
T Jtau&cvi Sfádwi 'i'
Kvarnaborg,
nýtt dagvistarheimili
í Ártúnsholti
óskar eftir fóstrum í heilar og hálfar stöður 15.
sept. n.k.
Uppiýsingar veitir forstöðumaður, Margrét Peter-
sen, í síma 27277.