Tíminn - 05.09.1987, Síða 12

Tíminn - 05.09.1987, Síða 12
12 Tíminn Laugardagur 5. september 1987 FRÉTTAYFIRLIT RÓM — Stjórn ítalíu ætlar aöi senda herskip til Persaflóa til1 að vernda skip sín á þessum slóðum. Þessi tilkynning ítölsku stjórnarinnar fylgdi í kjölfar skyndiárásar íransks byssubáts á ítalska freigátu á fimmtudaginn. KÚVAIT —Óþekktlangdræg 1 eldflaug lenti á suðurströnd Kúvait í gær en engin meiðsli á fólki eða skemmdir á mann- virkjum urðu þegar hún sprakk.' LUNDÚNIR - Nýjustu átökin á Persaflóanum urðu til i þess að gull hækkaði í verði á mörkuðum í Lundúnum. ULSAN, Suður-Kórea — Leiðtogar fimmtán þúsund1 verkamanna við skipasm íðast- öðvar í Suður-Kóreu sögðu þá1 mundu halda áfram verkföllum sínum í ár eða meira eða svo lengi sem til þyrfti til að fá hærri laun. Þeir lofuðu hinsveaar að hætta öllum ofbeldisaogerð-i um. TRIPÓLI, Líbanon - Andstæðar sveitir i hinum á- hrifamikla Sósíalistaflokki sýr- lenskra þjóðernissinna (SNSP) lenti saman í norður- hluta Líbanons og létust að minnsta kosti tveir menn í þeim átökum. Moskva - Reuter Hæstiréttur í Sovétríkjunum dæmdi í gær Vestur-Þjóðverjann Mathias Rust til fjögurra ára vistar í vinnubúðum fyrir að fljúga lítilli einkaflugvél sinni inn í sovéska loft- helgi og lenda nærri Rauða torginu í Moskvu án þess biðja um leyfi. Dómarinn Robert Tikhomirnov dæmdi Rust til fjögurra ára fyrir „meinfýsin spellvirki", þrjú ár fékk hann fyrir að hafa brotið alþjóðleg flugumferðarlög og tvö ár fyrir að hafa komið inn í Sovétríkin á ólög- legan hátt. Rut mun afplána dóma þessa samtímis. Hinn nítján ára gamli Vestur- Þjóðverji sýndi engin svipbrigði þeg- ar dómurinn var lesinn upp og var síðan fylgt í burt af tveimur sovésk- um vörðum. Honum var þó leyft að hitta ntóður sína, Móniku, föður sinn, Karl-Hcinz, og yngri bróður Mathias Rust: Fjögur ár í vinnu- búðum. Ingó áður en réttarhöldunum lauk Rust fékk vægasta dóminn sem hægt er að fá ef menn eru sendir í sovéskar vinnubúðir, refsing hans nær til almennrar nauöungarvinnu. Ekki er hægt að áfrýja þessum dómi til æðri dómsvalda í Sovétríkjunum en stjórnin í Kreml hefur vald til að náða Rust. Tikhomirnov dómari sagði að sönnunargögn þau sem lögð hefðu verið fram í málinu bentu til að ævintýraþrá hefði ráðið þessari ferð Rust. Rust gat átt von á tíu ára fangels- isdómi fyrir flugferð sína og sækj- andinn í ntálinu hafði áður farið fram á að hann yrði dærndur til átta ára nauðungarvinnu. Vestur-þýskir stjórnmálamenn voru flestir á því í gær að refsingin til handa Rust væri of hörð og létu margir þeirra í Ijós þá von að Gorbatsjov Sovétleiðtogi og stjórn hans milduðu refsinguna og jafnvel náðuðu flugkappann. „Jafnaðarmenn bæði vona og bú- ast við að sovéskir valdhafar láti hinn nítján ára gamla ungling í umsjá foreldra sinna og að hann þurfi því ekki að eyða fjórum árum í sovéskum vinnubúðum," sagði Hans-Jochen Vogel talsmaður Jafn- aðarmannaflokksins síðdegis í gær. Alfred Dregger talsmaður hins ráð- andi flokks kristilegra demókrata tók í sama streng: „... en ég vona að dómurinn sé ckki síðasta orðið í þessu máli,“ sagði Dregger. Nágrannar Rust fjölskyldunnar í Hamborg lýstu þó ekki mikilti samúð með flugmanninum unga og einn sagði að það þyrfti að hýða drcnginn duglega þegar heim kænii. TOKYO — Ríkisstjórn Yas- , uhiro Nakasone í Japan gekk j enn einu skrefi lengra í þá átt að losa sig viö hlutabréf sín í japanska flugfélaginu JAL. Flugfélagið er eitt af nokkrum stórum japönskum ríkisfyrir- tækjum sem stjórnvöld ætla að selja í hendur einkaaðilum. MOSKVA — Sovéska her- málqagnið Krasnaya Zvezda sagði að 143 manns hefðu ; látið lífið á þessu ári eftir árásir i afganskra skæruliða á sovésk- ar Antonov flutningavélar sem notaðar eru til mannflutninga í Afganistan. NAIROBI — Jean-Baptiste Bagaza, sem var bolað úr forsetastólnum í Burundi í vik- unni, flaug frá Paris til Nairobi oa virtist sem hann ætlaði sér aö komast aftur til lands síns. f gær var þó ekki vitað hvar hann héldi sig nákvæmlega. MOSKVA — Tveir apar hafa verið þjálfaðir í geimferða-1 tækni síðustu tvær vikurnar í Sovétríkjunum og eiga þeir að ■ fara í loftið með nýian sovésk-, an gervihnött. Það var dag-, blaðið Sovetskaya Rossiya j sem frá þessu skýrði. I Mathias Rust kom hingað til lands í vor og var myndin tekin við það ForeldrarMathiasarRustásamtyngribróð- tækifæri: Nokkrum dögum síðar var hann lentur á Rauða torginu í ur hans Ingó: Vonsvikin. Moskvu. með gleraugu og leit hann ekki út fyrir að vera sá maður sem tók sér á hendur hættulega flugferð á vorrnán- uðum. Aðrir leikendur vöktu einnig at- hygli. Vsevolod Yakovlev, verjandi Rust, tók af sér gleraugun og setti þau á til skiptis og beitti hrífandi mælskulist þegar hann fór fram á væga refsingu til handa skjólstæðingi sínum. Vestrænir fréttamenn höfðu það á orði Yakovlev væri hinn sovéski Perry Mason, sú fræga bandaríska sjónvarpshetja. Vladimir Andreyev, sækjandinn í ntálinu, var klæddur í blá einkennis- föt sem sýndu að hann er háttsettur á skrifstofu ríkissaksóknara. Hann var alvarlegur á svipinn og svipbrigð- ih endurspegluðu málflutning hans. Fyrir neðan Rust og verði hans tvo sátu tveir túlkar sem skiptust á að túlka orð Rust yfir á rússnesku og önnur orð yfir á þýsku. Þeir túlkuðu á óaðfinnanlegan hátt og notuðu meira að segja handahreyfingar til að leggja áherslu á þýðinguna. Foreldrar Rust og yngri bróðir hans sátu í annarri röð við hiiðina á vestur-þýskum stjórnarerindreka. Fréttamenn hreinlega gleyptu þau þegar þau fóru inn og út úr dómshús- inu. Fyrir utan voru svo sovéskir borg- arar og ekki allir ánægðir: „Ég kom alla leið frá Tadzhikistan (í Mið- Asíu) og þeir vildu ekki hleypa mér inn,“ sagði einn miðaldra ntaður og bætti við að „Glasnost" eða opnun- arstefna Gorbatsjovs Sovétleiðtoga næði greinilega ekki nógu langt. v, Réttarsalurinn í Moskvu þar sem Rust var dæmdur: Minnisstæðir persónuleikar Moskva - Reuter Það virtist cnginn kippa sér upp við það í gær þegar Karl-Hcinz Rust, faðir vestur-þýska táningsins sem gerði landvarnarmenn Sovétr- Rauða torginu þann 28. maí, stóð upp í hæstarétti landsins og tók nokkrar myndir. Það var kannski ekki skrýtið, embættismenn í dómsalnum, að hér var á ferðinni merkur atburð- ur sem minnisstæðir persónuleikar settu mark sitt á. Hinn nítján ára gamli Mathias Rust var t miðju þessa mikla leik- íkjanna að fíflum þegar hann lenti á áhorfendur og fréttamenn vissu allir sviðs. Hann var snyrtilega klæddur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.